Morgunblaðið - 11.02.1993, Side 31

Morgunblaðið - 11.02.1993, Side 31
08 SAr BÖOÍ HÁuHSa'*! .tí HUOACHJTMMri (IIÖAJHKUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR n. FEBRUÁR 1993 Einars Olgeirssonar minnst á Alþingi Forsætisráðherra um stuðning við Suðumes Sljórnvöld hafa staðið við orð síri í UPPHAFI 105. þingfundar í gær minntist Salome Þorkels- dóttir, forseti Alþingis, Einars Olgeirssonar fyrrverandi alþing- ismanns sem andaðist á Hrafn- istu í Hafnarfirði síðastliðinn miðvikudag, 3. febrúar. Hann var níræður að aldri. Minningar- orð þingforseta eru svohljóð- andi: „Einar Olgeirsson fæddist á Akureyri 14. ágúst 1902. Foreldrar hans voru hjónin Olgeir bakari þar Júlíusson bónda á Barði á Akur- eyri Kristjánssonar og Solveig Gísladóttir bónda á Grund í Svarf- aðardal Pálssonar. Hann lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1917 og brautskráðist úr Menntaskólan- um í Reykjavík 1921. Haustið 1921 innritaðist hann í háskólann í Kaupmannahöfn en dvaldist þar skamman tíma, fór þaðan til há- skólanáms í Berlín, nam þar enskar og þýskar bókmenntir og tungu- mál. Próf tók hann ekki en hvarf heim til Akureyrar 1924. Á árunum 1924-1928 var hann kennari við Gagnfræðaskólann þar, framhalds- deild sem bjó nemendur undir stúd- entspróf. Hann var forstjóri Síldar- einkasölu íslands á Akureyri 1928-1931 og forstjóri íslensk- rússneska verslunarfélagsins í Reykjavík 1931-1935. Hann var ritstjóri Verkalýðsblaðsins 1935- 1936, Þjóðviljans 1936—1941 og 1942—1946 og Nýs dagblaðs 1941-1942. Einnig var hann rit- stjóri Réttar, tímarits um þjóðfé- lagsmál, 1926-1941 og 1946- 1984 og Verkamannsins, blaðs á Akureyri, 1931-1933. Einar Olgeirsson var ritari Verkalýðssambands Norðurlands frá stofnun þess 1925 og var kos- inn formaður þess 1931. Formaður Verkamannafélags Akureyrar var hann 1928-1931. Við alþingis- kosningar 1937 var hann kjörinn alþingismaður Reykvíkinga og sat á Alþingi til 1967, á 35 þingum alls. I upphafi var hann þingmaður Kommúnistaflokks íslands, því næst Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins og loks Alþýðu- bandalagsins. Hann var formaður Sameiningarflokks alþýðu — Sós- íalistaflokksins 1939-1968 og for- maður þingflokksins 1939-1962. Forseti neðri deildar Alþingis var hann 1956-1959. Árið 1967 sat hann á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna. Einar Olgeirsson átti sæti í ýms- um nefndum og ráðum. Hann var kosinn i milliþinganefnd um stjóm- arskrármálið 1942, var í útvarps- ráði 1943-1947, í landsbanka- nefnd 1944-1955 og í skilnaðar- nefnd 1944. Hann var skipaður í þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnun- ar 1944. Varaformaðurnýbygging- arráðs var hann 1944-1947. I raf- orkuráði, síðar orkuráði, var hann 1949-1953 og 1958-1975. Árið 1955 var hann kosinn í atvinnu- málanefnd. í Norðurlandaráði var hann 1957-1963, í bankaráði Landsbanka íslands 1957-1980, formaður þess 1973-1976, og í Rannsóknaráði ríkisins 1965- 1967. Einar Olgeirsson kom heim frá námi í Þýskalandi rúmlega tvítug- ur, fullur áhuga á umbreytingum í þjóðfélagsmálum. Hann stundaði skólakennslu fyrstu árin, var áhrifamikill lærifaðir og neytti þeirra hæfíleika sinna áratugum saman í námsflokkum og leshring- um um stjórnmál í þágu flokks síns. Hann gekk til liðs við samtök verkalýðsins, var kvaddur þar til forustu og gekk fram ódeigur í kjarabaráttu og vinnudeilum. í stjórnmálum var hann ávallt fram- arlega í flokki. í hörðum deilum lét hann ekki hlut sinn, hreif áheyrend- ur með mælsku sinni og sannfær- Einar Olgeirsson ingarkrafti. Hann var áhrifamikill flokksforingi og átti manna mestan þátt í kosningasigrum meðan hann var í fararbroddi. Undir lok síðari heimsstyijaldarinnar hvatti hann til þess í ræðu og riti að veija stríðsgróða þjóðarinnar til nýsköp- unar í atvinnumálum, sem ný ríkis- stjórn dró síðan nafn af. Hann sótt- ist þó ekki eftir sæti í nýsköpunar- stjóminni, kaus heldur að starfa í nýbyggingarráði að framkvæmd á stjórnarstefnunni. Einar Olgeirsson skrifaði mikið um þjóðfélagsmál, aðallega greinar í blöð og tímarit, en samdi einnig nokkur sjálfstæð rit. Hann var