Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 Anna María Kjart- ansdóttir — Minning Fædd 22. nóvember 1966 Dáin 19. febrúar 1993 Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sáiar. Svo oft reyndist strengur í bijósti sem brast við biturt andsvar gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt aupakast sem aldrei verður tekið til baka. (Einar Benediktsson) Anna María var einu sinni fyrir löngu systir mín. Réttara sagt var hún stjúpsystir mín, en við vorum svo ungar þegar það kom til að í þá daga skipti forskeytið okkur engu máli, við mundum hvort eð var ekkert eftir því að einhvem tím- ann höfðum við ekki verið hluti af tilveru hvor annarrar. Okkur Önnu Maríu kom vel sam- an í þá daga, þótt ólíkar værum. Við voram þijár „systumar" á lík- um aldri og lékum okkur saman þegar ég var í heimsókn. Minninga- brotin sem eftir standa era einhvem veginn ekki mörg þó að árin sem við voram „systur" hafi verið tíu, enda var ég oftast erlendis; þijár syngjandi saman í bíl á Reykjanes- brautinni með mömmu, þijár saman i gamla Peugotnum á leið upp í bústað, með viðdvöl í Nesti til að kaupa pulsu og kók, þijár svaka skvísur í eins buxnapilsum og vest- um í röndóttum peysum og sokkum í sinn hvoram litnum, þijár að pukra frammi á gangi um hver eigi að fara inn og vekja pabba og Olmu til þess að biðja um pening til að fara í bíó. Ég heid að Anna María hafi næstum alltaf farið, hún var frökkust af okkur. Þijár á bömmer á páskadagsmorgun yfir óætu páskaeggjunum sem pabbi hafði keypt. Þijár úti í Grímsbæ að kaupa grænan frostpinna og Ópal. Þijár háskælandi í kór í hvert sinn sem þurfti að skilja okkur að og ég þurfti að fara heim. En einhvem veginn er það svo í þessum undarlega heimi sem við iifum í að þegar að skilnaði foreldra okkar kom slitnaði allt samband á milli okkar líka. Við hættum að vera systur jafn skyndilega og við urðum systur. Eins og það geti verið vaktaskipti í fjölskyidum. Ég frétti af Önnu Maríu annað slagið frá bróður okkar og hitti hana stöku sinnum á fömum vegi. Af því sem ég frétti og sá virtist hún spjara sig prýðilega miðað við þær aðstæður sem henni vora skap- aðar. Hún var alltaf myndarleg, en varð huggulegri með hveiju árinu og stundaði líkamsrækt af kappi. Ólíkt því sem sumir höfðu búist við þá var hún ekki í neinni óreglu eða veseni. Hún ræktaði hæfíleika sína í höndunum og hafði um tíma at- vinnu af saumaskap. Hún átti myndarlegt bam, vini og kærasta og virtist hafa skapað sér þokkalegt líf. Blómastofa Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Ég frétti aldrei neitt slæmt um hana og gladdist yfír því að hún skyldi hafa fundið sér góðan farveg í lífinu. En skyndilega kom annað á daginn. Eitthvað var greinilega ekki eins gott og ég hafði vonast til. Ég veit ekki hvað það var þó að ég geti fundið sitthvað úr bemsku okkar sem hefði vel getað grafið um sig í sálartetri hennar og skilið eftir sig stór sár og eflaust hafa mörg bæst við síðan leiðir okkar skildu. Ég veit ekki hvað kvaldi hana og leiddi til slíkrar upp- gjafar og vonleysis, en ég trúi og vona að þjáningum hennar sé lokið og hún fínni gleði og frið þar sem hún nú er. Megi Guð gefa Hjörleifí bróður okkar, Ölmu, Emu og öllum vinum og vandamönnum hennar styrk í þeirra miklu sorg. Anna Magnea Harðardóttir. Það var skyndilegt áfall þegar sú óvænta fregn barst að frænka mín, hún Anna María, væri dáin. Á mig leituðu hugsanir um hverful- leika lífsins, hið stutta bil milli lífs og dauða, og orð prédikarans í bók- inni helgu, sem hafa orðið mér minnisstæðari en flest annað sem ég hef lesið; getuleysi mannsins þegar staðið er frammi fyrir dauð- anum er án efa sárasta tilfínning sem hægt er að upplifa. En ýmsar innilegar minningar um Önnu Maríu fóru fljótt að leita á hugann, einkum frá þeim áram, þegar við höfðum mest saman að sælda. Það var um tíma eitt af daglegum verkum unglingsins að sækja þ‘á litlu á leikskólann þegar eigin skólaskyldum var lokið, og það var Jjöragur og kraftmikill krakki sem tók fagnandi á móti manni. Anna María var skemmti- legt bam, sem geislaði af lífi og gáska, og hafði gaman af að