Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993
1-----rr r—- -- .........r* t f 1 -■T -1—
Hestaspítalinn í Víðidal
Sami hesturinn
í tvo holskurði
_________Hestar_____________
Valdimar Kristinsson
NÝLEGA var hestur skorinn
upp við kviðsliti á Hestaspítai-
anum í Víðidal sem er í sjálfu
sér ekki £ frásögur færandi ef
þetta væri ekki annar holskurð-
ur hestsins á stuttum tíma. í vor
fékk hann gamaflækju sem oft-
ast leiðir til dauða en eftir að
fullkomin svæfingatæki komu
til sögunnar á Hestaspítalanum
er mögulegt að bjarga hrossum
I slíkum tilfellum ef skjótt er
bmgðist við.
Þegar skurðurinn, sem var 30
cm langur, var saumaður saman í
vor var notaður sjálfeyðandi þráð-
ur sem virðist hafa eyðst of fljótt
eða hitt að gróandinn í skurðinum
var ekki nógu hraður. Rifnaði
skurðurinn því upp að innanverðu
þannig að skera þurfti hestinn aft-
ur og sauma á nýjan leik. Var nú
notaður annarskonar saumur sem
ekki eyðist og saumað með öðrum
hætti þannig að tryggt væri að
nú myndi saumurinn halda. Það
voru dýralæknamir Bjöm Stein-
bjömsson, Þorvaldur H. Þórðarson
og Steinn Steinsson sem skám upp
en í aðgerðinni í vor var auk þess
með þeim Ólafur Valsson dýra-
læknir. Aðgerðin tók fimm tíma
og stóð hesturinn ekki upp fyrr
en tóif tímum eftir hana. Þegar
hestar standa á fætur nota þeir
kviðvöðvana og þegar hann loks
var kominn á fætur lagðist hann
ekki aftur fyrstu dagana á eftir.
Fyrst eftir aðgerð er mikil hætta
á lífhimnubólgu en ef hestar fá
hana em þeir svo gott sem dauðir.
Hestinum heilsast vel eftir seinni
uppskurðinn og sagði Bjöm mikið
hjálpa hversu hraustur hann væri.
Hann fær lítið sem ekkert að éta
fyrstu tvær vikumar eftir aðgerð-
ina.
Aðgerðin í vor tók einnig fímm
tíma en fyrir hana hafði verið reynt
að vefja ofan af gamaflækjunni
með sérstakri felliaðferð sem ekki
tókst og var því síðasta vonin að
opna hestinn og reyna að greiða
úr flækjunni með því að taka þarm-
ana út. Var um að ræða snúning
bæði fremst og aftast á þörmum.
Sagði Bjöm að nauðsynlegt hafi
verið að taka mikinn hluta þarm-
anna og ristil út úr hestinum til
að hægt væri að snúa ofan af
flækjunni og raða síðan inn aftur.
Að sögn Bjöms var erfíðast að
gera sér grein fyrir því hvar snún-
Frá aðgerðinni í vor þegar taka þurfti þarmana út úr kviðarhol-
inu. Það er Ólafur Valsson dýralæknir sem er með hægri hendi
inni í kviðarholinu og reynir að átta sig á snúningnum en Björn
Steinbjömsson í hvita sloppnum bíður átekta.
Betur sjá augu en auga, Bjöm Steinbjömsson lengst til hægri,
Stéinn Steinsson og Þorvaldur H. Þórðarson hjálpast að við sauma-
skapinn.
Kjaftglenna er höfð á hestinum og slanga frá svæfingartækjunum Fyrst var innra byrðið snyrt og saumað saman og því næst húðin.
leidd upp munninn.
hests sem fær gamaflækju. Er það
þá eigandans að meta hversu verð-
mætur hesturinn er og hverju hann
vill til kosta. Spila tilfinningar þá
gjaman sterkt inn í ákvörðunar-
tökuna.
Á Hestaspítalanum eru fram-
kvæmdar í kringum 30 aðgerðir á
ári þar sem svæfmgatækin koma
við sögu. Sagði Bjöm að þar væri
um að ræða aðgerðir við ropi, griff-
ilbein fjarlægð en nokkuð bæri á
helti í hrossum vegna skemmdra
griffilbeina og þá væru spatthestar
einnig svæfðir fyrir aðgerð. Sagð-
ist Bjöm telja að spatttilfellum
færi fjölgandi. Um ástæður þess
sagði hann „að hross þroskuðust
fyrr en áður og mönnum hætti til
að hefja tamningu of snemma. Þau
væru tamin fullmikið of fljótt eða
með öðrum orðum að gerðar væru
of miklar kröfur til þeirra. „Bein
og liðir hrossa em ekki orðnir full-
þroska fyrr en þau verða sex vetra
hvað sem stærð þeirra líður og því
mættu menn ekki gleyma þegar
byrjað er að temja hrossin. Þá er
ein ástæðan skortur á kalki eða
D-vítamíni í fóðri í uppvexti. Ef
D-vítamín skortir í fóðrið ná þarm-
arnir ekki að vinna kalkið úr fæð-
unni og gengur þá á kalsíumforða
skepnunnar sem er í beinunum,"
sagði Bjöm og gat þess í lokin að
þótt spattið sjálft væri ekki arf-
gengt geti óhagstæð fótstaða eða
grannir liðir erfst.
