Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993
Er sjálfsoryggi meðfætt?
eftir Reyni
Valdimarsson
Daglega má sjá eða heyra ein-
hvern flytja erindi eða ræðu í fjöl-.
miðlum. Sumir gera það af svo
miklu öryggi og koma það vel fyr-
ir að maður finnur til vanmáttar
gagnvart þeim. Þess vegna halda
margir því fram að hinn eða þessi
sé fæddur ræðusnillingur eða
stjómandi. Það er hinn mesti mis-
skilningur. Það er staðreynd að
mælskulist, stjórnunarhæfíleikar
og sjálfsöryggi eru ekki meðfædd-
ir eiginleikar. Allt sem við tökum
okkur fyrir hendur byggist á þjálf-
un og reynslu. Eftir því sem við
öðlumst meiri reynslu á ákveðnu
sviði, því öruggari verðum við.
Ótrúlega marga skortir reynslu í
því að koma fram og geta sagt
sína skoðun á hlutunum. Enn fleiri
skortir reynslu í því að hafa stjóm
á hlutunum í kring um sig og eig-
in lífí. Þetta fólk er því feimið og
óömggt.
Efling sjálfsöryggis
Hverjum manni er nauðsynlegt
að vinna sig úr viðjum feimni og
óöryggis, geta tjáð sig bæði í fá-
mennum hópi og á almennum vett-
vangi. Alls kyns námskeið standa
til boða sem fyrst og fremst byggj-
ast á að laga framkomu og sjálfs-
traust einstaklingsins. Bent er á
„Junior Chamber er
þjálfunarhreyfing sem
sækist eftir fólki sem
er tilbúið til að leggja
eitthvað af mörkum til
að þjálfa sig og
þroska.“
ýmis atriði sem laga má í fari
hans og koma þau oft að gagni.
Eftir að námskeiði lýkur er það
svo undir einstaklingnum komið
hvert framhaldið verður. En allt
of margir þekkja að tilgangur og
efni námskeiðisins gleymist, vegna
þess að þekkingunni er ekki haldið
við. Lausnin er að einstaklingurinn
þarf að fá tækifæri og hvatningu
til að temja og nýta sér það sem
hann lærði á námskeiðinu. Þetta
stendur til boða í Junior Chamber.
Hvað er Junior Chamber?
Junior Chamber, skammstafað
JC, er alþjóðlegur. félagsskapur
sem starfar í yfír 100 þjóðlöndum.
Hreyfíngin var stofnuð í Banda-
ríkjunum árið 1915 og barst hing-
að til lands árið 1960. Félagar í
JC eru ungt fólk í athafnalífínu, á
aldrinum 18 til 40 ára, af báðum
kynjum og úr öllum stéttum þjóðfé-
lagsins. Junior Chamber er þjálf-
unarhreyfing sem sækist eftir fólki
sem er tilbúið til að leggja eitthvað
af mörkum til að þjálfa sig og
þroska.
Námskeið
Innan Junior Chamber hreyfing-
arinnar er að finna fjölmörg nám-
skeið á ýmsum sviðum. Að sjálf-
sögðu er að fínna námskeið til
uppbyggingar á sjálfstrausti og
framkomu einstaklingsins. Má þar
nefna fjölmörg tjáningarnámskeið.
Þar lærir maður að tjá sig fyrir
framan hóp fólks, bæði líkamlega
og í töluðu orði. Marga brestur
t.d. kjark til að standa upp á fund-
um til að leggja fram einfalda fyr-
irspum eða ábendingu þó svo að
hún brenni á vöram þeirra.
Fjölmörg stjórnunamámskeið er
að fínna í eigu Junior Chamber.
Þar lærum við að stjóma öðram,
okkur sjálfum, tíma okkar og að
taka réttar ákvarðanir á réttum
tíma. Námskéið í fundarsköpum
og fundarstjórnun standa einnig
til boða. Nauðsynlegt er að kunna
grandvallaratriði fundarhalda til
þess að hindra að réttur fundar-
manna sé brotinn og tryggja að
málefni fái rétta afgreiðslu.
Námskeiðum fer sífellt fjölgandi
innan JC og era ýmis viðskipta-
tengd námskeið að bætast í hópinn.
Tækifærin
Eins og áður sagði býður Junior
Reynir Valdimarsson
Chamber okkur upp á að nýta
okkur það sem við læram á nám-
skeiðum hreyfingarinnar. Mikið af
starfí JC fer fram sem skipulagt
hópstarf í nefndum og stjómum
aðildarfélganna. Starfíð felst m.a.
í ýmsum verkefnum sem unnin era
í byggðarlagi viðkomandi aðildar-
félags. Mörg þekkt verkefni hafa
verið unnin á vegum JC. Má þa_r
nefna kynningu á slagorðinu „Á
eftir bolta kemur barn“ og Yrkju
verkefnið sem var afmælisrit til
heiðurs forseta íslands.
