Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRUAR 1993 AF INNLENDUM VETTVANGI PÁLL LÚÐVÍK EINARSSON Heilbrigðisnefnd Alþingis fjallar um frumvarp til tóbaksvaraalaga Fi’okan umræður um hertar tóbaksvarnir SIGHVATUR Björgvinsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, mun fara þess á leit að heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis athugi frumvarp til tóbaksvarnalaga sem tóbaksvarnanefnd samdi fyrir rúmlega ári. Heilbrigðisráðherra segir að ekki sé eining um þetta frumvarp innan ríkisstjórnarinnar. Þetta mál gangi þvert á öll flokksbönd bæði innan ríkisstjórnar og á Alþingi. Heilbrigðis- ráðherra segir tóbaksvarnanefnd hafa unnið mjög vel, sér lítist vel á sum atriði frumvarpsins en miður á önnur og hafnar því að flytja málið í eigin nafni. Sigbjörn Gunnarsson, formaður heil- brigðis- og trygginganefndar, segir sjálfsagt að skoða þetta mál, honum finnist ekkert óeðlilegt að opna umræðuna um tóbaksvand- ann. Ekki reykja ofan í börnin Frumvarpið sem heilbrigðis- og trygginganefnd mun nú fljótlega kynna sér er í meginatriðum hert og ítarlegri útfærsla á gildandi lögum. Enn sem fyrr er markmið laganna að draga úr tóbaksneyslu og því heilsutjóni sem hún veldur. Til að ná fram þessum markmið- um gerir frumvarpið ráð fyrir ýmsum nýmælum. Fortakslaust er kveðið á: „2.1 Það er réttur hvers manns að þurfa ekki að anda að sér lofti sem mengað er tóbaksreyk af völdum annarra." Og: „Þeir sem bera ábyrgð á barni skulu stuðla að því að það njóti réttar skv. gr. 2.1, einnig þar sem reykingar eru ekki bannaðar skv. III. kafla þessara laga.“ Höfundar greinargerðar frumvarpsins segja hliðstæðu finnast í farsóttarlögum þar sem menn séu skyldugir til að „gjalda sem mesta varúð við farsóttum og gera sér allt far um að sýkja hvorki sjálfan sig né aðra.“ III. kafli frumvarpins er um „vemd gegn tóbaksmengun and- rúmslofts." Meðal nýjunga í þess- um kafla má nefna að þeim stöð- um fjölgar þar sem tóbaksreyk- ingar verða óheimilar og undan- þáguheimildum fækkar. I greinar- gerð segir að það sé í samræmi við þá þróun sem orðið hefur í viðhorfí til mengunar af völdum tóbaksreyks og með hliðsjón af „auknum skilningi á nauðsyn þess að draga úr fordæmisáhrifum reykinga." Reykingar verða með öllu óheimilar. í grunnskólum, hvers konar dagvistun barna og húsakynnum fyrir félags- og tóm- stundaiðkanir bama og unglinga, og einnig framhaldsskólum. Bráðabirgðaákvæði í lokakafla frumvarpsins gerir þó ráð fyrir að skólastjóra framhaldsskóla verði tímabundið heimilt að leyfa reykingar í afmörkuðum hluta skólahúsnæðisins fram að 1. júní 1994. Reykingar verða óheimilar á öllum opinbemm fundum og fundum sem haldnir eru á vegum ríkis og sveitarfélaga, stofnana þeirra eða embættismanna. Reyk- ingar í samgöngufarartækjum eru líka mjög takmarkaðar, t.d. verða tóbaksreykingar óheimilar í far- þegarými skipa taki ferð skemmri tíma en fjórar klukkustundir. Þess má geta að líkt og í gild- andi lögum varða brot gegn þess- um bannákvæðum sektum enda hafí umráðamaður húsakynria eða stjómandi farartækis eða fulltrúi þeirra veitt áminningu. Bann við snuffi og skro II. kafli frumvarpsins fjallar um verslun með tóbak. Höfundar greinargerðar með frumvarpinu hafa orðið varir við viðleitni tób- aksframleiðenda til að markaðs- setja nýjar tegundir munntóbaks sem blandað sé bragðefnum og lyktblandað og fínmulið neftóbak. Með þessum afbrigðum tóbaks- neyslu sé einkum höfðað til ungs fólks. í greinargerð segir: „Til að verja íslenska neytendur fyrir til- raunum tóbaksframleiðenda og spoma gegn því að nýjar tegundir munntóbaks og neftóbaks komist í tísku meðal barna og unglinga er lagt til í 8. gr: „Bannað er að flytja inn, framleiða og selja munntóbak. Sama er um neftóbak annað en þá tegund sem Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur framleitt undanfarin ár.