Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 16

Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRUAR 1993 Gunnar Jóhann Birgisson héraðsdómslögmaður um félagafrelsi á Islandi Réttur manna tíl að standa utan félaga fótum troðinn Kerfið stenst að íslenskum og alþjóðlegum rétti segir framkvæmdastjóri ASÍ GUNNAR Jóhann Birgisson héraðsdómslögmaður sagði á ráðstefnu sem Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reylg'avík, hélt um félaga- frelsi og skylduaðild að verkalýðsfélögum sl. laugardag, að réttur manna til að standa utan félaga á íslandi væri fótum troðinn. Gunnar komst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í kjarasamningum og lögum gerðu launamönnum nánast ókleift að standa utan stéttarfélaga, og lítið hefði verið gert í þessum málum þó sérfræðinganefnd Evrópuráðs- ins hefði fjórum sinnum sent athugasemdir vegna meintra brota á félagsmálasáttmála Evrópu. Lára V. Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands sagði hins vegar að á íslandi væri ekki lögboð- in skylduaðild að verkalýðsfélögum, hins vegar væri um Iögboðna greiðsluskyldu allra launþega til verkalýðsfélaga að ræða. Taldi hún þetta fyrirkomulag standast að íslenskum rétti, og breyti það engu í þeim efnum þó íslensku reglurnar séu skýrðar með sérstöku tilliti til ákvæða Evrópusamnings um verndun mannréttinda og mannfrelsis. Gunnar Jóhann gerði 73. grein stjómarskrárinnar að umtalsefni í byijun framsögu sinnar og sagði að hún vemdaði ekki aðeins rétt manna til að stofna félög, heldur einnig rétt manna til að standa utan félaga, svonefnt neikvætt félagafrelsi. Hann vék að forsögu mannréttindaákvæða stjómarskrárinnar og sagði nauðsyn- legt við skýringu á þeim að átta sig á þeim aðstæðum sem menn bjuggu við þegar ákvæðin vom samin. „Til- gangurinn var sá að tryggja mönnum ákveðin réttindi. Tilgangurinn var ekki sá að þröngva upp á menn ákveðinni skyldu,“ sagði Gunnar. Gert ókleift að standa utan félaga Gunnar lýsti síðan þeirri skoðun sinni að réttur manna til að standa utan félaga á íslandi væri fótum troðinn. Starfsmenn væm hvergi í lögum beint skyldaðir til að vera í stéttarfélögum, en þeim væri í fram- kvæmd nánast gert ókleift að standa utan þeirra. Sem dæmi nefndi hann þau ákvæði í kjarasamningum sem kveða á um forgangsrétt félags- manna í tilteknum verkalýðsfélögum til vinnu á félagssvæðinu. Þá vék hann einnig að því ákvæði í lögum um atvinnuleysistryggingar, þar sem félagsaðild að verkalýðsfélagi er gerð að skilyrði fyrir því að fá atvinnuleys- isbætur. ísland hefur verið aðili að félagsmálasáttmála Evrópu síðan 1976, og sagði Gunnar að sérfræð- inganefnd Evrópuráðsins, sem er ein af fjórum eftirlitsstofnunum sem taka þátt í eftirliti með framkvæmd sáttmálans, hefði fjórum sinnum, fyrst árið 1985, gert athugasemdir við framkvæmd Islands á 5. grein sáttmálans. Athugasemdir hefðu m.a. verið gerðar við forgangsrétt- arákvæði kjarasamninga og ákvæðið í lögum um atvinnuleysistiyggingar sem veitir aðeins félagsbundnum mönnum rétt til atvinnuleysisbóta. Nefndin hefði því ekki aðeins komist að því að lögbundin skylda til félags- aðildar væri brot á neikvæðu félaga- frelsi, heldur einnig samningsbundin skylda. Skyldaðir til að styðja skoðanir sem þeir ekki hafa Jón Steinar Gunnlaugsson hæsta- réttarlögmaður rakti í erindi sínu á ráðstefnunni málavexti í svonefndu leigubílstjóramáli, þar sem deilt er um lögboðna skylduaðild