Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 23

Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993 23 Reuter Nixon í Pétursborg BORGARSTJÓRINN í Pétursborg, Anatólí Sobtsjak (t.h.) hjálpar Richard Nixon, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, úr frakkanum, áður en fundur hófst með fésýslumönnum í borginni. Nixon, sem kom til borgarinnar á sunnu- dag, er í einkaheimsókn í Rússlandi. Á sjötta áratugnum var Nixon vara- forseti Bandaríkjanna og heimsótti hann þá borgina er hét Leníngrad á mestöllu valdaskeiði kommúnista. Hann átti þar fræg orðaskipti við Ník- íta Khrústsjov Sovétleiðtoga um kosti og galla kommúnisma og kapítal- isma. Síðar er Nixon var forseti hélt hann árið 1972 til fundar við Leo- níd Brezhnev, þáverandi leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, og var þá lagður grunnurinn að slökun á spennu (detente) í samskiptum austurs og vesturs auk samkomulags um takmörkun langdrægra gereyðingar- vopna (SALT-1). Reuter Fjögurra ára ógn BRESKI rithöfundurinn Salman Rushdie við King’s College í Cam- bridge þar sem hann kom fram við messu á sunnudag þegar þess var minnst að fjögur ár eru liðin frá því Khomeini, erkiklerkur í íran, gaf út dauðatilskipun á hendur honum. Khamenei um Salman Rushdie Dauðatilskipunin „óafturkallaiileg“ Tcheran. Rcuter, The Daily Telcgrapli. ALI Khamenei, erkiklerkur í íran, sagði á sunnudag að framfylgja bæri dauðatilskipuninni á hendur breska rithöf- undinum Salman Rushdie hvað sem það kostaði. Ruhollah Khomeini erkiklerkur, þáverandi trúarleiðtogi írana, gaf tilskipunina út fyrir fjórum árum og lést skömmu síðar. Eftirmaður hans, Khamenei, sagði að dauðatil- skipunin væri „óafturkallanleg". „Khomeini hefur skotið ör á þennan ósvífna trúníðing. Örin nálgast skotmarkið og hittir það fyrr eða síðar,“ sagði hann. Samtök múslima sem buðu þrjár milljónir dala, 195 milljónir króna, til höfuðs Rushdie sögðu að tími væri kominn til að framfylgja dauðatilskipuninni vegna bókar Rushdie, Söngva Satans. Salman Rushdie hefur farið huldu höfði frá því tilskipunin var gefin út fyrir Ijórum árum. Hann tók til máls við messu í kapellu King’s College í Cambridge á sunnudag og sagði að dauðatilskip- unin væri „ekkert annað en hryðju- verkahótun“. „Rétt eins og þessi kapella hefur orðið tákn um það besta við trúarbrögðin hefur dauða- tilskipunin orðið tákn um það versta.“ Deilur bresku konungsfj ölskyldunnar við fjölmiðla Sun biður drottn- iiigima afsökunar Lundúnum, Iiouston. Reuter, The Daily Telegraph. Reuter Prinsinn lendir KARL Bretaprins lendir þotu sinni á alþjóðaflugvellinum í Mexíkó- borg á sunnudag eftir ferð um Bandaríkin um helgina. Þetta er fyrsta utanlandsferð hans eftir skilnaðinn við Diönu prinsessu í fyrra. BRESKA æsifréttablaðið Sun bað í gær Elísabetu Bretadrottningu afsökunar á forsíðu og kvaðst hafa móðgðað hana óviljandi með því að birta jólaávarp henn- ar tveimur dögum áður en því var sjónvarpað. Blaðið kvaðst ætla að bjóða góð- gerðasamtökunum Save the Children 200.000 pund, 18,6 milljónir króna, en dóttir drottningarinnar, Anna prinsessa, er verndari sam- takanna. Drottningin sagð- ist í gærkvöldi fallast á af- sökunarbeiðnina og málið væri úr sögunni af