Morgunblaðið - 16.02.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 16.02.1993, Qupperneq 1
56 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 38. tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Djúpt á veskið París. Reuter. FRANSKUR lestarfarþegi varð fyrir óláni sem hann hefur líklega aldrei órað fyrir að ætti eftir að henda hann. Frakkinn ólánsami tók sér far með hraðlestinni rómuðu, TGV, frá París til Toulouse. Á leiðinni kom að því að hann varð að sinna kalli náttúrunnar og ganga öma sinna. Tókst þá ekki betur til en svo að hann missti seðlaveskið niður í salernisskál- ina. Átti hann ekki annarra kosta völ en reyna að veiða það upp og seildist ofan í skálina alveg upp að öxl. Er hann taldi sig vera kominn fyrir veskið og hugðist fanga það á uppleið fest- ist höndin. Vildi svo vel til að hann gat teygt sig í neyðar- hnapp með lausu hendinni og nam lestin staðar. Slökkvilið var kvatt til og varð það að skera salernið laust með logsuðutækj- um. Var maðurinn borinn með það um öxlina út á brautarpall- inn þar sem hann var loks frels- aður eftir mikla fyrirhöfn. Sam- ferðamenn hans urðu að bíða næstu lestar en frekari sögum fór ekki af því hvort hann náði veskinu eður ei. Reuter Afvopnun í Sómalíu UMSAMIN afvopnun sómalskra ættflokkaherja varð ekki að veruleika í gær eins og ráð hafði verið fyr- ir gert. Óöldin í Sómalíu hefur orðið til þess að sem flestir reyna að komast yfir skotvopn. Á myndinni má sjá bandarískan hermann tala um fyrir 15 ára unglingi sem hann afvopnaði í höfuðborginni Mog- adishu. Unglingurinn bar skotvopnið sem hermaður- inn beinir að höfði hans. Fyrrum kommúnistaleiðtogi vinnur f orsetakosningarnar í Litháen Brazauskas áformar hraðari einkavæðingu Vilnius. Reuter. ALGIRDAS Brazauskas, fyrrum leiðtogi kommúnista- flokks Litháen, vann öruggan sigur í forsetakosningum í Litháen um helgina. Brazauskas hlaut um 60% atkvæða en andstæðingur hans, þjóðernissinninn Stasys Lozoraitis, um 38%. Hinn nýkjörni forseti hefur vísað kommúnisman- um á bug sem hugmyndaftæði og lýst því yfir að helstu stefnumál hans verði að hraða einkavæðingu og reyna að afla sem mestra erlendra fjárfestinga í Litháen. Þetta voru fyrstu ftjálsu for- setakosningarnar, sem haldnar hafa verið í Litháen, frá því ríkið hlaut sjálfstæði árið 1991. Flokkur Brazauskas, Lýðræðislegi verka- mannaflokkurinn, vann sigur í þingkosningum í fyrra og tók Brazauskas þá við völdum af Vy- tautas Landsbergis og Sajudis- fylkingu hans. Kjósendur virtust ekki setja það fyrir sig að hann var leiðtogi kommúnistaflokksins fyrir nokkrum árum og telja stjórnmálaskýrendur úrslitin vera til marks um að Litháar hafi talið hann líklegasta frambjóðandann til að bæta stöðuna í efnahagsmál- um. Brazauskas sjálfur hefur líka Reuler gert lítið úr kommúnískri fortíð áu'ís „ ,, 'u sinni. „Einungis um 3% meðlima AbÚOaJTllIllir í fyrrum kommúnistaflokknum ALGIRDAS Brazauskas forseti voru í raun kommúnistar. Hin 97% Litháens sagði skilið við komm- voru bara félagar. í gamla kerfinu únismann sem hugmyndafræði. var aðild að kommúnistaflokknum eini möguleikinn til að komast eitt- hvað áfram,“ sagði forsetinn ný- kjörni á blaðamannafundi. Hann sagði að mikilvægasta baráttu- málið væri að hraða einkavæðingu í landinu. „Ég held að það sé ein af leiðunum