Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 V estmannaeyjar 20 ára uppbyggingarstarfi rafstöðvarinnar lokið Gamla Rafveitan fer undir hraun í eldgosinu 26. mars 1973. DÍSILRAFSTÖÐ Bæjarveitna Vestmannaeyja var formlega tekin í notkun föstudaginn 26. mars síðastliðinn, en þann dag voru 20 ár liðin frá því gamla rafstöðin við Heimatorg fór undir hraun í eldgosinu 1973. Uppbygging rafstöðvarinnar hefur því staðið í 20 ár og nú er til 7.300 kW varaafl í Eyjum sem getur annað allri raf- magnsþörf Eyjamanna, en við þá stöðu bjuggu Eyjamenn þar til gamla rafveitan fór undir hraun. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri flutti ávarp við opnunarathöfnina í húsnæði Bæjarveitna. Sagði Guð- jón að uppbygging veitunnar hefði tekið langan tíma en skynsamlega hafi verið staðið að málum og fram- kvæmdir hefðu miðast við fjar- hagsstöðu veitunnar á hveijum tíma. Hann sagði það hafa verið mikið framfaraskref þegar raf- veita, hitaveita og vatnsveita bæj- arins voru sameinaðar undir Bæjar- veitur Vestmannaeyja því sú hag- ræðing sem því fyigdi hefði skilað sér í bættum rekstri sem hefði orð- ið til þess að síðastliðin tvö ár hefðu Bæjarveitur getað greitt niður Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Garðar Sigurjónsson, fyrrver- andi veitusljóri, og Eiríkur Bogason, núverandi veitustjóri Bæjarveitna Vestmannaeyja. skuldir um tugi milljóna króna. Eiríkur Bogason veitustjóri rakti uppbyggingu rafveitunnar. Minnt- ist hann þeirra atburða 20 árum áður þegar gamla rafstöðvarhúsið fór undir hraun. Sagði hann að síð- asta dagbókarblað gömlu rafstöðv- Eiríkur Ingólfsson, fulltrúi Heklu hf., óskaði Bæjarveitun- um til hamingju með áfangann og afhenti veitunum að gjöf stimpil úr Caterpillar-vél, með áletruðum skildi, sem Guðni Grímsson yfirvélsljóri tók við fyrir hönd Bæjarveitna. arinnar við Heimatorg væri varð- veitt innrammað á vegg í nýju stöð- inni en þar skrifaði Garðar Sigur- jónsson rafveitustjóri í liðinn rekstrartruflanir 26. mars 1973: „Kl. 11.35 rúður famar að springa í austurálmu vegna hita. Kl. 13.15 hraunbrún ca 1 m frá suðaustur- homi stöðvarhúss. Kl. 13.25 hraun- brún komin á suðausturhom stöðv- arhúss. Kl. 14.37 voru vélar stöðv- aðar.“ Eiríkur sagði að sléttum 20 árum seinna stæðu Vestmanneyingar nú í sömu spomm hvað varaafl snerti. Þetta þýddi þó ekki að hlutimir væm eins í dag og þeir vom fyrir 20 ámm því tækninni hefði fleygt mikið fram og væri búnaður nýju stöðvarinnar eins og hæfði á tölvu- öld. Bæjarveitur keyptu núverandi húsnæði árið 1976. Vélar rafveit- unnar vom þá dreifðar víðsvegar um bæinn. Fyrsti áfangi hússins, skrifstofuaðstaða, var tekinn í notkun 1977 en fyrsta dísilvélin var gangsett í húsinu 1981. Síðan hefur verið unnið stöðugt að upp- byggingunni, vélar fluttar í húsið ein af annarri, rafmagns- og véla- verkstæði byggð og unnið að því marki sem nú er náð. Sjö vélar af Caterpillar-gerð em í vélasal rafveitunnar. Þær minnstu em 660 kW en sú stærsta 1.280 kW og samtals geta þær framleitt 