Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1993 Minning Einar Olgeirsson fv. alþingismaður ____________Brids________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Frá Skagfirðingum, Reykjavík Aðaltvímenningskeppni Skagfirð- inga 1993 lauk síðasta þriðjudag með sigri Þrastar Ingimarssonar og Þórðar ___ Bjömssonar. Röð efstu para varð þessi: Þröstur Ingimarsson - Þórður Björnsson 112 Benedikt Helgason - Gylfi Jón Gylfason 91 ÓskarKarlsson-ÞórirLeifsson 69 RagnheiðurNielsen-SigurðurÓlafsson 61 ÁrmannJ. Lárusson - Lárus Hermannsson 69 AlfreðAlfreðsson-BjömÞorvaldsson 42 Alla þriðjudaga hér eftir verður eins kvölds tvímenningskeppni hjá Skag- firðingum. Spilað er í góðu húsnæði að Stakkahlíð 17 og hefst spila- mennska kl. 19.30. Bridsfélag Breiðfirðinga Þetta eru úrslit úr eins kvölds tví- ’ menningnum fimmtudaginn 25. febr- úar sl. N-S: Guðbrandur Guðjohnsen - Magnús Þorkelsson 321 KristóferMagnússon-AlbertÞorsteinsson 304 ElísHelgason-JörgenHalldórsson 303 Sigtryggur Sigurðsson - Anton Valgarðsson 288 A-V: ÞórirLeifsson-ÓskarKarlsson 352 MagnúsHalldórsson-HjálmarS.Pálsson 313 BemharðGuðmundsson-ÁmiGuðmunds. 288 PállÞ.Bergsson-ViðarJónsson 280 Næsta fimmtudag, 4. mars, hefst aðaitvímenningur félagsins með baró- meter útreikningi. Reiknimeistari Kristján Hauksson, stjómandi ísak Sigurðsson. Skráning er hafin hjá ísak í síma 632820 eða hjá Elínu í síma 689360. Bridsdeild Víkings Spilað var þriðjudaginn 23. febrúar og efstu sæti skipuðu: JónÖmÁmundason-EmaHrólfsdóttir 239 HelgiSamúelsson-UnnurSveinsdóttir 239 Bergsteinn Pálsson - Guðm. Samúelsson 237 SigurðurGeirsson-FilippusÞorláksson 231 Næst verður spilað þriðjudaginn 2. mars Spilað verður eins kvölds tví- menningur. Byijað verður að spila kl. 19.30 stundvíslega. Þegar ég heyrði lát Einars 01- geirssonar frv. alþingismanns staldraði ég ósjálfrátt við. Það greip hug minn á ákveðnari hátt en flest- ar fregnir nú um stundir. Ég fann þörf til að riija upp nokkrar minn- ingar. Einar var fæddur á Akureyri. Fyrst man ég eftir honum við jarð- arför Einars Sigfússonar á Stokka- hlöðum í mars 1924, að mig minnir. Hildigunnur systir Einars var með honum, en hún var að nokkru leyti alin upp hjá Einari og Guðríði á Stokkahlöðum. Einar Olgeirsson var þá þegar og næstu ár að vekja athygji með glæsileika á öllum svið- um. í flugmælsku meðal annars. Engum duldist að þar fór afburða- maður á marga lund. Og þar sem hann var, var hann allur. Einar sat á Alþingi þau ár er ég sat þar. í apríl 1964 var sex fulltrú- um Alþingis boðið í heimsókn til breska þingsins, tveimur fulltrúum frá hvorum, Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokki, og einum frá hvorum, Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Birgir Finnsson þingm. Alþýðu- flokks var fyrir Vestfírði, þá forseti sameinaðs þings, og því fyrirliði hópsins. Einar Olgeirsson var þá staddur í Bretlandi og kom þar til móts._ Ég fór í þessa för ásamt Sig- urði Ólasyni, forseta Efri deildar frá Sjálfstæðisflokki, og frá Framsókn- arflokki Halldór Sigurðsson og Jón Skaftason. Fjölbreytt var það er á dagana dreif. Kvöld eitt vorum við að koma úr hófí er klukkan var um 12 á miðnætti. Við dvöldum á svo- nefndu Dorchester-hóteli, líklega í miðborg Lundúna. „íbúðir“ okkar Einars lágu svo til saman. Einar spyr mig þá hvort ég vilji ekki koma inn til sín um stund. Ég þáði það og um klukkustund var spjallað. Einar var hýr á svip og þama sagði hann mér frá átökum og erfíðleik- unum við myndun nýsköpunar- stjórnarinnar haustið 1944. Hrifn- ing hans var mikij af snilli og ódrep- andi þolinmæði Ólafs Thors. Einar var greinilega forustumaður Sósíal- ista í þeim samningum. Margar hindranir mættu, en öðru hvoru virtist markið_ vera