Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ VIPSKIPTI/flTVINWPUF ÞKIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993
Hugbúnaður
Heimilistæki selja
og þjónusta Fjölni
STRENGUR hf., dreifingaraðili fyrir viðskiptahugbúnaðinn Fjölni
(áður Búsljóra), hefur ákveðið að ganga til samstarfs við Tækni-
og tölvudeild Heimilistækja hf. um sölu og þjónustu á Fjölni.
„Notendum Fjölnis hefur fjölgað
verulega hér á landi undanfarna
mánuði. Það hefur kallað á aukna
þjónustugetu og með samstarfi
Strengs og Tækni- og tölvudeildar
Heimilistækja er ætlunin að mæta
þessari þörf,“ sagði Haukur Garð-
ársson framkvæmdastjóri hjá
Streng.
Að sögn Magnúsar Böðvars Ey-
þórssonar hjá Tækni- og tölvudeild
Heimilistækja eru nú um 400 fyrir-
tæki sem nota staðlaðar útgáfur
af Fjölni bókhaldshugbúnaði. Auk
þess sé til verulegur fjöldi af hug-
búnaði sem sérhannaður hefði verið
á undanförnum árum fyrir flestar
greinar íslensks atvinnulífs.
Skeljungur
Brennisteinn í elds-
neyti minnkar verulega
BRENNISTEINSINNIHALD í olíu og bensíni sem Skeljungur flytur
inn frá Noregi er allt að 98% minna en í því eldsneyti sem félagið
flutti áður frá Rússlandi og Rotterdam. Er innihald brennisteins í
bensíni frá Noregi nú um 0,001% en var áður á bilinu 0,02% til 0,07%.
Þá hefur innihald brennisteins í díselolíu einnig minnkað mikið eða
úr 0,2% í allt að 0,08%.
Samkeppni
Umbúðir utan um Camem-
bert ost verðlaunaðar
UMBUÐASAMKEPPNI — Verðlaunin í umbúðasamkeppni Félags íslenskra iðnrekenda voru
afhent við hátíðlega athöfn sl. föstudag. Á myndinni eru f.v. Elísabet Cochran, hönnuður hjá auglýsingastof-
unni Auk hf., Leifur Agnarsson, framkvæmdastjóri Kassagerðar Reykjavíkur og Ólafur Einar Ólafsson frá
Osta- og smjörsölunni. Þessi fyrirtæki hlutu fyrstu verðlaun fyrir umbúðir utan um sex geira af Camenbert osti.
Brennisteinsmagn í bensíni
Skeljungs minnkar um allt að 32
tonn á ári og allt að 100 tonn á ári
í díselolíu sé miðað við sölu félags-
ins á síðasta ári á þessum elds-
neytistegundum, samkvæmt upp-
lýsingum Skeljungs.
Skeljungur hefur frá því í maí
í fyrra keypt allt eldsneyti frá
Norsk Shell í Noregi að svartolíu
undanskilinni sem flutt er inn frá
Rússlandi. Með tilkomu nýja bens-
ínsins dregur úr loftmengun af
völdum bílaumferðar hér á landi.
Strætisvagnar Reykjavíkur aka að
jafnaði um 12 þúsund kílómetra á
dag um götur höfuðborgarinnar
og brenna til þess um 6,5 tonnum
af díselolíu. Á ársgrundvelli
minnkar brennisteinsúrfellið í út-
blæstri strætisvagnanna um 2,5
tonn.
HgH precision
OSTA- og smjörsalan og Mjólkurbú Flóamanna hlutu fyrstu verð-
laun í umbúðasamkeppni Félags íslenskra iðnrekenda fyrir umbúð-
ir utan um sex geira af Camenbert osti. Umbúðimar voru hannað-
ar af Elísabetu Cochran hjá aulýsingastofunni Auk hf. og framleið-
andi þeirra er Kassagerð Reykjavíkur. Úrslitin í samkeppninni
voru kunngerð við hátíðlega athöfn sl. föstudag í Perlunni þar
sem verðlaunahöfum var afhent til eignar afsteypu af íslenskri
skel úr silfri. Er ætlunin að slík skel muni fylgja umbúðasamkeppn-
inni eftirleiðis en stefnt er að því að hún öðlist fastan sett í starfi
félagsins.
Þetta var í áttunda sinn sem
Félag íslenskra iðnrekenda stend-
ur fyrir slíkri samkeppni og er
markmiðið að undirstrika mikil-
vægi umbúðaframleiðslu og hönn-
unar. Var samkeppnin haldin í
samvinnu við Samband íslenskra
auglýsingastofa, íslenska mark-
aðsklúbbinn og FORM ísland, fé-
lag áhugamanna um hönnun. Ein-
ungis var leyfilegt að senda inn
umbúðir sem komið hafa á markað
frá 1. janúar 1990.