að bifreiða- stjórafélaginu Frama. Málið verður nk. mánudag flutt munnlega fyrir Mannréttindadómstól Evrópu, en Mannréttindanefnd Evrópu komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að skylduaðildin bryti gegn 11. grein mannréttindasáttmálans. Jón sagði að það væri rökbundin nauðsyn að skýra 73. grein stjórnar- skrárinnar þannig að rétturinn til að standa utan félaga nyti sömu vemd- ar og rétturinn til að stofna félög, þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi ekki fallist á það í umræddu ieigubílstjóra- máli. Jón sagði að ef menn nytu ekki neikvæðs félagafrelsis væri hægt að skylda þá til stuðnings skoð- unum sem þeir hefðu alls ekki sjálf- ir. „Það hlýtur augljóslega að mega telja það þungbærara að vera skyld- aður til að halda einhverju fram gegn vilja sínum heldur en að vera meinað að tjá skoðun sína. Á sama hátt er það þungbærara að þurfa að sæta skyldu til aðildar að félagi sem mað- ur vill ekki eiga aðild að, heldur en að vera bannað að mynda félag með öðrum," sagði Jón Steinar. Jón vék síðan að því fyrirkomulagi sem tíðkast á vinnumarkaði hérlend- is og sagðist telja að ef látið yrði á það reyna fyrir Mannréttindanefnd og dómstól Evrópu, þá yrði talið um brot að ræða, því íslensk lög vemdi ekki rétt manna til að standa utan félaga. En miðað við þá dóma sem fallið hafi hérlendis sagðist Jón telja líklegt.að öllu óbreyttu að íslenskir dómstólar myndu telja þetta fyrir- komulag standast. Launafólk ekki skyldað með lögum til aðildar Lára V. Júlíusdóttir framkvæmda- stjóri Alþýðusambands íslands sagði að skylduaðild væri ekki að verka- lýðsfélögum. „Samkvæmt íslenskum lögum er launafólk ekki skyldað til að vera í stéttarfélagi. Hvergi f lögum em ákvæði um aðildarskyldu að stéttarfélagi og í lögunum um stétt- arfélög og vinnudeilur er beinlínis gert ráð fyrir því að launamenn geti staðið utan stéttarfélaga," sagði Lára. Hún sagði að þó engin ákvæði væru um skylduaðild þá væri í lögum kveðið á um greiðsluskyldu launa- fólks til stéttarfélaga. „Þeir sem ekki vilja vera í stéttarfélagi verða samt að greiða þangað félagsgjald, sem er þá greiðsla til félagsins fyrir að sinna þeirri þjónustu sem félagið veitir, meðal annars með kjarasamn- ingsgerð. Stundum er þetta gjald kallað vinnuréttargjald. Litið er svo á að greiðsla gjaldsins sé fyrir þá Sérfræðinganefndin gagn- rýnir framkvæmdina hér Það kom fram í ræðu Jóhönnu að sérfræðinganefnd Evrópuráðsins, sem fylgist m.a. með framkvæmd félagsmálasáttmála Evrópu sem ís- land er aðili að, hefur gagnrýnt ís- land og talið að umrædd lagagrein bijóti í bága við 5. grein sáttmálans. þjónustu sem felst í því að annast gerð lqarasamninga og gæslu félags- legra réttinda. Menn eru að greiða fyrir að fá að vinna eftir kjarasamn- ingi félagsins," sagði Lára. Hún gerði grein fyrir rökum verkalýðshreyfmgarinnar fyrir að viðhalda þessu kerfi og sagði að smæð vinnumarkaðar og valddreifð verkalýðssamtök væru helstu ástæð- umar fyrir greiðsluskyldu til stéttar- félaga. Hún sagði að virku starfi í verkalýðsfélögum væri ekki hægt að halda uppi nema skylt væri að greiða til félaganna. Brýtur ekki í bága við íslenskan rétt og alþjóðlega samninga Lára sagðist ekki telja að greiðslu- skyldan bryti í bága við íslenskan rétt og alþjóðlega samninga sem ís- land væri aðili að. Hún vitnaði í ný- legt álit Lagastofnunar Háskólans sem fjallaði um skylduaðild að lífeyr- issjóði. „Það er