Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1993
Framkvæmdir
við nýja Strand-
götu eru hafnar
FRAMKVÆMDIR við gerð nýrrar Strandgötu eru að
hefjast, en í gær var bytjað að mæla út fyrir götunni.
Reiknað er með að unnið verði af kappi við gatnagerð-
ina og framkvæmdum verði lokið í júlíbyrjun. Kostnaður
er áætlaður rúmar 11 milljónir kr.
Guðmundur Guðlaugsson yfír-
verkfræðingur hjá Akureyrarbæ
sagði að þegar lokið yrði við
mælingar og annan undirbúning
yrði byijað á að fylla upp svæð-
ið. Hugmyndin væri að nota hafn-
arprammann sem m.a. var notað-
ur til að dýpka Fiskihöfnina og
láta hann dæla sandi utan frá sjó
og í uppfyllinguna í neðsta hluta
götunnar, þ.e. frá Hjalteyrar-
götu.
Þegar lokið hefur verið við að
fylla upp svæðið þar sem götu-
stæðið kemur til með að vera
verða lagðar lagnir og síðan burð-
arlag keyrt ofan í áður en gatan
verður malbikuð.
Framkvæmdir við nýja Strand-
götu munu standa yfir frá þvi í
lok apríl og er gert ráð fyrir að
búið verða að gera nýja götu í
byijun júlí.
Núverandi Strandgata mun
eingöngu verða ætluð eigendum
húsa við götuna, verður svokölluð
húsagata, en síðan koma tvær
akreinar hvor í sína áttina með
umferðareyju á milli, en þetta er
sá áfangi sem lokið verður við í
sumar. Hugmyndin er að leggja
göngustíg meðfram götunni
syðst og hlaða upp um 60 sentí-
metra steinvegg til að skilja að
fjöruna, en ekki hefur verið tekin
ákvörðun um hvenær farið verður
út í það verk, að sögn Guðmund-
ar.
ARNALDUR Snorrason starfs-
maður Akureyrarbæjar var
ásamt öðrum við mælingar í fjör-
unni við Strandgötuna, en fram-
kvæmdir við gerð nýrrar Strand-
götu eru um það bil að hefjast.
Framtíðin
SVONA kemur ný Strandgata til með að líta út, sú gata sem
nú er í notkun verður svokölluð húsagata og sést lengst til
vinstri á myndinni, þá koma tvær akreinar í sitt hvora átt-
ina með umferðareyju á milli og loks verður gerð gang-
stétt með hlöðnum steinvegg næst fjörunni.
Viðurkenning
EYÞÓR Tómasson og Sif Georgsdóttir, sonur og eiginkona Tómas-
ar Eyþórssonar, sem hlaut viðurkenningu eins af stofnendum Polar-
is-fyrirtækisins, Davids Johnsons, en lengst til hægri er eiginkona
hans, Eleanor.
Tómas fær viður-
kenningn frá Polaris
EINN af stofnendum Polaris-
fyrirtækisins, David Johnson,
var staddur á Akureyri um pásk-
ana ásamt eiginkonu sinni,
■ ROKKTÓNLEIKAR verða
haldnir í skemmtistaðnum 1929
annað kvöld, laugardagskvöldið
17. apríl. Þar leika hljómsveitirnar
Hún andar frá Akureyri, In
memoriam og Dospilas frá
Reykjavík. Tónleikarnir hefjast
kl. 23.53.
UM helgina lýkur sýningu Sig-
urðar Þóris listmálara í Til-
raunasalnum í Grófargili, en
hún var opnuð á skírdag og
hefur aðsókn verið góð.
í dag, föstudag, verður sýningin
opin frá kl. 16 til 19, en í kvöld
verða vísnatónleikar í salnum,
þannig að fólk getur slegið tvær
Eleanor, en áður en þau héldu
brott afhentu þau Tómasi Ey-
þórssyni umboðsmanni Polaris á
Islandi viðurkenningu fyrir
margra ára góða þjónustu.
Polaris-umboðið ásamt hjól-
barðaþjónustu sem Tómas rekur
flutti síðla síðasta árs í nýtt hús-
næði við Undirhlíð og lauk David
Johnson miklu lofsorði á hversu
öllu væri smekklega fyrir komið
innan dyra og umboðinu til mikils
sóma.
flugur í einu höggi, hlýtt á sönginn
og notið myndanna. Um helgina,
föstudag og laugardag, verður
sýningin opin frá kl. 14 til 19 og
lýkur henni sem fyrr segir á
sunndudagskvöld, 18. apríl.
