Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993
Morgunblaðið/Þorkell
Beyglurnar verða
~betur skornar í framtíðinni
FYRIR nokkru komu á markað
hérlendis brauðhringir sem í
Bandaríkjunum ganga undir
nafninu Bagels.
Upprunalega eru hringimir
sagðir koma frá gyðingum. Gyð-
ingar, sem fluttu búferlum vestur
um haf, tóku uppskriftina með sér
og nú kenna menn brauðkringlurn-
ar við Bandaríkin enda geysivin-
sælar þar og heilu búðimar sem
selja ekkert annað en Bagels með
mismunandi bragðtegundum.
j, Það er brauðgerðin hjá Mjólkur-
samsölunni sem sér um framleiðsl-
una hér á landi og þar á bæ hafa
forsvarsmenn sótt um einkaleyfi á
orðinu beyglur fyrir brauðhringina.
Undanfarið hafa lesendur okkar
kvartað yfír því við okkur á Dag-
legu lífí að hringirnir séu illa skorn-
ir og ómögulegt sé að koma helm-
ingunum í brauðristina.
Þegar við höfðum samband við
forsvarsmenn hjá Mjólkursamsöl-
unni könnuðust þeir vel við vand-
ann og sögðu að verið væri að
hanna sérstakan aukabúnað á
brauðskurðarvélina svo að betur
tækist til. Hann sagði þó þetta
vandamál eiga helst við brauð-
hringina með rúsínunum.
Þá kom fram hjá Georg Hauks-
syni hjá Mjólkursamsölunni að ver-
ið væri að gera tilraunir með fleiri
bragðtegundir af beyglum og að í
framtíðinni mættu viðskiptavinir
eiga von á nýjungum. ■
Morgunblaðið/Þorkell
Öryggissæti fyrir börn
á innkaupakörfurnar í Hagkaup
"íþESSA dagana eru forsvars-
menn hjá Hagkaup að láta setja
sérstök öryggissæti fyrir ung-
viðið á innkaupakörfur. Þá er
einnig verið að setja upp sérstök
belti á körfur fyrir börn.
Til að byija með verða 3-7 stól-
ar í hverri verslun Hagkaups og
belti á um 15-20 grindum. Á næst-
unni koma síðan til landsins sér-
stakar innkaupakörfur sem eiga
að gera foreldrum kleift að láta
ungböm liggja í nokkurskonar
burðarrúmi við hliðina á innkaupa-
körfunni. ■
Hvað kostar að
fara í nudd? Á LANDSBYGGÐINNI V /y'V
Nuddstofa Aldísar, Munkaþverárstræti 35, Ak. Opiö mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 07-11 og 13-19 1 1.400 1.000 7í Tjnniþaíic 40 gigtarlampi ||R
Nuddstofa Soffíu Zophaníasd., Rfumóa 3c, Keflavík, opið mánudaga til föstudaga kl. 10-19 1 1.600 1.000 2) innifaliö innifalið
Nuddstofa Elínar, Sundlaugarhúsinu, Sauðárkróki, opið mánudaga til föstudaga kl. 13.30-20 1 1.600 120 9j ri|
Toppsól, Tunguslðu 6, Akureyri. Opið mánudaga til laugardaga kl. 09-20 2 1.500-1,9503) innifalið 430 100 sundlaug
Nudd- og Ijósastofa Ingu, K.A. heimilið, Akureyri, opið til stóptis eina viku ísenn 08-16 og 13-19 2 1.900 1.600 1.300 1.100 innifalið 430 lánuð ef þarf heitir pottar
ÍREYKJAVÍK
Nuddstofan,4) Hótel Loftleiðum, opið mánudaga til laugardaga kl. 17-20 1 1.800 3505) 400 innifalið sloppur og sjampó
Nuddstofa Reykjavíkur, Hótel Sögu v/Hagatorg, opið mánudaga til föstudaga kl. 10-19 og laugardaga kl. 10-18 5 2.120 1.700 1.500 1.200 Innifalið 430 170 líkamsr,- salur og nuddpottur
Nuddstofan Paradís, Laugamesvegi 82, opið mánudaga til föstudaga kl. 09-20 og laugardaga kl. 09-17 4 2.200 1.770 1.700 1.360 innifalið 150 þrek- taeki
Nudd- og gufubaðsstofan Eygló, Langholtsvegi 17, opið mánudaga til föstudaga kl. 09-18 3-4 2.270 um 1) 1.800 1.820 1) innifalið 130 æflngatæki notuð I með- ferð ef þarf
Sjúkranuddstofa Rafns Geirdal, Smiðshöfða 10, breytilegur opnunartími breyti legt 1.200-2.700?) 2.100 1.800 1.400 innifalið innifalið
Nudd- og gufubaðsstofa Óla, Hamrahlið 17, opið mánudaga til föstudaga kl. 08-18 2 2.200 1.600 innifalið 100
1) Misjafnt verð eftlr meðferð, skv. fyrirmælum laaknis. 2) 30 mln. I gigtarlampa fyrlr nudd og 30 mln. á einföldum solarbekk eftir nudd. 3) Fer eftir nuddara. 4) Frá nk. mánaðamótum verður opið allan daginn. 5) Aðskilinn rekstur. Einnlg aðgangur að sundlaug, nuddpottl og andlitsljósum. 6) Aðskillnn rekstur. Einnig aðgangur að sundlaug og heitum pottum. 7) 1.200 hjá nema, 2.100 hjá nuddfræðingi og 2.700 hjá meistara (Rafni Geirdal).
