Morgunblaðið - 16.02.1993, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRUAR 1993
©1989 Universal Press Syndicate
■,3/Cinn {a&r t>essi sh/ndltegu migrenehöst'
Með
morgunkaffinu
Ast er ...
1-20
... að faðma hana einu
sinni á dag, því þá fara
málin í lag.
TM Reg. U.S P«t Off.—all rights r._____
• 1993 Los Angeies Tlmes Syndlcats
Á hverju lifa sæskrímsli eiginlega, ef þau eru þá til í alvör-
unni?
HÖGNI HREKKVISI
BREF m BLAÐSINS
Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Flokksskírteini í Alþýðu-
flokknum = gott embætti
Frá Sveini E. Hanssyni
Fyrir kosningarnar 1978 barðist
Alþýðuflokkurinn gegn spillingu í
kerfinu og reyndi allt sem hann
gat til þess að losna við þann
stimpil, sem hann hafði fengið á
árunum á undan, að hygla sumum
mönnum með embættisveitingu og
fyrirgreiðslu.
Þar fóru frestir í flokki Eiður
Guðnason, Árni Gunnarsson, Jón
Baldvin Hannibalsson, Gunnlaug-
ur Stefánsson, Vilmundur Gylfa-
son (sem, því miður er fallinn frá,
en hann var sá eini sem reyndi
að efna loforð sín) og fleiri.
Flokkurinn vann stóran sigur í
þessum kosningum og komst þar
með í ríkisstjórn. Setan í þeirri
stjórn varð stutt eins og allir
þekkja. Þá reyndu þessir menn að
hræra upp í spilltu kerfinu, en
með misjöfnum árangri.
Síðan þetta var eru nú liðin all-
mörg ár og þar af eru næstum
því sex ár sem Alþýðuflokkurinn
hefur átt aðild að ríkisstjórn. Eftir
að Alþýðuflokkurinn komst í stjóm
1987 þá hefur hver kratinn eftir
annan fengið embætti eða starf
hjá því opinbera, fyrir nánast það
eitt að eiga flokksskírteini í Al-
þýðuflokknum.
Síðustu dæmin um stöðuveit-
ingar Alþýðuflokksins eru að
bæjarfulltrúi flokksins í Keflavík
var gerður að stjórnarformanni
íslenskra aðalverktaka. Hann var
skipaður af Jóni Baldvin. Guð-
mundur Einarsson, fýrrum alþing-
ismaður og framkvæmdastjóri Al-
þýðuflokksins, var sendur til
starfa í Brussel. Magnús Jónsson,
veðurfræðingur og varaþingmaður
Alþýðuflokksins í Reykjavík, var
skipaður veðurstofustjóri af Eiði
Guðnasyni.
Sighvatur Björgvinsson tók ekki
lægsta tilboði í einn verkáfangann
við sjúkrahúsið á ísafirði eins og
venja er, heldur því næst lægsta.
Hvers vegna skyldi hann hafa
gert það? Að sögn lægstbjóðanda
var það vegna þess að hann hafði
ekki rétt fiokksskírteini.
Nú bíðum við bara spennt eftir
því að viðskiptaráðherra skipi
sjálfan sig eða einhvern annan
úrvalskrata í embætti seðlabanka-
stjóra. Svona upptalningu væri
hægt að halda endalaust áfram.
Aldrei hafa fleiri liðsmenn Alþýðu-
flokksins fengið embætti eða starf,
en einmitt nú.
Það versta í þessum málum er
það að Alþýðuflokkurinn var sá
flokkur sem hæst gólaði um spill-
ingu og rotið kerfi sem þyrfti að
breyta, en efndirnar á þeim loforð-
um hafa algerlega snúist við, allt
svikið.
Af þessu má sjá að ef einhvern
vantar embætti eða gott starf, þá
á hann að byrja á því að verða
sér úti um flokksskírteini í Alþýðu-
flokknum, annars á hann enga
möguleika.
Við kjósendur Alþýðuflokksins
skulum minnast þess næst þegar
verður kosið, að það er ekki að
marka eitt einasta orð sem kemur
frá þessum flokki, og við skulum
því ekki setja X-ið við A-listann.
Kjörorð kratanna í dag er:
Spillingin lengi lifi!
SVEINN E. HANSSON,
Bræðraborgarstíg 24a,
Reykjavík.
Víkverji skrifar
Woody Allen er snillingur. Það
sýnir hann enn einu sinni
með nýrri kvikmynd, sem Stjörnu-
bíó hefur hafíð sýningar á. Woody
Allen býr yfír djúpri þekkingu á
mannfólkinu, þekkingu, sem kem-
ur fram í samtölum höfuðpersóna
kvikmynda hans. Að sumu leyti
vinnur hann áþekkt starf og sál-
fræðingar og geðlæknar. Munur-
inn er hins vegar sá, að sálgrein-
ingar hans fara fram á hvíta tjald-
inu og milljónir manna hafa að-
gang að þeim, ef þeir hafa á ann-
að borð áhuga á.
Þeir eru áreiðanlega fáir, sem
ekki sjá eitthvað af sjálfum sér í
þeirri mynd Woody Allens, sem nú
er sýnd í Stjörnubíói. Könnun hans
á sambúð fólks og samskiptum,
áhrifum skilnaðar og tilfinningum,
sem upp koma í því sambandi, er
athyglisverð og raunsæ.
Sagt er, að myndir Woody All-
ens nái betur til Evrópubúa en
Bandaríkjamanna. Þó gerast þær
yfirleitt alltaf á Manhattan og fáir
ef nokkrir hafa varpað meiri töfra-
ljóma yfir daglegt líf í New York
en einmitt hann. Vel má vera, að
myndir Woody Allens nái í tak-
mörkuðum mæli til þeirra aldurs-
hópa, sem að jafnaði sækja kvik-
myndahúsin en þá er tímabært að
hinir leggi leið sína þangað.
