Morgunblaðið - 16.02.1993, Side 13

Morgunblaðið - 16.02.1993, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993 —--------[----:---—-----7-i-: J----i- 13 Aðgerðir gegn bráðavanda eftir Benedikt Davíðsson Forsvarsmenn ríkisstjórnar- flokkanna hafa á undanförnum dögum og vikum haldið á lofti mikl- um áróðri um að ASÍ vilji leysa öll heimsins vandamál með stórfelld- um erlendum neyslulánum til þess að halda uppi fölskum kaupmætti. í þessum málflutningi hafa þeir síðan óspart vitnað til þess að með tillögum ASÍ í efnahagsmálum muni íslenska þjóðarbúið innan örf- árra ára lenda í sömu þrengingum og frændur okkar Færeyingar eiga við að etja. Vegna þessa áróðurs er rétt að draga fram nokkur at- riði bæði hvað varðar stefnu ASÍ í efnahagsmálum og ýmsar opin- berar staðreyndir varðandi löng erlend lán þjóðarinnar. Aðgerðir í atvinnumálum Alþýðusambandið hefur lagt mikla áherslu á það, að atvinnu- leysi er fyrir löngu komið langt yfir þau mörk að við verði unað og krafist beinna aðgerða af hálfu stjómvalda til þess að draga þar úr. Gagnvart þeim bráðavanda sem við stöndum frammi fyrir í atvinnu- málum teljum við rétt að flýta ýmsum mikilvægum verkefnum t.d. í samgöngumálum, bæði vegagerð og brúargerð. Ennfremur höfum við lagt áherslu á að farið yrði í viðhald á opinberum byggingum, sem margar hverjar liggja beinlínis undir skemmdum. Allt eru þetta framkvæmdir sem hafa mjög hátt launahlutfall, þannig að atvinnu- áhrifin eru umtalsverð. Þannig má ætla að hver milljarður sem settur er í vegaframkvæmdir skapi um 300 störf beint og óbeint og skili ríki og sveitarfélögum tekjum og sparnaði upp á 500 milljónir króna, eða um helmingi af framkvæmda- kostnaði. Við lögðum jafnframt áherslu á að farið yrði í þær fram- kvæmdir sem Vegagerð ríkisins telur að standist ströng arðsemis- skilyrði. Ef miðað er við 10-15% arðsemi af slíkum framkvæmdum mun sparnaður þjóðarinnar nema um 100-150 milljónum króna á ári, aðallega vegna minni innflutn- ings á bensíni, olíu, dekkjufh og varahlutum. Þar að auki má gera ráð fyrir nokkuð lægri tilkostnaði vegna framkvæmdanna í þeim efnahags- samdrætti sem við búum við nú, vegna þess að verktakafyrirtækin hafa tilhneigingu til þess að lækka álagningu á vélar og tæki í til- boðunum til þess að tryggja sér verkefnin. Þetta hefur verið metið til allt að 30% lægri tilkostnaður, þó erfitt sé að segja nákvæmlega til um það fýrirfram. Ef hluta af framkvæmdum í samgöngumálum er beint að því að bæta samgöngur milli byggða- laga leiðir það til stækkunar at- vinnusvæða og leggur grundvöll að sameiningu sveitarfélaga og fyrirtækja. Jafnframt teljum við að beina eigi hluta af slíkum fram- kvæmdum að því að auka flutn- ingsþunga vegakerfisins, en á hringveginum eru nokkrar gamlar brýr sem valda því a þungatak- markanir eru miðaðar við 7 tonna öxulþunga. Aukinn flutningsþungi leiðir til miniii flutningskostnaðar tií og frá landsbyggðinni og styrkir þar með samkeppnisstöðu fyrir- tækja þar og stuðlað að lækkun vöruverðs. Allt eru þetta atriði sem renna traustari stoðum undir telq'uöflun- armöguleika þjóðarinnar til lengri tíma og vinna með okkur að því verkefni að auka hagvöxt og skapa nýja sókn í atvinnuuppbyggingu. Það er á þessum forsendum að við töldum forsvaranlegt að taka erlent lán fyrir 2-3 milljarða króna til þess að fjármagna auknar fram- kvæmdir á vegum hins opinbera upp á fímm til sex milljarða króna og skapa þar með um 2.000 ný störf. Að halda því fram að við Löng erlend lán í hlutfalli af vergri landsframleiðslu 1987-1993 to S =3 Q g 3 o I *. a a: 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1993 „Þannig má ætla að hver milljarður sem settur er í vegafram- kvæmdir skapi um 300 störf beint og óbeint og skili ríki og sveitarfé- lögum tekjum og sparn- aði upp á 500 milljónir króna, eða um helmingi af framkvæmdakostn- aði.