Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993
Dómur Félagsdóms í máli framreiðslunema
Nemar unnu mál
gegn meisturum
FÉLAGSDÓMUR kvað á fimmtudag upp dóm þess efnis
að framreiðslunemar skuli njóta vaktaálags ofan á daglaun
og yfirvinnugreiðslna eftir þeim reglum sem gilda um fram-
reiðslumenn í kjarasamningi Félags framreiðslumanna og
VSI fyrir hönd Sambands veitinga- og gistihúsa.
Þótt ASÍ væri stefnandi málsins
fyrir hönd Iðnnemaasambands ís-
lands var það í raun beggja vegna
borðsins í málinu því VSI stefndi
ASÍ til réttargæslu í málinu fyrir
hönd Félags framreiðslumanna
sem á aðild að ASÍ. Að sögn VSÍ
var það fyrst og fremst afstaða
Féiags framreiðslumanna sem
valdið hefur því að nemar fram-
reiðslumanna nutu ekki fyrr-
greindra greiðslna.
Framkvæmdin hafi verið sú að
innheimt sé 15-20% þjónustugjald
af öllum veitingum, sem seldar eru
á veitingastöðum, hvort sem fram-
reiðslumenn annist söluna og þjón-
ustuna sjálfir eða nemar þeirra eða
þá ófaglært aðstoðarfólk. Viðkom-
andi framreiðslumaður fái allt
þjónustugjaldið en greiði ófag-
lærðu aðstoðarfólki og nemum
laun fyrir unninn tíma en þau laun
tengist ekkert tekjum af þjónustu-
gjaldinu heldur séu óbreytt hvort
sem sala er lítil eða mikil.
Innanbúðarmál
Framreiðslumennirnir hafí borið
fyrir sig álit lögmanns félagsins
þegar þeir hafi neitað nemum um
vaktaálag og því taldi VSÍ og SVG
að deilan væri í raun innanbúðar-
mál ASÍ, sem eðlilegast væri að
leysa á þeim vettvangi.
í niðurstöðu Félagsdóms er rak-
ið að samkvæmt samkomulagi að-
ila málsins um kjör iðnnema skuli
þeir njóta sömu réttinda og hlunn-
inda og ákveðin séu í samningum
um kjör sveina og í kjarasamningi
Félags framreiðslumanna sé að
fínna ákvæði um vaktaálag og yfír-
vinnugreiðslur. Því beri að túlka
samkomulagið um kjör iðnnema á
þann veg að nemar skuli njóta
þeirra greiðslna eftir reglum samn-
ingsins sem kveða á um að yfir-
vinna og álag greiðist sem hlutfall
dagvinnulauna iðnnema á 4. ári
fyrir unninn tíma.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Mótmæli
PALL Eggertsson afhendir bæjarstjóranum í Keflavík, Ellert Eiríks-
syni, undirskriftalistana þar sem fyrirhugaðri byggingu nýs safnað-
arheimilis á kirkjulóðinni er mótmælt.
Bæjarstjóra Keflavíkur afhentir undirskriftalistar
Vilja ekki safnaðar-
heimili á kirkjulóöina
ÁHUGAHÖPUR um verndun kirkjulóðarinnar í Keflavlk
gekk í síðustu viku á fund bæjarstjórans, Ellerts Eiríksson-
ar, og afhenti honum undirskriftalista þar sem fyrirhug-
aðri byggingu nýs safnaðarheimilis á kirkjulóðinni er mót-
mælt. Við þetta tækifæri upplýsti Páll Eggertsson, einn
af forsvarsmönnum áhugahópsins og íbúi við kirkjuna, að
um tvo lista væri að ræða, annars vegar listi með öllum
íbúum í næsta nágrenni kirkjunnar og hins vegar listi með
nöfnum um 800 einstaklinga sem hefðu undirritað. Listarn-
ir hefðu legið frammi á ýmsum stöðum þar sem fólk hefði
ritað nöfn sin að eigin frumkvæði.
Páll sagði að margar ástæður í ólestri og myndi nýbygging krefj-
væru fyrir mótmælunum við aug-
lýsta deiliskipulagsbreytingu á
kirkjulóðinni. Þar mæti nefna
aukaumferð inn í hverfíð sem
væri engan veginn hannað fyrir
aukinn umferðaþunga sem myndi
skapa mikla hættu á hinum
þröngu götum hverfisins. Illmögu-
legt yrði að athafna sig í neyðartil-
fellum, bílastæðamál væru þegar
ast enn frekari bílastæða sem ekki
væri gert ráð fyrir á skipulaginu.
Páll sagði að hann og fleiri teldu
að núverandi reitur væri þegar vel
skipulagður og væri í dag fallegur
unaðsreitur í bæjarfélaginu.
