Morgunblaðið - 16.02.1993, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRUAR 1993
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993
25
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Bandaríkin vakna af
dvala
Efnahagsleg hnignun Banda-
ríkjanna hefur verið mjög
til umræðu á undanförnum
árum. Margir hafa verið þeirrar
skoðunar að bandarískt atvinnu-
líf stæðist ekki helstu samkeppn-
isaðilum snúning, svo sem Japan
og Þýzkalandi og að hnignunin
væri ekki tímabundin heldur við-
varandi.
Margir litu á örlög bandaríska
bílaiðnaðarins í Detroit, sem
engan veginn hefur staðið sig í
samkeppni við japanska og
þýska keppinauta , sem helsta
tákn þess að Bandaríkin væru á
góðri leið niður í aðra deild í
efnahagsmálum.
Á síðasta ársfjórðungi fyrra
árs fóru að sjást fyrstu tákn
þess, að efnahagslegur bati væri
á næstu grösum. Hagvöxtur var
þá 3,8%, ef miðað er við heilt
ár, og var það mesti hagvöxtur
frá því á þenslutímabilinu í for-
setatíð Ronalds Reagans. Árs-
fjórðunginn á undan hafði hag-
vöxtur verið 3,4% og í lok síð-
asta árs hafði bandarískt efna-
hagslíf búið við hægan en stöð-
ugan hagvöxt i sjö ársfjórðunga.
Á sama tíma og hagvöxtur
er orðinn verulegur á ný er verð-
bólga hverfandi. Er því spáð að
verðlag muni hækka um 2,5 - 3%
í Bandaríkjunum á þessu ári og
því næsta.
Þær raddir sem spáðu viðvar-
andi hnignun efnahagslífsins
hafa nú að mestu þagnað. Nú
telja margir sérfræðingar að
Bandaríkin kunni að ná verulegu
efnahagslegu forskoti á helstu
keppinauta sína á næstu misser-
um. Lykillinn að framtíðarvel-
gengni Bandaríkjanna er talinn
felast í mikilli framleiðniaukn-
ingu atvinnulífsins. Á milli ár-
anna 1980 og 1991 jókst fram-
leiðni í framleiðslugreinum um
55% í Bandaríkjunum á sama
tíma og hún jókst um tæplega
40% í Þýskalandi og Japan.
Bandaríkjamenn höfðu ávallt
verið með meiri framleiðni í
framleiðslugeiranum en sam-
keppnisþjóðirnar og juku því enn
á forskotið á síðasta áratug.
Akkilesarhæll þeirra hefur hins
vegar verið lítil framleiðni í þjón-
ustugreinum en þær eru uppi-
staða bandarísks efnahagslífs og
jókst því heildarframleiðni í
Bandaríkjunum minna en í sam-
keppnislöndunum fyrir vikið. Á
síðasta ári jókst heildarfram-
leiðni um 2,7% í Bandaríkjunum
sem er mesta aukning um 20
ára skeið. Er það talið til marks
um að þjónustugreinarnar í
Bandaríkjunum hafi nú farið í
gegnum áþekkan hreinsunareld
og framleiðsluiðnaðurinn á
níunda áratugnum.
Það eru ánægjuleg tíðindi ef
bandarískt efnahagslíf er að
rétta úr kútnum á ný. Samdrátt-
arskeiðið í þessu voldugasta hag-
kerfí veraldar hefur orðið til að
draga úr eftirspurn um gjörvalla
heimsbyggðina. Uppsveifla vest-
anhafs myndi að sama skapi
hleypa nýju lífí í efnahagslífíð
um allan heim.
Því miður gæti þó margt orð-
ið til að uppsveiflan yrði kannski
hægari en hagtölur benda nú
til. Efnahagslægð ríkir í öllum
helstu viðskiptalöndum Banda-
ríkjanna. Það, ásamt hækkandi
gengi dollars í kjölfar efnahags-
legs bata í Bandaríkjunum, á
eflaust eftir að draga eitthvað
úr eftirspurn eftir bandarískum
útflutningsafurðum.