“ í 9. gr. segir að ráðherra ákveði í reglu- gerð hver séu hæstu leyfilegu mörk skaðlegra efna í tóbaksvarn- ingi. í greinargerðinni er bent á að landlæknir hafi lagt til fyrir fjómm ámm að bönnuð verði sala á sígarettum sem gefi meira en 15 mg af tjöru. Leyfi og viðurlög í frumvarpinu er leitast við að reisa sem bestar skorður við óbeinum auglýsingum á tóbaki og áróðri fyrir neyslu þess, m.a.: „Tóbaki skal þannig komið fyrir á útsölustöðum að það beri ekki fyrir augu viðskiptavina.“ Einnig: „Bannað er ennfremur að sýna neyslu eða hverskonar meðferð tóbaks eða reykfæra í auglýsing- um eða upplýsingum um vöru eða þjónustu og í myndskreytingu á varningi." Hér mun m.a. vera átt við myndir af reykjandi fólki, t.d. frægum kvikmyndastjörnum, á fatnaði. Framvarpið kveður á um að einstaklingum yngri en sautján ára er bannað að kaupa tóbak og einstaklingum yngri en sextán er forboðið að selja þennan varning. I 13. gr. er kveðið á um að smásala á tóbaki skuli háð sér- stöku leyfí sem heilbrigðisnefnd veiti til allt að fjögurra ára í senn og ráðherra ákveði leyfisgjald og setji ákvæði um framkvæmd. Gjaldinu skal varið til eftirlits með framkvæmd laganna á sölustöð- um. í greinargerð er bent á að þetta ákvæði gefi kost á því að veita seljendum aukið aðhald, ekki hvað síst varðandi bann við sölu til barna og unglinga. Heimilt verður að svipta söluaðila leyfinu. Og þess verður einnig að geta að brot gegn ákvæðum í II. kafla frumvarpsins varða sektum „en varðhaldi séu sakir miklar eða brot ítrekað". Tóbaksvarnanefnd var falið 1988 að athuga reynsluna af lög- um um tókbaksvarnir frá 1984 og gera tillögur um breytingar. i nóvember 1991 skilaði nefndin tillögum sínum um ýmis nýmæli í frumvarpsformi. Á þessu tíma- bili hafa ýmsir unnið að samningu fmmvarpsins en fremst má telja aðalmenn í tóbaksvarnanefnd, þáverandi nefndarformann, Egil Heiðar Gíslason framkvæmda- stjóra, Helga Guðbergsson, yfir- lækni á atvinnusjúkdómadeild Heilsuvemdarstöðvar Reykjavík- ur, og Þorvarð Örnólfsson, fram- kvæmdastjóra Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Einnig varamenn í nefndinni, Lilju Eyþórsdóttur fóstm og Halldór Runólfsson, for- stöðumann Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Nýskipaður for- maður nefndarinnar er Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Krabbameinsfélagi Akureyrar. Klýfur flokka og ríkisstjórn Ýmsa áhugamenn um tóbaks- varnir var farið að lengja eftir því að Alþingi tæki afstöðu til hertra tóbaksvarna og þessa frumvarps. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta frumvarp hefði á síðasta ári verið kynnt innan ríkisstjórnarinnar. Aðspurð- ur sagði ráðherra að ekki hefði reynst vera eining um þetta frum- varp meðal ráðherra. Heilbrigðis- ráðherra sagði að afstaða manna til málsins réðist ekki eftir flokka- pólitík. Heilbrigðisráðherra sagðist myndu óska eftir þvi við heilbrigð- is- og trygginganefnd að hún tæki þetta mál til skoðunar og athugaði hvort samkomulag gæti orðið um að nefndin stæði að flutningi frumvarpsins. Heilbrigð- isráðherra kvaðst hafa rætt þetta mál við Sigbjörn Gunnarsson, for- mann nefndarinnar, og myndi fljótlega