Morgunblaðið - 11.02.1993, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JFEBRÚAR 1093
42
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apn'l)
Þú hefur góð áhrif á þá sem
þú átt samskipti við í dag.
Sameiginlegir hagsmunir
og vinátta eru í fyrirrúmi.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú tekur að þér ábyrgðar-
^ starf og stendur þig með
prýði. Þú vext með vanda
hverjum og vekur eftirtekt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Listrænir hæfileikar njóta
sín í dag. Sumir eru að
undirbúa helgarferð. Barn
veitir þér ánægjulegar
stundir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Mikil fjárfesting gæti verið
á döfínni, til dæmis í eigin
húsnæði. Hagstætt er að
• bjóða gestum heim í kvöld.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
<et
Auðvelt er að ná samkomu-
lagi við aðra í dag. Sumir
stofna til samstarfs við
nýja aðila. Astvinir ræða
málin í einlægni.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
■ Nýir viðskiptavinir og ný
tækifæri til tekjuaukningar
bjóðast í dag. Þú afkastar
miklu og leggur þig fram.
Vog .
(23. sept. - 22. október)
Nýr gleðigjafí vekur áhuga
þinn. Ánægjulegt stefnu-
mót eða skemmtun gætu
verið á dagskrá. Bam kem-
ur þér skemmtilega á
óvart.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú átt auðvelt með að ljúka
þeim verkefnum sem bíða
—' þín í dag, og þér gefst tími
til að njóta ijölskylduiífsins
í kvöld.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) m
Einhver trúir þér fyrir
leyndarmáli. Margir sækj-
ast eftir nærveru þinni og
þú gerir þér far um að
heimsækja sem flesta.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vinur réttir þér hjálpar-
hönd og stuðlar að fram-
gangi þínum í starfí. Þú
ert á uppleið og nærð mikil-
vægum áfanga.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) dk
Þú færð ráðleggingar sem
veita þér nýja innsýn í
starfið. Þú gætir íhugað
helgarferð eða lengra
ferðalag á næstunni.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) Sji
í 'Þú gætir verið að íhuga
fjárfestingu vegna óvænts
flárstuðnings sem þér
stendur til boða. í kvöld
fínnur þú réttu lausnina.
aS
Stj'ómuspána á að lesa sem
dœgradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vtsindal'egra staðreynda.
DÝRAfíl FMQ
LJ 1 rVA-VV3 LLIMO
A'DCTTI D
uKb 1 1 IK
TOMMI OG JENNI
LJÓSKA
rrnrMRi a air\
rcRullMAND
SMAFOLK
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
Eitt af vandamálum sagnhafa
er trompliturinn — K87xx á
móti Á109x. En hann hefur það
mikið verk að vinna í hliðarlitun-
um að trompvandamálið leysist
sjálfkrafa.
Vestur gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ 3
y 1098754
♦ Á1094
*K3
Vestur Austur
♦ Á5 ....... ♦ D109762
VÁDG63 V2
♦ D ♦ G32
♦ D8742 *G65
Suður
♦ KG84
¥K
♦ K8765
+ Á109
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta Pass Pass Dobl
Pass Pass 1 spaði Dobl
2 lauf Pass Pass 2 tíglar
Pass 3 tíglar Pass 5 tíglar
Pass Pass Pass
Eftir nokkurn eltingarleik á
lágu nótunum endar NS óvænt
í 11 slaga samningi. Vestur tek-
ur fyrst ásana sína í hálitunum
og skiptir síðan yfir í lauf. Slök
vörn, sem gefur sagnhafa vinn-
ingavon. En hann verður að
gæta sín strax í byijun. Hann
þarf að trompa lauf í blindum
strax áður en austur fær tæki-
færi til að henda laufi í hjarta.
Þess vegna er nauðsynlegt að
stinga upp laufkóng, fara heim
á laufás og trompa lauf. Þegar
því er lokið, dundar sagnhafí sér
við að trompa spaða og hjarta
á víxl:
Vestur
y dg
♦ D
+ D
Norður
♦ -
y 109
♦ Á10
*-
II
Suður
Austur
♦ D
y-
♦ G32
*-
♦ G
y-
♦ K87
*-
Spaðagosanum er spilað í
þessari stöðu. Besta tilraun vest-
urs er að trompa með drottn-
ingu. En sagnhafi mætir því með
að yfirtrompa ás og svína tígul-
tíu. Síðustu tveir slagirnir koma
með trompbragði.
Ef vestur hefði spilað hjarta-
drottningu í þriðja slag gæti
austur losað sig við einn lauf-
hund og tryggt vörninni þar með
slag á tromp.
Umsjón Margeir
Pétursson
A alþjóðlega mótinu í Groning-
en í Hollandi um áramótin kom
þessi staða upp í skák stórmeistar-
ans Konstantíns Lerners
(2.530), Úkraínu, sem hafði hvítt
og átti leik, og_ M. Martens
(2.930), Hollandi. í þessari stöðu
vinnur svarta liðið alls ekki sam-
an, en hvítu mennimir eru ákaf-
lega vel staðsettir. Það þarf ekki
mikinn speking til að sjá að hvítur
hlýtur að eiga unna stöðu, en vinn-
ingsleið Lerners er örugglega sú
langfallegasta:
34. Dxg6!! — gxh6, 35. Hf8+ —
Kh7, 36. Rg5+! (Til að rýma e4
reitinn fyrir biskup) 36. — Dxg5,
37. Be4+ (Lokar útgönguleið
svarta kóngsins) 37. — BgG, 38.
Hh8 mát.