Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993 Skin og* * skúrir Gústaf Adolf í faðmi fjölskyldunnar og hið ómissandi familísjornal ekki langt undan. Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Baðdagurinn mikli — Den store baddag. Leiksljóri Stellan Ols- son. Handrit Olsson og Sören Skjær, byggt á skáldsögu Palle Fischer. Tónlist Kasper Wind- ing. Klipping Tómas Gíslason og Grete Möldrup. Aðalleikend- ur Eric Clausen, Nina Gunke, Benjamin Rothenborg Vibe, Je- sper Klein, Hasse Alfredsso, Liselotte Lohman, Bjarne Liil- Karina Rasmussen. Dönsk. Pathe Nordisk Film 1992. Er við rifjum upp æskuárin eru sólskinsstundimar vonandi í mikl- um meirihluta hjá flestum en mót- lætið og hinar óþægilegri stað- reyndir lífsins þroska okkur og herða. Öllum lífsnauðsyn að beij- ast á móti vindi, en í smáskömmt- um í áhyggjuleysi bemskunnar. Um þetta fjallar hin ljúfsára mynd Svía og Dana, Baðdagurinn mikli. Bakgrannurinn er Kaup- mannahöfn á tímum kreppunnar, persónumar mislit hjörð almúga- fólks í fjölbýlishjalli. Þó einkum og sér í lagi fjölskylda hins tíu ára Gústafs Adolfs (Vibe) og foreldrar hans, jámsmiðurinn Axel (Claus- en) og Svea (Gunke), sænskættuð kona hans. Grannamir aukréitis krydd í litríku umhverfí Gústafs litla. Spaugið lengstum ofaná, enda leikstjórinn sænskur en sag- an og handritshöfundurinn dansk- ur, notabene. Það er sumar og sól en hinn sérlundaði og ráðríki heimilisfaðir tekur óstinnt í þá hugmynd konu sinnar að bregða sér á ströndina, sem þá var að komast í tísku í Evrópu. Þangað til að honum dett- ur það sjálfum í hug og þá ekki verið að skera framkvæmdina við nögl heldur stormar allur stiga- gangurinn útað Eyrarsundi með jámsmiðsfjölskylduna í farar- broddi. Það verður eftirminnilegur dagur, einkum fyrir litla Gústaf Adolf sem fær óvænt að kynnast heldur nöpram sannleika um föður sinn. En sólin brýst snarlega aftur útúr kólgunni. Danir era jafn fyndnir og fyrri daginn og lengst af er Baðdagur- inn mikli dýrðleg skemmtun krydduð harla óvenjulegri gaman- semi þegar ijölskyldumyndir eiga í hlut. Hér fáum við vænan skammt af kryddlegnum lýsingum á ævintýram rauparans Axels og sonur hans hlustar hugfanginn á lygasögumar er hann varð mösul- beina niður á argentísku pömpunni þar sem ekkert var ætt að finna vikum saman annað en vínþrúgur. Þó geðslegri lífsbjörg en manna- ketið á eyðieyjunni. Og þar fram eftir götunum. Spaugilegasti kaflinn gerist í dýragarðinum þar sem þessi litríki og bráðhressi kjaftaskur kollvarpar skemmtiferð í tragedíu fyrir ijölskylduna þegar hún er gerð brottræk úr Paradís, ástæðan að Axel lendir í handalög- málum við varðmennina er hann heldur því fram að lamadýrin séu grímubúið sauðfé. Sönnunargögn- in: Þau hrælq'a ekki á móti. Baðdagurinn er dramatískur hápunktur myndarinnar og þar hefðu höfundamir mátt fara að- eins hægar í sakimar. Sannleikur- inn er sagna bestur en hér er far- ið offari, blákaldar staðreyndir lífsins á skjön við þá ljóðrænu og draumkenndu upprifjun drengsins sem á undan er gengin. En þetta er ósköp lítill ljóður á notalegri mynd sem er vel heppnuð í flesta staði. Leikhópurinn vænn; Eric Clausen stórkostlegur og hin sænska Gunke og Vibe ungi skila sínu með piýði. Landi okkar, Tóm- as Gíslason, klippir af fagmennsku og samvinna þeirra Olsons og Skjær hefur fætt af sér eftirminni- lega og sérstaka fjölskyldumynd. handavínna ■ Silkimálun, myndverk úr efnisbútum og fatasaumur. Innritun hafin. Aðeins fáar í hóp. Upplýsingar gefur Björg í sima 611614. myndmennt .......... 1 [i ........... ■ Myndlistaskóli Suðurlands Næstu námskeið vorannar: 27. febrúar hefjast bama- og unglinga- námskeið, módelteikning og málun, pappírsgerð og leirmótun. Innritun til 24. febrúar. 