Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.04.1993, Blaðsíða 36
36 UlílHA .bl ÍITJOAaUTgO'a QiaMaHUOflOM HÖKGUNBESÐIÐ'FÖSTUDÆGUR Ifi. AFRÍL 1993 Minning Margrét Jónsdótt- ir frá Ferstiklu Fædd 4. júlí 1893 Dáin 7. apríl 1993 Það komu í huga minn margar góðar minningar frá löngu liðnum árum þegar ég frétti lát Margrétar Jónsdóttur, fyrrum húsfreyju á Fer- stiklu. Þar stýrði hún í áratugi stóru heimili ásamt manni sínum, Búa Jónssyni, en hann var þar uppalinn og tóku þau við jörðinni af foreldr- um hans, þeim Jóni Einarssyni og Guðrúnu Jónsdóttur. Þegar bílvegurinn kom um Hval- §örð var jörðin komin í þjóðbraut og skapaðist af því mikill gesta- gangur, sem kom að vísu mjög nið- ur á húsfreyjunni. Seinna var skáli byggður og hafin veitingasala í mörg ár. Margir áttu góðar minn- ingar frá komu sinni á Ferstiklu og allri fyrirgreiðslu sem þau hjón veittu á ýmsan hátt. Þangað komu oft gestir, kaldir og þreyttir í slæm- um veðrum á öllum árstímum. Þá var vegurinn fyrir Hvalfjörð sein- farinn og ekkert í líkingu við það sem nú er og muna það sjálfsagt margir sem komnir eru yfir miðjan aldur. Farartækin voru líka lélegri og vildu bila á vonda veginum í slæmri færð að vetrinum. Þurfti þá oft að aðstoða við viðgerðir á þeim og útvega það sem vantaði til þess. Margrét og Búi áttu mjög gott með að umgangast gesti sína. Þau voru bæði kát og skrafhreifin og höfðu gaman af að blanda geði við aðra og ræða um menn og mál- efni, enda bæði vel greind og fylgd- ust mjög vel með öllu sem til fram- fara horfði í þjóðfélaginu. Búi var reyndar í búnaðarskóla í Danmörku 1921-1922, enda gerði hann miklar jarðarbætur á jörð sinni að loknu námi. Margrét var vel undir það búin að taka við húsmóðurstörfunum á þessu myndarheimili. Hún stundaði nám í tvo vetur í Kvennaskólanum á Blönduósi, árin 1914 og 1915. Þar lærði hún mikið, bæði til munns og handa, m.a. saumaskap sem hún stundaði síðar, bæði fyrir norðan og í Reykjavík. En minningar mínar um Mar- gréti eru frá æskuárum mínum. Þegar ég var innan við fermingu og átti heima á Stóru-Borg í Víðid- al var hún þar kaupakona og vetrar- stúlka hjá föðurbróður mínum, Að- alsteini Dýrmundssyni, og konu hans, Margréti Pétursdóttur. Þá mun Margrét Jónsdóttir hafa verið rúmlega tvítug, æskuglöð og falleg stúlka, sem ungir menn í sveitinni litu hýru auga. Okkur krökkunum þótti afar vænt um hana, því að hún veitti okkur svo mikla athygli og vildi leika við okkur þegar tími gafst til, en mikið var að gera á stóru heimili, bæði utan húss og innan. En Margrét notaði sínar fáu frí- stundir til að sinna okkur krökkun- um og kenndi okkur að dansa. Mér finnst ég alltaf standa í mikilli þakkarskuld við hana fyrir dans- kennsluna, því að hún kom mér að góðum notum þegar ég fór að fara á böllin og öfunduðu mig margir jafnaldrar mínir af danskunnátt- unni. Oft töluðum við Margrét um þessa löngu liðnu tíma, þegar ég heimsótti hana, einkum eftir að hún var komin á dvalarheimilið á Höfða. Þangað komum við hjónin þegar við áttum leið til Akraness, sem var nokkuð oft, þar sem dóttir okkar og fjölskylda eiga heimili skammt frá Höfða. Það var gaman að tala við Margréti því að hún hafði frá- bært minni og mundi svo margt frá gamalli tíð, ekki síst frá æskustöðv- unum í Húnavatnssýslu og fór ég alltaf fróðari af hennar fundi. Margrét var fædd á Þverá í A-Húnavatnssýslu 4. júlí 1893, en ólst upp á Núpi í Laxárdal þar sem foreldrar hennar bjuggu um árabil. Þau hétu Jón Jónatansson og Björg Jónasdóttir. Þau voru bæði af þekktum ættum, hann bóndasonur frá Marðamúpi í Vatnsdal, sonur Jónatans