Morgunblaðið - 11.02.1993, Qupperneq 39
þau vöknuðu nefnilega snemma og
það vissi ég. Mér var ávallt tekið
opnum örmum og með brosi á vör.
Nokkrar áhyggjur urðu þó vegna
þessa tveggja ára polla sem fór sín-
ar eigin leiðir til að komast í heim-
sókn til ömmu og afa. Brugðið var
á það ráð heimafyrir að setja hespu
á hurðina til þess að ég færi ekki í
heimsókn án eftirlits, en þá skreið
ég bara út um gluggann og fór í
heimsókn til afa og ömmu eins og
áður.
Samband okkar afa var náið og
dvaldi ég mikið hjá honum í næsta
húsi. Þar sem ég er nafni hans afa,
þurfti að aðgreina okkur þegar kall-
að var til okkar. Amma kallaði hann
„Villi pabbi“ en mig „Villi litli“.
Hann ákvað fljótlega að það nafn
væri ekki’ nógu íburðarmikið og kall-
aði afi mig því ,junior“.
Afi varð þeirra hlunninda aðnjót-
andi að setjast snemma í helgan
stein. En hann hafði þó nóg að gera
og átti oft annríkt. Hann átti stóran
garð, var mikill garðyrkjumaður og
var framarlega í því áhugamáli, enda
bera bikarar og aðrar viðurkenning-
ar vitni um það. Hann tók gjarnan
myndir af blómunum sínum á lit-
skyggur og á veturna var gjarnan
haldin myndasýning, þar sem allir
fjölskyldumeðlimir voru viðstaddir.
Þegar ég varð eldri fól hann mér
það ábyrgðarmikla starf að stjórna
sýningarvélinni á meðan hann skýrði
út myndirnar.
Afi var einnig mikill smiður. Hann
lærði húsgagnasmíði í iðnskólanum
strax og hann fluttist til Reykjavík-
ur, þá ungur að árum. Hann stofn-
aði Kassagerð Reykjavíkur ásamt
félaga sínum og í byijun framleiddu
þeir trékassa og fyrirtækið stækkaði
og dafnaði. Hann var framkvæmda-
stjóri þar í 28 ár áður en hann hætti.
En afi hætti ekkert að smíða. Á
vetuma var hann gjarnan í bílskúrn-
um og smíðaði. Eg sá strax að hann
var listamaður og afar vandvirkur
við smíðarnar. Afi var kröfuharður
maður, afar nákvæmur og vandvirk-
ur við allt sem hann gerði og þoldi
hann engum fúsk.
Afi var mikill fjölskyldumaður.
Eitt af því skemmtilegasta sem ég
man eftir var þegar hann og amma
héldu hóf. Þá mættu allir í fjölskyld-
unni, börn og nokkrir góðir vinir
þeirra. Þá var kátt á hjalla og nóg
af góðgæti á boðstólum. Stundum á
sumrin hóaði hann fjölskyldunni
saman ásamt vinum, leigði rútubíl
og síðan var bmnað af stað og farin
var „fjölskylduferð“.
Afí hafði unun af því að ferðast
og skoða landið, það mátti sjá á lit-
skyggnunum sem við skoðuðum
ásamt blómamyndunum á veturna.
í mínum huga var afi mikil-
menni. Hvar sem við komum var
honum tekið með virktum eins og
kónginum sjálfum. Meira að segja
fékk ég að fljóta með í virktum þeg-
ar fólk komst að því hverra manna
ég var. Hann var greinilega vel
þekktur af ótrúlegum fjölda fólks
og fólk bar mikla virðingu fyrir hon-
um.
Afi var trúaður maður og það er
amma líka. Þau sóttu ávallt kirkju
á sunnudögum á meðan heilsan
leyfði. Afi var framarlega í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur, líka í
kirkjumálum. Hann lét sér ekki bara
nægja að sitja í guðshúsi eins og
margir aðrir, heldur gerðist hann
formaður byggingarnefndar Lang-
holtskirkju og byggði guðshús,
þannig maður var hann.
En aldurinn færðist yfir, og afi
fór sjaldnar út í garð að vinna og
hann hætti að smíða. Þess í stað Iét
hann sér nægja að lesa og finnst
mér hann hafa lesið stanslaust síð-
ustu árin, í stólnum í bókaherberg-
inu. Þótt hann hafi tapað heilsu síð-
ustu æviárin, þá tapaði hann aldrei
brosinu og glaðværu viðmótinu þeg-
ar ég leit inn.
Nú er afi farinn til betri heims.
Mér finnst að hann hafi verið lukku-
legur og dáið saddur lífdaga, sáttur
við allt og alla. En hann er þó ekki
farinn úr huga og hjarta mínu og
verður hann þar eilífur, svo lengi sem
ég lifi.