skrifa honum formlega bréf um þessa málaleitan. Sigbjörn Gunnarsson nefndar- formaður sagði Morgunblaðinu að sér væri kunnugt um að um þetta mál stæði styr. Sigbjörn sagði sjálfsagt að athuga frumvarpið en það væri ómögulegt að svara því hvort nefndin flytti frumvarpið óbreytt fyrr en hún hefði farið efnislega yfír málið. Hann sagði að sér fyndist ekkert óeðlilegt að opna umræðu um tóbaksvandann. Tvímenningur á Bridshátíð Zia Mahmood og Larry Cohen öruggir sigurvegarar ____________Brids________________ Arnór G. Ragnarsson íslandsvinurinn Zia Mahmood sigraði í tvímenningnum á Brids- hátíð en hann spilaði að þessu sinni með mjög þekktum brids- spilara frá Bandaríkjunum, Larry Cohen. Zia og Cohen tóku forystuna í upphafi mótsins og héldu henni til loka eða í 40 umferðir. Um tíma voru þeir komnir með 100 stiga forskot - en síðan dró saman á ný en sig- ur þeirra var þó aldrei í hættu. Helztu keppinautamir um efsta sætið í mótinu vom Guðmundur Sv. Hermannsson og Helgi Jó- hannsson annars vegar og gömlu ítölsku kempurnar Giorgio Bella- donna og Pietro Forquet hins veg- ar. Bankastjórinn Forquet var mjög lasinn í upphafí móts og þá gekk honum og Belladonna mjög illa en um miðbik móts vora þeir félagar komnir í toppbaráttuna en staða efstu para eftir 23 umferðir var þessi: ZiaMahmood-LarryCohen - 246 Ari Konráðsson - Kjartan Ingvarsson 142 Helgi Jóhannss. - Guðmundur Sv. Hermannss. 139 Guðmundur Sveinsson - Júlíus Siguijónsson 138 Guðm.PállAmarson-ÞorlákurJónsson 128 Sigurður Sigurjónsson - Júlíus Snorrason • 128 Ib Lundby - Inge Keith Hansen 102 Belladonna - Forquet 97 Röð efstu manna átti eftir að breytast mikið áður en yfír lauk. Forseti Bridssambandsins, Helgi Jóhannsson, og varaforsetinn, Guð- mundur Sveinn, gáfu hvergi eftir og spiluðu mjög vel. Nokkuð bak- slag kom hjá þeim í þegar fáeinar umferðir vora eftir en þeir rifu sig upp á ný í lokaumferðunum og enduðu í þriðja sæti. Norðmennimir Tor Hoeyland og Even Ulfen vora aldrei meðal efstu para nema í lokaumferðunum þeg- ar þeir læddu sér upp í annað sæt- ið. Belladonna og Forquet skiptust á að vera í öðra til þriðja sæti seinni hluta mótsins en gáfu eftir í loka- umferðunum. Sverrir Ármannsson og Matthías Þorvaldsson byijuðu mótið mjög ilia sem og Guðlaugur og Öm sem vora í 45. sæti eftir 14 umferðir. Lokastaðan: ZiaMahraood-LarryCohen 259 Tor Hoeyland - Even Ulfen 218 Helgi Jóhannsson - Guðm. Sv. Hermannsson 207 Sverris Ármannsson - Matthías Þorvaldsson 202 Belladonna - Forquet 198 ÖrnAmþórsson-GuðlaugurR.Jóhannss. 168 BjömEysteinsson-AðalsteinnJörgensen 164 IbLundby-IngeKeithHansen 143 Guðmundur Sveinsson - Júlíus Siguqónsson 129 Sigurður Siguijónsson - Júlíus Skorrason 125 Mikill kærufjöldi kom til kasta dómstóls Bridssambandsins sem „í þriðja sæti varð svo spilafé- lagi minn Guðmundur Sveinn Hermannsson....“ sagði Helgi Jóhannsson þegar hann afhenti 3. verðlaun mótsins. hafði í nógu að snúast. Keppnis- stjóri var Agnar Jörgensson. Reiknimeistari og aðstoðarkeppn- isstjóri var Kristján Hauksson. Sjötíu sveitir tóku þátt í sveita- keppninni og trónaði Sparisjóður Sigluíjarðar á toppnum eftir fyrri daginn en sveitakeppninni lauk í gærkveldi. Morgunblaðið/Amóf Sigurvegararnir, Zia Mahmood og Larry Cohen, hampa sigur- laununum í mótslok. Helgi Jóhannsson, forseti Bridssambandsins, afhenti verðlaunin. Ib Lundby og Inge Keith Hansen eru orðnir fastir gestir á Bridshátíð. Þau náðu sínum besta árangri, urðu í 8. sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.