Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRUAR 1993
Mál þrotabús Fórnarlambsins gegn Hagvirki-Kletti
Ún sögu Hagvirkis.
1979: Jóhann G. Bergþórsson stofnar
Hraunvirki árið 1979. Það fýrirtæki er
síðar nefnt Hagtala.
1981: Hagvirki stofnað
16. mars 1989: Fjármálaráðuneytið hafnar viðbótargreiðslum
til Hagvirkis vegna framkvæmda við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
13. júií 1989: Hagvirki gert að greiða um 108 milljónir í
viðbótarsöluskatt.
Júií 1990: Samstarfssamningur Hagvirkis og sænsku verktaka-
samsteypunnar NCC
12. nóv. 1990: Rfkissjóður sýknaður af endurgreiðslukröfum
Hagvirkis í söluskattsmálinu.
Mars 1991:
•Hagvirki + NCC verður Hagtak hf. (markaðsfyrirtæki)
•Hagvirki + NCC verður Norrænt verktak hf, Nortak (samstarfs-
fyrirtæki um virkjanir og jarðgangaframkvæmdir).
•Hagvirki (Byggingadeild Hagvirkis hf.) verður Hagvirki hf.
•Hagvirki (Jarðvinnslu-, virkjana- og véladeild Hagvirkis) + Hagtala
(gamla Hraunvirki) + Vélsmiðjan Klettur verður Hagvirki-Klettur hf.
26. ágúst 1992: Nafnið Hagvirki selt Hagvirki-Kletti hf. og nafni
félagsins breytt í Fómarlambið hf.
17. sept. 1992: Fómarlambið hf. gjaldþrota.
1.700 millj. lýst í þrotabú Fómarlambsins
Otryggðar kröfur
ríkíssjóðs 381 millj.
LÝST var samtals rúmlega 1.700 milljóna króna kröfum í
þrotabú Fórnarlambsins hf. fyrir lok kröfulýsingarfrests sem
var 4. janúar síðastliðinn, og tók skiptastjóri þrotabúsins til
greina kröfur samtals að upphæð 1.219 milljónir króna, en
kröfum upp á rúmlega 500 milljónir var hafnað. íslandsbanki
er stærsti kröfuhafinn með samtals 442 milljóna kröfu, en
viðurkenndar kröfur bankans eru 350 milljónir. Sýslumaður-
inn í Hafnarfirði er næststærsti kröfuhafinn með 327 milljóna
króna kröfu sem viðurkennd var af bústjóra. Alls nema kröf-
ur innheimtumanna rikissjóðs 381 milljón króna en þær eru
ekki tryggðar með veðum eins og kröfur banka og lánasjóða.
Aðrar stærstu kröfur í þrotabú
Fómarlambsins hf. sem viðurkennd-
ar voru af skiptastjóra eru 174 millj-
óna kr. kröfur Iðnlánasjóðs, 50 millj-
óna kr. kröfur Landsbanka íslands,
45 milljóna kr. kröfur Lífeyrissjóðs
Hlífar og Framtíðarinnar, 44 millj-
óna kr. kröfur Framkvæmdasjóðs,
36 milljóna kr. krafa Gjaldheimtunn-
ar í Reykjavík, 10 milljóna kr. kröf-
ur Búnaðarbanka Islands, 18 millj-
óna kr. krafa sýslumannsins á
Blönduósi og kröfur annarra opin-
berra aðila upp á 10 milljónir króna.
Hagvirki-Klettur hf. gerði samtals
208 milljóna kr. kröfu í þrotabú
Fórnarlambsins hf. og af því viður-
kenndi skiptastjóri kröfur upp á 19
milljónir. Verkfræðistofa Jóhanns
G. Bergþórssonar var með 13 millj-
óna kr. kröfur, og af því viður-
kenndi skiptastjóri tveggja milljóna
kröfu. Jóhann G. Bergþórsson gerði
116 milljóna kr. kröfu í þrotabúið
sem ekki var viðurkennd, og sömu
sögu er að segja um 157 milljóna
kr. kröfu Aðalsteins Hallgrímssonar,
og 41 milljóna kr. kröfu Gísla J.
Friðjónssonar.
