Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 21
heimildar. Þegar höfð séu í huga
þau miklu áhrif og það víðtæka
tjón, sem hlotist geti í þjóðfélaginu
komi til gjaldþrots Hagvirkis-
Kletts, sé í meira lagi vafasamt
að halda því fram að ríkissjóður
sé að gæta að hagsmuna þjóðar-
innar með því að leggja fram
trygginguna.
Þær ráðstafanir sem Ragnar H.
Hall bústjóri þrotabús Fórnarlambs-
ins vill rifta og hefur fengið sýslu-
mann til að gera kyrrsetningu vegna
í eignum Hagvirkis-Kletts snúast um
samninga sem gerðir voru þann 15.
desember 1990, og fólu í sér að eign-
ir Hagvirkis voru seldar fyrirtækinu
Hagtölu en nafni þess fyrirtækis var
síðar breytt í Hagvirki-Klettur. Að
því er Jóhann G. Bergþórsson sagði
á blaðamannafundinum bjó þarna að
baki að ákveðið hafði verið að félög-
in skiptu þannig með sér verkefnum
að Hagvirki sinnti byggingafram-
kvæmdum en Hagvirki-Klettur jarð-
vinnuverkefnum.
Rúmum mánuði fyrr, 12. nóvem-
ber 1990, hafði dómur fallið í bæjar-
þingi Reykjavíkur um fyrrnefnd sölu-
skattsmál fyrirtækisins þar sem rík-
issjóður var sýknaður af kröfu fýrir-
tækisins um að endurgreiða því 108
milljónir króna í söluskatt en þeim
dómi hefur verið áfrýjað til Hæsta-
réttar. Það er m.a. til þess dóms sem
vísað er þegar bústjóri segir að með
samningnum hafi verið miðað að því
að gera upp við aðra kröfuhafa en
ríkissjóð.
Greiðsla innan gæsalappa
Um var að ræða þijá kaupsamn-
inga og einn samning sem kallaður
var uppgjör kaupsamninga. Söluverð
samkvæmt samningunum var sam-
tals kr. 616.584.000 og eins og frá
málum var gengið var að langmestu
leyti greitt fyrir með yfirtöku skulda.
I bréfum frá bústjóra til sýslumanns
og ráðuneytis um yfirvofandi kyrr-
setningu og riftun eru orðin samn-
ingar, sala, kaup, og greiðsla, einatt
höfð innan gæsalappa. í bréfunum,
sem Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra lagði fram á blaðamannafundi
í gær, kemur fram að bústjórinn
byggir riftunarkröfur sínar á því að
fyrirsvarsmenn hins gjaldþrota fé-
lags (Fórnarlambsins, sem þá hét
Hagvirki), hafi með samningunum
ráðstafað eignum til annars hlutafé-
lags sem þeim var nákomið án þess
að_ greiðslur kæmu fyrir.
í samtali við Morgunblaðið kom
fram hjá Ragnari H. Hall að hann
gerði út af fyrir sig ekki athuga-
semdir við það söluverð sem fram
kæmi í kaupsamningnum. Farið
væri fram á riftunina á þeim for-
sertdum að það sem kaupandi
greiddi með í samningunum hafi
ekki verið venjulegur greiðslueyr-
ir, heldur ýmiss konar eignir, yfir-
veðsettar og því einskis virði í
viðskiptum, og pappírar sem voru
seljandanum einskis virði.
Þær eignir sem Hagvirki
(Fórnarlambið) lét af hendi í
samningunum frá 15. desember
1990 voru þessar: 1. Jarðvinnu-,
véla- og virkjanadeild Hagvirkis
hf., metin á kr. 396.184.000.
2. Þjónustudeild Hagvirkis hf.,
með tilheyrandi áhöldum, tækjum og
innréttingum, metin á 10.500.000
kr.
3. Húseignirnar Vesturgata
9-13 í Hafnarfirði, verðlögð á
145.000.000.; Melabraut 18, verð-
lögð á 65.000.000.
Átti að fara í gjaldþrot 1990 -
í tilkynningu Ragnars H. Hall um
riftunina segir„að af hálfu þrotabús-
ins byggist kröfurnar á því að Hag-
virki hf. (Fórnarlambið) hafi með
þeim gefið Hagtölu (Hagvirki-Kletti)
þær eignir sem látnar voru af hendi
gagngert í því skyni að draga úr fjár-
hagslegum áföllum sem Hagtala
(Hagvirki-Klettur) og einstakir hlut-
hafar í því félagi hefðu orðið fyrir
ef bú Hagvirkis (Fórnarlambsins)
hefði á þessum tíma verið tekið til
gjaldþrotaskipta, „svo sem rétt hefði
verið miðað við þáverandi fjárhags-
stöðu félagsins," eins og bústjórinn
kemst að orði.
