Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 t BREF TÍL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reylqavík - Sími 691100 - Símbréf 681811 Bréf til Birgis Sigurðs- sonar rithöfundar Frá Þorgeiri Þorgeirsyni: Daginn eftir að Heimir Steins- son útvarpstjóri vék Hrafni Gunn- laugssyni úr starfi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins vegna orða þess síðarnefnda í margfrægum um- ræðuþætti hringdir þú til mín og vildir fá nafn mitt á mótmælalista gegn þeirri „takmörkun á tjáning- arfrelsi“ sem brottvikning Hrafns fæli í sér. Röksemdir þínar fyrir þessari fullyrðingu fundust mér ónógar, en ég sagðist ætla að kanna málið. Það hef ég nú gert. Og mér þykir rétt að kynna þér niðurstöðu mína opinberlega, ekki síst vegna frjórrar umræðu sem opnast hefur um málið. Niðurstaða mín er sú að tjáning- arfrelsi Hrafns Gunnlaugssonar hafi í engu verið takmarkað. Þvert á móti. Eg hefi tvílesið afrit af þættinum og borið það saman við kópíu af útsendingunni sem ein og sér er til marks um það að engar hömlur voru lagðar á skoð- anir Hrafns. í þættinum segir hann vöflulaust og undra opin- skátt frá áætlunum sínum um fyr- irhugaða „einkavinavæðingu“ Dagskrárdeildar og lætur í það skína að rétta leiðin til að koma efni í sjónvarpið sé vísast sú að biðja Hrafn Gunnlaugsson dag- skrárstjóra að skrifa handritið. Sambærilegar aðferðir hafa tíðk- ast hér. Eitt dæmi verður að nægja: Formaður stjómar Kvik- myndasjóðs Islands er höfundur handritsins að kvikmynd sem ný- lega fékk vænan hlut úr þeim sjóði. Ef þetta hefði gerst í fullveðja lýðræðisríki eins og til að mynda Danmörku hefði formaðurinn um- svifalaust verið látinn segja af sér. Hér gilda aðrar reglur. Hags- munaárekstrar af þessu tagi eru látnir afskiptalausir. Um þá hefur verið þegjandi samkomulag. Dirfska Hrafns var fólgin í því að opinbera fyrirætlun sína um það að láta ekki hagsmunaárekstra koma í veg fyrir misnotkun á embætti dagskrárstjóra. Þau opin- skáu ummæli hlaut yfirmaður stofnunarinnar að skoða. Heimir Steinsson var nauðbeygður til að taka mark á þessum orðum Hrafns. Átti hann að láta þau af- skiptalaus? Það eru mikilsháttar þáttaskil í spillingarsögunni þegar rangindamennirnir hverfa frá þegjandi samkomulagi um hags- munapotð og fara að gefa opinská- ar yfirlýsingar um aðferðir sínar eins og bara ekkert sé sjálfsagð- ara. Þessa djarflegu stefnubreyt- ingu Hrafns gat séra Heimir ekki látið afskiptalausa nema taka þá fulla ábyrgð á henni sem yfirmað- ur stofnunarinnar. Það vildi hann trúlega ekki gera svona rétt fyrir páskana. Ákvæði stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi er tvíþætt. í fyrsta lagi eiga menn rétt orða sinna og í öðru lagi bera menn ábyrgð á því sem þeir segja, fyrir dómi eða fyrir öðrum yfirboðara. Eins og fyrr greinir fæ ég ekki séð að haggað hafi verið við rétti Hrafns Gunnlaugssonar til að tjá hugsan- ir sínar. Ég fæ heldur ekki séð að hann einn ætti að vera undan- þeginn því að bera ábyrgð orða sinna og fyrirætlana. Nema yfír- boðari hans (útvarpsstjóri eða menntamálaráðherra) kjósi að axla ábyrgðina fyrir hann. Það var réttur Heimis Steinssonar hvort hann heldur kaus að verða ábyrgð- armaður þessara nýju kaflaskila í spillingarsögu landsins eða láta undirmann sinn róa. Önnur úrræði voru ekki fyrir hendi. Útvarpsstjóri hefur því látið Hrafn Gunnlaugsson njóta fulls tjáningarfrelsis, enda þótt hann einnig hafí gert þann sama Hrafn ábyrgan orða sinna. Og hvoru- tveggja er í fullu samræmi við 72. grein stjórnarskrár okkar. Sú afstaða séra Heimis að vilja ekki gera sig samsekan um fyrir- fram yfírlýsta misnotkun Hrafns á