27. mars hefjast námskeið í teikningu, vatnslita- og akrílmálun, skipulagningu einkalóöa, grafik og bamanámskeið. Kennsla fer fram á Selfossi og í Hvera- gerði. Innritun og nánari upplýsingar í síma 91-39035 frá kl. 17-19 aila virka daga nema miðvikudaga kl. 17-18. Hægt er að skilja eftir skilaboð á sím- svara á öðrum tímum. nudd ■ Heígarnámskeið ★ Lærið að nudda vini og vandamenn. ★ Helstu grunnatriði í heilnuddi. ★ Takmarkaður fjöldi þátttakenda. ★ Afsláttur fyrir hjón og pör. Ragnar Sigurðsson, nuddari, sími 620616 eftir kl. 19.00. starfsmenntun P Bókhalds- og rekstrarnám 68 tímar Morgun- og kvöldtimar Aðalnámsgreinar: ★ Hlutverk bókhalds, bókhaldslög. ★ Bókhaldsæfingar og gerð milliupp- gjörs. ★ Launabókhald. ★ Skil og innheimta virðisaukaskatts. ★ Raunhæft verkefni - frágangur, afstemmingar, milliupp- gjör - samning rekstrar- og efnahags- reiknings. ★ Tölvubókhald - ÓpusAllt. Viðskiptaskólinn, * Skólavörðustíg 28, sími 624162. stjórnun ■ Breyttu áhyggjum í uppbyggjandi orkul ITC námskeiðið, markviss málflutmngur. ^ Símar: Guðrún 46751, Kristín 34159 og Vilhjálmur 78996. tölvur ■ Tölvuskóli í fararbroddi Úrval vandaðra námskeiða. Reyndir leið- beinendur. Kynntu þér námsskrána. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Windows og PC grunnur 9 klst. um Windows og grunnatriði PC notkunar 1.-3. kl. 13-16. Tölvuskóli Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar, s. 688090. ■ PageMaker umbrotsnámskeið 15 klst. námskeið fyrir þá sem sjá um útgáfu fréttabréfa, ársskýrslna, eyðu- blaða og annars prentaðs efnis, 22.-26. mars kl- 13-16. Tölvuskóli Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar, s. 688090. ■ DOS stýrikerfið - framhald Námskeið 3.-5. mars kl. 13-16 sem kennir möguleika DOS við uppsetningu og notkun tölvubúnaðar. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ CorelDraw myndvinnsla Námskeið 17.-25. febrúar kl. 13-16 (ath. breytta dags.) fyrir þá, sem þurfa að nota grafík í auglýsingum, dreifi- og kynningarritum o.fl. Rafn Jónsson leiðbeinir. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ AUTOCAD 12 tölvuhönnun AutoCad grunnnámskeið 22. febrúar- 1. mars kl. 9-12. Framhaldsnámskeið 15.-22. mars kl. 9-12. Aðeins 7 manns komast að. Finnur P. Fróðason, leiðbeinir. Töivuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ EXCEL og WORD byrjenda- og framhaldsnámskeið ftarleg og árangursrik námskeið. Tónlist auðveldar námið. Næstu námskeið: Word byrjendur 1.-4. mars kl. 13-16. Word framhald 22.-26. feb. kl. 13-16. Excel byrjendur 2.-5. mars kl. 9-12. Excel framhald 23.-25. feb. og 16.-18. mars kl. 9-12. Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja. Símar 621066 og 697769. ■ Macintosh fyrir byrjendur 15 klst. um stýrikerfi, ritvinnslu, gagna- söfnun og töflureikni. 180 bls. handbók fylgir, 22. -26. febrúar kl. 9-12. Einnig kvöldnámskeið, tvisvar í viku, 2.-16. mars kl. 19.30-22.30. Tölvuskóli Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar, s. 688090. ■ Excel töflureiknirinn 15 klst. ítarlegt námskeið fyrir Macin- tosh og Windows notendur 22.-26. febrúar kl. 16-19 eða tvisvar í viku á kvöldin 1.-15. mars kl. 19.30-22.30. Tölvuskóli Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar, s. 688090. ■ Öll tölvunámskeið á PC og Macintosh Fáðu senda námsskrá. Tölvuskóli Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar, Grensásvegi 16, sími 688090. ■ Excel framhaldsnámskeið 12 klst. framhaldsnámskeið fyrir þá sem sótt hafa grunnnámskeið okkar um Excel, 1.-4. mars kl. 16-19. Tölvuskóli Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar, s. 688090. ■ Word Perfect fyrir Windows Ritvinnsla á íslensku, 15 klst. 22.-26. febrúar kl. 13-16. Tölvuskóli Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar, s. 688090. ■ Kennarabraut fyrir Macintoshnotendur 15 klst. um stýrikerfi, ritvinnslu, gagna- söfnun og töflureikni. 180 bls. handbók fylgir, 22.