hugsjónamaður og barðist af eld- móði og hörku fyrir þeim málstað sem hann helgaði stjórnmálastarf sitt. Utan baráttunnar var hann ljúfmenni og aflaði sér vinsælda óháð stjórnmálum. Með ævistarfi sínu ávann hann sér öruggt rúm í stjórnmáiasögu íslendinga á tutt- ugustu öld og hans verður lengi minnst sem atkvæðamikils alþing- ismanns." Að lokum bað þingforseti alþing- ismenn um að minnast Einars 01- geirssonar með því að rísa úr sæt- um. DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra vísar á bug ásökunum um að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sín fyrirheit til Suðumesja- manna um eflingu atvinnulifsins þar. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn) segir hinsvegar að fram- lag ríkisins sé „allt í plati“ og allt óvíst um 300 milljón króna framlag íslenskra Aðalverktaka. Anna Ólafsdóttir Björasson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í gær um efndir eða meintar vanefnd- ir ríkisstjórnarinnar á fyrirheitum um fjárframlög til framkvæmda á Suðumesjum. Þingmaðurinn taldi að yfírlýsingar og fyrirheit ráðherra ríkisstjómarinnar hefðu ekki reynst haldgóð. Talaði um „nýju fötin keis- arans í þessu sambandi". Anna Ól- afsdóttir Bjömsson innti eftir þeim 500 milljónum króna sem einatt hefði verið vísað til. Það væri ekki að heyra að stjómvöld ætluðu að leggja eyri þar til. Sveitarfélögunum væri ætlað að leggja fram 500 millj- ónir króna en ríkisframlagið upp á 300 milljónir króna væri „allt í plati“. Málshefjandi vísaði einnig til frétta, í DV 26. janúar, þar sem haft var eftir sveitarstjómarmönnum á Suð- umesjum að þeir hefðu alltaf reiknað með einhveijum peningum frá ríkis- stjóminni og það allt að 500 milljón- um. Anna Ólafsdóttir Björnsson taldi allt óljóst um hlut Islenskra Aðal- verktaka. Hvenær ætti hann að koma? Og ef hann kæmi, í hvers konar verkefni? En lokaspuming Önnu var um hvernig ríkisstjómin hygðist efna þau fyrirheit sem sveit- arstjómarmenn á Suðurnesjum teldu sig hafa fengið? Davíð Oddsson forsætisráðherra vísaði til þ'ess að í yfirlýsingu ríki- stjómarinnar frá 23. nóvember um eflingu atvinnulífs segði m.a: „Varið skal 500 milljónum króna til aðgerða í atvinnumálum á Suðumesjum í samstarfi sveitarfélaga, íslenskra aðalverktaka og annarra fyrir- tækja.“ í framhaldi þessarar yfírlýs- ingar hefðu málin verið_ rædd meðal eignaraðila og í stjóm Islenskra að- alverktaka. Ákveðið væri að veija 300 milljónum til atvinnuuppbygg- ingar á Suðurnesjum. Á undanföm- um árum hefði íslenskum aðalve^Jfc. tökum borist fjöldi beiðna og hug- mynda um þátttöku í fyrirtækjum og verkefnum. Á vegum fyrirtækis- ins væri nú verið að fara yfir þessi mál. Þetta tæki nokkurn tíma enda yrði að vanda undirbúning vel til að árangur næðist. Forsætisráðherra sagði einnig að sveitarfélögin hefðu samþykkt að leggja til 200 milljónir króna. Nú virtist því hafa myndast góð sam- staða heimamanna, sveitarfélaga og Aðalverktaka um framgang málsins. Vemlegum fjármunum yrði ráðstaf- að og yrði það að fmmkvæði heima- manna sem hefðu ábyrgðina af því að skipuleggja þetta verkefni og efla þau fyrirtæki sem gætu staSvi undir varanlegri atvinnuuppbygg- ingu á Suðurnesjum. Af fyrrgreindu sagði forsætisráð- herra það vera ljóst að ríkisstjómin hefði staðið við sínar yfirlýsingar. Fullyrðingar um annað fengju ekki staðist. Því hefði aldrei verið haldið fram af hálfu ríkisstjómarinnar að það hefði staðið til að bein peninga- framlög kæmu úr ríkisstjóði. En for- sætisráðherra benti jafnframt á að við þessa fjártöku myndi arður sá sem íslenskir Aðalverktakar greidi’. í ríkissjóð minnka. Forsætisráðherra sagði að þetta mál væri nú komið í réttan farveg og heimamenn hefðu mest um það að segja í hvaða farvegi það yrði framvegis. Rúmgóður fjölskyldubíll á verði smábíls - HUI ,!dl 834.000,- krl ^^Ójvusi ^mvctrarde^. ^ í,! Lltþorrannl HYunoni ...til framtíðar Bílarnir fást til afhendingar strax! Verið velkomin - Gerið verðsamanburð og reynsluakið HYUNDAI PONY árgerð '93. bifreiðas & LANDBÚNAÐARVÉLAR K ÁRMÚLA 13, SÍMI: 68 12 OO BEINN SÍMI: 3 12 36 <&>

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.