Davíðssonar, Davíðssonar frá Hvarfi í Víðidal, og konu Jón- atans, Sigurrósar Hjálmarsdóttur frá Haga í Þingi. Kona Davíðs hreppstjóra Davíðssonar, afa Jóns, var Ragnheiður dóttir séra Friðriks Þórarinssonar á Breiðabólstað í Vesturhópi. Björg, móðir Margrét- ar, var komin af hinni þekktu Vala- dalsætt, en móðir hennar og amma MUNIÐ! , Minningarkont Stynktarlálags kpabbameinssjúkpa barna Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Sölustaður á Hellu, sími 98-75110. Upplýsingar einnig veittar í síma 676020. Gódan daginn! Elín Sveinsdótt■ ir — Minning Margrétar var Margrét Ólafdóttir, Andréssonar frá Valadal, en Ólafur átti yfir 20 börn. í október 1908 lést Jón Jónatans- son. Hann drukknaði ásamt fjórum öðrum af báti út af Blönduósnum og má lesa um þetta slys í „Fortíð og fyrirburðir", eftir Magnús Bjömsson á Syðra-Hóli. Eftir það fór Margrét að vinna fyrir sér enda snemma tápmikil og dugleg og kom sér alls staðar vel. Börn þeirra Búa og Margrétar eru þijú: Kristín Ríkey, búsett í Kópavogi, Gísli og Vífill, bændur á Ferstiklu, og eru margir afkomend- ur út af þeim öllum. Margréti vant- aði aðeins þrjá mánuði í að verða 100 ára gömul og mátti heita að hún héldi reisn sinni fram á síðasta dag. Þótt hún væri búsett meiri hluta ævinnar sunnan heiða, þá var hugurinn oftast bundinn æsku- byggð hennar fyrir norðan. Þaðan spurði hún mig oftast frétta þegar ég kom til hennar. Þessi fátæklegu kveðjuorð frá okkur hjónunum era þakkir fyrir alla hennar vinsemd og tryggð um langt árabil. Guð blessi minningu hennar. Dýrmundur Olafsson frá Stóru-Borg. Fædd 23. desember 1925 Dáin 21. mars 1993 Ekkert varir að eilífu og einn daginn stöndum við frammi fyrir þeirri staðreynd að tími góðra vina hér á jörð er liðinn. Stundum ber þennan skilnað að á snöggan og óvæntan hátt, en í öðram tilfellum er aðdragandinn nokkur. Það er mikils virði að fá að kynnast góðu fólki og hafa notið þess að vera því samferða, þótt um stuttan tíma væri, en þess var ég aðnjótandi að hafa samfylgd með Elínu Sveins- dóttur á Húsavík. Elín var kvödd frá Húsavíkur- kirkju laugardaginn 27. mars sl. Það er nokkuð á annan áratug síð- an ég kynntist Elínu eða um það leyti sem sonur hennar Páll og dótt- ir okkar hjóna á Heiði gengu í hjónaband. Elín var fædd 23. desember 1925 á Grenivík, dóttir Sveins Oddssonar og Hallfríðar Bjömsdóttur. Elín fór til Akureyrar ung stúlka og stund- aði þar ýmis störf. Þaðan fór hún til Húsavíkur sem ráðskona hjá Ríkarði Pálssyni, en þaðan fór hún aldrei aftur. Elín og Ríkarður gengu í hjónaband 23. desember 1950. í Hulduhól kom Elín með litla dóttur sína, Svanhildi, sem hún eignaðist á Akureyri með Þorleifi Sigur- bjömssyni. Ríkarður maður Elínar gekk þessari stúlku í föðurstað. Elín og Ríkarður eignuðust íjögur börn, þau eru: Guðný, f. 4. júlí 1950; Páll, f. 20. apríl 1954, kvænt- ur Agústu Sigurðardóttur, Sveinn, f. 11. janúar 1960; Ríkarður, f. 24. september 1961. Öll börnin eru búsett á Húsavík og einnig Svan- hildur sem er gift Þórhalli Aðal- steinssyni. Árið 1972 lést Ríkarður, maður Elínar, langt um aldur fram og var það eins og gefur að skilja mikið Minning Fædd 11. febrúar 1902 Dáin 9. desember 1992 Okkur langar til að minnast hennar Helgu Vill með örfáum orð- um. Helga gekk föður okkar, Gunn- ari Mosty, að nokkra leyti í móður- stað á unga aldri. Við systkinin minnumst hennar sem okkar bestu ömmu þó svo að við kölluðum hana alltaf Helgu Vill. Öll vorum við systkinin svo lán- söm að fá að dvelja hjá henni yfir sumartíma á Sauðárkróki og var þessi tími okkur mjög lærdómsrík- ur. Við lærðum að