Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993 Samningar undirritaðir í deilu launþega og vinnuveitenda í Straumsvík 1,7% hækkun frá 2. apríl og-10 þús. kr. eingreiðsla SAMKOMULAG tókst í álversdeilunni á fjórða tímanum í fyrrinótt en samningar þar hafa verið lausir frá í septem- ber 1991. Samið var um 1,7% hækkun á launum og launa- tengdum liðum frá 2. apríl og um 10 þúsund króna ein- greiðslu til hvers starfsmanns við aðra launaútborgun eft- ir samþykkt samningsins í stað afturvirkrar launahækkun- ar eins og starfsmenn höfðu krafist. Þá var samið um ýmsar breytingar á vinnufyrirkomulagi, heimild til útboða á verkefnum, og felld niður kaffihlé en bónusgreiðslur til starfsmanna hækkaðar í staðinn úr 38,21% í 40,96%. Einn- ig var samið um að starfsmenn haldi ferðapeningum í sér- stökum áunnum fríum. Norræna húsið Leiksýning fyrir börn LEIKSÝNING fyrir börn og fullorðna verður laugardag- inn 17. apríl kl. 16 í fundar- sal Norræna hússins. Sýn- ingin nefnist „Lycklig reisa“. Leikendur eru þau Martine Denys-Merigot og Lennart Jacobson og koma þau frá Svíþjóð. Leikurinn er fullur af gáska, misskilningi og fyndn- um aðstæðum. (Fréttatilkynning) Greidd verða atkvæði um samn- ingana á fundum í öllum tíu verka- lýðsféiögum starfsmanna álversins á mánudaginn. Krafa starfsmanna um að 1,7% launahækkun yrði afturvirk frá í fyrravor hefði þýtt 24-39 þúsund krónur á hvern starfsmann, að sögn Gylfa Ingvarssonar, aðaltrúnaðar- ma'nns álversins. Eru launabreyting- arnar sem samkomulag varð um metnar til um helmings þeirrar hækkunar sem fólst í miðlunartillög- unni sl. vor, að sögn Sigurðar T. Sigurðssonar, formanns Hlífar. Aukinn stjórnunarréttur Einar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri ÍSAL, sagði að allir væru fegnir því að samkomulag hefði náðst. Hann sagði að ekki hefði verið lagt mat á hvað samning- urinn kostaði fyrirtækið en í honum fælist einhver kostnaðarauki. Hann hefði þó ekki mikil áhrif miðað við þann taprekstur sem áiverið væri nú í. „Við hefðum kannski óskað að hún yrði öðruvísi en þetta er niður- staðan," sagði hann. „Við höfum aukinn stjórnunarrétt eins og við óskuðum eftir. Ekki er þó um neina byltingu að ræða. Við getum ráðið verktaka til fleiri starfa og sett á vaktir í samstarfi við starfsmenn þegar við teljum það nauðsynlegt en áður höfðu menn neitunarvald í því efni. Þá verða kaffitímarnir af- lagðir hjá litium hluta starfsmanna, sem höfðu mjög truflandi áhrif á allt starf í fyrirtækinu," sagði Einar. 1,99% bónusgreiðsla Gylfi Ingvarsson, aðaltrúnaðar- maður starfsmanna álversins, sagð- ist ekki vera ánægður með samning- inn en lengra hefði ekki verið komist. í samningnum er gert ráð fyrir 30 mínútna mat.arhléi í reglulegum vinnutíma en kaffihlé er fellt niður. Þá var samið um að starfsmenn geti tekið frí í stað greiðslu fyrir yfirvinnu og geta þeir safnað saman allt að tveimur vinnuvikum á hveiju almanaksári á þann hátt. Halda starfsmenn ferðapeningum í slíkum fríum. Stjórnendur fyrirtækisins fá rýmri heimildir til að ákveða vinnufyrir- komulag og vaktir með þriggja mán- aða fyrirvara. Einnig getur fyrirtæk- ið ákveðið að setja á tvískiptar- eða þrískiptar vaktir til að mæta óvænt- um uppákomum í ölium deildum. í sérstöku fylgiskjali samnings er verktakayfirlýsing