Um 30 verksamn-
ingar eru í gildi
STJÓRN Hagvirkis-Kletts hf.
skipa, samkvæmt fundi 10.
október 1992: Jóhann G. Berg-
þórsson, sem er aðalmaður, og
varamaður er Bergþór Jó-
hannsson. Firmað ritar aðal-
maður og varamaður í forföll-
um. Hlutafé er 5.280.000,00 kr.
Starfsmenn eru nú um 150 tals-
ins, en hafa verið flestir um 250.
Nærri liggur að 30 verksamningar
séu í gildi við undirverktaka um
þessar mundir.
Meðal verkefna félagsins hafa
verið bygging Blönduvirkjunar,
sem það yfirtók frá Hagvirki hf.,
hafnarframkvæmdir víða um
land, meðal annars í Keflavík,
Sundahöfn, Hafnarfjarðarhöfn og
Húsavíkurhöfn, þar sem fram-
kvæmdum er ekki lokið, skólplögn
við Ægissíðu og dælustöð við
Faxaskjól í Reykjavík, en þeim
framkvæmdum er að ljúka og
gatnagerð í Mosahlíðarhverfi í
Hafnarfirði.
Auk jarðvegsframkvæmda hef-
ur félagið verið stórtækt í bygg-
ingariðnaðinum. Nýlokið er bíla-
geymslunni Traðarkoti við Hverf-
isgötu og unnið er að ýmsum
byggingum. Verið er að byggja
stórhýsi fyrir Öryrkjabandalagið
við Sléttuveg í Reykjavík, fé|ags-
heimili lR og Safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju og tónlistar-
skóla í Hafnarfirði. Þá er unnið
við skrifstofuhús BM Vallár og
stóra skemmu fyrir Þýsk-íslenska
hf.
Gerð ársreiknings síðasta árs
er ekki lokið, en Bergur Btjánsson
framkvæmdastjóri áætlar að árs-
velta Hagvirkis-KIetts hf. hafí
verið um 1100 milljónir króna í
fyrra.
Bústjóri telur ríkis-
sjóð hlunnfariim
RAGNAR H. Hall, hrl, bústjóri þrotabús Fórnarlambsins, áður
Hagvirkis, telur að fyrirsvarsmenn fyrirtækisins hafi með samn-
ingum um sölu eigna Hagvirkis til Hagvirkis-Kletts, 15. desem-
ber 1990, hreinlega gefið eignir að verðmæti nokkur hundruð
milljónir króna til þess að þær gætu ekki nýst skuldheimtumönn-
um félagsins. I tilkynningu um riftun ráðstafananna, sem birt
var fyrirsvarsmönnum Hagvirkis á föstudag, rekur Ragnar. H.
Hall ítarlega hvernig hann telji að eignum Hagvirkis hafi verið
ráðstafað til Hagvirkis-Kletts án þess að nýtanleg verðmæti hafi
komið á móti. „Eg hef satt að segja ekki í annan tíma séð aðra
eins löggerninga eins og þá sem hér um ræðir,“ segir Ragnar
H. Hall, sem um langt árabil var borgarfógeti skiptaréttar Reykja-
víkur, í bréfi til fjármálaráðuneytisins þar sem hann fer þess á
leit að ríkissjóður ábyrgist kostnað þrotabús Fórnarlambsins af
rekstri riftunarmála og rökstyður nauðsyn þess að leggja í svo
víðtækar og kostnaðarsamar aðgerðir sem riftun þessara ráðstaf-
ana sé. „Mér sýnist augljóst af aðdraganda samningsgerðarinnar
og öllu yfirbragði samninganna að umræddar ráðstafanir hafi
gagngert miðað að því að hægt yrði að gera upp við nánast alla
aðra en ríkissjóð. Sú afstaða mun hafa byggst á því viðhorfi fyrir-
svarsmanna félagsins að fulltrúar ríkisvaldsins hafi sýnt óbilgirni
í afstöðu sinni til krafna félagsins vegna flugstöðvar og sölu-
skattsálagningar .. .,“ segir í bréfinu.
