Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRIL 1993 SUUl' .ILT'IA .111 irjUAGU'T^O'l UIUA.1I!lUJUH'UTr~ 37 tr Minning Krisijana Hafdís Bragadóttir Fædd 21. nóvember 1942 Dáin 7. apríl 1993 Nú er sólin sest, og um himininn geislar íjölskrúðugum bjarma lita- dýrðar til minningar um liðinn dag. Nú kveð ég sólargeislann okkar hana Dittu, sem var ljósgeisli í lífi sérhverrar sálu sem henni fékk að kynnast, og eftir standa litfagrar og bjartar minningar sem aldrei gleymast. Ég kynntist Dittu um sama leyti og hún kynntist manni sínum og mínum besta vini, honum Vigni. Vignir stóð sem óbifanlegt bjarg í veikindum hennar allt til enda. Fyrir mér er það ómetanleg reynsla að hafa fengið að fylgja Dittu þennan skamma tíma, sem samfylgd okkar stóð. Tíminn er svo stuttur þegar litið er til baka, og maður hugsar sjaldan til þess að næsta morgun áttu ekkert eftir nema minningu um liðinn dag. Samband Vignis og Dittu var ein- stakt í sinni röð, og enginn naut þeirrar ástar og hlýju, sem frá henni geislaði, í jafn ríkum mæli og vinur minn Vignir. Guð blessi hann og styrki. Ditta kenndi mér mikið, með- al annars að líta á mannlega bresti og kosti með öðru hugarfari og ekki ,síst hvað lífsþorsti og lífsgleði getur áorkað miklu, því að hún bar kvöl sína og þjáningu með brosi á vör í gegnum dagsins önn. Dauðinn var það sem hún vissi að mundi koma þá og þegar, en hún beið hans ekki, heldur lifði hvern dag sem eilífð væri af iðjusemi, ást og gleði. Því að hún var á hveijum degi umvafin allri þeirri ást sem mannleg vera getur veitt. Þrátt fyr- ir hin miklu veikindi lifði hún í gleði, þó að þjáningin væri alltaf innan seilingar, var ástin það lyf sem gaf lífi hennar gildi fram yfir allt. Ditta átti sér marga og fagra drauma sem hún og Vignir ætluðu að framkvæma í sameiningu, eins og allt sem þau gerðu, og nú þegar margir af þessum draumum voru í sjónmáli, spyr maður sjálfan sig, af hverju Guð hafi kallað hana til sín nú, þegar svo bjart var framundan. En það hafa svo marigr reynt að svara fyrir Guð, hver sé ástæðan með lífi og dauða. Svörin er hvergi að finna, en spurningunum aðeins fjölgar. Eg vil trúa því að algóður Guð hafi viljað hlífa Dittu við frekari þjáningu hér á jörðu og veita henni þá hvíld, sem eflaust var kærkomin eftir áralanga sjúkdómsbaráttu. Ditta átti þijú börn. Þau eru Svava Blomsterberg, Steinvör Gísiadótttir og Kristján Gíslason. Barnabörnin eru fimm. Ég vil votta þeim og öllum ættingjum öðrum dýpstu samúð um leið og ég votta mínum kæra vini, Vigni, mína innilegustu samúð. Guð blessi ykkur öll. Eg veit, Ditta mín, að hvar sem þú ert þá líður þér vel. Ég sakna þín. Heimir Tyrfingsson. Ég vil í fáum, fátækiegum orðum kveðja elsku systur mína, hana Dittu. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar horft er til baka. Ég vil þakka henni fyrir öll árin, frá barnassku, fram á hennar hinsta dag. Ég mun sakna hennar mikið því að hún var mér kærari en orð fá lýst. Ég hef þá einlægu trú að hún sé á þeim stað, þar sem hvorki sjúkdómar, sorg eða tár eru. Hún trúði á Guð og freisarann Jesúm Krist og Biblían segir að sá sem á hann trúi muni lifa þótt hann deyi. Það er yndislegasta fyrirheit sem til er, að fá að vera með honum um eilífð. Ég leyfi mér að kveðja Dittu fyrir hönd barnanna hennar: Svövu Guðfinnu, Kristjáns Héðins, Stein- varar Ingibjargar og Gísla Jóns og barnabarnanna, Kristjáns, Helenar, Guðrúnar, Brynju og Sigurbjargar. Einnig leyfi ég mér að kveðja Dittu fyrir hönd tengdasona hennar, Stein- þórs og Sveins. Ég veit að Ditta systir hefur að nýju hitt