Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 45 HEILRÆÐI ERU LYF OG ONNUR HÆTTULEG EFNI í LÆSTUM SKÁP Á ÞÍNU HEMJLI? SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS Ekkí er öll vitleysa eins - eða lítil saga af þjónustu við fólk Frá ísleifi Friðrikssyni: Um daginn sagði vinur minn við mig: — Á ég að segja þér frá því, þegar ég fór á haugana (Gámastöð Sorpu) nýlega? Þetta byijaði þannig að ég hafði verið að taka til í garðin- um hjá okkur og flokkað sorpið í þijá poka og eina spýtu- eins og vera bar. Jæja, þar sem ág á engan bíl, og er ekki áskrifandi að blöðum, setti ég allt draslið í hjólbörurnar og fletti upp í símaskrá, þar stend- ur hvenær opið er á gámastöðvum. — Aha, þeir opna eftir klukkutíma! Ég sturta í mig kaffinu, fer út í garð og legg af stað úr Skeijafirði í Ánanaust með hjólbörurnar á und- an mér sem leið liggur í góða veðr- inu, og eftir 45 mínútur stend ég við lokað hlið Sorpu. Óskiljanlegt! Stóð ekki, að opið væri frá 10 - 22? Jú, en hvað stendur hér á veggnum, ha? Það er opið á Sævar- höfða. Það er nú svo gott veður, og heilir 3 tímar þangað til opnað verður hér, svo ég ákveð að ganga uppeftir með ruslið. Labbi-labbi- labb, mikið asskoti eru þær þungar upp Ártúnsbrekkuna, þessar hjól- börur! „Bíb- bíb,“ bíll stoppar og út stekkur hann Þorvaldur sendi- bílsstjóri. „Hvert ert þú að fara með hjólbörumar, Ingó?“ „Jú, sjáðu til, ég er að henda rusli,“ og svo segi ég honum ferðasöguna. „Ég er á leið upp í Sorpu með drasl, viltu ekki koma með?“ Jú, úpps, upp í bílinn með börurnar. Svo komum VELVAKANDI KANNAST EINHVER VIÐ SEINNIPARTINN? VIÐ heyrðum þennan fýrripart hjá Flóamanni um daginn, sem mundi ekki seinni partinn. Þetta mun vera eftir dr. Svein Berg- sveinsson. Eru einhveijir lesend- ur sem kunna seinni partinn og gætu látið okkur vita? Hvað er líkt með korktrekkjara og kjörnum manni á þing? Að ... Gunnlaug og Stefán GÆLUDÝR Lítil svört læða LÍTIL svört læða er í vanskilum í Hamrahlíð 29. Sá sem á læð- una má hafa samband í síma 32821. Týndur hvolpur SVARTUR og hvítur border- collie-hvolpur, þriggja mánaða, tapaðist frá Seljahverfi sl. þriðjudagskvöld. Gegnir nafninu Týri. Upplýsingar í síma 79556 eða 670992. Týndur páfagaukur GRÁR dísarpáfagaukur með hvítu í vængjum, gulu í stéli, rauða vanga og kamb tapaðist frá Reyðarkvísl 1 sl. þriðjudag. Finnandi vinsamlega hafi sam- band í síma 673220. TAPAÐ/FUNDIÐ Týnt hjól BLÁTT lítið reiðhjól með gulum púðum á stýri og stöng og með hjálpardekkjum hvarf úr hjóla- geymslu í Veghúsum 31 á föstu- daginn langa eða laugardaginn. Upplýsingar í síma 683594. Týndir gönguskór GÓNGUSKÓR, bláir og grænir af gerðinni Dimon, hurfu úr stigagangi við Leirubakka að- faranótt föstudagsins langa. Foreldrar á nærliggjandi heimil- um eru beðnir að athuga hvort bæst hafi við skóeign fjöskyld- unnar og hafa samband í síma 76923 eða símboða 984-53333. Fundarlaun. við uppeftir og þarna standa 10 bílar og bíða eftir því.að komast inn, en svo virðist sem bara komi bílar út. „Hvað er að gerast,Valdi,“ spyr ég. Jú, sjáðu til, hér á að vigta alla bíla sem koma og fara, en það er bara ein vog, svo vegna þess, að þá langar ekkert í sorp, hafa þeir tekið upp á því að vera ekkert að flýta fyrir. Þess vegna láta þeir okkur bíða en reyna svo að losna við þá, sem inni eru, — Það mætti svo sem auðvelda þetta með því að fá aðra vog, þá gætu bílar komið inn á eina og út af annari", segi ég um leið og við keyrum inn á vogina og Valdi, sjötugur maðurinn, stekkur út sem unglamb væri og prílar upp á vegrið til þess að renna spjaldi gegnum vél í þriggja metra hæð. Ó-ó, þarna var hann nærri