niðurstaða lagastofn- unar að ákvæði laga númer 55 frá 1980 sem skylda menn til aðildar að tilteknum lífeyrissjóðum stangist hvorki á við grundvallarreglur ís- lensks réttar um félagafrelsi né frið- helgi eignarréttarins. Breytir það engu í þeim efnum þótt þær reglur Nefndin hefur einnig gagnrýnt for- gangsréttarákvæði í kjarasamning- um þar sem kveðið er á um forgangs- rétt félagsmanna í tilteknu stéttarfé- lagi til vinnu á félagssvæði. Jóhanna sagði að stefna íslenskra stjórnvalda í þessu máli hefði verið sú að benda á þá staðreynd að ekki séu ákvæði í lögum sem almennt skyldi fólk til aðildar að stéttarfélögum, og lögð séu skýrðar með sérstöku tilliti til ákvæða Evrópusamnings um vernd- un mannréttinda og mannfrelsis og viðauka við þann samning, enda er það skoðun þeirra að íslensk lög virði að þessu leyti þau réttindi sem ríkið hefur skuldbundið sig til að tryggja þegnum sínum með aðild að samn- ingnum. Ég tel þessi rök fyllilega geta átt við greiðsluskyldu til stéttar- félaga, og kannski miklu frekar en um skylduaðild að lífeyrissjóðum, þar sem félagsgjöld eru mun lægri en greiðslur í lífeyrissjóði og veita fólki víðtækan rétt,“ sagði Lára. Einokun í þágu fjöldans Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands fslands, fjallaði í erindi sínu um það sem hann vildi kalla einokun verkalýðsfélaganna sem þau fullyrtu að væri í þágu fjöldans. Hann sagði að verkalýðsfélögin hefðu í krafti einokunar sinnar á vinnuafli talið sig umkomin þess að selja aðgang að íslenskum vinnumarkaði, með svo- kölluðum vinnuréttargjöldum. Skylduaðild væri að þessum félögum, bæði vegna forgangsréttarákvæða samninga og lagaákvæða, t.d. lag- anna um atvinnuleysisbætur, þar sem aðild að stéttarfélagi er gerð hafi verið áhersla á að samið sé um forgangsréttarákvæði í kjarasamn- ingum á milli samtaka atvinnurek- enda og launafólks. Sérfræðinganefndin og embættismannanefndin ósammála um túlkun Jóhanna sagði einnig að sérfræð- inganefnd Evrópuráðsins ogembætt- ismannanefnd ráðsins væru ekki sammála um túlkun á 5. grein sátt- málans. Sérfræðinganefndin teldi að lögbundin skylduaðild væri ekki heimil samkvæmt ákvæðinu, en emb- ættismannanefndin væri hins vegar á þeirri skoðun að 5. grein sáttmál- ans fæli einungis í sér þá skuldbind- ingu aðildarríkis að tryggja á virkan hátt réttinn til að stofna félög. „Með nokkurri einföldun má segja að emb- ættismannanefndin hafi komist að svipaðri niðurstöðu og Hæstiréttur komst að í dómi árið 1988, þegar því var hafnað að neikvætt félaga- frelsi njóti almennt verndar af 73. grein stjómarskrárinnar. íslensk forsenda bótaréttar. „Það eru svo gróf og grimm dæmi um það hvemig stéttarfélögin hafa misnotað þessa aðstöðu að það er nú varla til að segja frá í blönduðum selskap. Við höfum þurft að horfa upp á það að fólk sem hefur misst vinnuna og hefur einhverra hluta vegna komist upp með það að vera ekki í stéttarfélagi, hefur verið mætt á skrifstofum verkalýðsfélaganna þannig að sagt hefur verið við það: Víst skal ég gera þér greiða vinur sæll. Borgaðu félagsgjaldið ár aftur í tímann og þá skalt þú komast inn á skrána. Ef þetta er ekki ólögmæt nauðung, ef þetta er ekki ólögleg fjárkúgun þá þekki ég hana ekki,“ sagði Þórarinn. Hann gerði síðan skylduaðild að lífeyrissjóðum að umtalsefni. „Ég hef verið að burðast við að halda því fram að það skipti máli hvort menn séu píndir til að borga í lífeyrissjóð sem að fyrirsjáanlega