Kristófer litla, barnabarnið hennar sem dö aðeins eins árs gam- all og að þau eru saman á himnum. Ég leyfi mér einnig að kveðja Dittu mína fyrir hönd Vignis, sambýlis- manns hennar og besta vinar. Ég get að sjálfsögðu ekki tjáð í orðum mínum ást og tilfinningar annarra. Vignir reyndist systur minni betur en nokkur annar, fullyrði ég og trúi. Hann stóð sem klettur við hlið henn- ar í veikindum hennar, en það var ekki af nauðung heldur af ást og kærleika, alveg til hinstu stundar. Guð blessi hann og styrki, börnin hennar, barnabörnin og tengdabörn. Ég vil að lokum leyfa mér að þakka starfsfólki krabbameinsdeild- ar lle á Landspítalanum fyrir þeirra einstöku hjálp og umönnun. Sérstak- ar þakkir færi ég Guðmundi Bene- diktssyni lækni fyrir allt sem hann gerði og var í hans valdi að gera. Sigurgeir H. Bjarnason. t ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON trésmiður, Hrafnistu, Reykjavík, áður Miðstræti 4, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 14. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Hjalti G. Lúðvíksson, Theódór Lúðvíksson. t Ástkær eiginkona mín, KRÍSTÍN JÓNSDÓTTIR frá Vindási, Laugarnesvegi 88, Reykjavík, lést í Landakotsspítala að morgni 14. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Ingvarsson. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN MÝRDAL SIGURÐSSON, Vesturgötu 67, Akranesi, lést 31. mars sl. í Sjúkrahúsi Akraness. Bálför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Akraness. Einar Mýrdal, Hulda Haraldsdóttir, Sumarlina Jónsdóttir, Emilía M. Jónsdóttir, Jón Þórðarson, Þuríður M. Jónsdóttir, Hörður Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður okkar og fósturmóður, MARGRÉTAR GÍSLADÓTTUR, Hamrahlíð 2, Egilsstöðum, verður gerð frá Egilsstaðakirkju, laugardaginn 17. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Egilsstaðakirkju til kaupa á magnarakerfi kirkjunnar. Gísli Sigurðsson, Svavar Þór Sigurðsson, Dagný Sigurðardóttir, Helgi Ómar Bragason, tengdabörn og barnabörn. Bergþóra Jóns- dóttir - Minning Fædd-22. október 1921 Dáin 6. apríl 1993 Að kvöldi þriðjudags 6. apríl lést Bergþóra mágkona mín eftir langt og erfitt veikindastríð. Hún var fædd á Hellum á Vatnsleysuströnd, yngst þriggja dætra hjónanna Katrínar Þorkelsdóttur og Jóns Þorsteinsson- ar. Eldri eru Vigdís, búsett í Kefla- vík, og Arnheiður, nú Iátin. Jón fað- ir þeirra lést þegar Bergþóra var á öðru ári og tóku þá hjónin Guðný Sigurðardóttir og Gísli Sigurðsson í Minna-Knarrarnesi Bergþóru i fóst- ur. Þar ólst hún upp og minntist hún fósturforeldra sinna ætíð með ást og virðingu. Móðir hennar giftist aftur Herjólfi Jónssyni og eignuðust þau þijú börn: Jón, búsettur i Vogum, Anný, bú- sett í Bandaríkjunum og Olafur, búsettur í Vogum. Begga hélt góðu ■ sambandi við systkini sín, en móðir þeirra lést aðeins 32 ára gömul. Begga giftist Halldóri Péturssyni sjómanni og bjuggu þau í Reykjavík. Það var svo skrýtið með Beggu og Dóra að hvar sem þau bjuggu í bænum var heimili þeirra alitaf um iþjóðbraut þvera og alltaf var í leið- inni að líta inn og fá kaffisopa og ;ræða málin þegar farið var í bæinn. Begga var greind og skemmtileg kona, fylgdist vel með öllu og hafði gaman af að umgangast fólk. Oft var gestkvæmt hjá henni og alltaf heitt á könnunni þegar vini og kunn- ingja bar að garði. Halldór stundaði sjómennsku í 54 ár svo að oft var Begga ein, en einmanna held ég að hún hafi ekki verið, því að hún lað- aði að sér fólk bg margir vildu eiga hana að vini. Vel man ég hve falleg og smekk- lega klædd mér fannst hún er ég sá hana