Uppistaða verkanna á sýninguni
eru olíumálverk, en þar er einnig
að finna pastelmyndir og penna-
teikningar.
Vísnatón-
leikar á
Akureyri
og Húsavík
AÐALSTEINN Ásberg og Anna
Pálína ásamt jasstríóinu Skipað
þeim halda tvenna tónleika á
Norðurlandi um næstu helgi
undir yfirskriftinni: Á einu máli.
Fyrir síðustu jól kom út platan
Á einu máli en hún hefur að geyma
fjölbreytta vísnatónlist með jass-
og blús-ívafi í flutningi Aðalsteins
Ásbergs og Önnu Pálínu. í sam-
starfi við jasstríóið Skipað þeim frá
Akureyri verður efnt til tónleika á
Akureyri og Húsavík þar sem flutt
verða lög af plötunni ásamt öðru
efni.
í tríóinu Skipað þeim eru þeir
Gunnar Gunnarsson, píanó, Árni
Ketill, trommur, og Jón Rafnsson,
kontrabassi.
Tónleikarnir á Akureyri verða í
tilraunasalnum í Grófargili föstu-
dagskvöld 16. apríl og heíjast kl.
20.30, en á Húsavík verða þeir í
Húsavíkurbíói sunnudaginn 18.
apríl kl. 17.
(Fréttatilkynning)
Heimir í
Hlíðarbæ
Karlakórinn Heimir í Skaga-
firði heldur tónleika í Hlíð-
arbæ næstkomandi laugar-
dag, 17. apríl, og hefjast
þeir kl. 15.30.
Efnisskráin er fjölbreytt en
einsöngvarar eru Gísli Péturs-
son, Pétur Pétursson, Sigfús
Pétursson og Einar Halldórs-
son. Söngstjóri er Sólveig Ein-
arsdóttir, en undirleikarar
Tómas Siggeirsson og Jón
Gíslason.
Sýningu Sigurðar Þóris að ljúka
MÁSKÓUNIM
A AKUREYRI
Opið hús
Kynningardag-
ur Háskólans
á Akureyri
17. apríl frá kl. 13 til 17
I I aðalbyggingu skólans við Þingvallastræti
Kl. 13.00 Strengjasveit Tónlistarskólans á Akureyri
leikur lög eftir Vivaldi og Haydn í anddyri
skólans.
Fyrirlestrar í stofu 24 á 2. hæð:
KI. 13.15 Sigríður Halldórsdóttir, forstöðumaður,
kynnir heilbrigðisdeild.
Kl. 13.30 Dr. Guðmundur H. Frímannsson,
sérfræðingur, kynnir kennaradeild.
Kl. 13.45 Dr. Stefán G. Jónsson, forstöðumaður, kynnir
rekstrardeild.
Kl. 14.00 Þórir Sigurðsson, lektor, kynnir
sjávarútvegsdeild.
Kl. 14.15 Sigrún Magnúsdóttir, yfirbókavörður, kynnir
bókasafn háskólans.
KI. 14.25 Helgi Vilberg, skólastjóri Myndlistarskólans á
Akureyri, og Guðmundur Óli Gunnarsson,
skólastjóri Tónlistarskólans á Akureyri, kynna
starfsemi sinna skóla.
Kl. 14.35 KafFi og óformlegar viðræður við kennara og
nemendur í kaffistofu í kjallara skólans.
Tónlistaskólinn sér um létta tónlist.
Kl. 15.00 Bókaverðir sýna bókasafnið. Húsið og kennslu-
tæki skoðuð undir leiðsögn nemenda.
Kennarar og nemendur kynna nám í einstökum deild-
um á eftirfarandi stöðum á tímabilinu kl. 13-17:
Heilbrigðisdeild í stofu 16 á 1. hæð: Hjúkrunarfræði.
Rekstrardeild í stofu 21 á 2. hæð: Iðnrekstarfræði
Rekstrarfræði
Gæðastjórnun
Kennaradeild í fundarherbergi á 3. hæð: Kennaranám.
II Stúdentagarðar
Kl. 14.00-16.00 Nemendur sýna stúdentagarðana,
Útstein, Skarðshlíð 46 og stúdentagarðana
við Klettastíg.
III í Glerárgötu 36
Sjávarútvegsdeild: Kennarar og nemendur sjávarút-
vegsdeildar kynna nám í sjávarútvegsfræði í aðal-
kennslustofunni á 2. hæð í Glerárgötu 36 kl. 13-15
og sýna kennslu- og rannsóknaaðstöðu.
Starfsfólk samstarfsstofnana verður einnig til staðar
og gefur upplýsingar um starfsemi stofnananna.