5.500 kW. Auk þess hefur veitan aðgang að 1.800 kW afli hjá nokkr- um fyrirtækjum í bænum og í heild- ina er þetta afl nokkm meira en aflkaup veitunnar frá landi em. Eiríkur sagði að vélar veitunnar væm fyrst og fremst varaafl og augu manna hefðu opnast fyrir þörfínni á slíku varaafli þegar báð- ir sæstrengimir sem liggja til Eyja biluðu árið 1989. „Þá varð okkur ljóst að ekki væri hættandi á annað en að hafa allt að 100% varaafl í dísilvélum hér,“ sagði Eiríkur. — Grímur Tveggja ára framhaldsnám eftir áfangakerfi í Skógaskóla Skólameistarinn, Guð- mundur Birkir Þorkelsson, kynnir nýja námsbraut. Framhaldsskólinn á Húsavík Ný verknámsbraut Húsavík. VIÐ Framhaldsskólann á Húsavík hefur í vetur verið kennt á nýrri verknámsbraut, sem hugsuð er fyrir nemendur, sem vilja komast sem fyrst út í atvinnulífið og þá, sem ekki hafa nægan undirbúning til að takast á við hefðbundið áfanganám. Fullnægj- andi árangur í þessu námi veitir rétt til inngöngu á starfs- og iðnbrautir áfangaskólanna. Meðal námstími eru tvær annir. HAUSTIÐ 1991 var starfsemi Skógaskóla breytt verulega. Nú er í boði tveggja ára framhalds- nám við skólann eftir áfanga- kerfi. Skólinn starfar í mjög nán- um tengslum við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, en er engu að síður sjálfstæð stofnun. Við skólann er grunskóladeild (9.-10. bekkur) fyrir nemendur úr næsta nágrenni skólans (Eyjafjalla- hreppum), en ekki 1r lengur tekið við grunnskólanemendum í heima- vist. Þetta fyrirkomulag hefur gefist mjög vel og hefur nemendum í fram- haldsnámi fjölgað, voru alls 47 á ABURBDR Maxi Crop þaraáburöur Þörungamjöl Þurrkaður hænsnaskítur Auk þess allur áburður í 5 og 10 kg. umbúðum ® FRJÓhf HEILDVERSLUN Fosshálsi 13-15. Sími: 67 78 60 Fax: 67 78 63 haustönn 1992. í grunnskóladeild eru 16 nemendur. Markmiðið með starfsemi skólans er að gefa nemendum kost á að stunda framhaldsnám heima í héraði og spara þeim þannig kostnað við að sækja nám um langan veg. Einn- ig er skólinn góður kostur fyrir þá þéttbýlisnemendur sem vilja kynnast heimavistardvöl, njóta kennslu í fá- mennum námshópum og taka þátt í öflugu félagslífi. Skólinn hefur á að skipa hæfum og reyndum kennurum. Flygillinn var formlega tekinn í notkun með tónleikum þar sem ung- menni sem nema við skólann og Tónlistarskóla ísafjarðar fluttu verk gömlu meistaranna. Þannig háttar til að salur Fram- haldsskólans er jafnframt kapella ísafjarðarsafnaðar og hefur svo verið síðan Isafjarðarkirkjan brann. Því kom það til að skólinn og kirkjan sameinuðust um kaupin á hljóðfær- inu sem kostaði á aðra milljón króna. Með tilkomu flygilsins aukast mjög Rík áhersla er lögð á að skapa nem- endum jafna aðstöðu til náms með því að bjóða tvær námsleiðir, fomá- msáfanga og hæga ferð annars veg- ar, en hins vegar hraðferð. Skólinn kappkostar að halda fæð- is- og skólagjöldum í lágmarki sem og öðrum kostnaði við skólavistina. Skógaskóli er því ákjósanlegur val- kostur fyrir sunnlenska nemendu sem eru að hefja nám í framhalds- skóla, hvort sem þeir