Ræðumennska skipar einnig
stóran sess. Á félagsfundum fá
allir tækifæri til að leggja orð í
JZ
belg og einnig era haldnar ræðu-
keppnir innan aðildarfélaga og á
milli þeirra. Fundarsköp og fundar-
stjórn eru í hávegum höfð á öllum
opinberam fundum sem haldnir eru
á vegum hreyfíngarinnar. Með
þessu verða fundirnir mun árang-
ursríkari, skipulagðari og
skemmtilegri.
Junior Chamber Breiðholt
Félagið var stofnað þann 19.
júní 1977. Eins og nafnið gefur til
kynna starfar félagið að mestu í
Breiðholti og hefur unnið mörg
verkefni bæði eitt sér og í sam-
starfi við aðra. Félagið hefur m.a.
staðið að áfengisvamakynningu í
samstarfi við SÁÁ í grannskólun-
um í Breiðholti og listasýningum
fatlaðra og myndlistarmanna,
þekktra sem óþekktra.
Nú er í gangi verkefni er nefn-
ist „Samningur um lífíð“. Verkefn-
ið gengur út á það að unglingar
og foreldrar geri samning sín á
milli um samskipti þeirra. Nú er
félagið að vinna að því að fá þekkta
einstaklinga í þjóðfélaginu til liðs
við sig til að standa að kynningará-
taki á þessu verkefni.
Kynningarfundur
Miðvikudaginn 17. febrúar kl.
20.30 verður haldinn kynningar-
fundur Junior Chamber Breiðholts
í Menningarmiðstöðinni Gerðu-
bergi, Gerðubergi 3-5. Þar verður
starfsemi félagsins og hreyfingar-
innar kynnt enn frekar. Þarna er
kjörið tækifæri til að kanna hvort
að JC sé félagsskapur fyrir þig.
Höfundur erforseti JC Breiðholts.
Borgarkirkja
sveitakirkja
eftirsr. Gylfa Jónsson
Lífíð á sér margar hliðar. Af
þeim hafa einstaklingarnir mismik-
il kynni. Að sumum snúa aðeins
þær björtu og hlýju. Að öðrum vita
hinar dökku og sáru. En hvaða
hliðar sem vita að einstaklingum
þá er honum stuðningur í því að
iðka trú sína. Eiga lifandi samband
við Guð sinn. Rækta trú sína með
kirkjugöngu og helgihaldi. Sveita-
kirkjan tók helgihald sunnudagsins
með sér til bæjarins. Síðdegisstund
að snæddum hádegisverði varð lög-
vernduð til helgra tíða. En tímarn-
ir breytast og mennirnir með. Bæ-
jarkirkjan tók upp messutíma kl.
11 f.h. að sumrinu til svo að sunnu-
dagssíðdegið væri óskert. En nú
er sótt á sunnudagstímann. Sumar-
húsaferðir, skíðaferðir, íþróttaæf-
ingar og einfaldlega svefninn, svo
fátt eitt sé nefnt, yfirtaka helgi-
stundir sunnudagsins, hjá sumum.
Hið fjölþæætta þéttbýlissamfélag
kallar á aukið og fjölbreyttara
framboð af helgihaldi en áður.
Kyrrðarstundir
Borgarkirkjan hefur þegar
brugðist að nokkru við nýjum þörf-
um. Boðið er upp á helgihald á
öðrum dögum en sunnudögum.
Kyrrðarstundir er ein sú ný-
breytni sem hér verður sérstaklega
nefnd. Eru það bænastundir í há-
deginu, virka daga, frá kl. 12 til
að verða 13. Stundir þessar eru
með svipuðu sniði. Þær hefjast á
hádegi með orgeltónlist í um tíu
mínútur. Þá er sunginn sálmur og
lesið Guðs orð. Að því loknum fer
fram altarisganga. Kirkjugestir
hafa þá allir gengið upp í kórinn.
Að altarisgöngunni lokinni kynnir
prestur þau fyrirbænaefni sem bor-
ist.hafa símleiðis og þátttakendur
bera fram þau bænaefni sem þeim
liggja á hjarta. Presturinn leiðir því
næst hópinn til sameiginlegrar
bænar fyrir þeim bænaefnum sem
nefnd hafa verið. Að lokinni hljóðri
bænarstund flytur prestur blessun
og heglistundinni lýkur. Eftir
kirkjusamverana er boðið upp á
„Fjölbreyttara helgi-
hald kirkjunnar er til-
boö safnaðarmanna til
þeirra mörgu sem leita
eftir krafti og leiðsögn
í daglegu lífi hins krefj-
andi borgarsamfélags.
Kyrrðarstundir á virk-
um dögum eru vandað
tilboð í erli hversdags-
léttar veitingar gegn vægu gjaldi
fyrir þá sem hafa tíma til að staldra
við. En helgistundin sjálf tekur
rúmar tuttugu mínútur. Yfir góðri
súpu og brauðsneið gefst síðan
gott tækifæri til samfélags og við-
ræðu.
