Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1993
31
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Norðlensk fegnrð
Margrét Sonja Viðarsdóttir var krýnd ungfrú
Norðurland í Fegurðarsamkeppni Norðurlands
sem fram fór í Sjallanum á föstudagskvöld. Hér
er verið að krýna Margréti en á minni mynd-
inni sést kynnir kvöldsins fara fögrum orðum
um fegurðardrottningarnar nyrðra.
Fegnrðardrottning Norðurlands valin á Akureyri
Margrét Sonja sigraði
MARGRÉT Soqja Viðarsdóttir, 18 ára Akureyrarmær,
var kjörin ungfrú Norðurland í Fegurðarsamkeppni
Norðurlands sem fram fór í Sjallanum á föstudags-
kvöld, en tiu stúlkur tóku þátt í keppninni.
Elva Eir Þórólfsdótir var kjör-
in besta ljósmyndafyrirsætan og
stúlkurnar völdu Karen Ingi-
marsdóttur vinsælustu stúlkuna
í hópnum.
Margrét Sonja fæddist 17.
maí árið 1974 á Akureyri. For-
eldrar hennar eru Viðar Garðars-
son og Sonja Garðarsson. Mar-
grét Sonja stundar nám í þriðja
bekk á hagfræðibraut við Verk-
menntaskólann á Akureyri og
stefnir hún að því að ljúka þaðan
stúdentsprófi og fara síðan í
Kennaraháskólann.
Margrét Sonja verður fulltrúi
Norðlendinga f fegurðarsam-
keppni íslands sem haldin verður
í Reykjavík í vor.
Dregið hefur úr
beitarálagi á af- I
réttí Mývetninga
Björk, Mývatnssveit.
ÞVÍ HEFUR verið haidið fram undanfarin ár að ofbeit
hafi verið á afréttum Mývetninga. Aðrir draga það mjög
í efa og telja að veðurfarið ráði mestu um uppblástur og
landeyðingu. Landgræðsla rikisins hefur látið í ljósi
áhyggju um þátt beitar á gróður og jarðvegseyðingu. Þátt-
ur beitar í uppblæstri lands er umdeildur og sýnist sitt
hverjum í því efni. Landgræðslan leggur mikla áberslu á
aukna friðun á afréttum sem hún telur forsendu fyrir véls-
áningu og sjálfssáningu melgresis.
Teknar hafa verið saman töluleg-
ar upplýsingar um sauðfjáreign
Mývetninga frá 1935 og notkun
afréttarins frá 1973. Notaðar eru
tölur sem eru fjöldi fullorðins fjár
ásamt lömbum. Þær sýna stöðuga
fjölgun fjár allt frá fjárskiptum árið
1945 til 1976.
Fyrir fjárskipti gekk fjöldi fjár
frá nágrannasveitum á afrétti Mý-
vetninga þótt tölur séu ekki hand-
bærar.
Færri beitardagar
Árið 1976 náði sauðfjáreign
Mývetninga hámarki. Aukningin
frá 1935 til 1976 varð um 100%
eða úr 10.220 kindum í 20.527.
Síðan 1975 hefur átt sér stað mik-
il fækkun frá hámarkinu. Frá 1976
hefur fé fækkað úr 17.053 kindum
í 10.220 kindur miðað við sumarið
1992, sem er um 40%. Þar að auki
hefur beitardögum á afrétti fækkað
um að minnsta kosti 30%. Af þessu
má ráða að Mývetningar hafa mjög
dregið úr beitarálagi á afrétti sínum
frá því það var mest.
Nýjasta mat á gróðurmagni af-
réttanna bendir til þéss að það
nægi til framfærslu fjárins sem þar
gengur. Til gamans má geta þess
að sauðfjáreign Mývetninga árið
1712 var um 2.000 kindur, bæði
ær, sauðir og lömb samkvæmt laus-
legri samantekt.
Kristján
Eddukvæða-
námskeið
FYRSTU þijá mánudaga í
mars mun Haraldur Bessason ,.
háskólarektor kenna á nám- ~
skeiði fyrir almenning um
eddukvæði.
Námskeiðið sem haldið er á
vegum endurmenntunamefndar
Háskólans á Akureyri ber yfir-
skriftina „Hetjur og goð“ og þar
mun Haraldur fjalla um fjögur
eddukvæði: Völuspá, Lokasennu,
Skímismál og Völundarkviðu.
