Morgunblaðið - 16.02.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 16.02.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993 15 Fyrir hverja er námsráðgjöfin? eftir Soffíu Eydísi Björgvinsdóttur Við Háskóla íslands er starfandi námsráðgjöf sem er opin öllum sem til hennar leita. Við hana eru um 5 stöðugildi og samkvæmt ársskýrslu hennar fyrir árið 1991 sem lögð var fram á Háskólaráðsfundi haustið 1992 veitti ráðgjöfm um 3.300 við- töl. Þar af voru aðeins um 1.000 þeirra við stúdenta innan Háskól- ans. Gagnrýni hefur komið fram á námsráðgjöfina vegna þess hversu litlar upplýsingar hún hefur á boð- stólum varðandi einstakar deildir, þ.e. sérhæfðari upplýsingar fýrir til dæmis laganema sem er að stíga sín fýrstu skref innan deildarinnar með próf í almennri lögfræði fram- undan. Upplýsingar um einstaka kúrsa virðast vera af skornum skammti og einnig vantar oft vitn- eskju um hvað tekur við að námi loknu. Breytt námsráðgjöf til hagsbóta fyrir alla Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, hefur undanfarið verið að kynna hugmyndir um breytta námsráðgjöf. Þær felast aðallega í því að færa eigin ráðgjöf með áhrifaríkum hætti út í deildirnar. Það er framkvæmanlegt með því að skyldar deildir sameinast um að ráða námsráðgjafa, t.d. gæti viðskipta- og hagfræðideild ásamt lagadeild eða félagsvísindadeild ráðið sameiginlegan ráðgjafa og sama gætu raunvísindadeild og verkfræðideild gert o.s.frv. Á móti kæmi að stöðugildum í hinni „mið- lægu“ ráðgjöf yrði fækkað en þau eru núna 4,75. Námsráðgjafí sem staðsettur væri í einni eða tveimur deildum væri í mun betri aðstöðu til þess að viða að sér upplýsingum um viðkomandi deild. Slík stað- setning veldur því að námsráðgjaf- inn er í beinum tengslum við stúd- enta og kennara og hann veit því betur hvaða upplýsingar eru nauð- synlegar og hveijar ekki og hvaða kröfur eru gerðar til nemenda. En þrátt fyrir þennan verkefnaflutn- ing væri áfram þörf fyrir „mið- læga“ námsráðgjöf því ýmis lík vandamál hrjá margan stúdentinn svo sem prófkvíði, lélegar náms- venjur og fleira sem námsráðgjöf- in getur bætt úr. Einnig er nauð- synlegt að hin „miðlæga" náms- ráðgjöf hafí góða heildaryfírsýn yfír háskólasamfélagið. Stór hluti viðtala við einstaklinga utan háskóla Þegar tölur um námsráðgjöfina við HI eru skoðaðar nánar kemur athyglisverð staðreynd í Ijós sem fáir gera sér grein fyrir. Af heildarfjölda viðtala sem náms- ráðgjöfín veitti 1991 voru 67% þeirra við einstaklinga utan Há- skólans, þ.e.a.s. þeir voru ekki skráðir í HÍ og höfðu þ.a.l. ekki greitt skólagjöld til skólans. Hér telur Vaka að megi breyta og bæta. Það er ófært að Háskólinn og þá auðvitað um leið við nem- endur séum að greiða dýrum dóm- um með okkar skólagjöldum fyrir þjónustu sem veitt er fólki utan skólans. Þessu fé væri betur varið í þá nemendur innan Háskólans sem eru ráðvilltir og í óvissu um nám sitt. Aukin tengsl við framhaldsskólana Vaka vill benda á að frekar „Af heildarfjölda við- tala sem námsráðgjöfin veitti 1991 voru 67% þeirra við einstaklinga utan Háskólans, þ.e.a.s. þeir voru ekki skráðir í HÍ og höfðu þ.a.l. ekki greitt skólagjöld til skólans. Hér telur Vaka að megi breyta og bæta.