koma úr dreif- býli eða þéttbýli. möguleikarnir á því að halda kon- serta og aðra tónlistarathafnir í hús- næði skólans. Margir nemendur skól- ans eru jafnframt í námi við tónlist- arskólann og hefur jafnan verið gott samstarf þar á milli og í framtíðinni er áformað að byggja tónlistarskóla- hús við hlið Framhaldsskólans. Björn Teitsson skólameistari flutti ávarp á tónleikunum og þakkaði þeim fjölda manna sem lagst hafði á árina við að koma málinu í höfn. - Úlfar. Fréttaritari Mbl. ræddi við skóla- meistarann Guðmund Birki Þorkels- son um þetta nýja kerfi og fékk eftir- farandi upplýsingar: — Hvað felst í þessu námi og hvernig er því hagað? — Vinnuhugtakið er skilgreint og siðfræði vinnunnar kynnt og jafn- framt þáttur ríkisvalds og sveitarfé- laga við að móta almenn atvinnuskil og hlutverk verkalýðsfélaga. Nem- endur kynnast möguleikum heima- héraðs á sviði framleiðslu og þjón- ustu og nemendur taka þátt í rekstri eigin smáfyrirtækja um lengri eða skemmri tíma. Þá læra þau málm- smíði, trésmíði, rafmagnsfræði, mat- reiðslu og heimilishald. Þetta nám kemur einstaklingum ávallt vel, hvort sem hann hyggst á lengra nám eða ekki. Það er til dæmis gott fyrir hvern og einn að hafa fengið leiðbein- ingar um notkun ýmissa verkfæra og geta lagað ýmislegt á heimilinu án þess að þurfa að leita til útlærðs fagmanns. Nemendum eru kynnt al- menn störf í verslunar- og þjónust.u- fyrirtækjum og gerð grein fyrir mik- ilvægi góðrar þjónustu í verkskiptu þjóðfélagi. — Ég sé að nemendur hafa hann- að og smíðað það sem ég gæti kallað „útivistarborð" eða sumarbústaða- borð? — Já, nemendur vinna eins mikið og hægt er verklega og hafa þeir teiknað og smíðað þessi borð og eru nú að vinna að því að markaðssetja þau. Við vinnum þar eftir norskri fyrirmynd, sem kennarar skólans hafa kynnt sér og ef salan gengur vel þá hugsum við að þessir nemend- ur gætu skapað sér sumaratvinnu við framleiðslu þeirra hluta, sem þeir hafa hannað og lært að gera í náminu. Þetta er mjög skemmtilegt og spennandi verkefni en óvíst hvern- ig það þróast. — Allir nemendur sem hófu nám á þessari braut bæði stúlkur og pilt- ar hafa sýnt mikinn áhuga og enginn helst úr lestinni, sem oft vill verða. Sumir hafa fundið sér framtíðar- markmið að stefna að. Enda tel ég þessa nýju námsbraut okkar vera stutta undirstöðubraut fyrir nemend- ur til að fínna hvert hugurinn stefnir, sagði Birkir skólameistari að lokum. Morgunblaðið/Jóscfína Gísladóttir Torfi Jónasson við slaghörpuna og Jóhannes B. Guðmundsson fiðlu- leikari, en þeir léku saman Air eftir Johann Sebastan Bach. Framhaldsskólinn á ísafirði Flygill frá nemendum Isafirði. FRAMHALDSSKÓLINN á ísafirði hefur fengið nýjan flygil. Flygillinn, sem er af Yamaha-gerð, var keyptur fyrir gjafafé tíu ára nemenda sem hafa lagt í sjóð við skólaslit undanfarin fimm ár og fé frá ísafjarðarkirkju. Áður var notast við píanó sem Menntaskólinn í Reykjavík gaf skólanum 1978 vegna endurnýjun- ar hljóðfæris syðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.