Morgunblaðið - 16.04.1993, Side 25

Morgunblaðið - 16.04.1993, Side 25
kj ar asamninga ieins tur er lóttir lögfræðingiir ASÍ, Benedikt im fundi með ríkisstjórninni í gær. tíma. Hér skipta tillögur um Þróunar- sjóð sjávarútvegsins miklu en með honum verða sköpuð skilyrði ti! hag- ræðingar og skuldaskila í greininni. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gert fjölmargar tillögur í atvinnumálum. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að eftirfarandi aðgerðir verði undir- búnar þannig að þær geti komið til framkvæmda eigi síðar en á næsta ári. Um undirbúning þessara aðgerða verður tekin upp samvinna og samráð við samtök launafólks og vinnuveit- enda. a. Skipulag og fjármögnun öflugrar kynningar á íslenskum vörum og þjónustu á erlendum vettvangi verður endurskoðuð í þeim tilgangi að styrkja þetta starf. Þessi starf- semi fer nú m.a. fram á vegum Útflutningsráðs og Ferðamálaráðs en fleiri aðilar munu koma að þess- um málum. b. Fjárfesting erlendra fyrirtækja er um vaxtamál rvelda ibólgu fjórðunga áranna 1990 og 1992 hafi vaxtagreiðslur bandarískra heimila minnkað um 6 milljarða dala, en vaxtatekjur þeirra minnkað um hvorki meira né minna en 73 milljarða. Bandarískir neytendur hafa því tapað á vaxtalækkunum á undanfömum misserum. Bretland er eina iðnveldið þar sem lægri vextir hafa jákvæð áhrif á ráðstöfunartekjur heimilanna; í hin- um ríkjunum eru áhrifin neikvæð. Þetta þarf þó ekki að merkja að vaxtabreytingar séu áhrifameiri í Bretlandi en í Bandaríkjunum og Þýskalandi þar sem þær hafa einnig áhrif á það hvernig einstaklingar og fyrirtæki veija fjármunum sínum. Þau áhrif ættu að koma fram fyrr í ríkjum þar sem mikið er um lán með föstum vöxtum. Þegar vext- irnir hækka, svo dæmi sé tekið, vilja menn síður taka ný lán þar sem enginn vill íþyngja sér með dýrum langtímalánum. Það er þess vegna auðveldara að draga úr eftirspurn- inni, þegar of mikil þensla er á fast- eignamörkuðum, ef lánin eru aða!- lega með föstum vöxtum. Þegar vextirnir eru oftast breytilegir er aðeins litið á vaxtahækkun sem MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 Almannavarnir æfa fyrir Kötlugos Nokkur hundruð manns taka þátt ALMANNAVARNIR ríkisins hafa staðið fyrir allsheijaræfingu á viðbún- aði og viðbrögðum við Kötlugosi. Hófst æfingin í gær og lýkur í dag. Þetta er stærsta slíka æfingin í 20 ár, en í æfingunni í dag taka m.a. þátt tvær björgunarþyrlur varnaliðsins og ein þyrla Landbelgisgæslunn- ar, og nokkur hundruð manns koma nálægt þessu máli. Helmingur bæjarbúa í Vík verður fluttur á brott frá heimilum sínum. mikilvægur þáttur í öflugra og fjöl- breyttara atvinnulífi á Islandi. Til þess að efla þennan þátt verður starfsemi af opinberri hálfu á þessu sviði aukin. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að fram- komnar tillögur um frísvæði nái fram að ganga. c. íslensk fyrirtæki þurfa í auknum mæli að styrkja stöðu sína á al- þjóðavettvangi með því að fjár- festa í atvinnulífi annarra þjóða. Greitt verður fyrir fjárfestingu ís- lenskra fyrirtækja í erlendum sjáv- arútvegi. d. Vegna ónógs undirbúnings hefur fiskeldi á íslandi ekki skilað þeim arði sem vænst var, þrátt fyrir mikla fjárfestingu. Til þess að nýta þá möguleika sem kunna að felast í fiskeldi í framtíðinni verða rannsóknir á þessu sviði efldar. e. Öflugt rannsókna- og þróunarstarf gegnir stöðugt auknu hlutverki í því að skapa traust og fjölbreytt atvinnulíf. Þetta starf verður eflt, m.a. með ýmsum skipulagsbreyt- ingum. f. Þjónusta við erlend skip á íslandi hefur farið ört vaxandi að undan- förnu. Markvisst verður unnið að því að greiða fyrir