Og þó að farið sé að birta
yfir bandarísku atvinnulífi eru
flest þau vandamál sem hrjáð
hafa efnahagslífíð á síðustu
árum enn fyrir hendi. Fjárlaga-
halli er nú um 300 milljarðar
dollara á ári og spá sérfræðingar
því að hann gæti tvöfaldast á
næsta áratug vegna sjálfvirkar
útþenslu t.d. í heilbrigðiskerfinu.
Óvissa ríkir um afstöðu hinnar
nýju stjórnar í viðskiptamálum
sem gæti orðið til að torvelda
að samkomulag náist í GATT-
viðræðunum. Ef alþjóðlegt við-
skiptastríð skellur á er allur sá
bati sem hagtölur gefa nú til
kynna horfinn fyrir bí.
Það er að koma í ljós að Bill
Clinton tekur við mun betra búi
en spáð hafði verið. Hann þarf
því ekki að einbeita sér að því
að koma efnahagslífinu í gang
á nýjan leik heldur getur snúið
sér að því að lækka fjárlagahall-
ann. Nýjar skoðanakannanir í
Bandaríkjunum benda líka til að
Bandaríkjamenn séu í mjög rík-
um mæli reiðubúnir að leggja á
sig auknar byrðar í formi hærri
skatta og niðurskurði á þjónustu
verði það til að draga úr fjárlaga-
hallanum. Takist það og að því
gefnu að ekkert ófyrirséð gerist
í GATT-viðræðunum bendir
margt til að Bandaríkin muni
enn á ný festa sig í sessi sem
forysturíki heims í efnahagsmál-
um.
Efnahagsbati í Bandaríkjun-
um hefur verulega þýðingu fyrir
okkur Islendinga. Fyrr eða síðar
skilar hann sér með einhverjum
hætti inn í íslenzkt efnahagslíf
og getur átt þátt í að lyfta okk-
ur upp úr þeim öldudal, sem við
erum nú í.
Gjaldþrot Einars Guðfinnssonar hf. og Hóla hf. í Bolungarvík
verið kippt imdau tilveru fólks“
Bolungarvík.
Frá blaðamanni Morgnnblaðsins Friðrik Indriðasyni.
Á FJÖLMENNASTA fundi sem haldinn
hefur verið hjá Verkalýðs- og sjó-
mannafélagi Bolungarvíkur komu fram
margar spurningar í tengslum við rétt-
indi og skyldur fólks sem er á atvinnu-
leysisbótum. Greinilegt var að mikill
meirihluti þeirra ríflega 100 félags-
manna sem sátu fundinn gerðu sér litla
grein fyrir þeirri stöðu að vera atvinnu-
laus en slíkt hefur verið óþekkt fyrir-
brigði á Bolungarvík. Daði Guðmunds-
son formaður verkalýðsfélagsins setti
fundinn og greindi frá því að fyrst og
fremst væri um upplýsingafund að
ræða og á hann væri mættur fulltrúi
frá Alþýðusambandi Vestfjarða til að
svara fyrirspurnum félagsmanna. „Við
verðum að snúa bökum saman og gera
allt sem I okkar valdi stendur til að
snúa þeirri óheillaþróun við sem orðið
hefur hér,“ sagði Daði. „Og mér finnst
að við eigum það inni hjá þjóðfélaginu
að það hjálpi okkur nú til að hjálpa
okkur sjálfum.“
Við gjaldþrot Einars Guðfínnssonar hf. á
Bolungarvík fara um 130-140 manns á at-
vinnuleysisskrá á Bolungarvík og Daði Guð-
mundsson telur að þegar upp verði staðið muni
gjaldþrot þetta þýða að nær 70% vinnufærra
manna í bænum verði atvinnulausir. „Fólk hér
á staðnum óttast atvinnuleysi því slíkt er óþekkt
fyrirbrigði hér á Bolungarvík," segir Daði. „Ég
var að kanna það að greiddar atvinnuleysisbæt-
ur hér á síðustu 4-5 árum hafa nær engar
verið. Hér hefur alltaf verið vinriu að fá og
hana mikla. Nú er hins vegar mjög dauft hljóð-
ið í félagsmönnum okkar og ekki bjartsýni á
að úr rætist á næstunni."