lesa, skrifa, reikna, perla, sauma í og fórum í reiðskóla, einnig þótti okkur mjög gaman að fá að taka þátt í að rækta grænmeti í garðinum hennar og fylgjast með vexti þess yfír sumar- ið. Það rifjast nú upp margar skemmtilegar minningar þegar við HÓPFERÐIR VEGNA JARÐARFARA HÖFUM GÆÐA HÓPBIFRHIDAR | FRÁ 12 I II. 6S FARI’HGA LEITIÐ UPPLÝSINGA HOPFERÐAMIÐSTOÐIN Bíldshöfða 2a, simi 685055, Fax 674969 hugsum um hana Helgu Vill. T.d. var nú frystikistan alltaf jafn leynd- ardómsfull og hafði að geyma ýmis- legt góðgæti. Oft hvarf Helga inn í þvottahús og birtist svo aftur með góðgæti upp úr kistunni og þá sér- staklega frostpinnana. Helga var dugleg að safna mynd- um af skyldfólki og vinum sínum og þreyttist hún aldrei á að segja okkur frá þessu fólki og þó sérstak- lega af pabba okkar sem brallaði nú ýmislegt á yngri árum. Á þessum tíma eignuðumst við systkinin marga góða vini, en öll kynntumst við þeim Rannveigu og dóttur hennar Önnu og var mikill og góður samgangur þar á milli. Þó að við værum fjögur systkinin fengum við þó öll bæði jóla- og afmælisgjafir og það þá oftast nær eitthvað sem Helga hafði gert sjálf, eins og ullarsokka, vettlinga og pijónaúlpur og svo að sjálfsögðu alltaf nammi. Eftir að við systurnar eignuðumst okkar eigin börn héldu þó pakkarnir áfram að koma og það til okkar allra. Alltaf reyndi Helga að koma í bæinn ef eitthvað var um að vera, t.d. fermingarveislur okkar systkinanna, skírnarveislur barnanna okkar og þótti okkur allt- af jafn gaman að fá hana til okkar. Elsku Helga okkar, með þessum orðum viljum við minnast þín, Guð blessi þig og varðveiti. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Kalla, Rósella, Helga María og Garðar Kenneth. Helga Vilhjálmsdótt- ir handavinnukennari áfall fyrir konu á besta aldri. Eftir fráfall eiginmannsins fór hún að vinna utan heimilisins, enda eina fyrirvinnan. Vann hún við ýmis störf á Húsavík, en varð að hætta vinnu fljótlega vegna veikinda. Vann hún heima við að sauma klæði á þá er fóru í hinstu ferðina. Ekki bar hún alltaf fjárhagslega mikið úr býtum við vinnu heima, því að hún var þannig gerð að hún átti erfitt með að setja upp fyrir vinnu sína. Elín var ákaflega vel gerð kona. Þrátt fyrir það að hún gekk ekki heil til skógar kvartaði hún aldrei. Mér er minnisstætt hlýja brosið hennar og gleðin í huga þegar hún var heimsótt í Hulduhóla. Hún vildi öllum vel gera. Ég fann til með henni í febrúar sl. er við hjón heim- sóttunr hana, það leyndi sér ekki að hún var sárþjáð. Nokkra síðar var hún komin á sjúkrahús í Reykjavík. Dvaldist hún þar um tíma en fór síðar norður á sjúkrahús þar sem ástvinir gátu setið við hvílu hennar til hinstu stundar. Endurminningar frá góðum sam- verastundum eru dýrmætar, þær leita líka á hugann hjá öllum og þá fyrst og fremst hjá ástvinum. Hafðu þökk fyrir góð kynni, þökk fyrir umhyggjuna fyrir fjölskyld- unni í Hjarðarhöli. Ef til vill er sökn- uðurinn mestur hjá börnunum þremur sem alla tíð hafa verið heima hjá þér undri handleiðslu góðrar móður. Mennirnir álykta en Guð einn ræður, fyrir það megum við vera þakklát. Ævisól hennar er til viðar gengin. Vorið er í nánd, vetur að kveðja, sól og blíða er hún var kvödd, blóm og grös bráðum að lifna, en dauðinn ganga inn til nýs lífs í vorsins ríki. Hafðu þökk fyrir samverana. Friður sé með þér. Sigurður Þorsteinsson. Birting af- mælis og minningar- greina MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík, og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá grein- arnar sendar á disklingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.