viðskiptum við erlend skip þannig að ísland geti orðið þekkt þjónustumiðstöð í Norður-Atlantshafi. g. Til þess að auka sölu á innlendri orku verður leitað allra leiða til að nýta þá umframorku sem nú er fyrir hendi í raforkukerfi lands- manna. Hér þarf að athuga vel verðlagningu og markaðslega for- sendur í samkeppni við aðra orku. 5. Ríkisstjórnin mun greiða niður tímabundið verð á tilteknum búvör- um, sem nú bera allt að 24,5% virðis- aukaskatt, þannig að það jafngildi lækkun virðisaukaskatts í 14%. Lækkun á þeim kjötvörum, sem hér um ræðir, tekur gildi 1. maí, en lækk- un á viðkomandi mjólkurafurðum 1. október næstkomandi og stendur til áramóta þegar virðisaukaskattur á matvörum lækkar. Með þessu Iækkar verð á viðkomandi kjötvörum um 3‘/2-5% en á mjólkurvörum um 8,4%. 6. Virðisaukaskattur á matvælum verður lækkaður í 14% frá 1. janúar 1994. Ekki er gert ráð fyrir verðlækk- un á sælgæti og gosdrykkjum en við framkvæmd á skattlagningu þessarar vöru verður þess gætt að samkeppnis- staða hliðstæðra vörutegunda raskist sem minnst og einnig verður hugað að samkeppnisstöðu innlendrar fram- leiðslu gagnvart innflutningi. Til að fjármagna þessa lækkun að hluta verður lagður skattur á fjár- magnstekjur frá 1. janúar 1994. Mið- að verður við 10% skatt á nafnvexti sem verði innheimtur í staðgreiðslu. 7. Vörugjald á sementi, steypu og ýmsum öðrum byggingavörum verður fellt niður og kemur sú lækkun til framkvæmda nú þegar. 8. Til að bæta stöðu útflutnings- greina verður tryggingagjald af þess- um greinum fellt niður til ársloka 1993. í ljósi erfiðrar stöðu í sjávarút- vegi væri æskilegt að sveitarstjórnir tækju tillit til þessara erfiðleika í ákvörðunum um gjaldskrár hafna. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að sett verði lagaákvæði er heimili slíkt. 9. Til að draga úr áhrifum þorskafla- skerðingar á þessu ári verður þeim aflaheimildum Hagræðingarsjóðs, sem óseldar eru, nú úthlutað án end- urgjalds og er þar með komið til móst við þá sem urðu fyrir mestri skerðingu við síðustu úthlutun. 10. Ríkisstjómin undirbýr aðgerðir til þess að koma í veg fyrir að kostn- aður vegna lyija og læknishjálpar geti orðið fólki ofviða. í því sambandi verður beitt tilvísanakerfi vegna sér- fræðilæknishjálpar þar sem það á við og greiðslur sjúklinga lækkaðar frá því sem nú er. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir aðgerðum til lækkunar á lyfjakostnaði. Komið verður sérstak- lega til móts við vanda sjúklinga, sem haldnir eru iangvinnum sjúkdómum og þurfa mikið á lyfjum og læknis- hjálp að halda. Auk þess verður opn- uð leið til að endurgreiða útjgöld vegna lyfja og læknishjálpar með hlið- sjón af greiðslugetu fólks og aðstæð- um. Heilbrigðis- og tryggingamálar- áðneytið mun í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, Samtök aidraðra, Öryrkjabandalag íslands og Sjálfs- björgu, landssamband fatlaðra, beita sér fyrir því að leita annarra leiða til þess að leysa vanda einstaklinga og einstakra hópa sjúklinga, sem þrátt fyrir ofangreindar aðgerðir kynnu að þurfa á sérstakri aðstoð að halda. 11. Ríkisstjórnin mun fyrir sitt leyti beita sér fyrir því að stjómarfrum- varp um atvinnuleysistryggingar, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi, hljóti lagagildi á þessu þingi. í þessu frumvarpi eru m.a. ákvæði um að atvinnulausir geti komist undan sext- án vikna biðtíma milli bótatímabila. 