fyrst fyrir tæpum 40 árum, er ég trúlofaðist yngsta bróður henn- ar. Síðan höfum við Begga verið samferða meira og minna og ég á henni ótalmargt að þakka. Sonum mínum var hún einstaklega góð og síðan börnum þeirra. Begga eignað- ist ekki börn sjálf en hlúði að systk- inabörnum sínum væru þau nálægt henni, einkum var sterkt samband þeirra Auðar, dóttur Arnheiðar. Augasteinn Beggu var yngsti sonur Auðar sem skírður var nöfnum þeirra hjónanna, Halldór Berg. Gettni og gamansemi var ríkjandi kringutn Beggu og einstakalega gaman að ræða við hana. Hún hafði ákveðnar skoðanir og stóð fast á sínu, en oft sá maður nýjan flöt á málinu þegar við vorum búnar að karpa smávegis um það. Að leiðarlokum vil ég þakka allar þær góðu stundir sem við áttum með henni og þeim hjónunum, bæði heima og heiman. Elsku Dóri minn, Guð styrki þig og blessi og leiði Beggu okkar á nýjum vegum. Inga Bjarnadóttir. Bergþóra fæddist á Hellum á Vatnsleysuströnd hinn 22. október 1921, dóttir hjónanna Katrínar Þor- kelsdóttur og Jóns Þorsteinssonar, en missti föður sinn mjög ung. Hann lést 23. janúar 1923. Þá var Berg- þóra sett í fóstur til góðra hjóna, Guðnýjar Sigurðardóttur og Gísla Sigurðssonar, sem bjuggu að Minna- Knarrarnesi. Þar ólst Bergþóra upp og þau hjón reyndust henni hinir bestu foreldrar. Bergþóra var rúmlega tvítug þeg- ar hún kom til okkar á Njálsgötu 1 sem húshjálp og hún féll svo vel inn í hópinn, að hún varð strax ein af fjölskyldunni. Hún hafði iétta lund, var afskaplega dugleg og afar vel verki farin. Alltaf reiðubúin til að hjálpa, ef eitthvað bjátaði á. Það var alltaf margt fólk á heimilinu, ungt og gamalt, og oft var glens og gam- an, t.d. spáð í kaffibolla og þá þótt- ist maður sjá fleira en var í bollanum. Bergþóra giftist Halldóri Péturs- syni sjómanni hinn 10. október 1948, ágætis manni. Við þekktum vel til hans, því að móðir hans, Katrín Halldórsdóttir, og systur hennar, Þórdís og Sesselja, bjuggu í húsinu hjá okkur. Halldór og Bergþóra keyptu sér íbúð í Teigaseli 11, en áður höfðu þau búið í leiguhúsnæðj árum saman á mörgum stöðum. í Teigaselinu bjuggu þau í 17 ár, en fyrir tveim árum fluttust þau í Jökulgrunn 1, en þá var Bergþóra orðin mjög ias- burða. Bergþóra andaðist svo á Hrafnistu hinn 6. apríl sl. eftir langa og stranga legu, fyrst á Landspítal- anum og síðast á Hrafnistu. Halldór reyndist henni frábærlega vel í veik- indunum, fór alltaf til hennar tvisvar á dag, hvernig sem viðraði. Þar var sannur kærleikur. Við sendum Halldóri og systkinum Bergþóru og frændfólki hennar inni- legar samúðarkveðjur frá okkur öll- um. Fjölskyldurnar Njálsgötu 1 og 2 og Stigahlíð 6, Reykjavík. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Suðurgötu 3, Keflavík. Katrín Warren, John Warren, Elín Óla Einarsdóttir, Sigurður Markússon, Ólafía Sigrfður Einarsdóttir, Aðalbergur Þórarinsson, Guðmundur Einarsson, Sveingerður Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, VALGERÐAR BJARNADÓTTUR, Mímisvegi 6, Reykjavík. Einnig sendum við þakklæti til allra sem önnuðust hana á Vífilsstaðaspítala. Erna R. Sigurgrímsdóttir, Árni Ólafsson, Bjarni Sigurgrimsson, Hjördis Óskarsdóttir, Ingibjörg Sigurgrímsdóttir, Örn Leósson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför KRISTJÁNS GEIRS KJARTANSSONAR, Teistunesi 1, Garðabæ. Sólveig Alda Pétursdóttir, Ómar Kristjánsson, Hjördis Ingvadóttir, Halldór B. Kristjánsson, Auðbjörg Erlingsdóttir, Kjartan B. Kristjánsson, Hulda F. Hafsteinsdóttir, Kristján V. Kristjánsson, Christel Johansen og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.