leika við frænda sinn; hún gat verið óþreytandi í ýmsum leikjum, og henni fannst einkar gaman að skoða heiminn í þeim fjölmörgu göngu- ferðum, sem við fóram saman um allt Laugameshverfíð á fyrstu áram hennar. Og unglingurinn naut sam- verannar ekki síður; saklausar spumingar þeirrar stuttu, spaugi- legar athugasemdir og forvitni um allt sem fyrir augu bar kenndi mér margt um heiminn og meira um böm eri ýmsar fræðilegar bækur, sem síðar vora lesnar í skólum. Augu bamsins sjá allt sem nýtt, og sá sem nýtur leiðsagnar bama er ætíð að læra. Er Anna María óx úr grasi var atorkan sem fyrr, en fékk ekki allt- af þá leiðsögn sem þurfti. Ein ógæf- an var að vegna námsörðugleika við upphaf skólagöngu lenti frænka mín milli stafs og hurðar; hinn opni skóli, sem átti að vera allrá meina bót, brást henni illa og hún hlaut ekki nægilega fljótt þá aðstoð sem hún þurfti. Þetta olli miklum sárs- auka sem seint hvarf. En hún var dugleg til verka og kjarkmikil, og vann bug á flestum erfiðleikum. Eins og oft vill verða, losnaði nokkuð um náin ættartengsl þegar báðir aðilar vora famir að sinna eigin störfum og eigin fjölskyldum. -blómstrandi véttyim / Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 Þó var fylgst með úr fjarlægð, og alltaf var gaman að hittast á stórhá- tíðum og merkisafmælum; Anna María var alltaf litla frænkan, sem ég hafði passað forðum daga. Hún var snemma farin að vinna fyrir sér, og setti ekki fyrir sig að vinna langan vinnudag, ef því var að skipta. Allur saumaskapur lék í höndunum á henni, eins og sást alltaf á henni og ekki síst á litla sólargeislanum henni Emu Björk, dótturinni sem nú hefur misst móð- ur _sína. Á ungum aldri skortir skilning- inn, en hennar söknuður á eftir að verða einna mestur þegar árin líða, og þá þarf hún stuðning föður síns og annarra ættingja til að halda í minningar um móður sína, sem hefur nú horfið henni svo ungri. Prédikarinn segir; „Öllu er af- mörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefír sinn tíma. Að fæðast hefír sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma.“ Hversu sárt sem það kann að vera, ráða örlögin hveiju fram fer. Þeirra sem eftir lifa er að varðveita hið góða, minn- ingamar, og njóta þeirra sem best, því þannig mun Ánna María lifa áfram meðal okkar. Þetta er hinsta kveðja, og ég vona að Anna María finni nú þann frið, sem hún hefur þráð. Foreldr- ar, bróðir, dóttir, ættingjar og vinir sakna hennar sárt, og munu minn- ast hennar alla tíð. Eiríkur Þorláksson. í dag, 2. mars, kveðjum við vin- konu okkar Önnu Maríu Kjartans- dóttur. Okkar fyrstu kynni hófust fyrir u.þ.b. ári þegar félagi okkar, Ólafur Árnason, og Anna byijuðu að búa saman. Þegar ungt fólk í blóma lífsins er kvatt á braut með svo skyndileg- um hætti finnur maður ósjálfrátt fyrir vanmætti sínum. Upp í hugann koma minningar um sameiginlegar stundir sem veittu okkur öllum ánægju. Söknuðurinn er sár, en vissan um endurfundi og minningar um góða vinkonu er það sem stend- ur eftir þegar horft er til baka. Elsku Óli, við biðjum góðan Guð að veita þér styrk á þessari erfíðu stundu. Foreldram og ungri dóttur vottum við dýpstu samúð og kveðj- um Önnu Maríu með söknuð í hjarta. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Guðmundur H., Rafn, Mar- teinn, Guðmundur S. og Lilja. Við kveðjum elsku Önnu Maríu og beygjum okkur fyrir vilja Guðs. Megi hlý og styrk hönd hans nú halda í hennar. Og Ijósið milda lýsa henni veginn. Þú Ijós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, - í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr. (M. Joch.) Tíminn varð ekki langur sem leið- ir okkar lágu saman, en þrátt fyrir það er mynd Önnu Maríu okkur svo hugljúf. Megi góður Guð vernda Emu Björk litlu um alla framtíð og styrkja þá sem nú eiga um sárt að binda. Hanna B. Jóhannsdóttir og fjölskylda. Við getum ekki safyt annað en okkur hafi bragðið þegar okkur barst sú fregn að Anna María væri látin. Svona ung, rétt eins og við, fallin frá í blóma lífsins. Anna María, þessi glaðlega stúlka, kom inn í kunningjahóp okkar fyrir tæpu ári. Reyndar vora kynni okkar við Önnu Maríu