Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 I i I 5 I Þrír jeppar sukku í ísilagða Hvítá á föstudag Björgunin FJOLMENNT lið björgunarmanna tók þátt í að ná bílunum upp úr ísnum. Mistök og skortur á stikum orsökin „VIÐ HRINGDUM um nóttina í björgunarsveit á Selfossi og þeir vildu láta málið eiga. sig fyrst enginn hafði einu sinni blotnað. Þetta gekk allt vel,“ sagði Ami Gíslason, en hann var í einum jeppanna sem sökk í ísilagða Hvítá sl. föstudagskvöld. „Þetta voru bara mistök hjá okkur. Við vorum með vélsleðabók [með hnit fyrir GPS-staðsetning- artæki] og bara eitt GPS-tæki. Það er svo lítið stikað út þama, en yfirleitt hefur maður haft GPS- tækið og stikumar sem viðmiðun. Við misstum út stikumar á Blá- fellshálsinum og mgluðumst á smákafla. Vélsleðamenn fara bara yfír ána þess vegna," sagði Ámi. Mistök Hann sagði að þeir hefðu verið búnir að átta sig á mistökunum þegar bflamir sukku í ána. Þeir vom að snúa bflunum við inn á rétta leið þegar ísinn gaf sig. „Við vomm rétt ofan við brúna, nær vatninu. Við vomm á sex bflum og það vom þrír fremstu bflarnir sem fóm í ána.“ Alls vom tólf manns þama á ferð á sex bflum. Þeir vom á leið til Hveravalla. Þeir höfðu lent í klaka og dálitlum erfíðleikum með bflana fyrr um kvöldið. Þeir lögðu af stað frá Reykjavík kl. 16 og sagði Ámi að þær væm yfírleitt fimm tíma á leiðinni til Hvera- valla. Bflarnir fóm i vatnið undir miðnætti. Bílarnir óskemmdir „Við settum bílinn minn eigin- Ákafi BÚIÐ að tína ýmislegt lauslegt úr pallbQnum, þar hálfur í kafi í Hvítá. sem hann er lega í kaf, það var ekki hægt að ná honum öðmvísi upp úr ánni. Það kom grafa á staðinn og dró hann með spili eftir botninum. Við bmtum vök fyrir hann upp úr ánni. Bflamir em ennþá við Bláfells- háls,“ sagði Ámi. Allir bflamir náðust upp úr ánni sl. laugardag. Fyrir utan dálitlar dældir á bílunum em þeir því sem næst óskemmdir, að sögn Áma. Hann sagði að þetta væri hreint vatn sem hefði farið inn í bflana og það mætti þurrka úr öllum tækjum. Hann sagði að björgunar- menn austan úr Hreppum, 30 manna lið, hefðu tekið þátt björg- uninni. „Þeir sögðu að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem þeir sæktu bíla á þennan stað.“ Hitt húsið og íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur Námskeið fyrir atvinnulausa HITT húsið, Brautarholtí 20, sem starfrækt er á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, gengst á næstunni fyrir fræðslu- og tómstundanámskeiðum án endurgjalds fyrir ungt, atvinnu- { frétt frá íþrótta- og tómstundar- áði og Hinu húsinu segir að atvinnu- leysi í borginni hafí aldrei verið meira en í dag. Afar stór hluti hinna at- vinnulausu sé ungt fólk, og þá helst á aldrinum 16-20 ára. Til að byggja upp sjálfstraust og lífsgleði atvinnu- lausra ungmenna ætlar Hitt húsið að bjóða upp á tómstunda- og fræðsl- unámskeið. Námskeiðin eru án end- urgjalds og heijast 15 mars. Sem dæmi um námskeið sem í boði verða má nefna útivist, skyndihjálp, ís- lensku, bókfærslu, dýfíngar, fram- sögn og tjáningu, leiklist, ljósmynd- un, blaðamennsku, auk skíðanám- skeiða og margs fleira. Skráning fer fram í Hinu húsinu til 9. mars á skrifstofutíma. Þá hefur íþrótta- og tómstundaráð ráðið atvinnu- og námsráðgjafa til starfa og verður hann til húsa í Hinu húsinu. Hann verður til leiðsagnar og ráðgjafar um hvaða möguleikar standa ungu fólki til boða og hvað kunni að henta hveijum og einum. Hægt er að panta viðtalstíma við ráðgjafann, Grétar Þ. Eyþórsson, í síma Hins hússins alla virka daga á skrifstofutfma. 