Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 16. APRIL 1993
efiOt' "r’UFjA1P; ■ilUDMF.i'PW;1'! .."imow
Fatlaðir - hlutur fjölnuðla
eftirHelga Seljan
Þróunin í málefnum fatlaðra hef-
ur utan efa verið afar jákvæð á
undanfömum árum og áratugum,
þó ýmsum þyki alltof seint síga í
rétta átt. Þar hafa ýmsir á árar
lagzt, fatlaðir sjálfir og samtök
þeirra fyrst og helzt, löggjafinn
komið myndarlega að málum mjög
víða, ýmis félagasamtök vakið verð-
uga athygli á ýmsum þáttum mál-
efnisins, almenningsálitið yfirleitt
lagzt á sveif með málstað fatlaðra,
og oft mjög eindregið, og fjölmiðlar
tekið mætavel á ýmsum málum,
enda áhrif þeirra ótvíræð.
Um alla þessa þætti mætti margt
segja en aðeins tæpt á nokkrum
atriðum og alveg sér í lagi vikið
að verðugum þætti fjölmiðla í þeirri
baráttu sem alltaf þarf að heyja.
Samtök fatlaðra hafa æ meira
látið til sín taka í þjóðlífinu og á æ
fleiri sviðum einnig. Afl þeirra er
ótvírætt og samhæfing kraftanna
oftast verið með ágætum. Raunar
eru ekki allir innan þeirra á einu
máli um það hversu áhrifum skuli
ná sem allra beztum. Sumir telja
það affarasælast að vera eftirlits-
og aðhaldsafl án þess að taka sam-
hliða ábyrgð á ýmsum þáttum, m.a.
í opinberri framkvæmd. Það slævi
og deyfi baráttuþrekið og geri auk
þess óhægt um vik að taka á ýmsu
því sem aflaga fer. Aðrir telja áhrif
sem allra víðast nauðsynleg með
þeirri ábyrgð sem fýlgir, því þannig
megi bezt tryggja jákvæða þróun
eftir Vilhjálm
Lúðvíksson
í uppsiglingu er skoðanakönnun
meðal Seltirninga um skipulagsmál
og framhald byggðaþéttingar á
Seltjarnamesi. Tilefnið er nærri ein-
róma samþykkt borgarafundar á
Seltjamamesi í haust sem leið, um
að stöðva áform bæjarstjómar um
útþenslu byggðar lengra til vesturs
á Nesinu, en stofna þess í stað fólk-
vang til að vernda náttúm og menn-
ingarminjar svo og heillandi vett-
vang útivistar þar vesturfrá. Fund-
urinn samþykkti einnig, þótt fjöl-
sóttur væri og eindreginn í afstöðu
sinni, að leitað skyldi eftir skoðun
allra Seltirninga á málinu.
Nú á skoðanakönnunin að fara
fram á grundvelli kynningarrits,
sem bæjarstjóri ásamt fulltrúum
bæjarstjómarmeirihluta í skipu-
lagsnefnd hafa undirbúið og láta
Félagsfræðistofnun Háskólans ann-
ast með úrtaksaðferð. I skýringum
með plaggi þessu er málið hinsveg-
ar ekki látið standa um friðun Vest-
umessins, kosti þess eða annmarka,
heldur fyrst og fremst um mismun-
andi kosti byggðaútþenslu sem
muni færa bæjarfélaginu eftirsókn-
arverðar tekjur, — því meiri sem
meira verði byggt, en verði illbæri-
legur ljárhagslegur baggi á bæjar-
sjóði ella. Muni það draga úr ótil-
teknum en mikilvægum verkefnum
í bæjarfélaginu. Getur þá hver
bæjarbúi fundið þar þá hótun sem
honum hæfír, telji hann sig þurfa
á aðstoð bæjarsjóðs að halda í
verðugt mál sem honum er hug-
leikið, hvort sem er til íþrótta-,
siglinga-, skóla-, heilbrigðis-, lista-
eða menningarmála, gatnagerðar-
eða umhverfísfegmnar. Ekkert
er verið að skafa af því.
í vissum skilningi stendur þessi
skoðanakönnun um ríkidæmi á
Seltjarnarnesi. — Hún snýst hins
vegar ekki eingöngu um þessar 94
milljónir í peningum sem bæjar-
stjóri setur á landakaup til að stofna
málaflokksins, hvað varðar öll af-
skipti og málafylgju framkvæmda-
valdsins. Þannig takist bezt að
tryggja það, að í horfí sé haldið og
ábyrgðin sé af hinu góða, þá sé
tekizt á við viðfangsefnin þar sem
framkvæmdin ræðst og þannig
megi móta svo margt sem ekki sé
unnt með gagnrýni utan frá einni
saman.