Daði Guðmundsson er fæddur og uppalinn á
Bolungarvík en hann tók við stöðu formanns
verkalýðsfélagsins af Karvel Pálmasyni árið
1991 eftir að hafa gegnt stöðu varaformanns
um 12 ára skeið. Hann starfar sem beitinga-
maður en félagsstörfin hafa verið í hjáverkum.
„Ég ætlaði að vera hættur hér hjá félaginu
fyrir 50 ára afmælið mitt en nú get ég ekki
beðið neinn að taka við starfinu," segir hann.
í máli Daða kemur fram, eins og hjá fleirum
af eldri starfsmönnum EG sem Morgunblaðið
ræddi við, að fyrirtækið hafí ávallt séð vel um
sína. „Ég hef unnið mestan part starfsævi
minnar hjá fyrirtækinu og líkað það mjög vel,“
segir hann. „Fyrirtækið aðstoðaði mig, og raun-
ar fleiri starfsmenn, er ég byggði hús mitt á
sínum tíma með því að lána mér efnið í það
og það vill stundum glejnnast í umræðunni hér
að þetta byggðarlag væri ekki jafnstórt og það
er ef ekki hefði notið Einars Guðfínnssonar."
Man ekki eftir svipuðu ástandi
Sá fyrsti sem við hittum að máli er Jón Sigur-
geirsson skipstjóri á Hafrúnu, einum af togur-
um EG. Hann er að störfum við beitingu í
beitingarskúrunum við höfnina. Hann hefur
starfað sem skipstjóri hjá EG í 33 ár en lætur
sig ekki muna um að grípa í einn og einn bala
þegar hann er í landi enda vanur þeirri vinnu
frá fyrri tíð.
„Ég man ekki eftir svipuðu ástandi og nú
ríkir hér í bæjarfélaginu og það er ekki annað
hægt að segja en að maður sé miður sín enda
stendur mér ekki á sama um þetta fyrirtæki,"
segir Jón. „Það yrði mikil eftirsjá ef það færi.“
Jón hóf að vinna hjá EG 19 ára gamall, fyrst
á línubátum en síðar sem skipstjóri á „tappatog-
aranum" Guðmundi Péturs og síðustu 12 árin
sem skipstjóri á Heiðrúnu. „Það hefur verið
mjög gott að vinna hjá fyrirtækinu enda hefði
ég fyrir löngu verið farinn annað ef svo hefði
ekki verið.“
Aðspurður um nánustu framtíð sína segir
Jón að hann hafí ekkert hugleitt það mál enn-
þá. Þó sé ljóst að hann hafí ekki að miklu af
hverfa ef togararnir fara úr plássinu í fram-
haldi af gjaldþroti EG. „Áhöfnin hefur ekki
rætt þetta mál mikið sín í millum ennþá en
Fjölmennasti fundur í sögu verkalýðsfélagsins í Bolungarvík
UM eitt hundrað manns mættu á fund hjá Verkalýðsfélagi Bolungarvíkur í gær. Fram kom hjá fundarmönnum að þeir
þekktu ekki vel til reglna um atvinnuleysisskráningu, enda atvinnuleysi nánast óþekkt í Bolungarvík til þessa.
atvinnuleysi þar sem þau þekkja slíkt ástand
ekki neitt. „Og ég tel að fleira fólk hér í bæn-
um sé í svipaðri stöðu,“ segir Elísabet.
Margar spumingar
Á fyrrgreindum fundi í verkalýðsfélaginu
kemur fram í máli Daða Guðmundssonar að
hann er ekki bjartsýnn á að einhver lausn finn-
ist á vanda Bolvíkinga í bráð. „Því miður virð-
ist staðan sú að við verðum að bíða einhveijar
vikur og jafnvel mánuði eftir að úr rætist,"
segir hann. „Ég má hins vegar ekki til þess
hugsa að ein helsta verstöð landsins leggist
alveg af. Slíkt má ekki gerast.“
Eftir tölu Daða útskýrði fulltrúi Alþýðusam-
bands Vestfjarða, Óðinn Baldursson, fyrir fé-
lagsmönnum réttindi þeirra í sambandi við at-
vinnuleysisbætur og greiðslur úr ríkisábyrgða-
sjóði vegna gjaldþrots og margar spurningar
brunnu á fundarmönnum um þessi mál. Óðinn
ítrekaði það að mikilvægt væri að menn skráðu
sig atvinnulausa til að eiga rétt á þessum bót-
um og síðan spunnust umræðurnar um hvernig
menn eiga að bera sig að til að fá réttindi sín.