Alls bárust 80 tilnefningar í
keppnina að þessu sinni sem fólu
í sér alls um 200 mismunandi
umbúðir. í umsögn dómnefndar
um Camenbert umbúðirnar kom
fram að hönnunin væri einstaklega
aðlaðandi og glæsileg, frágangur
væri til fyrirmyndar og innri um-
búðir leystar vel úr hendi. Önnur
verðlaun voru veitt fyrir umbúðir
utan um smávörur í heimili-
spakkningum frá Emmess ísgerð-
inni. Hönnuður þeirra er Steve
Fairbaim hjá Auk hf. og framleið-
andi Dyboflex AS og Eson pac.
Þriðju verðlaun komu í hlut ís-
lenskt bergvatns fyrir dósir og
flöskur utan um Svala sem er
kolsýrt vatn. Einnig fékk Ora hf.
þriðju verðlaun fyrir umbúðir utan
um Ora kavíar sem hannaðar voru
af Ingibjörgu Stefánsdóttur hjá
Auk hf. Framleiðandi er Metro
pak.
Auk þess voru veittar sérstakar
viðurkenningar fyrir umbúðir utan
um Emmess skafís, 350 gr. osta-
kökur, gjöf frá Glóbusi til 1-6 ára
barna, Rúbín kaffi, Helga magra
bjór, 1 kg og 2 kg öskjur utan
um fryst fiskflök frá íslenskum
sjávarafurðum, hreinan appelsínu-
og eplasafa frá Sól og Stjörnu-
snakk.
Flestar umbúðir sem bárust í
samkeppnina verða til sýnis í Perl-
unni fram til 20. febrúar frá kl.
10.00-22.00 nema síðasta daginn
en þá lýkur sýningunni kl. 16.00.
hjöruliðskrossar
Þekking Reynsla Þjónusta
FALKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8. SÍMI 814670
Bankastarfsemi
Starfsfólki Landsbankans
fækkaðum 100-150 á 2 árum
LANDSBANKINN hefur ákveðið
að fækka starfsfólki um sem
nemur 100-150 stöðugildum á
þessu og næsta ári. Er þetta liður
í hagræðingarátaki sem unnið
hefur verið að innan bankans og
kemur fækkun starfsfólks m.a. í
kjölfar yfirtöku á Samvinnu-
bankanum og nýs svæðaskipu-
lags útibúa. Að sögn Brynjólfs
Helgasonar, aðstoðar banka-
stjóra, er verið að vinna að út-
færslu á því hvernig umræddri
fækkun stöðugilda verður náð.
Hann segir að ekkert liggi fyrir
um það hvort grípa verði til upp-
sagna.
Þegar Seðlabankinn veitti Lands-
banka íslands 1.250 milljóna króna
víkjandi lán til að bankinn stæðist
kröfur nýrra reglna um eiginíjár-
stöðu lagði viðskiptaráðherra fyrir
bankastjórnina að semja greinar-
gerð um það hvernig bæta megi
afkomu bankans og eiginfjárstöðu.
Þessi greinargerð hefur nú verið
send Seðlabanka og viðskiptaráð-
herra. í greinargerðinni er farið
yfir þróunina í bankastarfsemi und-
anfarin ár og breytingar á starfs-
skipulagi Landsbankans.
Brynjólfur Helgason sagði að
útfærsla á því hvernig dregið yrði
úr launakostnaði myndi liggja fyrir
á næstu vikum. Hann sagði að til
greina kæmi að gera það með því
að bjóða fólki upp á að fara í hluta-
störf. Yfirvinna yrði áfram tak-
mörkuð og ráðning sumarafleys-
ingafólks yrði í lágmarki í ár. Hann
sagði að þessi mál væru í athugun
í samvinnu við starfsmenn.
Brynjólfur sagði að launakostn-
aður væri stæsti einstaki kostnað-
arliðurinn í rekstri bankans en einn-
ig væri stefnt að lækkun annars
rekstrarkostnaðar, eða um 7,5% á
árinu miðað við síðasta ár. Til við-
bótar yrðu framkvæmdar einhveij-
ar af fjölmörgum sparnaðartillögum
starfsmanna.
Fundur
Miðlun hf.
á ÍMARK
fundi
MIÐLUN hf. mun kynna starf-
semi sína og útflutning á Gulu
línunni á morgunverðarfundi
ÍMARK á morgun miðvikudag
17.febrúar, en Miðlun hlut mark-
aðsviðurkenningu ÍMARKS fyrir
vel unnin markaðsstörf á siðast-
liðnu ári.
Fundurinn verður haldinn á Hót-
el Sögu, Skálanum kl.8.00-9.30.
Borið verður fram kaffi og léttur
morgunverður. Verð er 1.000 krón-
ur fyrir ÍMARK félaga en 1.300
fyrir aðra.
HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN
Laufásvegi 2 - simi 17800
BALDYRING
V
3
L .
Kennari: Elínbjört Jónsdóttir.
23. feb. - 30. mars þriðjudaga kl. 19.30-22.30.
Skráning fer fram á skrifstofu skólans mánud.-
fimmtud. kl. 14-16 í síma 17800.