dottinn! „Maður er bara í stórhættu við að vigta þetta árans drasl“, seg- ir hann og hlær, þegar hann sest inn í bílinn aftur og ekur af stað inn í þessa svakalegu skemmu. Þar nemum við staðar við skilti, sem segir okkur að bíða eftir aðstoð. Seint og um síðir kemur maður, sem segir okkur að henda draslinu „þarna í gryfjuna", og svo sest hann aftur inn í athvarfið sitt. Valdi bakkar að gryfjunni og við tökum hjólbörurnar út, en með reynsluna frá gámastöðinni á baki ákveð ég að tala nánar við eftirlits- mann út af mínu flokkaða rusli, og segi honum að ég sé með gúmmí- slöngu, plastbrúsa og fleira sem ekki eyðist af sjálfu sér. „Allt í lagi“, segir hann, „ég sagði þér að henda þessu öllu í gryfj- una.“ O.K. í gryfjuna með allt horn- grýtis draslið. „Heyrðu, þú þarna með hjólbörumar, hvað heldur þú að þú sért að gera! Það má ekki henda timbri hér, það á að fara í kvörnina þarna úti í enda,“ segir maður i bláum galla merktum Sorpu og bendir þangað. „En hvað þá með greinarnar og hitt ruslið," spyr ég. „Það er í lagi, en spýtan á að fara í kvörnina," segir maður- inn og sendir mig ofan í gryfjuna til að ná í Ijölina. Svo eltir hann mig að kvörninni, sennilega til að ég láti ekki freistast til að henda henni á leiðinni. Mikið var ég feginn, þegar Valdi keyrði inn heima hjá mér! — En til hvers er að flokka niður sorp, ef því er svo bara blandað saman aftur hjá Sorpu, “ spurði Ingó mig að skilnaði. Ja, ekkert veit ég ísleifur Friðriksson, skipa- smiður LEIÐRÉTTINGAR Nöfn misrituðust í GREIN um friðlýstan fólkvang á Seltjamarnesi sem birtist í Bréfi til blaðsins í gær misrituðust nöfn tveggja aðila af þremur sem fyrir greininni stóðu. Það voru nðfn þeirra Önnu B. Jóhannesdóttur og Sigurðar Kr. Árnasonar. Morgun- blaðið biðst velvirðingar á mistök- unum. Pennavinir Átján ára ítölsk stúlka kveðst heilluð af íslandi en getur ekki annarra áhugamála: Giulianelli Teresa, Borgo s. Croce nr. 3, 62010 Appignano (MC), Italy. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á ferðalögum o.fl.: Victoria Fandoh, P.O. Box 390, Cape Coast, Ghana. Sautján ára finnsk stúlka með áhuga á dýrum, tónlist, dansi o.fl.: Sari Pellikka, Vasaratie 7, Sf- 92930 PyhánUi, Finland. Pólskur 35 ára kennari með margvísleg áhugamál vill eignast íslenska pennavini: Jarek Smogor, Sikoorskiego 43 A, 64 700 Czarnkow, Poland. LOTTH Aðaltölur: 9X11X13 T Gréta Boða, förðunarmeistari eða -:i:- Þórunn Jónsdóttir, förðunarfræðingur veita faglega ráðgjöf um förðun og liti. V E R I Ð V E L K O M I N Napp sportveiði-vörulistinn 1993 frá Abu Garcia er kominn! ^Abu Garcia Ferskar nýjungar og hafsjór fróðleiks um allt sem að sportveiði lýtur: hjól, stangir, línur, spúna... Tryggðu þér ókeypis eintak hjá umboðsmönnum Abu Garcia um land allt. Lengdur OPNUNARTÍMI: Föstudaga kI. 9-19, laugardaga kl. 10- 16. HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK • SÍMAR 91-16760 & 91-14800 T Hagkaup, Skeifunni - föstud. 16. april * Ársól, Grimsbæ - föstud. 30. april T Hagkaup, Kringlunni - laugard. 17. apríl T Sigurboginn, Laugavegi 80 - föstud. 30. april T Bjarg, Akranesi - miðvikud. 21. april frá kl. 15-18 virka daga og 13-16 laugardaga. Vinn ngstölur ,------- miðvikudaginn:ji4. aprfl 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n6afe 2 (á ísl. 0) 10.527.000,- Gfl 5 af 6 E9+bónus 2 396.725,- R1 5 af 6 7 36.699,- H 48f6 301 1.357,- n 3 af 6 f-B+bónus 956 184,- 15j(19)(24 BÓNUSTÖLUR @@(44) Heildarupphæð þessa viku 22.688.704,- áisi; 1.634.704,- UPPLÝSINGAR, SÍMSVARl 91- 68 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 ■ TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.