embætti dagskrárstjóra er þeim mun virðingarverðari sem hún er sjaldgæfari hér um slóðir og sætir þar af leiðandi ólund margra .og voldugra manna, m.a. þeirra sem nú hafa tekið ábyrgð á opinskáum fyrirætlunum Hrafns með því að losa stól framkvæmdastjóra Sjón- varpsins og setja hann þar niður. Ég mun því ekki skrifa undir neinar vítur á útvarpsstjóra í þessu sérstaka máli heldur biðja ykkur, þig og hina tíu sem það gerðu, að fara héðan af varlega með hugtök eins og tjáningarfrelsi. Og forðast það alveg sérlega að hirða slík orð af vörum ráðherra og valdsmanna. Þar eru þau sjaldnast annað en froða og hjóm. Munið hvað skáldið sagði forð- um: „Það gæti nefnilega vöknað í púðrinu!" ÞORGEIR ÞORGEIRSON, rithöfundur Vont aprílgabb Frá Vilhjálmi Alfreðssyni: Brottrekstur Hrafns Gunnlaugs- sonar um daginn var mér mikil vonbrigði. Hrafn er einn færasti kvikmyndamaður heimsins. Ég veit lítið sem ekkert um þær deilur sem virðast hafa farið fram innan- dyra hjá Ríkisútvarpinu og ætla því ekki meira um málið að segja. En eitt verð ég þó að segja. Hvernig getur það gengið að út- varpsstjóri leyfí sínu starfsfólki að tilkynna í Ríkisútvarpinu hinn 1. apríl að eldgos væri hafið við Eldey? Er Ríkisútvarpið ekki ör- yggistæki landsmanna? Veldur eldgos ekki mikilli hættu á ís- landi? Þvílíkt aprílgabb. Ég hélt að séra Heimir Steinsson væri greindur maður. Nú er ég farinn að efast. VILHJÁLMUR ALFREÐSSON Efstasundi 76, Reykjavík Víkveiji skrifar Ahugamaður um flug sagði á dögunum í samtali við skrifara að á síðustu árum hefðu svokallaðir véldrekar, sem er ein- hvers konar millistig milli svif- dreka og flugvélar, stöðugt orðið stærri og öflugri. Sagði hann jafn- framt, að engar eða óljósar reglur giltu um þessi tæki og lýsti áhyggjum sínum af umferðinni í loftinu til dæmis yfír Sandskeiði. Þar og víðar í nágrenni borgarinn- ar væri vinsælt að fljúga á góðviðr- isdögum á svifflugum og alls kon- ar drekum. Sagðist hann ekki vita til þess að próf þyrfti á véldrekana og kvaðst óttast að slys þyrfti til að þessi mál yrðu tekin föstum tökum. xxx Agönguleið Víkverja á nýjan vinnustað um páskana gekk hann fram á innkaupakerrur úr Kringlunni í Leitunum talsvert fyrir ofan Verslunarskólann. Vagnar þessir eru án efa þymir í augum íbúa hverfísins og einnig hlýtur að vera hætta á að kerrurn- ar séu skemmdar og týni fljótt tölunni ef þær liggja svona á víða- vangi. XXX Eflaust hafa það verið von- brigði fyrir marga á Suðvest- urhorninu þegar þeir vöknuðu í gærmorgun og alhvít jörð blasti við út um gluggann. Eftir stór- kostlega veðurblíðu um páskana voru sumir famir að tala um að sumarið væri komið og vorblómin höfðu tekið ljúft forskot á sæluna og teygt höfuðið hærra upp úr sverðinum en hollt var miðað við árstíma. Með því að líta á alman- akið má Ijóst vera að enn getur gert hressileg hret, en það er jafn víst að sumarið kemur fyrr en seinna þó vorið hafi aðeins hlaupið út undan sér. xxx Víkveiji verður alltaf jafnhissa þegar hann er krafínn um greiðslu í brauðgerðarhúsum fyrir jafn sjálfsagða þjónustu og að fá brauðin skorin í hendurnar. Vík- veiji hélt að þetta væri liðin tíð og sem betur fer hefur þeim stöð- um fjölgað þar sem boðið er upp á að skera brauðin endurgjalds- laust. Hins vegar eru það enn nokkur bakarí sem krefja um end- urgjald. Tíu krónur em ekki mik- ill peningur, en það er fráleitt að láta bjóða sér slíka þjónustu. Það þarf ekki að taka það fram að Víkveiji leggur ekki leið sína aftur í þau brauðgerðarhús þar sem tek- ið er tillit til óska neytenda með þessum hætti. i i í í í í i í í í í í i i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.