Ég dreg enga dul á að hin síðari
afstaða er mér ein að skapi, einfald-
lega af því að svo víða má sjá þess
merki hve árangursrík hún er og
eins af því að svo öflug samtök og
fjölmenn sem Öryrkjabandalagið og
Þroskahjálp eru hafa ekki leyfi til
þess að standa álengdar með gagn-
rýni ábyrgðarleysis eina að vopni.
Á valddreifingartíma eins og nú
á að vera, má líka vara sig á því
að ekki safnist of mikið vald í ein-
stökum málaflokkum á of fáar
hendur og er þá að nýrri löggjöf
komið um málefni fatlaðra. Af þeirri
löggjöf, sem gildi tók 1. september
á sl. ári, er enn ekki komin nein
marktæk reynsla, enda reglugerðir
enn ekki tilbúnar sem skilgreina
skulu framkvæmd alla og skammur
tími enda frá gildistöku.
Ein meginbreytingin frá fyrri
Iögum snertir það atriði að nú er
aðeins eitt ráðuneyti með vald mála-
flokksins sem slíks í stað þriggja
áður. Þess skyldi því gætt í fram-
kvæmd allri að ráðuneyti það sem
með málefnin fer dragi ekki til sín
of mikið vald bæði heiman úr héruð-
um og frá samtökum fatlaðra. Þetta
óttast ýmsir og engin ástæða til
friðland, heldur um aðra meiri og
miklu varanlegri auðlegð, sem felst
í lífsrými, náttúrunautn og hreyf-
ingarfrelsi þeirra sem nú búa á
nesinu og munu gera á ókomnum
árum, svo og fjölda annarra íbúa á
Reykjavíkursvæðinu, sem sækja
yndisstundir út á þetta svæði.
Hvaða peningar eru 94 milljónir
fyrir Seltirninga sem eru með ein-
hveijar hæstu meðaltekjur á land-
inu? Andvirði 3-4 einbýlishúsa eins
og þau eru flest byggð á Seltjarnar-
nesinu í dag. Fyrir svo vel stætt
sveitarfélag er þetta ekkert tiltöku-
mál. Hversvegna hafa menn flust
á Seltjamarnesið á undanförnum
árum? Ég svara fyrir mig og mína:
Það var fyrir fimmtán árum ein-
mitt til þess að eignast hlut í þeirri
auðlegð og geta átt dagleg sam-
skipti við haf og sjóndeildarhring,
hringrás árstíða, komu vorfugla,
sjávarföll og fjörulíf og minjar um
löngu liðna starfshætti og menn-
ingu. Allt þetta var hér á Nesinu í
ríkum mæli.
Á síðustu árum hefur mjög verið
gengið á möguleika til þessa sam-
neytis. Krían hefur verið hrakin úr
einni varpstöð í aðra og verst nú
hetjulega í mýrinni norðan Bakka-
tjamar og í jöðmm sístækkandi
golfvallar. Stelkur, sandlóa ogtjald-
ur njóta skjóls af vörnum hennar.
Þau gáfust endanlega upp á Val-
húsahæðinni í fyrra eftir gagn-
lausar framkvæmdir við lítið notað-
an grasvöll, hringleikahús um ný-
ársbrennustæðið og þrjú óseljanleg
einbýlishús sem sprengd voru inn í
minja um áður blómlega byggð á
Valhúsahæð.
Nú er nóg komið finnst mörgum
og verði þetta ekki stöðvað, fara
menn að hugsa til hreyfings héðan.
Það er best að gera áður en fast-
eignir falla í verði, því 10-15%
hærra fasteignaverð á Nesinu mið-
að við Reykjavík er jú einmitt geng-
isskráning á hlutdeildinni í auðlegð-
inni sem ég minntist á að framan
og bæjarstjómin vill halda áfram
að útrýma. Falli það gengi verða
„Hins vegar mættum
við gjarnan hugleiða
vel og vandlega hina
miklu tíðni andlegra
erfiðleika fólks, sem
svo oft hefur varanlega
örorku í för með sér.“
að útiloka slíkt, þó einnig megi
varast að gera úlfalda úr hverri
mýflugu, sem upp kann að flögra.
Það er raunar annar aðili sem enn
meir er afgerandi um alla fram-
kvæmd og þróun hennar. Löggjaf-
inn með sitt fjárveitingavald ræður
ásamt ríkisstjórn í heild hverju
sinni, hversu hratt er farið, hversu
vel er fylgt eftir í þessum víðfeðma
og viðkvæma málaflokki. Þar þarf
að fylgja málum eftir hveiju sinni,
einkum til hinna nýju verkefna sem
lögin taka til og skipta sköpum um
framtíðarþróun mála.