Matsmenn á vegnm sýslumanns
í Hafnarfirði og' Hagvirkis meta
nú verðmæti þeirra eigna sem
fyrirsvarsmenn Hagvirkis bentu á
við kyrrsetningargerðina sem
duga eigi til tryggingar fyrir 373
milljóna króna kröfu bústjórans.
Búist er við að starfi matsmann-
anna ljúki í vikunni.
Verði niðurstaða þeirra sú að
félagið eigi ekki eignir sem standi
undir þessari viðbótarveðsetningu er
þess vænst að fulltrúi sýslumanns
lýsi því yfir að kyrrsetningin sé ár-
angurslaus að hluta. Komi til þess
getur hvaða lánardrottinn Hagvirkis-
Kletts, sem hefur ekki fengið gjald-
fallna kröfu á félagið greidda, kraf-
ist gjaldþrots þess á grundvelli hinn-
ar árangurslausu kyrrsetningar.
Býst allt eins við gjaldþroti
Jóhann G. Bergþórsson for-
stjóri og aðaleigandi Hagvirkis
sagði á blaðamannafundi á sunnu-
daginn að ef stuðst væri við opin-
bert mat á eignum fyrirtækisins
teldi hann það ætti fyrir veðsetn-
ingunni. Hins vegar kvaðst hann
allt eins búast við því að sá hnekk-
ir sem orðspor félagsins fengi við
kyrrsetninguna yrði til þess að
gjaldþrot þess væri framundan. A
fundinum gagnrýndi Jóhann harð-
lega fullyrðingar um hættu á því
að reynt yrði að skjóta eignum
Hagvirkis-Kletts undan fullnustu
þrotabúsins, en til að lög heimili
að kyrrsetning sé gerð í eignum
félags verður gerðarbeiðandinn
að gera slíkt sennilegt að mati
sýslumanns.
Jóhann fullyrti að Hagvirki-Klett-
ur hefði tekið á sig á þriðja hundrað
milljónir króna vegna þrotabús Fóm-
arlambsins, eftir að samningarnir frá
15. desember 1990 voru gerðir, til
dæmis með því að ljúka samningum
sem Fómarlambið (áður Hagvirki)
var skuldbundið til að Ijúka. Með
þessu hafi Hagvirki Klettur t.a.m.
forðað þrotabúinu frá verulegum
kröfum ýmissa viðsemjenda, þar á
meðal einstaklinga sem keypt hefðu
íbúðir af Hagvirki. Þá sagðist Jóhann
sjálfur vera í ábyrgðum fyrir þrotabú
fórnarlambsins fyrir á annað hund-
rað milljónir en hann og Aðalsteinn
Hallgrímsson annar aðaleigandi fé-
lagsins, hefðu ábyrgst víxil að fjár-
hæð um 116 millj. kr. vegna yfir-
dráttarheimildar félagsins í íslands-
banka og ljóst væri þeir yrðu krafn-
ir um að standa skil á þeirri ábyrgð.
Þá gagnrýndi Jóhann að bústjóri
þrotabúsins hefði hafnað að reka
fyrir Hæstarétti mál Hagvirkis vegna
ágreinings við ríkissjóð um sölu-
skattsskyldu en félagið teldi sig eiga
inni 6-700 milljónir króna hjá ríkinu
þess vegna. Þegar þeirri eign væri
bætt við 400 milljóna bókfærðar
eignir Fómarlambsins (áður Hag-
virkis) væri varla unnt að telja fyrir-
tækið gjaldþrota. Þá hafi Hagvirki-
Klettur tekið við rekstri máls vegna
uppgjörs við framkvæmdir vegna
Flugstöðvarinnar á Keflavíkurflug-
velli en því máli hefur enn ekki verið
stefnt fyrir héraðsdóm. Að sögn bú-
stjórans hefur sú krafa verið eign-
færð fyrir um 100 milljónir króna í
efnahagsreikning Hagvirkis (Fórnar-
lambsins) og er ásamt lóðum I
Smárahvammslandi, sem eru veð-
settar yfir markaðsverð, stærsti
eignarliður á reikningi félagsins.