12. Til að styrkja skatteftirlit verður hið nýja embætti skattrannsókna- stjóra eflt og aukið átak í skatteftir- liti verður undirbúið, meðal annars á grundvelli tillagna nefndar sem mun skila áliti fyrir mitt þetta ár. í gær var æft samkvæmt viðbúnað- arstigi og stóð það yfir allan daginn. í dag verða bæjarbúar á svæðinu neðan Bakka fluttir brott og einnig verður mönnum, sem hugsanlega gætu lokast inni á kæmi til Kötlu- goss, bjargað af Mýrdalssandi. „Það verður reynt að takast á við öll þau vandamál sem við sjáum fyrir að upp kunni að koma í Kötlugosi," sagði Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins. Allar björgunarsveitir í V-Skafta- fellssýslu og hugsanlega einnig Rang- árvallasýslu taka þátt í æfmgunni, almannavarnanefndir á svæðinu og heilsugæslustöðvar, slökkvilið og svo Stjórn SKB getur þess í fréttabréfi styrktarfélagsins að innkomuna megi ekki tengja beint við söfnunarloforðin því töluvert sé um að fólk greiði inn á reikninginn án þess að hafa gefið söfnunarloforð á söfnunardeginum. Hins vegar sé líka rétt að hafa í huga að töluverð upphæð 'iggi í raðgreiðsl- um til lengri eða skemtnri tíma. Eitt- hvað hefur borið á því að einstakling- ar og fyrirtæki hafi ekki fengið gíró- seðla senda þrátt fyrir söfnunarloforð og er þessum aðilum bent á að gíró- seðlar vegna söfnunarinnar liggja frammi í Búnaðarbankanum og öllum útibúum hans og eins megi leggja inn framvegis. „Ástæðan fyrir þessari æfingu er fyrst og fremst sú að liðin eru 20 ár síðan síðast var æft á þessu svæði og því kominn tími til. Þá var öll neyðaráætlun svæðisins endur- skoðuð í fyrra og gerð ný vegna óró- leika á svæðinu, og við erum í raun- inni að æfa hana og athuga hvort hún sé gölluð," sagði Guðjón. Katta minnir á sig Jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu undanfarna daga, og stærsti skjálftinn í fyrradag mældist 3,1 á Richter-kvarða en í fyrrinótt var stærsti skjálftinn um 2 á Richter. á söfnunarreikning í öllum öðrum bönkum. Númer reikningsins er: 3366. Söfnunarféð rennur í neyðarsjóð Styrktarfélags krabbameinssjúff/íf barna og starfar sérstök úthlutnun- arnefnd í tengslum við hann. Nefndin hefur þegar fjallað um komnar um- sóknir og er áætlað að úthlutað verði úr sjóðnum í næstu viku. Alls eru 134 félagsmenn í Styrkt- arfélagi krabbameinssjúkra barna. Annar félagsfundur þess fer fram í Skeifunni 11, mánudaginn 3. maí kl. 20.30. Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna Rúmar 44,7 milljónir- á söfnunarreikningi RUMAR 44,7 milljónir króna hafa verið lagðar inn á söfnunarreikning Styrktarfélags krabbameinsjúkra barna vegna söfnunar Stöðvar 2 og Bylgjunnar 5. mars. Söfnunarloforð námu rúmlega 52,7 milljónum. Vaxtagr eiðslur heimila í Br etlandi ., 2 og Bandaríkjunum ^ % Hlutfall af ráðstöfunartekjum Bandaríkin 10 Heimild: THE EGONOMIST ' 1985 ' 1986 1 1987 ' 1988 1 1989 ' 1990 1 1991 1 1992 ''93 tímabundið ástand og hún letur menn síður til að taka ný veðlán. Minni ráðstöfunartekjur vegna vaxtahækkunarinnar veldur enn- fremur því að heimilin verða að draga úr neyslunni eða öðrum fjár- festingum. Fastir vextir gerast algengari í Bretlandi Svo virðist sem breski fjármagns- markaðurinn sé nú loksins að þróast í átt til fastra vaxta. Þótt rúm 90% veðlánanna séu enn með breytileg- um vöxtum er áætlað að 40% allra nýrra lána sem tekin hafa verið það sem af er árinu séu með fasta vexti. í nokkrum lánastofnunum er hlut- fallið jafnvel komið upp í tvo þriðju. Enn sem komið er vill þó engin af stóru lánastofnunum binda vextina lengur en í sjö ár. í Bandaríkjunum bjóðast hins vegar fastir vextir til allt að 30 ára. Refsigjöldin fyrir að flýta endurgreiðslum lána eru einnig hærri í Bretlandi, allt að sex mán- aða vextir fyrir sjö ára lán með föst- um vöxtum. Þessa breytingu í Bretlandi má rekja til tveggja þátta. í fyrsta lagi til viðleitni lántakenda til að tryggja sig gagnvart óstöðugri vaxtabyrði og afla sér viðráðanlegri vaxta. í öðru lagi til breskra fjárfestingar- stofnana sem lána til húsbygginga, en þær hafa nú aðgang að meira fjármagni. Breska veðlánakerfið hefur lengi verið byggt á skamm- tímainnlánum. Þau voru með breyti- legum vöxtum og til að tryggja jafn- vægi milli eigna og skuldbindinga stofnananna urðu útlánin einnig að vera með breytilegum vöxtum. 