muni aldrei koma til með að greiða þann lífeyri eða neitt nálægt þeim lífeyri sem um er að tefla. Ég hef nefnilega horft á það að menn hafí verið úrskurðaðir af fjármálaráðuneytinu til að greiða inn í lífeyrissjóð þar sem rekstrar- kostnaðurinn hefur verið upp undir fimmtán prósent af árlegum tekjum; þar sem hægt hefur verið að sýna fram á að þessir peningar kæmu aldrei til með að koma til baka í formi lífeyris. Þegar maður sér þetta þá spyr maður sjálfan sig að því hvort þetta sé eðlilegt. Er ekki eðli- legt að stilla málum þannig upp að lífeyrissjóðir þurfi að sæta sam- keppnislögmálum, þannig að félag- amir megi greiða í annan sjóð ef þeir meta það svo að annar sjóður skili betri árangri í sínum rekstri en sá sem þeir hafa verið að greiða til,“ sagði Þórarinn. stjómvöld hafa lýst því yfir að þau séu sammála þessari túlkun embætt- ismannanefndar Evrópuráðsins á umfangi 5. greinar félagsmálasátt- málans. Það sem flækir þetta mál er að álit sérfræðinganefndarinnar og embættismannanefndarinnar ganga í þveröfuga átt,“ sagði Jó- hanna. Til að jafna þennan ágreining sagði hún að breyta þyrfti sáttmálan- um þannig að tekið yrði fram með skýrum hætti að rétturinn til að stofna félög og standa utan þeirra væri vemdaður. Jóhanna taldi eðlilegt að aðilar vinnumarkaðarins leystu þau mál sem tengjast forgangsréttarákvæð- um í kjarasamningum þeirra, það væri ekki stjómvalda að hlutast til um það. Þessi ákvæði hafi í upphafi verið helsta kjölfesta félaganna, en þeim var ætlað að koma í veg fyrir að atvinnurekendur næðu að draga samtakamáttinn úr félögum launa- fólks. Spuming væri hins vegar hvort þessi rök væru gild enn þann dag í dag eða ekki. Fundað um félagafrelsi FUNDARMENN á fundi Heimdallar um félagafrelsi. Frummælendur hlýða á framsögu Gunnar Jóhanns Birgissonar á fundinum. Á myndinni eru f.h. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Jón Steinar Gunn- Iaugsson hrl. og Birgir Armannsson, laganemi sem stjórnaði pallborðsumræðum. Fjær má greina Láru V. Júliusdóttur frá ASÍ, Ögmund Jónasson, formann BSRB, Þórarinn V. Þórarinsson hjá VSI og Jónas Fr. Jónsson lögfræðing Verslunaráðs. Félagsmálaráðherra á fundi um félagafrelsi og skylduaðild að verkalýðsfélögum Vafasamt að takmarka rétt til bóta við aðild að stéttarfélagi JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra telur mjög vafasamt að takmarka réttindi manna til bóta úr atvinnuleysistryggingasjóði við aðild að stéttarfélagi, eins og nú er boðið í lögum um sjóðinn. „Það sem mælir með breytingum er að atvinnuleysistryggingasjóður er fjár- magnaður með iðgjaldi af launum, ekki einungis þeirra sem eru í stétt- arfélögum, heldur með iðgjaldi af öllum launum og framlögum úr ríkis- sjóði. Það er því orðið mjög vafasamt að takmarka réttindi manna til bóta úr sjóðnum við aðild að stéttarfélagi. Einkum vegna þess að það eru ýmsir sem geta ekki stöðu sinnar vegna verið í stéttarfélagi. Nefna má starfsmannastjóra fyrirtækja eða starfsmenn samtaka atvinnurek- enda og sambærilegra aðila,“ sagði Jóhanna á ráðstefnu sem Heimdall- ur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hélt á laugardaginn um félagafrelsi og skylduaðild að verkalýðsfélögum. Jóhanna sagði að breyta mætti þessu annaðhvort með því að opna atvinnuleysistrygginga- sjóð eða stofna sérstaka deild við hann sem sinnti þörfum þessa afmark- aða hóps.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.