Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993
19
Varði doktorsritgerð
á sviði skurðlækmnga
ÞORVALDUR Jónsson varði
hinn 4. desember sl. doktorsrit-
gerð á sviði skurðlæknisfræði
við háskólann í Lundi. Ritgerðin
nefnist „Changes in early
strength of intestinal anas-
tomoses". Aðalandmælandi við
Hólmarar
vilja nýj-
an vegum
doktorsvörnina var próf. Bengt
Zederfeldt og doc. Hans
Högström.
Rannsóknir dr. Þorvalds hafa
beinst að breytingum á styrk
gamatenginga á fyrstu dögum
eftir skurðaðgerð. Slíkar tenging-
ar þarf að gera þegar hluti gama
er numinn brott. Vitað er að teng-
ingarnar geta veikst verulega á
þessum tíma. Slík veiklun gæti
leitt til leka í tengingunni, en það
er alvarlegur fylgikvilli slíkra að-
gerða. Rannsóknirnar hafa verið
tvíþættar, og hafa annars verið
kannaðar lífefnafræðilegar ástæð-
ur veiklunarinnar, en hins vegar
Dr. Þorvaldur Jónsson
verið athugað hvaða áhrif mis-
munandi skurðtækni hefur á styrk
garnatenginga. Niðurstöður hafa
verið kynntar á vísindaráðstefnum
erlendis, og birtar sem greinar í
læknisfræðitímaritum.
Þorvaldur Jónsson lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð 1971, kandídatsprófi
frá læknadeild Háskóla íslands
1978, og hlaut lækningaleyfi á
íslandi 1980. Hann stundaði síðan
framhaldsnám í skurðlækningum
á Islandi, Bandaríkjunum, og Sví-
þjóð og varð sérfræðingur í al-
mennum skurðlækningum 1986.
Þorvaldur starfar nú sem sérfræð-
ingur á skurðlækningadeild Borg-
arspítalans í Reykjavík. Foreldrar
hans eru Jón G. Hallgrímsson, dr.
med. og Þórdís Þorvaldsdóttir
borgarbókavörður. Þorvaldur er
kvæntur Aðalbjörgu Þórðardóttur
teiknara og eiga þau þijú börn.
EJEl °d.ýr & 'éttur Qjg
“ “ kinamatur
, kinverskur veitingastaður
Armúla 34, sími 31381
TŒEBaa
Fiskréttur m/sósu & saiati kr. 395,-
Blandaðir 3 réttir kr. 595,-
Soðin hrisgrjón fylgja aðalróttunum — kaffi eöa te eftir matinn
Kínverskar kræsingar á kvöldin
Vlð Itfifum opið alla daga frá kl. 11.30-22.00
„Vatnaleið“
Stykkishólmi.
EINS og annars staðar hefur
gengið á ýmsu í veðurfari, frost
og þíða, rok og byljir, hafa mynd-
að stóra skafla og gert þeim sem
greiða faranda leiðir, mikið erf-
iði og oft undravert hversu vel
hefur tekist til í ferðum milli
staða. Helstu hindranir eru fjall-
vegirnir og eins og áður á Snæ-
fellsnesi hafa Kerlingarskarð og
Fróðárheiði verið erfiðust.
Undanfarin ár hefur verið í at-
hugun önnur leið um 100 metra
lægri en það er svonefnd Vatnaleið
og hafa veður í vetur og undanfar-
ið sýnt fram á að hún er tilvalin
lausn. Þeim mun fyrr því betra.
Heydalur, brautin sem notuð hefur
verið þegar Kerlingarskarð hefur
lokast er mun lengri leið með Stykk-
ishólm í huga og því ekki framtíðar-
lausn.
Þá má benda á vaxandi bifreiða-
straum á Snæfellsnesi, hvort sem
um er að ræða ferðamenn eða vax-
andi flutninga með fisk og annað
verðmæti.
- Arni.
------» ♦ ♦
Héraðsbókasafn
A-Skaftafellssýslu
Útlán bóka
hafa aukist
um nær 80%
ÚTLÁN bóka og annars efnis hjá
Héraðsbókasafni Austur-Skafta-
fellssýslu á Höfn reyndust vera
13.457 á árinu 1992 og höfðu þá
aukist um 79,7% frá árinu 1991
en þá voru útlán 7.489. Árið 1990
voru útlán safnsins 5.721 og hafa
því útlán aukist um 135,2% á
tveimur árum.
Mest er aukningin í útlánum
fræðibóka eða um 170% á milli ára
og útlán barna- og unglingabóka
aukast um 126% á sama tíma.
Það sem af er árinu 1993 er enn
merkjanleg aukning á útlánum því
þau reyndust vera 2.018 í janúar
sl. en voru 1.484 sama mánuð í
fyrra. Aukningin er um 36%.
Auk hefðbundinnar þjónustu
sinnir bókasafnið nú í auknum
mæli ýmiss konar sérþjónustu og
eru áform uppi um að auka enn
þá þjónustu.
(Frcttatilkynning)
------♦ ♦ ♦
■ FÉLAG Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík heldur
árshátíð sína laugardaginn 6. mars
í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.
Félagið fær gesti að vestan í heim-
sókn. Heiðursgestir verða hjónin
Jón Eggertsson og Margrét Vig-
fúsdóttir, forseti bæjarstjórnar í
Ólafsvík. Sönghópurinn Rjúkandi
frá Ólafsvík skemmtir og flutt verða
gamanmál. Miðasala á árshátíðina
verður í Breiðfirðingabúð miðviku-
daginn 3. mars og fimmtudaginn
4. mars kl. 16-19.
AFMÆLIS-
TILBOÐ!
Við bjóðum bílakaupendum nokkra nýja MAZDA bíla
frá fyrra ári á einstökum kjörum.
Verðdæmi nr. 2:
MAZDA 626, 2000 16 ventla GLXi, sjálfskiptur með eftirtöldum búnaði:
Vökvastýri, samlæsingu, rafmagnsloftneti og 4 hátölurum, upphituðum
sætum, rafdrifnum rúðum, rafdrifnum upphituðum útispeglum, álfelgum.
Bíllinn sem var sæmdur „Gullna stýrinu“ í Þýskalandi!
Fullt verð: Kr. 1.790 þús.
Tilboðsverð m.v. stgr. 1.558 þús.
Mismunur 232 þús.
Eigum einnig fleiri gerðir á sambærilegum kjörum.
Nánari upplýsingar veita sölumenn okkar og umboðsmenn um land allt.
Athugið: Takmarkað magn!
1943 1993
SKÚLAGÖTU 59. REYKJAVÍK S. 6195 50
Verðdæmi nr. 1:
MAZDA 323 F, 1600 16 ventla GLXi, 5 gíra með eftirtöldum búnaði:
Vökvastýri, samlæsingu, loftneti og 4 hátölurum, upphituðum sætum,
rafdrifnum rúðum og útispeglum.
Bíllinn sem sameinar kosti sportbílsins og fjölskyldubílsins!
Fullt verð: Kr. 1.265 þús.
Tilboðsverð m.v. stgr. 1.121 þús.
Mismunur 144 þús.