Meðal þeirra sem sátu fundinn var Sigríður
Guðmundsdóttir, tæplega áttræð kona og elsti
starfsmaður EG þar til hún hætti um síðustu
áramót. Hún hafði þá starfað hjá fyrirtækinu
í yfir 30 ár, hin síðari ár hálfan daginn. „Það
hefur aldrei stöðvast vinna hér áður nema þá
vegna óveðra eða skipsskaða," segir Sigríður
í samtali við Morgunblaðið. „Fyrirtækið hefur
alltaf gert vel við starfsfólk sitt og aldrei hefur
staðið á því að borgað væri út. Mér finnst því
sárt að sjá fyrirtækið í þessum kröggum sem
það er í nú.“
íbúðarkaupin í salt
Guðlaug Sveinsdóttir flutti, ásamt manni sín-
um og tveimur börnum, úr Garðinum til Bolung-
arvíkur fyrir hálfu öðru ári og hefur unnið um
eins árs skeið hjá EG. Hún segir að hún og
maður hennar, sem er sjómaður, hafí vel getað
hugsað sér að setjast að á Bolungarvík til fram-
búðar og raunar hafi þau byijað fyrir skömmu
að leita sér að íbúð til að kaupa. Nú séu þau
áform hins vegar í salti.
„Mér hefur líkað mjög vel að búa hérna
enda er fólkið hér opið og þægilegt í um-
gengni enda var það ætlun okkar að setjast
hér að til frambúðar,“ segir Guðlaug. „Maður-
inn minn er í ágætri vinnu hér á bát en þrátt
fyrir það setur þetta dæmi nú strik í reikning-
inn.“
í máli Guðlaugar kemur fram að hún hafi
aldrei áður lent í því að vera atvinnulaus og
henni finnst það skrýtin tilfinning að fást við.
Hún telur að það hljóti að vera vandamál fyrir
fólk að hafa lítið við að vera yfir daginn. „Það
er mjög dauft hljóðið í öllum hérna og það er
sárt að sjá hve fólk er niðurdregið," segir hún.
Margrét Lilja Pétursdóttir með dóttur sína
Lilju Rut Svavarsdóttur. Margrét segir að
fólki eigi erfitt með að sætta sig við atvinnu-
leysi tilfinningalega.
Jón Sigurgeirsson Daði Guðmundsson
hefur verið skipstjóri formaður verkalýðs-
hjá EG í 33 ár. félagsins.
greinilegt að allir eru jafn niðurdregnir," segir
Jón.
Miklar tilfinningar
í allan gærdag var stöðugur straumur fólks
á bæjarskrifstofuna að láta skrá sig atvinnu-
laust. Ein þeirra sem við hittum þar fyrir utan
var Margrét Lilja Pétursdóttir. Hún hefur unn-
ið hjá EG frá því hún var 14 ára gömul, er
Bolvíkingur í húð og hár, gift og á 2 börn.
„Þetta er kannski ekki eins slæmt hjá mér og
öðrum þar sem eiginmaðurinn hefur enn vinnu
sem sjómaður,“ segir Margrét Lilja. „En þetta
er í fyrsta sinn sem ég fer á atvinnuleysisskrá
og það er vissulega skrýtin tilfínning fyrir mig.