“ séum að fara færeysku leiðina er hins vegar skot út í loftið, því við leggjum einmitt áherslu á að allar framkvæmdir séu arðbærar hver fyrir sig, án tillits til tekna eða spamaðar hins opinbera af fram- kvæmdinni, en það virðast frændur okkar Færeyingar ekki hafa passað sig á. Heildaráhrifin af sjálfum fram- kvæmdunum og þeim margföldun- aráhrifum sem þau gefa tilefni til valda því vissulega, ef miðað er við framkvæmdir fyrir einn milljarð króna, að innflutningur eykst um 400 milljónir króna. Því má hins vegar ekki gleyma að verðmæta- aukning hér innanlands, þ.e. aukn- ing vergrar landsframleiðslu, yrði um 1,2 milljarðar króna. Löng erlend lán þjóðarinnar Á þessu ári er áætlað að skulda- byrðin verði 61% af landsfram- leiðslu, eða 238 milljarðar króna. Aukningin frá síðasta ári er því um 6 prósentustig, þar af má skýra um helminginn (um 12 milljarða króna) með gengisfellingu íslensku krónunnar og hinn helminginn (um 10 milljarða króna) með aukinni erlendri lántöku ríkisstjórnarinnar og á þá eftir að taka tillit til þess að til stendur að taka 4 milljarða erlent lán til þess að fjármagna Þróunarsjóð sjávarútvegsins skv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar. í þessu ljósi er alveg makalaust þeg- ar forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar eru að halda því fram að það sé Alþýðusambandið sem vilji leysa öll heimsins vandamál með erlendri lántöku, en eins og áður sagði telur ASÍ það réttlætanlegt, að uppfyllt- um ströngum arðsemisskilyrðum, að taka nýtt erlent lán á bilinu 2-3 milljarðar til þess að leggja í fram- kvæmdir til þess að draga úr at- vinnuleysi. Á meðfylgjandi súluriti gefur að líta hvemig skuldabyrði erlendra lána í hlutfalli af vergri landsfram- leiðslu hefur þróast á sl. árum. Árið 1987 var skuldabyrðin um 40% af landsframleiðslu en var orð- in um 51% árið 1991 og um 55% árið 1992, en í árslok síðasta árs voru erlendar skuldir orðnar 228 milljarðar króna miðað við gengis- skráninguna í árslok en 209 millj- arðar króna ef miðað er við meðal- gengi ársins. Þess má geta að ef gengið hefði ekki verið fellt um 6%, hefði þetta hlutfall á þessu ári orð- ið 58%. Á myndinni kemur einnig *ram (ljósa súlan) hver skuldabyrðin yrði á þessu ári ef farið verður í nefnd- ar auknar framkvæmdir á vegum hins opinbera og þær fjármagnaðar með erlendu láni upp á 3 milljarða króna. Erlendar skuldir hefðu að sjálfsögðu aukist í 241 milljarð króna á þessu ári en jafnframt hefði landsframleiðslan aukist á móti, þannig að hlutfall erlendra skulda af iandsframleiðslu hefði lækkað í 60%! Samantekt Eins og fram hefur komið í þess- ari stuttu samantekt er áróður for- svarsmanna ríkisstjómarinnar um að Alþýðusambandið vilji taka er- lend lán til þess að halda uppi kaup- mætti og neyslu félagsmanna afar rangur. Menn sem eru að taka allt að 14 milljarða króna í erlend lán eiga ekki að setja sig á háan hest og fordæma aðra sem vilja með málefnalegum og vel rökstuddum málflutningi draga úr því geigvæn- lega atvinnuleysi sem nú er orðin staðreynd. Þess má geta að flest ríki í hinum vestræna heimi hafa þegar tekið upp þá efnahagsstefnu sem ASÍ hefur lagt áherslu á. Það Benedikt Davíðsson er í það minnsta lágmarkskrafa að þeir sýni fram á hvemig þeir hyggj- ast leysa þann vanda í stað þess að úthrópa aðra með röngum full- yrðingum. Höfundur er forseti Alþýðusambands íslands. MJ'JMLíl Við smyrjum bilinn á meðan pií (mrð þér kaffl ng með þvi, kíkir í blððin - eða skoðar úrvalið í versiunmni. Smurstöð fyrir allar tegundir Skeljungur hf. Ehkaumboö tyrir Shell-vOnjr á íslandi Kíkt í blöðin í veitingastofu. HEKLA SMURSTÖÐ LAUGAVEGI 174 SÍMI695500 SlMI695670

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.