Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 Hvað kostar að fara ekki í verkfall? eftir Sigríði Kristinsdóttur og Sjöfn Ingólfsdóttur Bjami nokkur Karlsson, fyrrver- andi kennari en nú viðskiptafræðing- ur í þjónustu Reykjavíkurborgar, rit- ar grein í Morgunblaðið 27. febrúar um verfallsmál. Megininntakið er að verkföll borgi sig ekki og er reynt að sýna fram á það með tölum og útreikningum, töflum og línuritum. Bjami byijar á að reikna út kostn- að launafólks við hugsanlegt verk- fall og hve kauphækkun þyrfti að vera mikil til að ná honum til baka á einu ári. Ekki þarf að efa að við- skiptafræðingurinn hefur reiknað tölumar rétt en þær boða engin ný sannindi. Allir vita að þeir fá ekki laun í verkfalli enda hættir fólk þá að vinna og berst fyrir réttindum sínum. Næst tekur viðskiptafræðingurinn- til að ræða um reynsluna af verkfall- inu 1984 og telur þar flest hafa far- ið aflaga, þótt hann hafi tekið þátt í því „af fullri einurð“. Að því sinni var samið um verulega launahækkun (um 20%) en án verðtryggingar. Blekið var varla þomað á undirskrift- um samningamannanna þegar geng- ið var fellt vemlega og vextir voru hækkaðir þannig að ávinningurinn hvarf fljótlega í verðbólgunni. Þetta telur Bjarni sanna að verkföll borgi sig ei. En þar skjöplast honum. Þetta sýnir einungis að ganga þarf vel frá samningum með verðtryggingu eða öðrum þeim meðölum sem tryggja að ekki sé unnt að eyðileggja þá með einhliða stjómvaldsaðgerðum. Bjami deilir einnig á framkvæmd verkfallsins 1984 og telur margt „Núverandi ríkissljóra hóf feril sinn með því að knýja fram vaxta- hækkun, felldi gengið í haust, hækkaði skatt- prósentuna og lækkar þar með skattleysis- mörkin.“ hafa tekist illa. Vitanlega er ekkert einfalt mál að stýra verkfalli, þegar 20.000 manns leggja niður vinnu, án þess að einhveijar misfellur verði. Harðastar urðu þó deilumar við við- semjenduma því þáverandi ríkis- stjóm gerði allt sem hún gat til að bijóta verkfallið á bak aftur með óbilgimi og með því t.d. að túlka reglur um hveijir mættu fara í verk- fall mjög þröngt. Um það var tekist á allan verkfallstímann en BSRB- félagar höfðu sitt fram í því efni að mestu leyti og það tókst fyrir sam- stöðu félagsmanna. Nálægt lokum greinarinnar slær Bjami fram ráðherraklisjunni um Færeyjar „sem nú súpa seyðið af óraunsæi í efnahagsmálum". Mað- urinn hefur sýnilega lært sína lexíu vel en er hann viss um að hugmynd- ir BSRB séu svo óraunsæjar. Telur viðskiptafræðingurinn að kröfur BSRB um aðgerðir til að auka at- vinnu muni setja þjóðarbúið á haus- inn? Telur hann að kröfur BSRB um mjög hógværa hækkun lægstu launa (sem em um 50.000 krónur á mán- uði) muni setja þjóðina á hausinn? Telur hann að íslendingar hafi ekki efni á því að tryggja að allir geti leitað sér lækninga óháð efnahag? Ein meginkrafa BSRB að þessu sinni snýst m.a. um réttlæti í heilbrigðis- kerfínu sem kostar ríkissjóð í raun- inni ekki mikla fjármuni. Ber sú krafa vott um einhvers konar fær- eyskt óraunsæi? Loks fer viðskiptafræðingurinn að lýsa framtíðarhugmyndum sínum um verkalýðsbaráttu. Þær felast í von um að félagsmenn sínir muni fella verkfallsboðun og jafnframt vonar hann að „samninganefndir og við- semjendur þeirra beri gæfu til að semja um raunverulegar kjarabætur til lengri tíma litið í væntanlegum kjarasamningum". Já, mikil er trú