Öllu þessu getur verið lokið fyrir
kl. eitt. Kyrrðarstundir með þessu
sniði era nú í Laugarneskirkju,
Grensáskirkju, Seltjarnarnes-
kirkju og Dómkirkjunni, en þar
er þó ekki altarisganga í kyrrðar-
stundinni.
Að lifa við álag
Samfélag borgarinnar er á
margan hátt meira krefjandi en
minni samfélög. Streitan er þáttur
í mannlifinu sem við verðum að búa
við, laga okkur að. Fjölbreyttara
helgihald kirkjunnar er tilboð safn-
aðarmanna til þeirra mörgu sem
leita eftir krafti og leiðsögn í dag-
legu lífí hins krefjandi borgarsam-
félags. Kyrrðarstundir á virkum
dögum eru vandað tilboð í erli
hversdagsins.
Höfundur er safnaðarprestur við
Grcnsáskirkju.
3M
Tannlæknavörur
10 % afsláttur
á bamamyndatökum út febrúar
Við vomm 3 ódýrastir í fyrra
Hvar færðu mest og best fyrir peningana þína ?
berðu saman veröin á hinum ýmsu myndatofum
Pantaðu fermingarmyndatökuna
tímanlega
Ljósmyndastofumar:
Bama og Fjölskylduljósmyndir sími 677 644
Ljósmyndastofan Mynd sími 65 42 07
Ljósmyndastofa Kópavogs sími 4 30 20
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut.
Kopavogi, sími
671800
Innbrot í Botnsskála
Toyota Corolla Touring XL 16v 4 x 4 '91,
hvítur, ek. 41 þ. V. 1190 þús. stgr.
Grensáskirkja
TVEIR unglingar, 14 og 18 ára,
brutust inn í Botnsskála í Hval-
firði aðfaranótt laugardagsins
og síðan inn í hús í Botnsdal.
Lögreglan í Borgarfirði kom
að unglingunum i húsinu og
kom þeim í hendur Reykjavík-
urlögreglunnar á laugardags-
morguninn.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar munu unglingarnir hafa
stolið bíl í Reykjavík á föstudags-
kvöld og síðar öðram bíl í Mos-
fellsbæ. Þaðan lá leiðin í Hvalfjörð
en við innbrotið í Botnsskála fór
viðvöranarkerfi í gang og gerði
lögreglu aðvart um ferðir þeirra.
V.W. Golf GL 1.8 sport '92, grænsans,
5 g., ek. 8 þ., vökvast. o.fl. V. 1090 þús. stgr.
MMC Lancer GLXI 4x4 Hlaðbakur '91,
vínrauður, 5 g., ek. 18 þ., rafm. í öllu,
þjófav.kerfi, fjarst.læsingar o.fl. V. 1130
þús. Bein sala
Peugout 309 GL Proflle '91,5 dyra, rauð-
ur, 5 g. Gott ástand. V. 595 þús. stgr.
Opel Kadett LS '85, 5 dyra, óvenju gott
eintak. V. 260 þús.
Chevroiet Monza SLE '87, 3ja dyra, ek.
107 þ.
Lada Samara 1300 '90, 3ja dyra, 5 g.,
ek. 40 þ. V. 290 þús. stgr.
Toyota Hilux Ex Cap V-6 '91, m/húsi, 5
g., ek. 42 þ., álfelgur, CB talstöð o.fl.
V. 1690 þús.
Ford Econoline 350 XLT 4x4 '89, 7.3
diesel, sjálfsk., ek. 16 þ., 36“ dekk, spil
o.fl. V. 2.3 millj.
Toyota Hilux Ex Cap SR5 '91, m/húsi, 5
g., ek. 33 þ., álfelgur o.fl. V. 1490 þús.
BMW 518i '88, 4ra dyra, 5 g., ek. 52 þ.,
sóllúga, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 1290
þús., sk. á ód.
Nissan Sunny 1600 SLX '92, 4ra dyra,
sjálfsk., ek. 13 þ., vökvast., álfelgur o.fl.
V. 950 þús. stgr.
MMC Lancer EXE hlaðbakur '92, sjálfsk.,
ek. 15 þ. V. 1080 þús. stgr.
Toyota Hilux Douple Cap diesel '89, 5
g., ek. 109 þ. V. 1150 þús., sk. á ód.
Cherokee Jeep 2.5L '84, 5 dyra, 4 g.,
uppt. vól. Gott útlit. V. 850 þús.
Ford Bronco 8 cyl. (302) '74, sjálfsk.,
mikiö endurnýjaður. Gott ástand. V. 480
þús.
V.W. Transporter 9 manna '87, ek. 93
þ. V. 550 þús., sk. á ód.