1 Þýskalandi og Frakklandi gefa stærstu lánardrottnarnir, veðbank- arnir, út veðskuldabréf. I Bretlandi var reglunum breytt þannig á síð- asta áratug að fjárfestingarstofn- anirnar geta nú aflað sér fjár á fjar- magnsmörkuðunum og einnig notað skiptimarkaðina sem auðveldar þeim að veita lán með föstum vöxtum. Áhrifín á fyrirtækin í öllum stóru iðnríkjunum eru vaxtagreiðslur fyrirtækjanna í heild meiri en vaxtatekjurnar þannig að vaxtalækkanir bæta fjármagnsflæði þeirra. í Þýskalandi eru fjögur af hveijum fimm lánum til fyrirtækja með fasta langtímavexti en um 60% í Bandaríkjunum, Japan og Frakk- landi. Bretland sker sig enn úr því minna en helmingur skulda breskra fyrirtækja er með föstum vöxtum. Jafnt húseigendur sem fyrirtæki í Bretlandi eru þannig viðkvæmari fyrir breytingum á skammtímavöxt- um en einkageirinn í öðrum iðnveld- um. Vaxtabreytingar hafa minnst áhrif á efnahagslífið í Þýskalandi. Vægi fastra vaxta þar í landi skýrir stranga vaxtastefnu þýska seðla- bankans. Tregða hans til að lækka skammtímavextina þar til hann telur öruggt að verðbólgan fari ekki úr böndunum hefur stuðlað að því að arður af langtímaskuldabréfum hef- ur minnkað úr 9,1% í 6,5% — sem hvetur menn til að taka lán með föstum vöxtum og örvar þannig efnahaginn meira en svipuð lækkun skammtímavaxta myndi gera. Bretar eru á hinn bóginn svo háðir skammtímavöxtum að erfitt reyndist fyrir bresku stjómina að halda pundinu innan evrópska geng- issamtarfsins (ERM) á árunum 1991-92. Stjómin gat ekki tekið þá pólitísku áhættu að hækka vextina nógu mikið til að veija pundið þar sem það hefði aukið vaxtabyrði bre- skra húseigenda um of. Fastir vextir - lág verðbólga Þróunin í Bretlandi í átt til fastra vaxta er ekki aðeins af hinu góða fyrir breska húseigendur heldur einnig allt efnahagslífið. Þegar skammtímavextir vega of þungt stuðla þeir að vitahring þenslu- og gjaldþrotaskeiða, þar sem vanhugs- aðar vaxtalækkanir geta skapað pólitískar vinsældir. Ef fleiri veðlán væru með föstum vöxtum, sem byggðir væru á arði langtímaskulda- bréfa, myndi það hvetja stjómmála- mennina frekar til að stemma stigu við verðbólgunni í því skyni að halda arði skuldabréfanna niðri. Glannaleg skyndiáhlaup til að auka hagvöxtinn yrðu ekki jafn freistandi; arður skuldabréfanna og þar af leiðandi vextir nýrra veðlána myndu þá brátt snarhækka. Breski fjármagnsmarkaðurinn hefur einkennst af skammtímalán- " * um með breytilegum vöxtum vegna mikillar verðbólgu á undanförnum áratugum og óttinn við að stjórn- völdum takist ekki að halda henni í skeflum til lengdar dregur úr lík- unum á því að fastir vextir festist í sessi. Bankar og fjárfestar veita aðeins langtímalán með föstum vöxtum ef þeir telja að verðbólgan haldist áfram lág. Vilji stjórnin stuðla að því að vextir verði í aukh- um mæli fastir verður hún að halda verðbólgunni í skefjum nógu lengi til að sannfæra lánardrottna um að hún eigi í raun eftir að haldast lág til frambúðar. Það gæti leitt af sér ágæta víxlverkun: lág verðbólga myndi hvetja til lánveitinga með föstum vöxtum og þær myndu aftur knýja á stjórnvöld um að halda verð- bólgunni lágri. Heimild: The Economist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.