Elsku amma, mamma, Hilmar,
Valdís, Bjarni og fjölskyldur. Eg bið
Guð að styrkja ykkur og varðveita
á þessari erfiðu stundu og blessuð
sé minning afa míns.
Vilhjálmur Hall-
grímsson ,junior“.
seet HAOaaan .ti auoAáuTMMi'i aiaAjaviuoaoM _______________________________________ 88
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1993 w ^
+
Útför sonar mins og bróður okkar,
AGNARS HELGA VIGFÚSSONAR
frá Hólum íHjaltadal,
sem andaðist í Landspítalanum þann 3. febrúar sl., fer fram frá
Sauðarkrókskirkju mánudaginn 15. febrúar kl. 13.30.
Jarðsett verður í Hólakirkjugarði.
Kveðjuathöfn fer fram í Háteigskirkju föstudaginn 12. febrúar kl.
10.30. x
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands eða Hjarta-
vernd.
Helga Helgadóttir
og systkini hins látna
Ástkær móðir okkar,
BIRNA HELGA JÓHANNESDÓTTIR,
Suðurgötu 35,
Keflavfk,
lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur þann 9. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Eiríkur Ellertsson,
Jóhannes Ellertsson,
Elva Ellertsdóttir.
+
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk-
ar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR MAGNÚSSON
húsasmíðameistari,
Dalbraut 20,
sem lést 2. febrúar, verður jarðsunginn
föstudaginn 12. febrúar kl. 13.30 frá
Langholtskirkju.
Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu
minnast hans, er bent á Langholts-
kirkju.
Helga Á. Guðmundsdóttir,
Ólafur A. Ólafsson, María Gísladóttir,
Katrfn G. Ólafsdóttir, Bragi Magnússon,
Sólveig G. Ólafsdóttir, Haraldur Tyrfingsson,
María M. Ólafsdóttir, Márus Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
SVANHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Laufási,
Borgarfirði eystri,
lést í Landspítalanum þriðjudaginn 9. febrúar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Bróðir minn og mágur,
INGVAR GUNNLAUGSSON
bóndi,
Syðra-Kolugili,
Víðidal,
lést 9. febrúar í Sjúkrahúsi Akraness.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Ása Gunnlaugsdóttir, Ragnar Guðmundsson.
+
Elskulegur sonur minn og bróðir okkar,
ÓLAFUR GUÐJÓN FRIÐFINNSSON,
Yrsufelli 13,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 12. febrúar
kl. 15.00.
Friðfinnur Guðjónsson,
Sævar Friðfinnsson, Hörður Friðfinnsson,
Garðar Friðfinnsson, Viðar Friðfinnsson,
Jökull Friðfinnsson, Rut Friðfinnsdóttir,
Björk Friðfinnsdóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Systir mín,
SVALA HANNESDÓTTIR,
er látin. Útförin hefur farið fram.
Þakka auðsýnda samúð.
Inga Hannesdóttir.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
KLARA GESTSDÓTTIR,
er lést á heimili sínu fimmtudaginn
4. febrúar, verður jarðsungin frá Akur-
eyrarkirkju föstudaginn 12. febrúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Björn Gunnarsson,
Birna K. Björnsdóttir, Jóhann Þ. Þórisson,
Ragna Á. Björnsdóttir, Birgir Ingólfsson,
Áshildur E. Björnsdóttir, Bjarni Kristmundsson,
Björn H. Björnsson, Gestur G. Björnsson,
Aðalheiður H. Björnsdóttir
og barnabörn.
+
Móðir okkar,
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR,
andaðist á heimili sínu, Drápuhlíð 20, Reykjavík.
Útförin hefur farið fram.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
MAGNEA ÓSK KRISTVINSDÓTTIR,
áðurtil heimilis
í Sólheimum 23,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
12. febrúar kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Synir, tengdadætur og barnabörn.
+
Innilegar þakkir færum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
JÓHANNESAR JÓSEFSSONAR,
Skálarhlíð,
Siglufirði.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
Unnur Helgadóttir,
Magðalena B. Jóhannesdóttir,
Harpa Jóhannesdóttir Möller.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar og systur okkar,
AUÐAR SAMÚELSDÓTTUR,
Hellisgötu 16,
Hafnarfirði.
Margrét Hannesdóttir,
og systkini hinnar látnu.
+
Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu,
BJARKAR JÓNASDÓTTUR,
Lækjarbergi 25,
Hafnarfirði.
Stefán Jónsson,
Jónas Stefánsson, Ragnheiður Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
+
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
FANNEYJAR DAGMAR KRISTJÁNSDÓTTUR
frá Álfsnesi,
Grettisgötu 94,
Reykjavik.
FriðrikG. Jónsson,
Baldur Friðriksson, Selma P. Jónsdóttir,
Sigurður Kr. Friðriksson, Unnur Færseth,
Hildur Jóna Friðriksdóttir, Sigfús Örn Árnason,
barnabörn og barnabarnabörn.