-26. febrúar kl. 9-12. Einnig kvöldnámskeið, tvisvar í viku, 2.-16. mars ki. 19.30-22.30. Tölvuskóli Tölvu- og verkfræði- þjónustunnar, s. 688090. ■ Tölvuskóli EJS býður upp á vönduð tölvunámskeið hjá góðum kennurum. Meðal námskeiða á næstunni: Byrjendanámskeið um tölvunotkun Heppilegt námskeið fyrir þá, sem vilja fá kynningu á undirstöðuatriðum við tölvunotkun, m.a. fjallað um grunnatriði stýrikerfisins MS-DOS og Windows. Helgarnámskeið 27.-28. febrúar og 3.-5. mars kl. 13-16. Windows 3.1 ítarlegt námskeið um undirstöðuatriði gluggastýrikerfisins. 22.-24. febrúar kl. 13-16. Byrjendanámskeið um ritvinnslu- forritið Word fyrir Windows 22.-26. febrúar kl. 13-16. Byrjendanámskeið um vinsælasta töflureikninn: Excel 1.-4. mars kl. 13-16. Works fyrir Windows. 1.-4. mars kl. 9-12. Frekari upplýsingar um þessi og önnur námskeið hjá Tölvuskóla EJS, Grensásvegi 10, sími 633000. Tölvukennsla Við ábyrgjumst árangur: 1) Aðeins 6 í hverjum hóp. 2) Aukatúnar að kostnaðarlausu þar til skilgreindum markmiðum er náð. 3) Frír símatími í 6 vikur eftir að nám- skeiði lýkur. 4) 6 upprifjunartímar í jafnmargar vikur að námskeiði loknu. Glæsilegri aðstaða fyrir lægra verð. Fríar veitingar. ■ Bókhaldsnám Bókfærsla fyrir byrjendur (16 klst.) Bókhaldsnám fyrir þá sem starfa vilja sjálfstætt við bókhald (72 klst.). Með náminu fylgir skólaútgáfa af fjár- hagsbókhaldi og 15.000 kr. ávísun til kaupa á bókhaldshugbúnaði. Boðið er upp á dag- og kvöldnámskeið. Innritun stendur yfir. 1 ýmislegt ■ Stafsetningamámskeiðin eftirsóttu eru að hefjast. Nýjar aðferðir. Góður árangur. Vanir réttindakennarar. Upplýsingar og innritun í síma 668143 alla daga eftir kl. 19.00. ■ Barnfóstrunámskeið E^a 1993 17., 18., 22. og 23. mars. 24., 25., 29. og 30. mars. 14., 15., 19. og 20. apríl. 26., 27., 28. og 29. apríl. 3., 4., 5. og 6. maí. 24., 25., 26. og 27. maí. 2., 3., 7. og 8. júní. 9., 10., 14. og 15. júní. Upplýsingar og skráning: Sími 688 188 kl. 8-16. Reykjavíkurdeild RKÍ. nAmsaðstoð ■ Námsaðstoð við grunn-, framhalds- og háskólanema. Flestar námsgreinar. Einkatímar - hópar. Reyndir réttindakennarar. Innritun í síma 79233 kl. 14.30-18.30. tómstundir Nemendafjónustan sf. ■ Ættfræðinámskeið. 5-6 vikna (20-24 kennslustundir) eða helgamámskeið, einnig úti á landi, auk framhaldsnámskeiða. Mikil verðlækkun. Uppl. í s. 27100, 22275. Ættfræðiþjónustan, Brautarholti 4. tungumál ■ Enskuskóii nærri York Alm. námskeið 2-20 vikur. Stöðupróf í upphafi náms. Fámennir hópar (6-7). Viðurkennd próf ef óskað er. Upplýsingar gefa Marteinn eða Ágústfna, sími 32492 eftir kl. 19. ■ KINSALE SCHOOL OFLANGUAGES „ The Perfect Place to Learn English“ Mjög góður enskuskóli syðst á írlandi á landsvæði, sem er rómað fyrir fegurð. • Enska f. einstaklinga eða litla hópa. • Námskeið í enskri tungu og menn- ingu fyrir erlenda enskukennara. • Viðskiptaenska. Persónuleg kennsla. Mjög góð aðstaða og möguleikar á tómstundaiðkunum. Sími/fax: 90-353-21-774545 M. Ross, Kinsale School of Languages, Sandycove, Kinsale, Co. Cork, írska lýðveldinu. ■ Bréfanám er góður kostur Þú sparar tíma og ferðakostnað og ræður námshraðanum. Við notum kennslubréf, hljóðbönd, myndbönd, síma, simbréf og náms- ráðgjöf til að aðstoða þig. Erlend tungumál, íslenska fyrir útlend- inga, íslensk stafsetning, starfsmenntun, nám á framhaldsskólastigi, teikning, sál- arfræði o.m.fl. Sendum ókeypis kynningarefni um allt land, sími 91-629750. ■ Bréfaskólanámskeið Teikning 1 og 2. Litameðferð. Listmálun með myndbandi. Skrautskrift. Híbýla- fræði. Innanhússarkitektúr. Garðhúsa- gerð. Teikning og föndur. Húsasótt og bíóryþmi. Fáðu sendar upplýsingar um skól- ann með því að hringja í síma 91- 627644 allan sólarhringinn eða skrifaðu okkur í pósthólf 1464, 121 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.