Ég vék í upphafi að almennings-
áliti, sem er það þrýstiafl, sem oft
getur úrslitum ráðið. Sömuleiðis
geta einstök félagasamtök gert afar
mikið til aðstoðar í einstökum mál-
um með t.d. framlögum og söfnun-
arátökum þar sem oft vantar aðeins
herzlumuninn til að fullur sigur
fáist.
Ef ég lít 20 ár til baka þá er
ótrúlegur munur á því almennings-
áliti sem þá ríkti í garð þroska-
heftra og er í dag. Geymsluhugtak-
Vilhjálmur Lúðvíksson
„Hvaða peningar eru
94 milljónir fyrir Sel-
tirninga sem eru með
einhverjar hæstu með-
altekjur á landinu?“
nú 94 milljónir fljótar að fara í
lækkandi fasteignaverði.
Sköðanakönnun þessi snýst
þannig ekki um fjárhag bæjarsjóðs,
eða nokkra músarunga, eins og
bæjarstjóri vildi vera láta á um-
ræddum borgarafundi á Seltjarnar-
nesi, heldur um verndum á mikil-
vægum verðmætum á Nesinu, sem
Seltimingar bera ábyrgð á, sjálfra
sín vegna og bama sinna, svo og
vegna nágranna í öðrum bæjarfé-
lögum. Ég hvet Seltiminga sem
spurðir verða í úrtakskönnuninni
að íhuga svar sitt frá þessu sjónar-
miði.
Höfundur er framkvæmdasljóri
Kannsóknarráðs rikisins.
Helgi Seljan
inu hefur að mestu verið úr vegi
rutt og sem virkust samfélagsleg
þátttaka komið þar í staðinn.
Fordómarnir gagnvart geðsjúk-
um hafa á undanhaldi verið, en um
margt er þar þyngstur róður, enda
afleiðingar sjúkdómsins svo marg-
víslegar og birtast gjarnan mest
áberandi i óhugnanlegum myndum
sem upp eru blásnar. Aukin fræðsla
og almennari þekking á eðli geðfötl-
unar hefur þó óneitanlega slegið
nokkuð á þá fordóma vanþekking-
ar, sem samt hafa um of látið á
sér kræla.
Hins vegar mættum við gjarnan
hugleiða vel og vandlega hina miklu
tíðni andlegra erfiðleika fólks, sem
svo oft hefur varanlega örorku í för
með sér. Það er óhugnanlega stór
hópur sem þannig eigrar um samfé-
lag okkar og vekur upp ýmsar
áleitnar spurningar, m.a. um samfé-
lagsgerðina, hið ógnvænlega kapp-
hlaup um ytri gæði þó allra helzt,
þar sem illt er undir að verða. Einn-
ig og ekki síður um hið ótvíræða
samhengi geðfötlunar og áfengis-
neyzlu, svo og annarra vímuefna. Á
krepputíð aukins atvinnuleysis er
hætta á því að ýmislegt gangi úr
skorðum í samfélaginu og það eitt
víst að ekki bætir það ástandið,
heldur eykur líkurnar á að æ fleiri
bíði lægri hlut andlega. Atvinnu-
leysi sem viðvarandi staðreynd, sem
vonandi verður þó ekki, hefur líka
alvarleg áhrif á atvinnulega stöðu
fatlaðra almennt og þar þarf að
vera sérstaklega vel á verði.
En í lokin kem ég svo að hinum
áhrifamiklu fjölmiðlum dagsins,
sem geta haft ótrúlega mikil og
afdrifarík áhrif á jákvæðan sem
neikvæðan hátt. Þar skiptir mestu
vönduð umfjöllun á' þekkingu
byggð, þar sem allar aðstæður sem
ástæður eru skoðaðar sem allra
bezt. Ógrunduð upphlaup í æsi-
fregnastíl eru ævinlega til skaða,
en sagt er að þau selji fjölmiðlana
og þá finnst sumum allt leyfilegt.
Sem betur fer eru hin síðari dæmi
miklu óalgengari, en oft meira áber-
andi og gefa því ranga mynd af
raunverulegri heildarumfjöllun fjöl-
miðla um málefnin, sem oftlega ber
merki haldgóðrar þekkingar og
kunnáttu sem og þess að hafa farið
rækilega ofan í sauma málsins og
skoðað það frá fleiri hliðum.
