Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993 Morgunblaðið/Sverrir ÚtförEinars Olgeirssonar ÚTFÖR Einars Olgeirssonar var gerð frá Dómkirkjunni í gær. Sigrún Hjálmtýsdóttir söng einsöng í útför- inni, Hljómkórinn söng, Gunnar Kvaran lék á selló og Marteinn Hunger Friðriksson á orgel. Herdís Þor- valdsdóttir og Jóhann Sigurðarson önnuðust upplestur og kveðjuorð flutti Ingi R. Helgason. Myndin var tekin eftir útförina en kistuna bera Gísli Rafn Olafsson, Einar Baldvin Þorsteinsson, Benedikt Davíðsson, Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Hjartarson, Ingi R. Helgason, Lúðvík Jósefsson og Svavar Gestsson. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Heímild: Veðurelofa Islands (Byggl á veöurapá kl. 16.15 í gær) \ f\ VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hltl voður Akureyri +0 úrkomaígrennd Reykjavlk +0 úrkomafgrennd Bergen 4 skúr á síö.klst. Helslnki 1 kornsnjór Kaupmannahöfn 2 alskýjað Narssarssuaq +0 snjókoma Nuuk +12 skýjað Osló 3 skýjað Stokkhólmur 2 alskýjað Þórshöfn 5 rigning Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 4 þokumóða Barcelona 14 þokumóða Berlfn 3 skýjað Chicago +7 skýjað Feneyjar 8 heiðskírt Frankfurt +1 þokumóða Glasgow 7 skýjað Hamborg +1 þokumóða London 5 þokumóða LosAngeles 10 skýjað Lúxemborg •f3 hrímþoka Madrid 10 léttskýjað Malaga 16 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Montreal NewYork +19 lágþokublettir vantar Orlando 8 léttskýjað Parfs 4 þokumóða Madelra 17 skýjað Róm 14 heiðsktrt Vín 2 snjókoma Washington 3 úrkomaigrennd Winnipeg +22 heiðskfrt Grayson laus úr varðhaldi en í farbanni HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúr- skurð þann, sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjavík- ur á miðvikudag yfir James Brian Grayson. Honum var hins vegar gert að sæta farbanni þar til dómur fellur, þó ekki lengur en til 3. mars. Hæstiréttur staðfesti hins vegar gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Donald M. Feeney. Grayson og Feeney eru ákærðir fyrir barnsrán og frelsissviptingu, með því að hafa, ásamt þremur öðrum, átt þátt í því að nema 10 og 5 ára dætur Emu Eyjólfsdóttur á brott, en Grayson er faðir yngri stúlkunnar. Héraðsdómari féllst á miðvikudag ekki á kröfu veijenda mannanna um að þeir yrðu úrskurð- aðir í farbann eða látnir lausir gegn tryggingu og taldi áframhaldandi gæsluvarðhald nauðsynlegt. Feeney áfram í gæslu Hæstiréttur tók í gær undir sjón- armið héraðsdóms hvað Donald M. Feeney varðar og staðfesti gæslu- varðhald yfir honum þar til dómur fellur, þó ekki lengur en til 3. mars. Varðandi Grayson segir Hæstirétt- ur að honum hafi verið dæmt for- ræði dóttur sinnar og Ernu af dóm- stóli í Flórída í Bandaríkjunum, en þeim dómi verði ekki framfylgt á Islandi. Ákærði hafi lýst því yfir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að hann hygðist dvelja áfram hér á landi í því skyni að fá forræði dótt- ur sinnar með löglegum hætti fyrir íslenskum dómstólum. Brýna nauð- syn beri til þess að návist ákærða verði tryggð, á meðan mál ákæru- valdsins gegn honum verði til lykta leitt. Eins og stöðu ákærða sé hátt- að samkvæmt framansögðu þyki þó nægilegt, að honum verði bönn- uð för úr landi. Hæstaréttardómararnir Hrafn Bragason, Hjörtur Torfason og Pét- ur Kr. Hafstein kváðu upp dómana. Heimsókn biskups Islands til Færeyja BISKUP íslands, herra Ólafur Skúlason, heimsækir dagana 17.-24. þessa mánaðar Færeyjar í boði Færeyjabiskups, Hans Jabcob Jo- ensen. Heimsókn biskups er í tengslum við íslandsdaga sem verða haldnir í Norræna húsinu í Þórshöfn. Bisk- up mun predika við hátíðarguðs- þjónustu í Dómkirkjunni í Þórs- höfn nk. sunnudag. Þá mun hann eiga fundi með prestum og öðrum kirkjuleiðtogum í Færeyjum. Kirkjubæjarklaustxir Ær dráp- ust vegna eldingar Kirkjubæjarklaustri. ELDINGAVEÐRIÐ sem gekk yfir á föstudag olli víða skaða. Á bænum Hunkubökkum í V- Skaftafelli laust eldingu niður í fjárhús og drápust þar þrjár ær._ Á Hunkubökkum er þríbýli og m.a. eru þar fjögur sumar- hús hjá ferðaþjónustubónda. Öll hús urðu síma- og raf- magnslaus í u.þ.b. fimm klukkustundir en auk þess skemmdust rafmagnstæki og perur fóru. Tjónið hefur ekki verið metið en bara æmar eru töluverður skaði sérstaklega þegar á þessum tíma þegar styttist í sauðburð. _ jjjj Klemmdist milli bíla KONA lærbrotnaði þegar hún klemmdist milli bifreiðar sinnar og kyrrstæðrar bifreiðar á bíla- stæði í Breiðholti í gærmorgun. Bifreið konunnar sat föst á hálkubletti og fór hún út úr henni til að ýta, en skildi bifreið- ina eftir í gír. Þegar konan ýtti fór bifreiðin af stað og'stefndi á næsta bíl. Konan fór fram fyrir bifreiðina til að reyna að stöðva hana, en þá vildi ekki betur til en svo, að hún varð á milli bifreiðanna og lærbrotn- aði. Stal bíl ók á staur og braut rúðu SEXTÁN ára piltur stal bíl á Selfossi á föstudagskvöld, ók honum til Hveragerðis þar sem ökuferðin endaði á ljósastaur. Við það reiddist hann og braut rúðu í nærliggjandi húsi. Pilturinn áttaði sig ekki á því að rúðan sem hann braut tilheyrði húsnæði sem lögregl- an hefur til umráða í Hvera- gerði. Stuttur tími leið þar til lögreglan hafði upplýst málið og náð piltunum. Grunur leikur á að hann hafi verið ölvaður. Þjófur narraði manninn úr íbúðinni ÞJÓFUR narraði mann í austurborginni úr íbúð sinni í gærmorgun, á meðan hann stal ferðageislaspilara úr íbúðinni. Um klukkan hálfátta í gær- morgun hafði maður samband við lögregluna og sagði sínar farir ekki sléttar. Hann kvaðst hafa verið í íbúð sinni þegar maður nokkur kallaði inn um dyrnar, að hundar hans hefðu sloppið út. íbúanum brá í brún og hljóp hann þegar út til að ná í hundana. Á meðan sætti þjófurinn færis og stal ferða- geislaspilara úr íbúðinni. Af hundunum er það að segja, að þeir sváfu værum svefni inni í íbúðinni á meðan þessu fór fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.