Víkverja hefur borizt eftirfar-
andi athugasemd frá Sem-
entsverksmiðju ríkisins:„Oft villir
trúin mönnum sýn. Svo virðist
hafa farið fyrir Víkverja Morgun-
blaðsins, er hann ritar um verð-
hækkun á sementi 9. febrúar sl.
Skal hér vitnað í grein Víkverja
orðrétt:
„Á undanförnum mánuðum eru
það ekki aðrir en fyrirtæki eða
stofnanir í eigu ríkisins, sem telja
mögulegt að hækka verð á vöru
og þjónustu. Einkafyrirtæki, sem
byggja á markaðnum sjálfum vita
mæta vel, að það er enginn grund-
völlur fyrir verðhækkunum.“
Nú er að líta á staðreyndir.
Byggist sementsalan ekki á mark-
aðnum eða veit Víkveiji ekki að
innflutningur á sementi er fijáls
og óhindraður? Hér verður Vík-
veiji að gera greinarmun á vöru
og þjónustu. Staðreyndin er líka,
að sementsverð hefur ekki hækkað
í nær tvö ár. Á þeim tíma hefur
byggingavísitala hækkað um álíka
mörg prósent og sementið nú.
Sementið er eina vörutegundin frá
ríkisfyrirtæki, sem máli skiptir í
byggingavísitölunni svo að ein-
hveijir aðrir og þá augljóslega
einkafyrirtæki hérlendis sem er-
lendis hafa valdið þessum hækkun-
um, þar sem sementsverð var
óbreytt allan tímann. Varla var svo
blekið þornað úr penna Víkvetja
þegar steypustöðvarnar í Reykja-
vík tilkynntu um verðhækkunar-
áætlanir á steypu án sements, jafn-
vel meiri en á sementi.
Hvernig skýrir svo Víkveiji
verulega hækkun flugfargjalda hjá
Flugleiðum meðan t.d. Áburðar-
verksmiðjan lækkar áburðarverð
álíka mikið, ekki er það í samræmi
við fullyrðingar hans um hækkanir
ríkisfyrirtækja eingöngu á síðustu
mánuðum. Og hvað hækkaði
Morgunblaðið í verði á síðustu
tveimur árum? Getur verið að sú
hækkun sé tvöföld sementshækk-
un? Hvað varðar áhrif sements-
hækkunar á byggingavísitölu, sem
Víkveiji hafði miklar áhyggjur af,
er hún skv. frétt Morgunblaðsins
10. febrúar 1993 0,1%. Það getur
nú ekki talist mikil hækkun á
tveggja ára tímabili. Sementsverk-
smiðjan biður því Víkveija að taka
fram reiknistokkinn og endurskoða
reikninginn og ummælin frá 9.
febrúar í Ijósi staðreyndanna."
x x x
AÁ
thugasemd Sementsverk-
smiðjunnar er til marks um
þá staðreynd, að forráðamenn rík-
isfyrirtækið virðast ekki geta til-
einkað sér nýjan hugsunarhátt,
sem gjörbreyttar aðstæður í at-
vinnulífinu kalla á. í athugasemd
þeirra segir, að byggingavísitalan
hafi á sl. tveimur árum hækkað
um álíka mörg prósenmt og sem-
entið nú. Þetta er hugsunarháttur,
sem gekk á verðbólgutímanum en
ekki lengur. Nú geta fyrirtæki
ekki leyft sér að hækka verð á
vöru og þjónustu með tilvísun til
slíkra röksemda.
Hver er veruleikinn á bygginga-
markaðnum, sem Sementsverk-
smiðjan lifir á? Veruleikinn er sá,
að gífurlegt magn atvinnuhús-
næðis stendur ónotað a.m.k. á
höfuðborgarsvæðinu og hvorki
hægt að selja það né leigja. Veru-
leikinn er sá, að mikill fjöldi íbúða
er óseldur vegna þess, að engir
kaupendur eru að þeim. Byggjend-
ur og seljendur atvinnuhúsnæðis
og íbúðahúsnæðis eru auðvitað
helztu viðskiptavinir Sementsverk-
smiðjunnar. Gamalt atvinnuhús-
næði er nú í svo lágu verði að það
eru einungis þeir, sem þurfa á sér-
hönnuðu húsnæði að halda, sem
byggja nýtt.
Við þessar markaðsaðstæður er
nákvæmlega enginn grundvöllur
hvorki fyrir hækkun á verði sem-
ents né steypu. Sementsverksmiðj-
an vísar til hækkunar á fargjöldum
Flugleiða. Víkveiji hefur að vísu
ekki kannað þær hækkanir sér-
staklega en þó er ljóst, að við-
skiptastaða Flugleiða er áþekk við-
skiptastöðu Sementsverksmiðj-
unnar. Bæði fyrirtækin búa við
eins konar einokunaraðstöðu, þótt
Flugleiðir geti bent á að öðrum
flugfélögum sé heimilt að fljúga
til Islands og Sementsverksmiðjan
geti bent á að heimilt sé að flytja
sement til íslands.
Einkafyrirtæki, sem eiga í sam-
keppni á markaðnum hækka ekki
verð á vöru og þjónustu um þessar
mundir. Ef menn kynna sér hækk-
un á framfærsluvísitölu t.d. hér í
blaðinu um helgina kemur í ljós,
að hún hækkar fyrst og fremst
vegna opinberra hækkana.