sem veitir fyr- irtækinu rýmri rétt til að leita til verktaka en áður var. Gylfi sagði að erfiðast hefði verið að falla frá kröfunni um 1,7% aftur- virka launahækkun. Sagði hann að menn hefðu metið það svo að ferða- peningarnir sem menn gætu fengið í uppsöfnuðum fríum kæmu einnig í stað afturvirku launahækkunarinn- ar. Gylfí neitaði því að klofningur hefði orðið á milli Hlífar annars veg- ar og annarra verkalýðsfélaga starfsmanna þegar lá við viðræðu- slitum á miðvikudag. „Menn stóðu frammi fyrir því að ekki væri hægt að gera breytingar sem menn töldu nauðsynlegar og þá væri ekki um annað að ræða en henda öllum sérkr- öfum þeirra út af borðinu á sama hátt og við höfðum hent öllum okk- ar sérkröfum út af borðinu," sagði hann. Sigurður T. Sigurðsson kvaðst ekki vera ánægður með þessa niður- stöðu en hann myndi leggja samn- inginn undir félagsmenn á mánudag og leggja áherslu á að hann verði samþykktur. Morgunblaðið/RAX og Jón Stefánsson Framtíðarkúla á Tjörninni KÚLUDEILD Vísindafélags Framtíðarinnar við Menntaskól- ann í Reykjavík hefur gert kúlu, sem sett var á flot á Tjörn- inni í Reykjavík í gær, en þá var dimmission í skólanum. Inni í kúlunni var maður, sem „gekk“ á vatninu með aðstoð kúl- unnar, sem er 2,5 m i þvermál. Á kúlunni eru siðan uggar og um leið og maðurinn í kúlunni gengur, veitir vatnið uggun- um viðnám og kúlan færist úr stað. Eins og sést á Tjarnar- bakkanum fyrir framan Fríkirkjuna, safnaðist múgur og margmenni saman til þess að fylgjast með gönguferð manns- ins um vatnið. Bókamarkaðurinn Nær 100 þús. bæk- ur seldar BÓKAMARKAÐI Félags ís- lenskra bókaútgefenda lýkur nk. sunnudagskvöld. Að sögn Önnu Einarsdóttur fram- kvæmdastjóra hefur mark- aðurinn gengið afar vel og líklegt að 80-90 þúsund ein- tök hafi selst. „Við vorum að gefa okkur það að það hafí selst milli 80-90 þúsund bækur. Ég þori ekki að halda því fram að slegið hafi verið met í bókasölunni nú, en þetta er að minnsta kosti með mesta móti,“ sagði Anna. Hún kvaðst telja að fleiri titl- ar hafi verið í boði núna en áður og líklega hefðu þeir verið milli 8-10 þúsund. Yngstu bæk- urnar eru frá 1991 en elstu bækurnar frá því fyrir alda- mót. Gríðarlega mikið hefur selst af barnabókum og einnig mikið selst af fræðibókum. Ýmsar gamlar bækur hafa fundist á lagerum bókaforlaga sem ekki hafa verið á markaði lengi. Nýtt slagorð og ásýnd Coca-Cola MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Vifilfelli hf.: „Það þykja venjulega mikil tíðindi þegar for- svarsmenn Coca-Cola í Atlanta í Bandaríkjunum tilkynna um nýtt slagorð. Fyrirtækið skiptir um slagorð á nokkurra ára fresti samfara nýrri auglýs- ingaherferð, því, einsog Donald R. Keough, aðal- forstjóri Coca-Cola í Atlanta, segir: „Coca-Cola verður að vera í senn tímalaust og alltaf nýtt.