að nást. Undir lokin talar Ólafur við Einar að kvöldi og segir dökkt í álinn. Segir svo: Eigum við ekki að sofa á þessu í nótt? Nóttin leið. Um morguninn hringir Ólafur og segir málið í höfn! Mig minnir að það hafí verið skeyti frá Finni Jónssyni á ísafírði er kom. Það var glaður og hlýr maður, Ein- ar Olgeirsson, á þessari stundu. Fleiri atvik voru nefnd um sam- skipti Ólafs og Einars. í átökum eitt sinn um kosningu meirihluta í stjórn verkalýðsfélags í Reykjavík, mig minnir í iðnaði. Þetta var á þeim tíma árs er Alþingi starfaði. Skörp skil voru milli flokka, og taln- ing atkvæða var seint að kvöldi eða fram á nótt. Sósíalistar sigruðu. Daginn eftir var Einar kominn til sætis, er Ólafur Thors kemur í þing- sal. Hann gengur rakleitt til Einars og heilsar hressilega og segir: „Mik- ið andskoti fórum við á rassinn núna!“ Þetta spjall okkar Einars veitti mér mikla innsýn. Ég held að í raun hafi Einar tæpast metið nokk- urn mann meir en Ólaf Thors. Við ýmis fleiri atvik var auðvelt með inngreyptri athygli að sjá þetta. Þess vegna vil ég einnig geta að við fjölda viðburða í þessari heim- sókn til Englands var það Einar Olgeirsson, sem best gaf því gætur að ég færi ekki mjög á mis við það er fram fór, vegna engrar kunnáttu á ensku máli, þetta fann ég. Síðustu árin hefur verið hljótt um Einar Olgeirsson. Ekki leikur vafí á að misjafnt álit býr í hugum íslendinga, þeirra er horfa yfír svið Einars Olgeirssonar og feril langrar ævi — í sviptivindum stjómmála- hreyfínga, þar sem hann var mjög í forystu. Við leiðarlok býr í míum hug hlýr maður og sannur mannvinur. Þegar dómar líða um margra hug við ævilok leita á huga minn lýsing- ar úr Nýja testamentinu er ég nam í bamaskóla og minna stundum á sig. Æðstu prestar og farísear í samtíð Jesú Krists komu eitt sinn til hans með konu: þessi kona hefír syngað! Samkvæmt lögmálinu skal hún grýtast! Svo segir að Jesús hafí litið til jarðar, ritað.með staf sínum í sandinn, litið svo til æðstu prestanna og sagt: Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum! Æðstu prestum allra tíma er hollt að minnast þessarar sígildu sögu biblíunnar. Ég kasta ekki steini á minningu Einars Olgeirssonar. Jónas Pétursson. + GUÐJÓN JÓNSSON, Starkaðarhúsum, Stokkseyri, er látinn. Ólafía Sigurðardóttir. + Faðir minn, PÉTUR GUÐBJARTSSON, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 28. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Ottó Laugdal. t Faðir okkar og mágur, ROBERT H. GREIF, lést í Vínarborg 25. febrúar. Stefan Greif, Oern Greif, Hiidur Davfðsdóttir, Marít Davíðsdóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNÞÓRUNN KLARA KARLSDÓTTIR, Birkivöllum 13, Selfossi, andaðist í Borgarspítalanum sunnudaginn 28. febrúar. Sveinn J. Sveinsson, Björg Sigurðardóttir, Nína S. Sveinsdóttir, Arnór Hannibalsson, Ingibjörg S. Sveinsdóttir, Freysteinn Sigurðsson, Sigurður G. Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginkona mín, mágkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR, Álftamýri 40, Reykjavík, lést í Landspítalanum 27. febrúar. Sverrir Meyvantsson, Elfsabet Meyvantsdóttir, Jóhann B. Sigurgeirsson, Sigrún Þorgeirsdóttir, Ingólfur Kr. Sigurgeirsson, Gerða Pálsdóttir, Áshildur Fr. Sigurgeirsdóttir, Eggert Andrésson, Erla Sigurgeirsdóttir, Sofffa H. Sigurgeirsdóttir, Benedikt Bjarnason, Sigrfður E. Sverrisdóttir, Gunnar Hilmarsson, Vilhelm Sverrisson, Hreggviður S. Sverrisson, Hulda Jósepsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir mín og amma, JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum fimmtudaginn 25. febrúar sl. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 9. mars kl. 13.30. Viktoría Kristjánsdóttir, Þorkell Snorri Sigurðarson. Vilhjálmur Ámason, Burstafelli - Minning Fæddur 19. febrúar 1921 Dáinn 19. febrúar 1993 Vilhjálmur var ætrð kenndur við fæðingarstað sinn, Burstafell við Vestmannabraut, en þar ól hann allan sinn aldur, fæddist þar 19. febrúar 1921. Foreldrar hans voru hjónin Ámi Oddsson frá Oddsstöð- um, fyrrum skipstjóri og síðar um- boðsmaður Bmnabótafélags ís- lands. Kona hans var Sigurbjörg Sigurðardóttir frá Stuðlum í Norð- firði og varð þeim átta bama auð- ið: Guðfínna, gift Elíasi Sigfússyni; Sigríður, gift Óskari Lárussyni; Pálina, gift Jónasi Sigurðssyni; Lára, gift Baldri Jónssyni; Aðal- heiður, gift Ágústi Bjamasyni, en þau hjón em nýlátin; Helga, gift Guðjóni Jónssyni; og Óli ísfeld, og em tvö síðastnefndu systkinin bæði látin. Vilhjálmur missti föður sinn, Óla ísfeld bróður sinn og Árna systur- son í hörmulegum eldsvoða er íbúð- arhúsið á Burstafelli brann 16. júní 1938. Villi hóf snemma að sjá sér far- borða og vann við það sem bauðst og tvö sumur stundaði hann sjó- róðra frá Norðfirði. Þar kynntist hann konuefni sínu, Maríu. Hófu þau sambúð 1940 og giftu sig 22. febrúar 1941. María fæddist 6. mars 1923, dóttir hjónanna Gísla Jóhannssonar frá Krossi í Mjóafírði og konu hans Þómnnar ísfeld. Þeim Vilhjálmi varð fimm bama auðið. Em þau: Óli Árni, sjúkraliði, búsettur í Njarðvíkum; Þór ísfeld, verkstjóri hjá Vinnslustöðinni, kona hans er Sólveig Adolfsdóttir; Sæ- mundur, rafmagnseftirlitsmaður, búsettur í Njarðvík, kona hans er Fríða Jóna Ágústsdóttir; Sigur- björg, húsmóðir í Vestmannaeyjum, maður hennar er Muggur Pálsson; Vilhjálmur er svo yngstur, vakt- maður, hans kona er Ragnheiður Svansdóttir. Starfsvettvangur Villa hér í bæ var ætíð verslun og þjónusta og virtist það eiga vel við hann og hentaði allri hans háttpiýði. Liðlega tvítugur hefur hann störf í Bæjara- búðinni og síðar til margra ára verslunarstjóri hjá Kaupfélagi Vestsmannaeyja, eða til ársins 1959, að hann festi kaup á Efna- lauginni Straumi við Skólaveg og rak hana þar til 23. janúar 1973, að hann gerðist lögregluþjónn. Árið 1974 kaupir hann Þvottahúsið af Vestmannaeyjabæ og sameinar þar rekstur þvotta- og efnalaugar og selur síðan 198|. Síðustu starfsárin vann hann sem verkstjóri á vemd- uðum vinnustað, eða þar til hann varð sjötugur. Vilhjálmur sinnti talsvert félags- málum og vann öllu vel sem hann kom nærri, allt með einstakri hóg- værð og háttvísi. Tranaði sér hvergi fram en kaus þeim mun betur að skila sinu í kyrrþey. Hygg ég að dúkaþvottur félagsins Akoges hefði stundum getað orðið nokkuð hár ef reikningi hefði verið skilað en þetta annaðist hann í kyrrþey til marga ára. Vilhjálmur var sannur jafnaðar- maður og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Álþýðuflokkinn í Vestmannaeyjum. íþróttafélagið Þór átti hug hans og fylgdi hann þar félögum sínum dyggilega og sat um skeið í stjóm félagsins og sem fulltrúi þess í stjóm íþrótta- bandalags Vestmannaeyja. Vil- hjálmur var gerður að heiðursfélaga í Þór á sjötíu ára afmæli félagsins. Með Villa er genginn ljúfur liðs- maður, leikmaður, sem lagði allt kapp á liðsheildina og þá var gleði hans stærst er sigur var í höfn að loknu góði dagsverki. Blessuð veri minningin um Vil- hjálm Árnason. Félagið Akoges í Vestmannaeyjum. + Eiginmaður minn, ÓSKAR D. ÓLAFSSON fyrrv. brunavörður, Sörlaskjóli 90, verður jarðsunginn frá Neskirkju miðvikudaginn 3. mars kl. 15.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Rebekka Lúthersdóttir. + Maðurinn minn og faðir okkar, EINAR MAGNÚSSON skipaamlður, Grenivöllum 24, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 20. febrúar sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð. Sigurlfna Pálsdóttir, börn hins látna og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.