til að auka erlenda fjárfestingu í landinu," sagði hann. Landsbergis, sem gegndi for- setaembætti fyrst eftir að ríkið fékk sjálfstæði, fannst lítið koma til sigurvegarans og sagði það helst hafa komið honum á óvart að nánast óþekktur frambjóðandi, Lozoraitis, skyldi hafa fengið nær 40% atkvæða eftir einungis þriggja vikna baráttu. Lozoraitis hefur gegnt embætti sendiherra Litháen í Bandaríkjun- um og bauð hann sig fram sem maður hinna „nýju hugmynda". Hann tók einnig harðari afstöðu gegn Rússum en Brazauskas í kosningabaráttunni. Forsetinn ný- kjörni hefur boðað að hann hygg- ist skipa nýjan sendiherra í Moskvu og vill að ríkin reyni sam- eiginlega að fínna lausn á deilu- málum sínum. „Við höfum mikilla hagsmuna að gæta gagnvart Rússum og Rússar hafa mikilla hagsmuna að gæta gagnvart okk- ur. Þeir þurfa m.a. aðgang að Eystrasalti og [borginni] Kalin- ingrad. Við verðum að koma sam- skiptum okkar í viðunandi horf,“ sagði Brazauskas eftir að hafa greitt atkvæði á sunnudag. Jeltsín kastar mæðinni Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, yfirgaf Moskvu skyndi- lega í gær og hyggst að sögn talsmanns síns hvOast í 12 daga í sumarhúsi skammt frá borginni. Ollum fundum Jelts- íns með erlendum gestum, sem ákveðnir höfðu verið á þessum tíma, var frestað. „Heilsa Jeltsíns er ágæt þótt hann sé þreyttur eftir miklar annir undanfarnar tvær vik- ur,“ sagði talsmaðurinn. For- setinn hefur oft horfíð af vett- vangi þegar hart hefur verið að honum sótt af pólitískum andstæðingum og hefur þá verið leitt að því getum að heUsa hans væri ekki sem best. Rúslan Khasbúlatov þingforseti lagði til í gær að þjóðinni yrði gef- inn kostur á því í væntanlegu þjóð- aratkvæði um valdsvið forseta og þings að segja af eða á hvort það styður Jeltsín. Tekist á um orðalag Forsetinn átti fund á föstudag með Khasbúlatov, einum öflugasta andstæðingi sínum í valdakapp- hlaupi afturhalds og markaðs- hyggjuafla, en hann mun hafa orð- ið árangurslaus. Þeir hafa enn ekki komið sér saman um orðalag spurn- ingarinnar sem ráðgert er að ieggja fýrir þjóðina. Framhaldsfundur átti að verða í dag, þriðjudag. Talsmað- ur Jeltsíns gat ekkert um það sagt hvort af honum yrði, það hlyti að verða mál sem mennirnir tveir myndu útkljá. Ovissa um þjóðaratkvæði Enn er óljóst hvort eitthvað verð- ur úr þjóðaratkvæðinu. Miklu skipt- ir að leiðtogar um 20 sjálfsstjórnar- héraða og lýðvelda í Rússlandi, er hafa yfírleitt stutt Jeltsín, segja nú að þjóðaratkvæðið geti aukið á póli- tískt umrót í landinu. Sjá „Helsti ráðgjafi Gorbat- sjovs var . . .“ á bls. 22. Danir fá árs- frí á launum Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMSTAÐA hefur náðst um það í danska þinginu að gera öllum Dönum það kleift að taka sér frí frá vinnu í eitt ár og halda í orlofinu tekjum sem næmu 80% af þeim bótum sem viðkomandi fengi ef um atvinnuleysi væri að ræða. Mogens Lykketoft fjármála- ráðherra sagði í gær að geig- vænlegt ástand atvinnumála hrópaði á úrlausn sem fæli í sér að menn skiptust á að ganga í þau störf sem á annað borð væru fyrir hendi. Lykketoft sagði að ef menn teldu orlofstekjurnar ekki nógu háar til þess að taka leyfi af þessu tagi myndi hann beita sér fyrir því að vinnuveitendur og stéttarfélög hækkuðu þær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.