Ollum reglum framfylgt
Birgir Guðnason, sem á sæti í
safnaðarstjóm, sagði í samtali við
Morgunblaðið að kosið hefí verið
í byggingarnefnd á vegum safnað-
arins fyrir tveim árum til að vinna
að þessu máli og þess hefði verið
gætt að framfylgja öllum reglum
og reglugerðum. Efnt hefði verið
til samkeppni um bygginguna og
þær tillögur legið frammi á sínum
tíma. Hvort mótmæli íbúanna nú
yrðu til að hefta framgang þessa
máls yrði bara að koma í ljós þeg-
ar málið yrði afgreitt í bæjarstjóm
Keflavíkur.
-BB
af hlífðaráklæðum
(cover) á
bílsæti.
settið
naust
Borgartúni 26,
sími 62 22 62.
Verð frá
Metsölublad á hverjum degi!
Kaup lífeyrissjóða af Húsnæðisstofnun
Skuldabréf fyrir
9,2 milljarða kr.
SAMKOMULAG um fyrirhuguð skuldabréfakaup lífeyris-
sjóðanna af Húsnæðisstofnun ríkisins á þessu ári tókst sl.
fimmtudag, og felur það í sér að Iífeyrissjóðirnir kaupi
skuldabréf af stofnuninni fyrir 9,2 milljarða króna. Þar
af nemi samningsbundin kaup 6,15 milljörðum, en hins
vegar mun stofnunin bjóða lífeyrissjóðunum húsnæðisbréf
til kaups fyrir ekki minna en 3,05 milljarða.
Samkomulagið byggist á fyrra
samkomulagi um að í ár verði ann-
ars vegar um samningbundin
skuldabréfakaup lífeyrissjóðanna
að ræða og hins vegar útboð á
húsnæðisbréfum. Aður var gert
ráð fyrir að þessi kaup skiptust til
helminga, en að sögn Sigurðar E.
Guðmundssonar, forstjóra Hús-
næðisstofnunar ríkisins, náðist
samkomulag um að beinu kaupin
næmu 2/3 í ár vegna þess hve út-
boðin fóru hægt af stað í fyrra.
í fjárlögum er gert ráð fyrir að
Húsnæðisstofnun taki að láni
10,73 milljarða króna til útlána á
þessu ári, en að sögn Sigurðar
þótti ljóst að ekki yrði unnt að ná
þeirri upphæð, og tækju samning-
arnir við samtök lífeyrissjóðanna
mið af því.
„Skuldabréfasalan nú í janúar
gekk afar vel, og eftir báðum þess-
um farvegum tókst okkur að selja
lífeyrissjóðunum bréf fyrir tæplega
einn milljarð króna. Við erum því
bjartsýnir á að þetta gangi vel þó
að við teljum gjörsamlega óhugs-
andi, báðir aðilar, að ná því mark-
miði sem sett var í fjárlögunum.
Auðvitað vitum við ekki hvernig
þetta kemur nákvæmlega út á
endanum, en á síðasta ári ætluðu
lífeyrissjóðirnir að kaupa af okkur
bréf fyrir 8,9 milljarða en niður-
staðan varð sú að þeir keyptu fyr-
ir 7,3. Reynslan sýnir þess vegna
að það er mjög erfítt að ná svona
háleitum markmiðum ef svo má
taka til orða,“ sagði liann.
Óbreytt fyrirkomulag verður í
ár hvað varðar vexti á þeim skulda-
bréfum sem lífeyrissjóðirnir kaupa
af Húsnæðisstofnun, en þeir taka
mið af vöxtum spariskírteina ríkis-
sjóðs og reiknast þeir eftir á sam-
kvæmt sérstakri formúlu. í gær
var staðfest vaxtaprósentan á þeim
bréfum sem Húsnæðisstofnun seldi
lífeyrissjóðunum á tímabilinu frá
apríl til desemberloka í fyrra, en
samkvæmt útreikningi Seðlabank-
ans verða vextirnir á því tímabili
7,1%.
..... in n- iv- — 1 n
4- i } —L i 4- + -t- f-—
tt: t =F= L i LÍ i i 4++- 1—- II
nn n -HEKLA^ llll .JL H m
TIL LEIGU
I HEKLUHÚSINU LAUGAVEGI170
Á annarri hæð: Skrifstofuhúsnæði, ca. 400 m2 auk sameiginlegs.
S C
n\cT A
m
~T
nMn.
i
y—p—p—p——p—p
0
HEKLA
Húsnæðið leigist helst í einu lagi. Mörg bílastæði. Góð
aðstaða fyrir umferð að og frá húsinu.
Einn þekktasti staðurinn á Reykjavíkursvæðinu.
Upplýsingar gefur Sigurður Gunnarsson alla virka daga
frá kl. 9.00 - 18.00 í síma 695500.