47 . Formaður Landssambands kúabænda segir mjólkurvinnslu rekna með hálfum afköstum Helmingur mjólkur- samlaganna óþarfur AFKASTAGETA mjólkurvinnslutmar er helmingi meiri en þörf er fyrir og veldur það miklum óþarfa kostnaði að sögn formanns Landssambands kúabænda. Hann segir að ef bændur hefðu meiri ráð í mjólkursamlögunum myndi það leiða til meiri hagræðingar „Afkastageta mjólkursamlag- anna er margföld umfram þarfir og þrátt fyrir að framleiðslan hafí minnkað verulega hafa ekki nema nokkur örsmá mjólkursamlög lagst af,“ sagði Guðmundur Lárus- son formaður Landssambands kúabænda í samtali við Morgun- blaðið. Hann lét þau orð falla á fundi, sem landbúnaðarráðuneytið efndi til um stöðu og framtíð ís- lenskrar mjólkurframleiðslu á Ak- ureyri á miðvikudag, að bændur hefðu ekki lengur efni á að halda uppi atvinnubótavinnu um allt land i óþörfum vinnslustöðvum. Kostnaðarsöm vinnsla Guðmundur sagði að afkasta- geta mjólkurvinnslunar væri um 200 milljónir lítra á ári en fram- leiðsla bænda væri komin niður í 100 milljónir lítra. Það gæfí auga- leið að kostnaðarsamt væri að reka mjólkurvinnslu út um allt land með hálfum afköstum. Hann telur nauðsynlegt að leggja niður um helming mjólkursamlaganna, þannig myndi nást veruleg hag- ræðing sem kæmi bændum og neytendum til góða. Rót vandans Guðmundur sagði rót vandans þá, að mjólkursamlögin væru fæst í eigu bænda og hefðu þeir því lítil áhrif á rekstur þeirra. Slæm afkoma samlaganna kæmi niður á bændum sem hefðu hagrætt fyrr í rekstri þeirra ef það hefði staðið í þeirra valdi. Hann sagði að í nágrannalöndum okkar hefðu bændur meiri ráð í mjólkursamlög- um og hefði það leitt til mun hag- kvæmari reksturs en verið hefur hérlendis. ----» ♦ ♦-- Dráttarvélaslysið á Djúpvegi Maðurinn enná sjúkrahúsi MAÐURINN sem slasaðist á Djúpvegi sl. föstudag, er enn á sjúkrahúsinu á ísafirði, en hann er ekki talinn í lífshættu. Slysið varð þegar dráttarvél og flutn- ingabíll skullu saman. Samkvæmt framburði ökumanns flutningabflsins voru tildrögin þau að flutningabflnum var ekið austur Djúpveg. Dráttarvélinni var ekið aftur á bak út úr heimkeyrslu og í veg fyrir flutningabflinn. Fram- horn flutningabflsins lenti á aftur- hjóli dráttarvélarinnar sem snerisf*-1r við og hafnaði utan vegar. Ökumaður dráttarvélarinnar missti meðvitund en rankaði fljót- lega við sér. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á ísafirði, þar sem hann var enn í gær. Prófastastefna þjóðkirkjunnar PRÓFASTASTEFNA þjóðkirkj- unnar verður haldin Hngana 2.-4. mars á Biskupsstofu í Reylgavfk. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, setur stefnuna í Dóm- kirkjunni klukkan 11 á þriðjudag. Meðal helstu umQöllunarefna má nefna endurskoðun á lögum um skipan prestakalla og prófasts- dæma og starfsmenn þjóðkirkju íslands. Framsögu um það efni hafa Ari Edwald, aðstoðarmaður dóms- og kirkjumálaráðherra, og séra Guðni Þór Ólafsson, prófastur —efþú spilar til að vinna! 8. leikvika - 27.-28. fcbrúar 1993 | Nr. Lakur: Röóln: 1. Aston VUla - Wimbicdon i - - 2. C Falacc - Coventry - x - 3. Everton - Oidham - X - 4. Lecds - Ipswkrh 1 - - 5. Man. Utd. - Middlcsbro 1 - - 6. Nott For. - Man. C'tty - - 2 7. ShcfT. Wed. - Uvcrpool - X - 8. Southampton - ShefT. Utd. 1 - - 9. Tottenham - QPR 1 - - 10. Cambridse - MWwall - X - 11. Oxford - Derby - - 2 12. Sundcriand - Wcst Ham - X - 13. Swindon - Porlsmouth 1 - - HeUdarvinningsupphæAin: 142 milljónir króna 13 ríttir: 277.770 12 rcttir: [_ 6.060 11 réttir: 630 1 10 réttir: 210 á Melstað. Séra Jón Dalbú Hró- bjartsson, prófastur í Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra, hefur fram- sögu um aðhlynningu og aðstoð við presta. Séra Jón Einarsson prófastur Borgfírðinga fjallar um eignamál kirlq'unnar. Að auki verður fjallað um frum- varp til laga um kirkjugarða sem nú liggur fyrir Alþingi og starfs- þjálfun guðfræðikandídata. Á pró- fastastefnu eiga sæti prófastar þjóðkirkjunnar, 16 talsins, vígslu- biskupar auk biskups íslands. (Frcttatilkynning) | 8. lcikvika - 28. febntar 1993 Nr. Lakur:__________________ Rððút: 1. Brcada - Pimu - - 2 2. Cagllari - Atalanta 1 - - 3. Florendna - Intcr Milan - X - 4. Genoa - Lazio - - 2 5. AC MUan - Sampdoria 6. NapoU - Ancona 1 - - - X - 7. Roma - Juventus 1 - - 8. Torino - Fescara 1 - - 9. Udincse - Foggia 1 - - 10. Bolopia - Reffiana 11. Modena - Ceaena - X - 1 - - 12. Piu - Cremoncac - X - 13. Vcrona - Padova - X - HeildarvinningsuppiucAin: 13,6 milljónir króna 13 réttir: [ 1 J27.900 1 kr. 12 réttir. 34.610 J kr. 11 réttir: | 2J90 J kr' 10 réttin [ 510 J kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.