Þrír aðrir dýralæknar em komn-
ir með svæfingatæki svipuð þeim
og eru á Hestaspítalanum en það
em Helgi Sigurðsson í Mosfellsbæ,
Páll Stefánsson á Stuðlum í Ölfusi
og Grétar H. Harðarson á Hellu.
ingurinn lá. Aðgerðin sem Bjöm
lýsir kostar á milli 50 og 70 þús-
und krónur, en kostnaðurinn ræðst
nokkuð af eftirmeðferðinni. Þótt
vel hafí tekist til í þessu tilviki
segir Bjöm að aðgerð sem þessi
geti verið áhættusöm, lífslíkur eft-
ir aðgerð em í kringum 50% en
hafa ber í huga að ef felliaðferðin
sem áður var getið heppnast ekki
er ekki um annað að ræða en að
skera hestinn eigi að bjarga lífi
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Kominn á „skurðarborðið“ og aðgerðin hafin, til hægri má sjá svæfingartækin.
Allen og Bíó-Allen
Juliette Lewis og Woody Allen I Eiginmönnum og eiginkonum.
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Eiginmenn og eiginkonur („Hus-
bands and Wives“). Sýnd í Regn-
boganum. Leikstjóm og handrit:
Woody Allen. Kvikmyndataka:
Carlo Di Palma. Aðalhlutverk:
Woody Allen, Mia Farrow, Sidney
Pollack, Judy Davis, Juliette Lew-
is, Liam Neeson.
Nýjasta mynd Woody Allens, Eig-
inmenn og eiginkonur, er um gráa
fiðringinn í karlmönnum sem verið
hafa í hjónabandi mestallt sitt líf en
taka skyndilega upp á því að flytja
iún til eða eltast við komungar stúlk-
ur. Hún er sumsé um Woody Allen
sjálfan að einhverju leyti ef marka
má fregnir af ástarmálum hans frá
því síðastliðið sumar. Myndin er ekki
á meðal bestu verka hans en vegna
þess að hún fjallar um nauðalíka at-
burði og Allen sjálfur upplifði í einka'3*
lífi sínu hefur varla nokkur mynda
tons vakið jafnmikla athygli eða hlot-
ið jafnmikið umtal.
Það er ómögulegt að horfa á þessa
mynd án þess að riíja upp skilnað
Allens og hún er óneitanlega afar
forvitnileg fyrir þá sem áhuga hafa
á málinu á annað borð þótt reyndar
sé það orðið gamalt. Leikstjórinn
hefur ætíð verið ófeiminn við að
byggja myndir sínar að einhveiju leyti
á eigin reynslu en aldrei hefur það
komið jafnskýrt fram og í þessari í
ljósi þeirra atburða sem gerðust eftir
að myndin var tekin; skilnaður Allens
og Miu Farrow, aðalleikkonu hans í
meira en áratug, ástarsamband hans
og ungrar stjúpdóttur hans og ásak-
anir um sifjaspell, urðu að einni alls-
herjar fjölmiðlaorgiu og til að bæta
gráu ofan á svart virtist bakgrunnur
átakanna fást í næsta kvikmynda-
húsi. Raunveruleikinn og skáldskap-
urinn urðu eitt; Allen og Bíó-AUen
runnu saman.
Reyndar eru það ekki Allen og
Farrow sem eru að skilja í upphafi
myndarinnar heldur vinafólk þeirra,
leikið af leikstjóranum Sidney Pollack
og áströlsku leikkonunni Judy Davis.
Allt virðist rólegt á yfirborðinu en
eiginmaðurinn hefur stundað fram-
hjáhald með mjög ungri konu og eig-
inkonan tekur það afar nærri sér.
Skilnaður vinafólksins fær Allen og
Farrow, sem leika önnur hjón, til að
kryfla hjónaband sitt þar sem koma
við sögu m.a. bameignir (hvorki Allen
né Bíó-Allen vildu eignast böm) og
innan tíðar tekur persóna Allens,
bókmenntafræðikennari, að vera með
komungri stúlku sem hann kennir
og minnir ekki lítið á samband Allens
og stjúpdóttur hans. Fleiri samlíking-
ar er að fínna með lífí Allens og skáld-
skap myndarinnar, sem óþarfi er að
rekja hér.
Er eitthvert svar að fínna í Eigin-
mönnum og eiginkonum sem skýrir
atburði sl. sumars? Kannski í setn-
ingu sem Allen segir í myndinni:
Hjarta mitt hlustar ekki á rök. En
myndin er ekki bara um krísur mið-
aldra menntamanna sem vilja sanna
sig á ný eða gráa fiðringinn. Hún er
líka að velta fyrir sér spumingunni
sem spurð er í titillaginu, hvað er
þetta eiginlega sem kallað er ást? og
til að svara henni kryfur Allen hjóna-
bönd og vinskap og skilnaði og fram-
hjáhald og lýsir uppgjöri við líf í kyrr-
stöðu.
Sem fyrr hefur Allen safnað að sér
ómetanlegum leikhópi sem í eru auk
áðumefndra Juliette Lewis, sem leik-
ur giska vel stúlkuna sem Allen hrífst
af i myndinni, og Liam Neeson, sem
ástfanginn verður af Davis. Allen
hefur fullkomna stjóm á þeim, margt
virðist spunnið á staðnum, og þeir
skila sínu mjög vel.
Allen tekur efnið mjög alvarlega
og því saknar maður húmorsins.
Myndin er lengst af þung og alvöru-
gefm. Frásagnarháttur hennar kem-
ur ekki á óvart því Allen hefur áður
gert óborganlegt grín að honum eins
og t.d. í „Take the Money and Run“:
Hann er í heimildarmyndastíl, per-
sónumar sitja með reglulegu millibili
fyrir framan myndavélina (sálfræð-
inginn, áhorfendur?) og rekja sögu
sína. Allen notar eins og stundum
áður hreyfingar myndavélarinnar í
stað klippinga sem gefur ákveðinn
ferskleika og eðlilegt flæði og tilfinn-
ingu fyrir spuna og uppnámi en
myndataka Carlo Di Palma er draug-
fín eins og alltaf.