Þannig hafi Hagvirki (Fórnar-
lambið) látið af hendi í samningnum
óveðsettar eignir að fjárhæð
349.165.337 (þ.e.a.s. söluverð þeirra
eigna sem samningurinn náði til
að frádregnum veðsetningar, sem
á eignunum hvíldu). Fyrir þetta
hafi Hagtala (Hagvirki-Klettur)
afhent „greiðslur" í eftirtöldu
fonni“, eins og segir í greinargerð
bústjórans:
1. Skútahraun 2, suðurhluti,
ásamt 'A hluta lóðar og Skútahrauni
2b og 4b, metið á kr. 100.000.000.
2. Eignarhluti í sameign að Skúta-
hrauni 4, metið á kr. 17.000.000.
3. Dalshraun 16, kjallari, m/áhöld-
um og tækjum, metið á kr.
7.000.000.
4. Yfirteknar skuldir án sérstakra
trygginga, að íjárhæð 166.938.900.
5. Oftaldar veðskuldir sem reynd-
Morgunblaðið/Sverrir
Unnið í óvissu
Starfsemi Hagvirkis-Kletts hf.
var með eðlilegum hætti í gær.
Starfsmenn ræddu að vonum
mikið um framtíðina sem hulin
er nokkurri óvissu þessa dagana.
ust án tiygginga í eignum félagsins
að ijárhæð kr. 42.979.536.
6. Fært á viðskiptareikning Hag-
virkis (Fórnarlambsins) hjá Hagtölu
(Hagvirki-Kletti), krónur
15.246.901.
„Greiðslan“ sögð einskis virði
fyrir viðtakanda
Ragnar Hall segist byggja á því
að í raun hafi engin þeirra greiðslna
sem komu fyrir hin óveðsettu verð-
mæti komið öðrum sérstaklega til
góða en Hagtölu- (Hagvirki-Kletti)
og aðilum sem því fyrirtæki séu ná-
komnir í skilningi gjaldþrotalaga en
samkvæmt gjaldþrotalögum er unnt
að rifta ráðstöfunum fjármuna sem
gerðar hafa verið milli nákominna
aðila allt að 24 mánuðum fyrir gjald-
þrot.
Þvi til stuðnings rekur hann að
allar þær fasteignir sem Hagtala
(Hagvirki-Klettur) hafi látið af hendi
hafi verið yfirveðsettar og því einsk-
is virði fyrir viðtakandann, Hagvirki
(Fómarlambið). „Þarf ekki að orð-
lengja það að engin þessara eigna
hafði neitt markaðsvirði af þessum
sökum,“ segir í greinargerðinni.
í sundurliðun þeirra skulda sem
yfirteknar hafi verið án sérstakra
trygginga, að fjárhæð kr.
166.938.900, kemur fram að þar á
meðal hafi verið um að ræða kröfur
sem fyrirsvarsmenn fyrirtækisins,
eða fyrirtæki tengd þeim hafi verið
í ábyrgðum fyrir og í sumum tilvikum
hafí verið um að ræða skuldabréf
þar sem fyrirsvarsmenn og aðaleig-
endur Hagvirkis (Fórnarlambsins)
hafi verið skuldarar og ekki verði séð
að hið gjaldþrota félag (Fómarlamb-
ið, áður Hagvirki) hafi nokkru sinni
borið ábyrgð á greiðslum þeirra
skulda.
Yfirteknar eigin skuldir
Meðal annars er undir þessum
lið er sundurliðaðar eftirtaldar
skuldir:
Skuld við Rafleiði sf. að fjárhæð
kr. 8.888.968 en þrír stjórnenda og
aðalhluthafa í Hagvirki (Fórnarlamb-
inu), Jóhann G. Bergþórsson, Aðal-
steinn Hallgrímsson og Svavar
Skúlason hafí verið persónulega
ábyrgir fyrir greiðslu þessara
bréfa.
Skuld við bæjarsjóð Hafnar-
fjarðar að fjárhæð kr. 2.166.584,
þar sem Jóhann og Aðalsteinn
hafí verið persónulega ábyrgir
skv. skuldabréfi.
Skuld við íslandsbanka að fjár-
hæð 50.706.457. sem gerð hafi
verið upp við bankann með sölu á
lóðum í eigu Hagvirkis (Fórnar-
lambsins) hinn 4. september 1992,
og því hafi Hagvirki-Klettur (áður
Hagtala) aldrei greitt neitt af
þeirri skuld.
Skuldabréf þar sem aðaleigend-
um Hagvirkis (Fórnariambsins)
Jóhanni, Aðalsteini, Svavari
Skúlasyni og Gísla Friðjónssyni,
hafí hveijum borið að greiða ís-
landsbanka u.þ.b. 4,8 milijónir
krona og Hagvirki (Fórnarlamb-
inu) hafí því aldrei borið að greiða
þessa skuld.
