Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Reyndu að sýna ættingja þolinmæði árdegis. Þú hjálpar vini að leysa vanda. Breytingar heima fyrir ganga samkvæmt áætlun. Naut (20. apríl — 20. maí) Birðarleysi hindrar fram- gang í starfi. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Hlátur og gleði ríkja hjá þér í kvöld. Tviburar (21. maí - 20. júní) Vandamál sem þú glímir við leysist er á daginn iíður. Þú kemur miklu í verk. Ferðalag eða heimsókn til vina veitir þér ánægju. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hffé Framlag þitt í vinnunni skil- ar árangri. Gömul skuld er . gjaldfallin. Þú viit njóta lífs- ins og ferð í samkvæmi í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) í dag iangar þig til að ljúka verki sem þú hefur van- rækt. Reyndu að sýna ást- vini umburðarlyndi. Sam- vinna skilar árangri. Meyja ■ (23. ágúst - 22. sgptemberl Þú átt auðvelt með að leysa vanda annarra og finnur skjótt réttu lausnina. Hafðu hemil á eyðslunni í kvöld. vw T (23. sept. - 22. október) 'IS% Þú tekur á þig auknar skyldur vegna barns. Félag- ar eiga gott samstarf og þér miðar vel áfram í vinn- unni. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) HlfS Þú kemur vel fyrir og ert með á nótunum í dag. Vandamál heima fyrir er auðleyst. Þú nýtur kvölds- ins út í æsar. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) m Þú færð góðar hugmyndir og leggur hart að þér til að koma þeim í fram- kvæmd. Fjárhagurinn breytist til batnaðar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú býrð yfir útsjónarsemi sem nýtur sín við innkaup- in. Þér og félaga þínum gengur allt í haginn og framtak ykkar vekur at- hygli. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Einbeitni og staðfesta skila þér árangri í vinnunni og þér tekst að snúa þróun mála þér í hag þótt á móti hafi blásið. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ferð hægt af stað, en þér tekst að koma miklu í verk þegar á daginn líður. Skemmtanalífið heillar í kvöld. Stjörnusþána á aö lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staðreynda. DYRAGLENS rr-----------------—r- þ/NN VANDl BZ AE>ÞO 1 GBTUREKKI TEKIÞ <5A6NRWl\ þBTTA ER þAE> HEIMSICUL EGASTA j 6B/n Ée hef J Hever - /Z&/NPU /14/G- >Y \ \és HÉLT AÐ EG~^\ &&\ | HEFÐt VERJÐAÐ þvi) V 0 O O d [ O o rs 'fc o O '^KT:,A GRETTIR r KVÖLP SEGl ÉG Feérni^MAR'A J HJEKT \/anHAÐ Hl/ORT HARA þö i ?... IVöEIAVEROR LEMT.., — ' - EPA SMibUE? ER OFANP- TOMMI OG JENNI LJOSKA SMAFOLK mere's the lonelv 5HEPHERP 5TANPIN6 OUT LNPER THE 5TAR5.. ALL MI5 5HEEP HAVE 60NE A5TRAV... IT'5 50 5AP.. Hér stendur hinn einmana fjárhirðir úti undir stjörn- unum. Allar kindurnar hans eru týndar, það er svo dapur- legt. Þú grætur ekki. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Það sýnir sagnhörkuna á ís- landsmótinu að 7 pör af 8 skyldu segja fjóra spaða í spili 2 úr fyrstu umferð. Geimið er punktarýrt, en háspilin eru á réttum stöðum. Norður gefur; NS á hættu. Norður ♦ ÁK98 ¥ 873 ♦ D10532 *6 Vestur Austur ♦ G75 4 62 ¥ DG52 ¥ K10964 ♦ ÁG ♦ K984 ♦ 10742 + Á3 Suður ♦ D1043 ¥ Á ♦ 76 ♦ KDG985 Eftir hjarta út, er besta spila- mennska suðurs að spila spaða á ás og laufi úr borði. Austur hoppar upp með ásinn og verður nú að skipta yfir í tígul. Vestur drepur á ás og spilar tígulgosa, sem sagnhafi ætti að dúkka til að reyna að halda réttum manni inni. Ef austur ræður við þá gildru og yfirdrepur með kóng til að spila þriðja tíglinum, er sagnhafi kominn í taphættu. Hann verður að stinga frá með drottningu og svína fyrir spaða- gosa. Tveir sagnhafar trompuðu með tíu og töpuðu spilinu. Hinir fimm fengu 10 slagi og ekki allir eftir þessa vörn. Hvort suður trompar með tíu eða drottningu veltur mikið á sögnum. Hafi austur ströglað á hjartað (eða opnað á „Jóni og Sírnoni"), eru meiri líkur á því að vestur sé með lengri spaða og þá er rétt að trompa með drottningu. Punktatalning gæti líka hjálpað til. Eðlilegt útspil vesturs er hjartadrottning. Þar með á austur kónginn. Þegar úrslitastundin rennur upp hefur hann sýnt laufás og tígulkóng. Þetta eru 10 góðir punktar. Hafi hann passað í upphafi, dregur úr líkunum á því að hann sé með spaðagosann, þótt vissu- lega sé enn hægt að finna spil- ara sem opna ekki á 11 punkta. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á hraðmótinu í Mónakó í síð- ustu viku kom þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Vysw- anthan Anand (2,710), Indlandi, sem hafði hvítt og átti leik, og Ljubomirs Ljubojevic (2,605), Serbíu. 16. Bxg5! — hxg5, 17. Rxg5 — f5 (Eina leiðin til að hindra Dh7+) 18. Re6 - Da5, 19. Rd5! - Hf7, 20. Rxg7 - Hxg7, 21. exd6 - exd6, 22. Re7+ - Hxe7, 23. Hxe7 (svarti kóngurinn er nú berskjaldaður og staðan vonlaus) 23. - Rf6, 24. Dc4+ - d5, 25. De2 - Dd6, 26. De5 - Bd7, 27. Dg3+ og svartur gafst upp. Júdit Polgar byijaði mjög vel á þessu móti, en tapaði síðan tvö- falt fyrir Ivantsjúk og 'h — 'h fyrir Ljubojevic og endaði í þriðja sæti ásamt öðrum. Um helgina: Skákþing Norður- lands hefst föstudaginn 16. apríl kl. 11 á Hótel Húsavík. Teflt er í þremur flokkum. Mótinu lýkur með hraðskákkeppni á sunnudag- inn kl. 14.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.