ekki eins náin og við vildum, því að hún var mjög tímabundin. Hún var af- burðadugleg í starfí og vann mikið. Þau skipti sem við hittumst var oft mikið líf og fjör og minnumst Minning Helgi Ingólfsson Fæddur 25. mars 1923 Dáinn 22. febrúar 1993 Mágur minn Helgi Ingólfsson verður jarðsunginn frá Neskirlq'u í Aðaldal í dag, 2. mars. Hann fædd- ist að Tjörn í Aðaldal, en fluttist ungur með foreldram sínum að Húsabakka í sömu sveit. Foreldrar Helga vora Ingólfur Indriðason og María Bergvinsdóttir. Systkini Helga voru sjö, fímm syst- ur og tveir bræður, og ólst hann upp í kátum hópi systkina. Helgi kvæntist Sigurbjörgu Hall- grímsdóttur úr sömu sveit og tók við búi foreldra sinna er þau hættu búskap. Helgi og Sigurbjörg eign- uðust sex börn, en misstu eitt ný- fætt. Ég kynntist Helga fyrst er ég kvæntist systur hans. Hún var yngst systkinanna og bjó því lengst heima. Það var mjög kært með henni og Helga. Þau vora bæði L.EGSTEINAR mikið í íþróttum á sínum yngri áram. Helgi studdi systur sína og hvatti, einkum er hún fór' aðeins 13 ára gömul að keppa á lands- móti UMFÍ við góðan orðstír. Hann fylgdist alltaf vel með öll- um íþróttum og hin síðari ár mest með handknattleik og knattspymu. Hann fór stundum á vellina í næsta nágrenni og hafði gaman af og vildi þá sjá góðan árangur og góða íþrótt. Ég minnist Helga er ég kom fyrst að Húsabakka fyrir glaðlyndi hans og vilja til að gera öðram greiða. Það var oft gaman að veiða í fljót- inu, en þar hafði hann með aðstoð sona sinna komið upp steypustöð og vann við það með búskapnum. Fylgdist hann þá vel með hvort eitt- hvað veiddist og lét í Ijós ánægju sína er vel gekk. Ég minnist Helga einnig er hann lá með föður mínum á Landspítalan- um. Þar háði hann sína baráttu við sama sjúkdóm og varð Helga að aldurtila. Þeir náðu saman, enda líkir um margt. Góð lund, létt skap og að gefast aldrei upp. Faðir minn minntist oft á Helga fyrir hvað hann var ræðinn og fróður. Helgi var oft hin síðari ár á spítöl- um, en reis alltaf upp aftur með nýjum þrótti og gleði. Því hélt mað- ur kannski að svo færi einnig nú. við þeirra gleðistunda með söknuði. Blessuð veri minning hennar. Ó, dauði, taktu vel þeim vini mínum, sem vitjað hefur þreyttur á þinn fúnd. Oft bar hann þrá til þin í huga sínum og þú gafst honum traust á banastund. Nú leggur hann það allt, sem var hans auður, sitt ævibðl, sitt hjarta að fótum þér. Er slíkt ei nóg? Sá einn er ekki snauður, sem einskis hér á jörðu væntir sér. (Tómas Guðmundsson) Guð blessi dóttur Önnu Maríu, foreldra og unnusta og styrki þau í sorg þeirra. Lilja og Harpa. Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar- veru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið best af sléttunni. (Úr Spámanninum.) í dag kveðjum við hinsta sinni vin okkar og félaga, Önnu Maríu Kjartansdóttur. I röðum okkar hef- ur myndast skarð sem seint verður fyllt. Við viljum kveðja Önnu með þessum orðum og þakka henni sam- verana og samstarfið bæði á saumastofunni og í versluninni. Til Önnu var ailtaf gott að leita, hún með sitt jákvæða viðmót, hjálpleg og elskuleg. Aðstandendum Önnu Maríu sendum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja þá í þessari miklu sorg. Guð blessi minningu Önnu Maríu. Hvíli hún í friði. Vinir og samstarfsfélagar í Versluninni Sautján. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin árið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum orðum viljum við minnast elsku Önnu Maríu og þakka samverastundirnar á liðnum áram. Aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Vinnufélagar Saumastofu Sauiján. En svo var ekki. Enginn má sköpum renna. Helga verður ætíð minnst sem trausts og góðs drengs, sem fylgdist vel með öllu sínu fólki og átti með því ánægjustundir. Við hjónin kveðjum þig, Helgi, með trega, en vitum um leið að þú hefur það eins og til var sáð. Við vottum Sigurbjörgu, bömum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Ég kveð þig kæri bróðir, kiökk í huga er. Þú verður alltaf, vinur, vorið í hjarta mér. (Þuriður) Sigmundur Ámundason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.