Nudd er ódýrara úti á
landi en á höfuðborgarsvæðinu
ÞAÐ er þó altént eitthvað sem er ódýrara úti á landi en á höfuð-
borgarsvæðinu, en oft og einatt birtast okkur upplýsingar um
mun hærra verð úti á landi. Mestur verðmunur á nuddi (125%)
er á sömu nuddstofunni, en skýringin er augljós og sést neðan-
máls í töflunni.
Aðstaða á nuddstofum er afar
misjöfn og hið sama verður að
segja um menntun og hæfni
nuddara. Eðlilega er ekkert mat
lagt á slíkt hér, enda misjafnt
eftir hverju fólk sækist er það
fer í nudd. Gufubað er á flestum
stofum og aðgangur að því oft-
ast innifalinn í verðinu. I tveim
tilfellum er nuddstofa rekin í
samvinnu við sundlaug og þarf
þá að greiða aðgangseyri í laug
og gufubað.
SJúkranudd
Á sumum stofum eru starfandi
löggiltir sjúkranuddarar og geta
þeir annast sjúkranudd sam-
kvæmt tilvísun frá lækni. Er virð-
isaukaskattur þá felldur niður.
Margir tala um „heilnudd"
(45-60 mín.) og „partanudd“
(25-35 mín.) en hér var ákveðið
að tala um „almennt nudd“ til
aðgreiningar frá sjúkranuddi.
Nudd hefur fylgt mannkyninu
frá örófí alda, enda eru til meira
en 5.000 ára gamlar skriflegar
heimildir um nudd. Margir hafa
þá venju að fara í nudd í hverri
viku og fínnst það ómissandi
þáttur í lífi sínu. Sé miðað við
meðalverð á nuddi er álíka dýrt
að fara í nudd einu sinni í viku
og að reykja pakka af sígarettum
á dag. ■
BT
Morgunblaðið/Þorkell
Síðustu
reyfarakaupin
VERSLANIR lækka þessa daga
verðið enn, þó sums staðar viki
nú útsöluvörur fyrir vorvörum.
Það má enn gera reyfarakaup og
víða hefur útsöluverð verið lækkað
Jttin meira og nemur afsláttur allt að
80%. Það var handagangur í öskjunni
hjá Toppskónum en þar hófst útsalan
s.l. þriðjudag kl. átta árdegis og af-
slátturinn nam allt að 80 %. Þar var
hægt að gera góð kaup. Ein kona
keypti 9 skópör á fjóra fjölskyldumeð-
limi og reiknaðist til að þau hefðu
kostað á fullu verði um 45 þús. en á
f'tsölunni greiddi hún nálægt 16.500
r. fyrir skótauið. ■
Gómsæt kaka full af
vítamínum ... og hitaeiningum
ÞETTA er ein af þeim kökum sem hægt er að geyma í frysti og taka út þegar á þarf
að halda. Hún er einstaklega Ijúffeng en hráefnið í hana er frekar dýrt og samvisku-
laus væri ég ef ég segði að hún væri megrunarfæða. Vegna þess hversu ljúffeng
mér finnst hún, hef ég aldrei lagt á mig að reikna út hvað hún kostar, hvorki í
krónum né kaloríum.
Hér eru notuð jarðarber, brómber og blæjuber
ásamt kíví. Jarðarber eru nánast ómissandi á
þessa köku.
Á kökuna má setja hvers
i kyns ávexti og vissulega eru
þeir auðfáanlegri og ódýrari
ZI á sumrin. Þeim mun fleiri
BC ferskir ávextir þeim mun
iS^ betri verður kakan, en einnig
má bjarga sér með því að
skreyta hana með súkkulaði-
2" spæni. Ekki er erfítt að gera
kökuna, en til að baka hana
þarf að nota mót með stórri laut,
en slík mót eru til dæmis fáanleg
í Húsasmiðjunni.
Best er að setja ávexti á kökuna
skömmu áður en hún er borin á
borð og ef á að frysta hana er hún
látin þiðna í 30-60 mínútur áður
en ávextir eru settir á hana. Mun-
ið að best er að leyfa eggjum að
jafna sig við stofuhita í 1-2 klst.
áður en þau eru notuð í bakstur
og hið sama gildir um smjör.
Ávaxfakaka
Botn
250 g marsípan
250 g sykur
250 g smjör
3 egg
100 g hveiti
ferskir óvextir eftir smekk
Marsipan, sykur og smjör hrært á
meðalhraða í nokkrar mínútur.
Egg pískuð og þeim síðan bætt
saman við. Hveiti hrært varlega
saman við með sleif. Látið í form
með djúpri laut og bakið við 150
gráðu hita í 30 mínútur.
Krem
3 eggjarauður
2 msk sykur
2 blöð matarlím
3 msk Grand Marnier
Eggjarauður og sykur þeytt í 5
mín. Matarlím lagt í vatn, vatnið
kreist úr og blöðin síðan brædd
yfir vatnsbaði. Grand Marnier
blandað saman við eggjahræruna
með sleif, síðan þeytta ijómanum
og að lokum matarlími.
Kreminu hellt yfír kökuna og
lautin fyllt af kremi. Látið jafna
sig um stund og skreytið síðan
með ferskum ávöxtum. Gott er að
gera hana daginn áður en hún er
borðuð og án ávaxta geymist hún
í margar vikur í frysti. ■
BT
1 peli þeyttur rjómi