Gagnrýnir tryggingu
ríkissjóðs
Jóhann gagnrýndi harðlega það
að ríkissjóður skuli hafa lagt fram
þá 115 milljóna króna tryggingu sem
gert hafi þrotabúi Fómarlambsins
kleift að óska kyrrsetningarinnar.
Leiði kyrrsetningin til gjaldþrots
Hagvirkis-Kletts telur Jóhann að rík-
issjóður hafi með þessu bakað sér
bótaábyrgð á allt að því eins millj-
arðs tjóni sem af kunni að leiða.
Hann telur ríkinu hafa verið óheim-
ilt að veita þessa ábyrgð þar sem lög
kveði á um að enga ríkisábyrgð
megi veita án sérstakrar laga-
Fríðrik Sophusson fjármálaráðherra um Hagvirki -Klett
Oumflýjanlegt að veita
ábyrgð til að reka kyrr-
setningar- og riftunarmál
FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, segir að ekki hafi
verið um annað að ræða en veita skiptastjóra þrotabús
Fórnarlambins hf., áður Hagvirki hf., ábyrgð til að hægt
væri að reka kyrrsetningar- og riftunarmál á hendur Hag-
virki-KIetti hf. til að verja hagsmuni ríkisins. Þetta kom
fram á blaðamannafundi fjármálaráðherra í gær sem boð-
að var til vegna fullyrðinga forsvarsmanna fyrirtækisins
Hagvirkis-KIetts.
Friðrik sagði að þetta mál væri
ekki í höndum fjármálaráðuneytisins
heldur í höndum skiptaforstjórans.
Hann væri fulltrúi kröfuhafa í búið
og ríkið væri einn stærsti kröfuhaf-
inn. Afskipti ríkisins takmörkuðust
við það, að hafa sett fram tryggingu
til að skiptaforstjórinn gæti rekið
mál gegn Hagvirki-Kletti. Þar væri
fyrst og fremst um kyrrsetningarmál
að ræða og í framhaldi af því dóms-
mál til riftunar á samningum sem
gerðir voru á sínum tíma. í bréfí
skiptaforstjórans til ráðuneytisins frá
21. janúar 1993 hefðu komið fram
ábendingar sem væru með þeim
hætti, að ráðuneytið hefði ekki séð
sér fært annað en veita þessa til-
teknu ábyrgð til að veija hagsmuni
ríkisins.
Friðrik sagði að slíkar ábyrgðir
hefðu verið veittar í öðrum viðlíka
málum. Hér væri ekki um að ræða
ábyrgð vegna þriðja aðila, heldur að
ríkið legði fram ábyrgð til þess að
veija sína hagsmuni. Þessi heimild
væri fyrir hendi og það hefðu ríkis-
lögmaður og Ríkisendurskoðun stað-
fest.
Ekki áhrif á önnur mál
Friðrik sagði að einnig hefði verið
látið að því liggja að með þessari
gerð væri verið að ónýta gömul
ágreiningsmál á milli ríkisins og
Hagvirkis, nú Fómarlambsins. Ann-
ars vegar væri um að ræða svokallað
„söluskattsmál" og hins vegar „flug-
stöðvarmál". Því væri til að svara
að þessi mál væru aðskilin og kæmu
þessu nýja máli ekkert við. Búið
væri að stefna í máli vegna bygging-
ar flugstöðvarinnar í Keflavík og
Hagvirki-Klettur ræki það mál fyrir
hönd þrotabúsins enda væri Hag-
virki-Klettur aðili að þrotabúi Hag-
virkis, nú Fórnarlambsins. Deilumál
vegna söluskatts væri komið til
Hæstaréttar og geti allir kröfuhafar
í þrotabúið haldið því máli áfram
kjósi þrotabúið að gera það.
Friðrik sagði að síðustu vilja láta
það koma fram, að hann sæi ekki
að þessi kyrrsetningargerð ein og sér
leiddi til gjaldþrots Hagvirkis-Kletts,
því þó að hún yrði árangurslaus að
hluta sæi hann ekki ástæðu til þess
að bústjórinn kræfíst gjaldþrota-
skipta á félaginu. Hins vegar væri
það alveg rétt sem fram hefði kom-
ið, að það rýrði auðvitað getu félags-
ins til að halda áfram starfsemi.