Samningsverðið var 616 millj.
Sú fjárhæð sem bústjóri vill
tryggja greiðslu á með kyrrsetning-
unni, 373.626.792., er þannig fundin
að frá heildarsamningsijárhæðinni,
616.584.000, er dregin fjárhæð
krafna sem á samningsdegi, 15. des-
ember 1990, voru tryggðar með veð-
rétti eða öðrum hliðstæðum trygg-
ingarréttindum í hinum seldu
eignum, samtals krónur
267.518.663. Þá er tekið tillit til
þess að á tilteknum eignum hvíldu
sérstök tryggingarbréf sem hugs-
anlega hafa tryggt viðkomandi
kröfuhafa veðréttindi fyrir allt að
kr. 99.955.519 til viðbótar. Loks
er gerð krafa til að verðmætum
að íjárhæð 10.500.000 (þjónustu-
deild Hagvirkis) verði skilað og
kaup á henni gangi til baka. Þá
eru eftir krónur 238.709.825) sem
teljast hafa verið verðmæti óveð-
settra eigna sem ráðstafað var
með samningunum, og að viðbætt-
um vöxtum og innheimtukostnaði
verði fjárhæðin kr. 373.626.792.
Segist bústjóri fara varlega í
kröfugerð og vænta þess að kröf-
ur verði talsvert hærri í vænt-
anlegu staðfestingarmáli.
100 millj. eign í óhöfðuðu
dómsmáli
A fyrsta skiptafundi í þrotabú-
inu, sem haldinn verður á fimmtu-
dag, kvaðst Ragnar H. Hall mundu
gera kröfuhöfum grein fyrir stöðu
málsins. Helstu eignir búsins séu
yfirveðsettar lóðaspildur í Smára-
hvammslandi og 100 milljóna
króna eignfærð krafa á ríkissjóð
vegna Flugstöðvarmálsins, Hann
kveðst meðal annars munu lýsa
yfir þeirri afstöðu sinni að til-
gangslaust sé að reyna að selja
frjálsri sölu yfirveðsettar fast-
eignir búsins sem ljóst sé að engu
muni skila og því muni hann ekki
leggjast gegn því að þær verði
seldar nauðungarsölu. Þá muni
hann gera grein fyrir því að hann
telji tilgangslaust að reka þau mál
sem fýrirsvarsmenn Hagvirkis
(Fórnarlambsins) telji sig geta
rekið gegn ríkissjóði vegna sölu-
skatts og aðflutningsgjalda vegna
framkvæmda við Helguvík þar
sem hann telji þau ekki munu
vinnast en jafnframt muni hann
árétta að kröfuhafi sem eigi viður-
kennda kröfu í búið hafí lögum
samkvæmt rétt til að reka málið
á eigin kostnað og áhættu. Leyfí
til slíks hafi hann þegar veitt for-
svarsmönnum Hagvirkis-KIetts
vegna Flugstöðvarmálsins en sú
krafa hafi verið í þann veginn að
fýrnast við gjaldþrot Hagvirkis
(Fómarlambsins) þar sem ekkert
hafi verið gert í að reka málið
fyrir dómstólum. Þar sem for-
svarsmenn fyrirtækisins hafi virst
hafa mikla trú á málstað þess i
málinu hafí hann talið eðlilegt að
þeir önnuðust rekstur málsins og
þann möguleika ættu þeir einnig
opinn ef þeir kysu vegna Helgu-
víkurmálsins og áfrýjunar sölu-
skattsmálsins. _pq
Tilbob í ríkisvíxla fer fram
mibvikudaginn 17. febrúar
Á morgun fer fram tilboð í ríkisvíxla. Um er að ræða
4. fl. 1993 í eftirfarandi verðgildum:
Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000
Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000
Ríkisvíxlarnir eru til þriggja mánaða með gjalddaga
21. maí 1993. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfa-
þingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki
ríkisvíxlanna.
Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi.
Lágmarkstilboð samkvæmt tiltéknu tilboðsverði er
5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra
tilboða er 1 millj. kr.
Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlurum,
bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera
tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt tilteknu tilboðsverði.
Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru
hvattir til að hafa samband við framangreinda
aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og
veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum
heimilt aö bjóða í vegiö mebalverð samþykktra
tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist
Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14, miðvikudaginn
17. febrúar. Tilboðsgögn og allar nánari
upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins,
Hverfisgötu 6, í síma 62 60 40.
Athygli er vakin á því að 19. febrúar nk. er gjalddagi LÁNASÝSLA RÍKISINS
á 2. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 20. nóvember 1992. Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 91- 62 60 40.
GOTT FÓLK / SlA