Og að sitja fundinn hér á laugardag þar sem
mannskapnum var gerð grein fyrir stöðunni
var mjög erfitt tilfínningalega hjá öllum.“
Aðspurð um hvað sé framundan hjá henni
segir Margrét að það bjargi sér að maður henn-
ar hefur enn vinnu. „En ég veit að þetta. verð-
ur mjög erfítt hjá mörgum og ég vona að ein-
hver lausn fáist fljótlega. Fólk er hrætt enda
eins og grundvellinum hafí verið kippt undan
tilveru þess.“
Omurlegt ástand
Hjónin Sveinn Þórisson og Elísabet Einars-
dóttir hafa bæði unnið hjá EG, hann í frystihús-
inu og á sjónum, hún í fiskvinnslunni. „Þetta er
í fyrsta skipti sem ég er atvinnulaus og mér
fínnst það hreint ömurlegt ástand,“ segir Sveinn
sem flutti til Bolungarvíkur frá Reykjavík fyrir
Hjónin Sveinn Þórisson og Elísabet Einars-
dóttir ásamt syni sínum Þóri. Þau óttast at-
vinnuleysið þar sem þau þekkja það ekki.
10 árum. „Ég ætlaði að stoppa stutt en þá var
mikil vinna hérna og svo fór að ég ílengdist.
Konan mín er héðan og við eigum tvö börn.“
Sveinn og Elísabet hafa ekki frekar en flest-
ir aðrir Bolvíkingar ígrundað verulega sína
nánustu framtíð. „Við vonum bara að það ræt-
ist eitthvað úr þessu ástandi en ég sé ekki að
við flytjum frá staðnum þótt slíkt gerist ekki
í bráð,“ segir Sveinn. Elísabet segir að hún
hafi ekki áður verið atvinnulaus frá því hún
bytjaði að vinna 15 ára gömul. „Þetta ástand
leggst mjög illa í mig og ef það verður varan-
legt kemur það illa við okkur," segir hún. „Hið
eina jákvæða sem maður sér í stöðunni er að
viðræðurnar fyrir sunnan eru enn í gangi.“
Bæði Sveinn og Elísabet segja að þau óttist
„Eins og grundvellinum hafi
Atvinnuleysisskráning
MIKIÐ var að gera við atvinnuleysisskráningu á Bolungarvík í gær og skráðu milli 130 og 140
manns sig.
Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbanka íslands
Ókunnugt um funda-
höld með bæjarstjórn
Karvel Pálmason sér ekki að afstaða
Byggðastofnunar muni breytast
SVERRIR Hermannsson, bankastjóri Landsbanka íslands,
segir að honum sé ókunnugt um að fyrirhugaðir séu fundir
á vegum Landsbankans og bæjarstjórnar Bolungarvíkur um
málefni EG. Málefni Vestfjarða heyri undir hann og enginn
fundur verði ákveðinn án þess að það verði í samráði við
hann. Karvel Pálmason, starfandi sljórnarformaður Byggða-
stofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann
hefði heyrt af fyrirhuguðum fundahöldum bæjarstjórnar
Bolungarvíkur í sjónvarpinu í fyrradag, „en það hefur ekk-
ert nýtt gerst í málinu, á þann veg að stjórn Byggðastofnun-
ar muni breyta afstöðu sinni, sem greint var frá í síðustu
viku,“ sagði Karvel.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
sagðist í gær hafa heyrt það í út-
varpinu í fyrradag að hann og fjár-
málaráðherra hygðust funda með
bæjarstjórn Bolungarvíkur. „Við
látum þessi einkennilegu fundarboð
nú ekki koma í veg fyrir að við
ræðum við mennina,“ sagði forsæt-
isráðherra, „og því höfum við fjár-
málaráðherra ákveðið að hitta þá
að máli á miðvikudag.“
„Ég hafði ekki heyrt getið um
þennan fund fyrr en í sjónvarps-
fréttum að bæjarstjórinn boðaði
hann. Bolvíkingum er fullkunnugt
um að málefni viðskiptavina Lands-
bankans á Vestfjörðum heyra undir
mig og þannig hefur það verið á
fímmta ár. Bæði borgarstjórn og
borgarstjóri þar vestra vita þetta
mætavel,“ sagði Sverrir Hermanns-
son.