Það er svo mála sannast að okk-
ur sem á vettvangi fatlaðra vinnum
þykir stundum sem sambandið milli
okkar og fjölmiðlanna mætti meira
vera, því óneitanlega sitja margir
þar uppi með æma vitneskju sem
vel væri hægt að vinna úr. Sama
er að segja um t.d. fréttatilkynning-
ar ýmsar, sem bandalagið lætur frá
sér fara. Okkur þykir sem efni
þeirra og innihald geti oft kallað á
spurningar og frekari umfjöllun, en
því aðeins virðast þær vekja slík
viðbrögð, að um mjög eldfimt mál
snúist eða þá að orðalagið sé óvenju
krassandi, sem forystu bandalags-
ins þykir yfirleitt ekki sæma nema
alveg sérstakt tilefni sé til slíks.
Venjan er að birta slíkt eða lesa
seint og illa og þá oft svo síðla að
misst hafi marks sem hálfvegis
merkingarleysa miðað við tímann.
Ég fullyrði að á meðal forystuliðs
í samtökum fatlaðra er mikill vilji
til heillaríks samstarfs við íjölmiðla,
því þar er fólki fullljóst hversu
áhrifaríkt liðsinnið getur reynzt sé
rétt að farið svo og ekki síður
hættulegt ef misskilningur og mis-
sagnir ráða ríkjum. Til fjölmiðla er
því eðlilega leitað um liðsemd, þó
auðvitað skipti mestu að fjölmiðla-
fólkið sjálft'sé vel vakandi og veiti
aðstoð af þekkingu og skilningi þar
sem það skiptir máli hveiju sinni.
Þegar kreppir að í samfélaginu
sem nú, er von að uggur sæki
ýmsa heim og þá er einnig gott að
eiga liðsmenn góða á fjölmiðlum
sem bent geta á þann góða vinnu-
kraft sem svo fjölmargir fatlaðir
eru eða eins og einn forstjóri stór-
fyrirtækis orðaði það að fenginni
langri reynslu: Fatlaðir eru upp til
hópa iðnari, samvizkusamari og
mæta betur en þorri fólks almennt.
En nóg um það.
En boðum okkar um samvinnu
sem bezta er hér með komið á fram-
færi og því heitið að ekki skuli
okkar skutur eftir liggja, ef nógu
rösklega er róið í fyrirrúmi fjölmiðl-
anna. Til hins sama er ætlast af
fjölmiðlum, ef frumkvæðið er af
okkar hálfu. Gifturík samvinna
þessara aðila getur miklu áorkað
til farsældar fötluðum á oft örðugri
ævigöngu þeirra.
Höfundur er félagsmáUifuUtrúi
Óryrkja han dalags íslands og
fyrrverandi alþingismaður.
Ráðstefna um ný
sóknarfæri í íslensk-
um sjávarútvegi
STAFNBÚI og SSA boða til ráðstefnu á Austurlandi um ný
sóknarfæri í íslenskum sjávarútvegi I Hótel Egilsbúð á Nes-
kaupstað laugardaginn 17. apríl og hefst ráðstefnan klukkan
09,30 og lýkur klukkan 17,30.
í fréttatilkynningu frá Stafnbúa
segir að Magni Kristjánsson muni
flytja inngangsorð, en síðan flytur
Jón Þórðarson forstöðumaður
sjávarútvegsdeildar Háskólans á
Ákureyri erindi, sem hann nefnir
menntun í sjávarútvegi og Birgir
Siguijónsson gæðastjóri Síldar-
vinnslunnar hf. í Neskaupstað flyt-
ur erindi um gæði í sjávarútvegi.
Þá talar Ólafur Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Fiskeldis Ejjafjarðar
hf. um eldi sjávardýra.
Jón Erlingur Jónasson í vöruþró-
unardeild I.S. hf. ræðir síðan um
fullvinnslu sjávarafurða, Einar
Hreinsson hjá Netagerð Vestfjarða
ræðir nýjar veiðiaðferðir og veiðar
og vinnslu vannýttra tegunda og
Jón Jóhannesson markaðsstjóri
S.H. ræðir nýja markaði og mögu-
Ieika erlendis.
Þá ræðir Bjartmar Pétursson
ráðgjafi og framkvæmdastjóri Sæ-
marks hf. um samstarf við aðrar
þjóðir, sókn á erlend mið og um
erlent áhættufjármagn o. fl. Loks
talar Finnbogi Jónsson fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf.
í Neskaupstað um samstarf sjávar-
útvegsfyrirtækj a.
Ráðstefnan er öllum opin.
Skoðanakönnun um ríki-
dæmi á Seltjarnarnesi