mannsins, eða lifir hann í vernduðu umhverfi? Undanfarin þijú ár hefur verkalýðshreyfingin gert mjög hóf- sama þjóðarsáttarsamninga með litl- um sem engum beinum launahækk- unum og treyst á loforð stjómvalda um lækkun vaxta, að gengi yrði haldið stöðugu, að gerðar yrðu ráð- stafanir til að tryggja atvinnu og bæta kjör láglaunahópa með ýmsu móti. Allir vita hvemig efndimar hafa verið. Viðskiptafræðingurinn vonast eft- ir „raunhæfum" kjarabótum. Það kann að vera að raunhæfar kjara- bætur fyrir mann á uppleið í borgar- kerfinu séu aðrar en margra ann- arra. Hvað em raunhæfar kjarabæt- ur fyrir krónískan lungnasjúkling, sem áður fékk lyfin sín ókeypis en þarf nú að greiða 6.000 krónur á mánuði fyrir þau? Tökum annað dæmi, eitt af mörgum. Ung hjón með tvö böm, sem hafa samanlagt 130.000 krónur í laun á mánuði, festu tveggja herbergja íbúð í félags- lega kerfinu fyrir þremur ámm (varla er það munaður). Þau greidðu í fyrra 175.000 krónur af láninu en frá og með 1. mars eiga þau að greiða nærri 230.000 krónur miðað við heilt ár, hækkun um ríflega 50.000 krón- ur. Hvað em raunhæfar kjarabætur fyrir þetta unga par, Bjami Frímann? Núverandi ríkisstjórn hóf feril sinn með því að knýja fram vaxtahækk- un, felldi gengið í haust, hækkaði skattprósentuna og lækkar þar með skattleysismörkin. Þetta kemur sér- staklega þungt niður á láglaunafólki sem munar um hvem þúsundkallinn. Ríkisstjómin hefur unnið hörðum höndum að niðurskurði í ríkiskerfinu með því að selja/gefa ríkisstofnanir eða leggja þær niður og aukið þann- ig óöryggi hjá opinberum starfs- mönnum. Meðal þeirra er algeng spurning núna: „Hver verður næst- ur?“ Ríkisstjómin hefur skorið mis- kunnarlaust niður í heilbrigðis- og menntamálum. Hefur kennarinn fyrrverandi frétt af því að það hefur verið fjölgað í bekkjum í gmnnskól- unum og framlög til sérkennslu verið minnkuð? Lyf hafa stórhækkað og kostnaður sjúklinga stórhækkað, sér- staklega þeirra sem em mikið veikir. Á þjóðarsáttartímabilinu hafa millj- arðar króna verið færðir til frá al- mennu launafólki til efnafólks. Mis- réttið í þjóðfélaginu hefur aukist. YogastÖðin Heilsubót, Hátúni 6a, auglýsir: Konur og karlar athugið! Við bjóðum mjög góðar alhliða æfíngar, sem byggðar eru á Hatha yoga, til viðhalds þrótti, mýkt og andlegu jafnvægi. Sértímar fyrir ófrískar konur Morgun-, dag- og kvöldtímar. Visa - Eurokortaþjónusta Yogastöðin Heilsubót, Hátúni 6a, sími 27710. ®®®®®®®® VÖNDUÐ VtNNUBRÖGÐ EKU OKKAR AÐALSMERKI Sjöfn Ingólfsdóttir Sigríður Kristinsdóttir Ekkert, nákvæmlega ekkert bendir til þess að núverandi stjómvöld hygg- ist breyta um stefnu í þessu efni. Síðustu samningaviðræður milli samninganefnda BSRB og ríkisins stóðu í átta mánuði. Það vantaði ekki að BSRB-félögin sýndu lang- lundargerð en árangurinn varð sorg- lega lítill. Samningar margra BSRB- félaga. hafa nú verið lausir frá því í desemberbyijun og samningaviðræð- ur em hafnar. Svar viðsemjendanna við kröfum okkar er einfalt. Boðið er upp á minna en ekki neitt. Engar kjarabætur að sinni. Sú 5% kjara- skerðing, sem ríkisstjómin skellti á launafólk í nóvemberlok, skal standa. Áfram skal haldið að skera niður en ekki skal snert við hátekjufólki og fjármagnseigendum. Kröfur BSRB- félaga em í hæsta máta hógværar. Raunar svo hógværar að sumum þykir ekki taka því að beijast fyrir þeim. En þær taka mið af því