Bíðum eftir
formanni bankastjórnar
Sverrir sagði að þrátt fyrir þessa
vitneskju hefðu Bolvíkingar enga
ástæðu séð til þess að hafa neitt
samráð eða samband við þann mann
í Landsbankanum sem stjórnaði því
hvort haldnir væru fundir með þeim
eða ekki. Sverrir sagði jafnframt:
„Hér er einhver grófasti misskiln-
ingur og fát í Bolvíkingum um að
ræða. Þeir virðast bara reikna með
því að hér bíði menn bara eftir þeim
og haldi heilu dögunum lausum, ef
þeim þóknast að koma hér á fundi.“
„Ég er ekki tilbúinn til þess að
halda nokkurn fund með þeim fyrr
en formaður bankastjórnar, Björg-
vin Vilmundarson, kemur heim, til
þess að ræða þessi nýju viðhorf,"
sagði Sverrir. Björgvin er væntan-
legur til landsins í dag, þannig að
það er í fyrsta lagi á morgun, sem
af fyrirhuguðum fundi bæjarstjóm-
ar og Landsbanka getur orðið.
Óbreytt afstaða
Byggðastofnunar
Karvel Pálmason sagðist í gær
ekki vita til þess að nein formleg
fundahöld hefðu verið ákveðin á
milli bæjarstjómar Bolungarvíkur
og stjórnar Byggðastofnunar. „Hér
er ekkert á döfinni og það hefur
enginn fundur verið ákveðinn,"
sagði Karvel. Karvel sagði að
óformlegar viðræður hefu farið
fram í gærmorgun við bæjarstjórn-
ina, en engar fregnir væm af þeim
fundi.
„Það hefur ekkert nýtt komið
fram, sem gerir það að verkum að
ég sjái að beiðni bæjarstjórnarinnaF
verði afgreidd með öðmm hætti en
erindi EG var afgreitt í síðustu viku,
án þess að ég geti úttalað mig um
það, þar sem formlega séð hefur
ekkert erindi borist. Það mun ekk-
ert gerast, nema þá því aðeins að
Landsbankinn taki málið upp með
nýjum hætti,“ sagði Karvel.
Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri í Bolungarvík
Stj órnvöld hlj óta
að leggja okkur lið
ÓLAFUR Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segist ekki ætla að
skipta sér af innanhússmálum hjá Sverri Hermannssyni, bankastjóra
Landsbankans, en það liggi fyrir að fundur verði haldinn með fulltrúum
bæjarsljórnarinnar og Landsbankans. „Ég vona að það verði eigi síðar
en fyrir hádegi á miðvikudag og ég vænti þess að sá bankastjóri, sem
málefni Vestfjarða heyra undir, sitji þann fund,“ sagði Ólafur í sam-
tali við Morgunblaðið í gærkveldi.
Ólafur kvaðst telja aukaatriði
hvernig til þeirra funda hefði verið
boðað, sem nú væri nauðsynlegt að
halda, til þess að fá niðurstöðu í
brýnu máli, sem brynni á heilu
byggðariagi, Bolungarvík.
Olafur var spurður hvort eitthvað
nýtt hefði komið fram í málefnum
þeirra Bolvíkinga, sem gæfi bæjar-
stjóm tilefni til bjartsýni hvað varðar
niðurstöðu í viðræðum við Lands-
banka, Byggðastofnun og stjórnvöld:
„Ég held að sýn bankastjómar hljóti
að vera önnur, þegar ljóst er að um
svona mikinn byggðavanda er að
ræða. Mér er það ljóst að Landsbank-
inn snýr ekki beint að byggðamálum,
sem slíkur, en stjórnvöld hljóta að
leggja okkur lið við að leysa þennan
byggðavanda. Því á ég von á því að
Landsbankinn taki á erindi okkar
með öðrum hætti, en gert var í sið-
ustu viku, þegar við ásamt EG bárum
upp sameiginlegt erindi. Hér er ekki
bara um að ræða eitthvert fjölskyldu*
fyrirtæki, heldur er hér um að ræða
hag heils byggðarlags, sem er búið
að eiga viðskipti við Landsbankann
áratugum saman,“ sagði Ólafur.
Ólafur kvaðst gera sér vonir um
að bæjarstjórnin ætti fund með for-
svarsmönnum Byggðastofnunar í
dag og síðdegis á morgun munu
bæjarfulltrúar eiga fund með forsæt-
isráðherra og fjármálaráðherra.