sinn hálfu. Embættismenn Bretadrottningar tilkynntu á fímmtudag að Sun yrði stefnt vegna brots á höfundarrétti með birtingu ávarpsins. „Það er Rupert Murdoch [fjöl- miðlakóngurinn sem á Sun] Sem vildi að við brygðust við með svo höfðing- legum og göfuglegum hætti,“ sagði Chris Davis, aðstoðarritstjóri blaðs- ins, á sunnudagskvöld. „Við viðurkennum að við móðg- uðum þig óviljandi með þvi að birta jólaávarp þitt tveimur dögum áður en því var sjónvarpað. Við hörmum þetta,“ segir í afsökunarbeiðninni en því er bætt við að blaðið hafi ekki gerst brotlegt við lög með birtingu ávarpsins. „Oll tilboð frá blaðinu verða tekin til athugunar en á meðan verður málið í höndum Iögfræðinga,“ sagði talsmaður drottningarinnar um af- sökunarbeiðnina. Þetta er í fjórða sinn sem Sun biður drottninguna og fjölskyldu hennar afsökunar eftir hótun um málshöfðun. Blaðið baðst afsökunar vegna birtingar á bréfi sem Filippus hertogi skrifaði, birtingar á mynd sem fjölskyldan ætlaði að nota á jóla- kort og vegna frétta um vinkonu Andrésar prins sem byggðar voru á þjónustufólki hans. Karl prins í Bandaríkjunum Karl Bretaprins fór um helgina í Slóvakar kjósa sér forseta Bratislava. Reuter. ÞING Slóvakíu kaus í gær hagfræðinginn Mic- hal Kovak sem fyrsta forseta hins nýja ríkis. Hann er náinn vinur Vladimirs Meciars for- sætisráðherra. Kovac var einn í kjöri en hann er varaformaður Lýðræð- isfylkingar Slóvakíu (HZDS) sem átti einna stærstan þátt í skiptingu Tékkóslóvakíu í tvö sjálfstæð ríki. Litið var á kosninguna í gær sem prófstein á stöðu Meciars en tvær fyrri tilraunir til þess að kjósa forseta höfðu reynst árangurslausar. Kovac er 62 ára og starfaði í banka þar til 1989 er hann var skipaður fjármálaráðherra eftir flauelsbyltinguna svo- nefndu. Hann hlaut 106 at- kvæði af 150 en 20 þingmenn greiddu mótatkvæði. sína fyrstu utanlandsferð eftir skiln- aðinn við Díönu prinsessu. Hann ferðaðist um Bandaríkin og snæddi meðal annars kvöldverð með Bill Clinton forseta, A1 Gore varaforseta og eiginkonum þeirra. Prinsinn ræddi einnig við sérfræðinga um eitt helsta hugðarefni sitt, byggingarlist og skipulag borga, og snæddi kvöldverð með umhverfisverndarsinnum. Hann ávarpaði ennfremur námsmenn í College of William og Mary í Vigi- níu, einum elsta háskóla Bandaríkj- anna. Hann ræddi þar um „andlegt tómarúm neysluþjóðfélagsins" og hvatti námsmennina til að halda hefðbundin gildi í heiðri. Karl prins hélt til Mexíkó á sunnu- dag í fjögurra daga heimsókn í boði Carlos Salinas de Gortaris forseta. JUBILEE MINI er ny útgáfa af kakóvél sem framleiöir allt aö 75 bolla á klukkutíma, sérlega hentugfyrir mötuneyti og vinnustaöi. ]]ÍJilliJ£Jjji!J!jji:l Jj'Jl'JMa JJlíilJJ í£’ UJJIJJ Uli úJííjJIJö íil f ÍJi£ H!l (JUBlLEE Jubilee sem um alllangt skeið hefur verið á boðstólum hér á landi er þekkt fyrir gæða kakó- vélar og öndvegis kakó. Heildverslunin Innnes hefur nú tekið við umboði fyrir Jubilee og mun fyrirtækið leitast við að veita sem besta þjónustu í framtíðinni. Auk þess að bjóða upp á kakó- og kakóvélar þá mun Innnes einnig verða með Jubilee ávaxtasafa og vélar, íssósur og dýfur. INNNES, Dalshrauni 13, Hafnarfirði, sími 652200

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.