“ ætti að auka tengsl námsráðgjafar og framhaldsskólanna þannig að þær upplýsingar sem nú eru veitt- ar á kostnaðarsaman hátt með einstaklingsviðtölum komist til skila til stærri hópa í einu, t.d. bekkjardeilda eða námskeiða. Það er þó augljóst að námsráðgjöfín getur ekki skellt hurðinni á þá sem leita til hennar en eru utan Háskól- ans. Vaka hefur nú þegar lagt til í Háskólaráði að þeir nemendur sem ekki eru í HÍ greiði að mestum hluta fyrir þá þjónustu sem nem- endaráðgjöfín veitir. Samkvæmt útreikningum Vöku ætti að vera hægt að ná inn allt að tveimur milljónum króna með slíkri gjald- töku sem er ekki slæmt með tilliti til fjárþarfar Háskóla íslands á þessum síðustu og verstu tímum. Skiyanleg viðbrögð hjá forstöðumanni námsráðgjafarinnar í Morgunblaðinu 12. febrúar sl. sá starfandi forstöðumaður Náms- ráðgjafar Háskóla íslands, Ragna Ólafsdóttir, ástæðu til þess að gera athugasemdir við þessar til- lögur. Við fögnum að sjálfsögðu allri gagnrýni og viðbrögð Rögnu eru skiljanleg í ljósi þess að um er að ræða niðurskurð til hinnar „miðlægu“ námsráðgjafar. Það fé sem þannig sparast má nota til þess að kosta stöður í deildunum 'Og námsráðgjöfín bætir sér það einnig upp með gjaldtöku af ein- staklingum utan Háskóla íslands. En það er ljóst að svona grundvall- arbreytingar á námsráðgjöf við Soffía Eydls Björgvinsdóttir Háskóla íslands þurfa vandlegan undirbúning og gott samstarf milli starfandi ráðgjafa og stúdenta. Vaka er tilbúin að leggja sitt af mörkum því hagsmunir stúdenta eru fyrir öllu. Höfundur er nemi við lagadeiid HÍ og skipar annað sæti & Usta Vöku tU Háskólaráðs. Fyrirlestur um vetrarfjallamennsku Vetrarfjallamennska á íslandi og háfjallaklifur erlendis eni krefjandi og spennandi íþróttir. Tveir reyndir fjalla- menn, þeir Hreinn Magnússon og Ari Trausti Guðmundsson, efna til tveggja fyrirlestra og myndasýninga á Akureyri nú í febrúar í samvinnu við hjálparsveitir og fleiri aðila. Fyrri fyrirlesturinn/myndasýn- lands og fjallað sérstaklega. um ingin verður miðvikudaginn 17. febrúar kl. 20.30 í Lundi við Víði- lund. Þar verða sýndar myndir af vetrarferðum einkum úr ferðum sérútbúinna jeppa um hálendi ís- verðurlag á hálendi og snjóflóð og sagt frá ýmiss konar fróðleik um jökla. Seinni fyrirlesturinn/mynda- sýningin verður fímmtudaginn 18. febrúar kl. 20.30 í Lundi við Víði- lund. Þar fjalla þeir Hreinn og Ari Trausti um ísfossaklifur og ýmiss konar vetrarferðir á íslandi m.a. uppgöngu á áður óklifna tinda hérlendis s.s. Snók, Snæfell og Stöng. Einnig segja þeir frá ferð- um á 5.000-7.400 metra há fjöll í Alaska, Bólivfu og Pakistan. (Fréttatilkynning) ♦GmiOSL! Félagasjóður léttir glöggum gjaldkerum lífið: I Innheimtir féiagsgjöldin. II Greiðir reikningana á eindaga. III Helcjur utan um bókhaldið. IV Innheimtir dráttarvexti. Þjónustan er án endurgjalds fyrstu þrjá mánuðina. Leitið upplýsinga hjá þjónustu- fulltrúanum í bankanum. OFLUG FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA FYRIR HÚSFÉLÖG OG ÖLL ÖNNUR FÉLÖG Landsbanki íslands Bankl altra landsmanna > Wa:.......... ■nll u.HVfOoö,«H

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.