“ Nýjasta slagorð Coca-Cola er óvenju stutt og laggott: „Alltaf Coca-Cola“. Slagorðið má túlka á ýmsan hátt. A meðan aðrar vörutegundir koma og fara virðist Coke alltaf vera jafn vinsælt, og það er í rauninni alltaf í sókn. Slagorðið vísar einnig til þess, að Coke sé ailtaf jafn bragðgott og hressandi og Coca-Cola verður í rauninni alltaf þekktasta vörumerki í heimi. Hraður vöxtur Coke er raunar ekki einungis þekktasta vöru- merki sögunnar, heldur getur ekkert fyrirtæki státað af jafn mikilli alþjóðlegri útbreiðslu á vörum sínum. Sem dæmi má nefna að árið 1927 haslaði Coca-Cola sér völl í Mexíkó. Það tók fyrirtækið síðan 65 ár að ná 200 milljón eininga sölu þar í landi. Fyrirtækið hóf aftur á móti að markaðs- setja Coke í Austur-Þýskalandi árið 1990, og benda allar áætlanir til þess að það muni aðeins taka 10 ár að ná þar 200 milljón eininga sölu. Annað sláandi dæmi um hinn geysilega hraða í útbreiðslu Coca-Cola er sú staðreynd, að frá 1980 hefur verið selt meira Coke en í allri saman- lagðri sögu fyrirtækisins þar á undan. Og Coca- Cola er meira en 100 ára gamalt fyrirtæki! Hversu lengi getur þetta ástand varað? Hlýtur ekki markaðurinn að mettast fyrr en síðar? Svar forsvarsmanna Coca-Cola fyrirtækisins er einfalt: Möguleikamir eru nú sem fyrr nánast óendanlega miklir. Þannig er t.d. hafín sókn á gífurlega stóra markaði eins og Kína og A-Evrópu. Land eins og Kína, með íbúaijölda upp á rúman milljarð, hlýtur að vera spennandi markaður fyrir Coca-Cola fyrir- tækið. Og möguleikamir era einnig miklir á göml- um og grónum Coke-mörkuðum. Þannig sýna rannsóknir t.d. að Coke-neysla vex víðast hvar í hlutfalli við minnkandi kaffidrykkju. 25 leiknar auglýsingar Síðasta slagorð Coca-Cola var eins og allir vita „You can’t beat the feeling” sem útleggst á ís- lensku „Alveg einstök tilfinning". Með þessu slag- orði vora útbúnar tæplega tíu leiknar auglýsingar sem birtust reglulega út um allan heim. Fyrir nýjustu herferðina voru framleiddar rúmlega 25 leiknar auglýsingar. Coke-fyrirtækið hefur aldrei látið útbúa svo margar leiknar auglýsingar fyrir eina auglýsinga- herferð, en í þetta skiptið var talin nauðsyn á því. Fáir vita nefnilega betur en forsvarsmenn Coca-Cola fyrirtækisins, að það þarf að þekkja vel tíðarandann og bregðast við breytingum á honum á réttan hátt. Fyrirtækið taldi því nauðsyn- legt að bregðast við breytingum sem orðið hafa í fjölmiðlaheiminum á síðustu áram. Þannig eru margar af nýju auglýsingunum nánast hannaðar fyrir ákveðnar stöðvar í gervihnattasjónvarpi, eins og t.d. MTV, þar sem vitað er að fólk með ákveð- in sameiginleg einkenni (t.d. svipaðan aldur, svip- aðan tónlistarsmekk o.fl.) horfir mikið á. ísbirnir gæða sér á Coke! Sumar af nýju auglýsingunum höfða til ungl- inga, aðrar til eldra fólks og sumar til allra aldurs- hópa. sumar eru hraðar og ærslafullar og aðrar mjúkar og hægar. Sumar eru 15 sekúndur og aðrar eru 60 sekúndur. Ein gerist um borð í geim- skipi og önnur sýnir hóp af ísbjömum sem sitja í hring og gæða sér á Coca-Cola. í stuttu máli: Klæðskerasaumaðar auglýsingar. Markmiðið var að búa til rétta auglýsingu fyrir réttan hóp og birta hana í réttum fjölmiðli! Ef hins vegar er litið á hina nýju auglýsingaherferð í heild sinni kemur í ljós að Coca-Cola stefnir að því að ná augum og eyrum allra, óháð aldri, kyni og þjóðerni. Allar eiga þessar auglýsingar sameiginlegt slag- orðið „Always Coke“ og nýja útfærslu á merki fyrirtækisins sem minnir mjög á merki sem notað var á fímmta áratugnum. Margar af nýju auglýs- ingunum eru búnar til í samvinnu auglýsinga- manna og þekktra leikstjóra. Sú samvinna hefur skilað sér í ákaflega vönduðum, oft fyndnum og alltaf skemmtilegum auglýsingum." (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.