Haraldur Bessason lauk á sín-
um tíma cand. mag. prófi frá
Háskóla íslands í íslenskum
fræðum og kenndi síðan í um
þijá tugi ára við Manitoba-
háskóla í Kanada áður en hann
tók við rektorsembættinu á Ak-
ureyri. Haraldur er heiðursdokt-
or frá Manitoba-háskóla.
Þeir sem hug hafa á að sækja
námskeið þetta sem er öllum
opið geta skráð sig á skrifstofu
háskólans frá kl. 10 til 12 fram
til 23. febrúar næstkomandi.
Námskeiðið stendur frá kl. 20
til 20.30 fyrstu þrjú mánudags-
kvöld í mars og er námskeiðs-
gjald 2.500 kr. sem greiðist
fyrsta kvöldið, mánudaginn 1.
(Fréttatilkynning)
Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon
Dorgarinn
Eini heimamaðurinn sem þátt tók í dorgveiðikeppninni á Ólafsfjarð-
arvatni, Friðrik Eggertsson, lét frostið ekki á sig fá þar sem hann lá
á ísnum.
Dorgveiðikeppni á Ólafsfjarðarvatni
Formaður vann þótt
laxinn hafi sloppið
BJÖRN Grétar Sigurðsson fór með sigur af hólmi í dorg-
veiðikeppni sem fram fór á Ólafsfjarðarvatni á laugardag-
inn. Mótið þótti takast vel, ísinn var traustur og fiskur undir.
Ellefu keppendur voru skráðir til
keppni, færri en við var búist, en
leiðindaveður sem gekk yfir fyrir
keppnina setti strik í reikninginn.
Dogað var frá kl. 11 til 16 og urðu
menn strax varir meðfram vestur-
landinu út undan laxeldisstöð sem
þar er. Þar voru bleikjur sem kippt
var upp allt upp í þriggja punda.
Formaður Dorgveiðifélags ísland,
Björn Grétar Sigurðsson, vann mót-
ið, þrátt fyrir að hann missti lax sem
hann setti í, Baldur Vilhjálmsson
varð í öðru sæti og Jónas Baldursson
í því þriðja. Allir fengu þeir tíu bleikj-
ur, en vigt var látin ráða úrslitum
og reyndist afli Björns vega mest.
Umhverfisdeild leggur mesta áherslu á skógrækT
15 millj. í nýfram-
kvæmdir í sumar
GENGIÐ hefur verið frá skiptingu fjár til nýframkvæmda
á vegum umhverfisdeildar, en til ráðstöfunar eru 15 milljón-
ir króna. Gert er ráð fyrir að í sumar verði plantað út um
100 þúsund skógarplöntum.
í Lystigarðinum á Akureyri
verður lokið við að gera aðstöðu
fyrir starfsmenn og einnig verður
gengið frá vélageymslu, en alls
verða 2,5 milljónir króna notaðar
til nýframkvæmda í Lystigarði.
Á útivistarsvæðinu í Kjarna-
skógi verður mikið um fram-
kvæmdir, en í sumar verður þar
haldið landsmót skáta og hefur
undirbúningur staðið yfir um
nokkurt skeið. Auk framkvæmda
við hátíðarsvæðið verður hálfri
milljón króna varið til að koma
upp svokölluðum steinagerðisvelli
í skóginum.
100 þúsund skógarplöntur
Árni Steinar Jóhannsson um-
hverfisstjóri sagði að um 100 þús-
und skógarplöntum yrði plantað
út í sumar, m.a. á Eyrarlands-
hálsi, Miðhúsaklöppum og á Gler-
ársvæðinu, en samtals er gert ráð
fyrir að veija 3,5 milljónum króna
vegna útplöntunar á þessum svæð-
um.
Þá verður einnig plantað út í
miðbæ, meðfram Hlíðarbraut og
Dalbraut og er áætlað að það kosti
2,3 milljónir króna. Unnið verður
við opin svæði í Síðuhverfi Qg.
Giljahverfí fyrir 1,7 milljónir króna
og á ýmsum svæðum um allan bæ
fyrir 1,4 milljónir króna.
Loks er gert ráð fyrir að bæta
aðstöðu á tjaldsvæðinu fyrir 2,5
milljónir króna, en m.a. verður
snyrtiaðstaða bætt og aðstaða fyr-
ir starfsmenn.
Til leigu eða sölu
Höfum verslunarhúsnæði á fyrstu hæð ásamt
86 fm kjallara í Kaupangi.
Upplýsingar á skrifstofu.
Sölumaður: Ágústa Ólafsdóttir.
FASTEIGNASALAN,
BREKKUGÖTU 4,
600 Akureyri - sími 21744