að það em erfiðleikar í þjóðarbúskapnum og miðast fyrst og fremst við að tryggja aukna atvinnu, að veija kaupmátt almennra launa og lág- launafólks sérstaklega, að stuðla að jafnrétti í heilbrigðis- og menntamál- um. I stuttu máli að snúa af braut aukins misréttis og óréttlætis í þjóð- félaginu. | Við höfum byijað samninga aftur og aftur með góða von í bijósti. Það hefur litlum árangri skilað. Það veit k venjulegt launafólk þótt sú vitneskja ' vefjist fyrir viðskiptafræðingnum - kemst kannski ekki inn í skrifstofur w ráðhússins. Nei, hér þarf meira til " að koma, en góðar vonir. Verkfall er ekkert markmið, hvorki nú né endranær, heldur neyðarúrræði þeg- ar troðið er miskunnarlaust á fólki. Höfundar eru formenn Starfsmannafélags ríkisstofnana og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Hallgrímur Péturs- son fómarlamb kæfandi ástar eftir Árna Sigurjónsson Á laugardaginn 20. febrúar birt- ist hér í Morgunblaðinu smágrein eftir hinn ötula og afburðasnjalla þýðanda Helga Hálfdanarson. Þar amast hann við því að auglýsendur noti sér menningarverðmæti til að koma vöru sinni á framfæri. Tilefn- ið er að vitnað er í línu eftir Hall- grím Pétursson í gosdrykkjaraug- lýsingu, sem Helga sárnar svo mjög, að hann telur nauðsynlegt að Alþingi setji lög gegn slíkri sví- virðu. Sömuleiðis fordæmir hann að tónlist Mozarts sé leikin undir auglýsingu um „viðbjóðslega krás á veisluborði", þ.e.a.s. mat. Aðrir sómamenn, þeir Ólafur Oddsson og Þorbjörn Hlynur Árna- son, hafa einnig mótmælt því að orð Hallgríms skuli notuð í auglýs- ingu Olgerðarinnar. Ég finn mig knúinn til að mót- mæla þessu ofríki gegn þeim sem vitna í skáldskap Hallgríms Péturs- sonar í sjónvarpinu. Engin ástæða er til að bannfæra orð þessa skálds á þeim vettvangi, hvorki í auglýs- ingatíma né annars staðar. Mætti fyrr banna vísanir í orð leirskálda og til að mynda stórglæpamanna séu ménn á annað borð hlynntir ritskoðun. ÓAýrir iákar HARÐVIÐARVAL HF. KRÓKHÁLSI 4 R. SlMI 671010 „Ég- finn mig knúinn til að mótmæla þessu of- ríki gegn þeim sem vitna í skáldskap Hall- gríms Péturssonar í sjónvarpinu. Engin ástæða er til að bann- færa orð þessa skálds á þeim vettvangi, hvorki í auglýsingatíma né annars staðar." í annan stað tel ég mikið fyrirtak að stef eftir mestu tónskáld sögunn- ar, svo sem Mozart, séu notuð í auglýsingum sjónvarpsins. Væri álíka fráleitt að gera Mozart útlæg- an úr ljósvakanum og að bannfæra séra Hallgrím, enda munu margir telja að fremur þyrfti að auka menningarefni en minnka í sjón- varpsdagskránni. Mér er óljúft að andmæla grein eftir Helga Hálfdanarson, þetta háttprúða höfuðskáld - en geri það þó. Og ástæðurnar eru þessar: (a) ég styð ferskeytluna, (b) ég fagna því að Hallgrímur Pétursson rati í sjónvarpið, (c) ég vil heldur hlusta á Mozart en lágkúrutónlist í auglýs- ingatímanum, (d) ég fagna því að íslensk fyrirtæki byggi á menning- arlegu efni í auglýsingum sínum, og (e) ég aðhyllist málfrelsi. Sjónarmið mín vil ég taka saman svo. (1) Fyrrgreind orð um að Alþingi ætti að banna með lögum að vitnað sé í Hallgrím Pétursson í auglýsing- um lýsa ofstæki og eru að mínum dómi síður en svo til framdráttar íslenskri menningu. (2) Sem betur fer bannaði Ríkis- útvarpið ekki flutning umræddrar auglýsingar, sem þó hafði verið > > I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.