Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
eftir Guðrúnu Guólaugsdóttur.
Á BÖKKUM Signu í Frakklandi er borgin Rouen
eða Rúðuborg, frægt mennta- og menningarsetur, þar
sem jafnframt er mikill iðnaður og mikilvæg umskip-
unarhöfn á flutningaleið til Parísar. Milli Islands og
Rúðuborgar eru og hafa verið ýmis tengsl. Skemmst
er þess að minnast að þar var fyrir skömmu haldin
kvikmyndahátíð þar sem
íslenska myndin Ingaló
fékk fyrstu verðlaun. Á
sömu hátíð voru sýndar
kvikmyndir eftir sögum
Halldórs Laxness, honum
til heiðurs. Halldóri og
Auði konu hans varboðið
á þessa hátíð, hann gat
ekki farið vegna veikinda
svo Auður fór þangað
ásamt Guðnýju dóttur
sinni og Halldóri Þor-
geirssyni, eiginmanni
hennar. „AÖalráður kon-
úngur átti svo sem áður
segir konu þá er Emma hefur heitið, hún var hin dáfríð-
asta prinsípissa. Emma drotníng var kynjuð af Norm-
andí og systir eins mikils höfðíngja er hér verður frá
sagt Ríkarðar rúðujarls; þau systkin vóru komin af
Gaunguhrófli að lángfeðgatali,fí ségir í upphafi 24.
kafla Gerplu, þess sígilda verks Halldórs Laxness,
hins íslenska bókmenntakonungs okkar tíma. í Rúðu-
borg skálaði hann árið 1952 fyrir fæðingu lítillar
prinsípissu: „Rúðuborg skipar sess í fjölskyldusögu
okkar, þar skálaði Halldór fyrir fæðingu Sigríðar eldri
dóttur okkar er hann var þar að búa sig undir ritun
Gerplu,“ sagði Auður Laxness er blaðamaður heim-
sótti hana upp að Gljúfrasteini til þess að spjalla við
hana um ferð hennar til Rúðuborgar og sitthvað fleira.
París árið 1948.
ari árið 1939. Þá hafði ívar Jónsson
móðurbróðir minn þegar lesið upp-
hátt fyrir mig og aðra heima á Báru-
götu 14 allar bækur Halldórs sem
þá voru komnar út. Ég var svo sem
ekkert að hugsa um að hann væri
frægur rithöfundur þegar okkar
kynni hófust, mér fannst hann bara
fyndinn og skemmtilegur maður.
Þegar fólk var farið að taka eftir að
við Halldór værum saman, hringdi
vinkona mömmu, fyrrum tengda-
móðir Kristmanns, í hana til að vara
hana við. Mamma var mjög frjálslynd
og óborgaraleg. Ég heyrði að hún
svaraði á þessa leið: „Þá bara kemur
hún aftur hingað,. það gerist ekkert
annað en það.“ Vinir Halldórs höfðu
skiptar skoðanir á sambandi okkar.
Ein vinkona hans sagði: „Ég skil
ekki hvað þú ert að gera með þess-
ari hversdagslegu stúlku, Halldór."
Önnur sagði hins vegar eftir að hafa
hitt okkur Halldór saman: „Mér þyk-
ir Halldór hafa veitt uppúr.“
Halldór vai á þessum árum mjög
umsetinn maður, það voru sífellt ei_n-
hveijar konur í kringum hann. Ég
gætti þess vel að ganga ekki á eftir
honum. Emu sinni átti ég þó bágt
með mig. Ég var að ganga upp Vest-
urgötuna og sá þá stúlku sem hegð-
aði sér þannig að hún var augljóslega
að fara á stefnumót. Halldór hafði
alltaf gaman af að ég segði honum
frá athyglisverðu fólki. Hann
skemmti sér t.d. vel þegar ég sagði
honum frá prestinum að vestan sem
var alltaf að gera við prímusa heima
hjá okkur á Bárugötunni. Nú hægði
ég á mér til þess að taka eftir stúlk-
unni svo ég gæti lýst atferli hennar
vel fyrir Halldóri. Mikil var undrun
mín þegar stúlkan, eftir að hafa taf-
ið dálítið tímann, bankaði hjá Hall-
dóri þar sem hann bjó á Vesturgöt-
unni. Mér hnykkti við þegar hann
opnaði fyrir henni_ og þau hurfu
bæði inn til hans. Ég tók þó á mig
rögg og barði líka að dyrum og það
endaði með því að hann lét hina fara.
„Bíddu meðan ég losa mig við stúlk-
una,“ sagði hann og ég beið.
heima þegar síminn hringdi. Það var
Halldór að segja mér að hann væri
hættur við að fara í umrætt afmæli.
Honum var heldur ekki sama hvað
ég tók mér fyrir hendur. Ég ætlaði
til Ameríku snemma á okkar sam-
verutíma. Halldór neitaði að láta mig
fara og ég fór ekki.“
Á slóðum fyrra lífs
„í rauninni er allt líf mitt á milli
þessara tveggja heimsókna til París-
ar sem ég hef gert hér að umræðu-
efni. í seinni ferðinni var Guðný dótt-
ir mín með mér, en við Halldór vorum
enn barnlaus í fyrri heimsókninni
árið 1947. Það var ekki af því að
við vildum ekki eignast börn, þau
létu bara bíða eftir sér. Ég varð ekki
ófrísk fyrr en ég hætti að hugsa um
barneignir.
Ég endurlifði veru okkar Halldórs
í París þegar ég gekk þar um götur
með Guðnýju dóttur minni og heim-
sótti ýmsa þá staði sem við Halldór
höfðum farið á. Ég minntist þess
þegar við fórum á slóðir Heming-
ways þegar hann skrifaði Veislu í
farangrinum. Halldór þýddi þá bók.
Það fór þannig fram að hann sat og
þýddi beint en ég skrifaði jafnóðum
niður á ritvél. í þessu ferðalagi kom
ýmislegt upp úr Halldóri sem hann
minntist ella ekki á. Hann hafði t.d.
hitt James Joyce. Hann hafði þó
ekki gefið sig á tal við hann. Með-
fædd kurteisi bannaði honum að
trana sér fram, kæmi hins vegar
fyrir að hann tæki ákvörðun um að
gera það, þá kom hann sér líka eftir-
minnilega á framfæri.
Halldór hefur yfirleitt fengið því
framgengt sem hann hefur viljað.
Hann hefur sínar eigin skoðanir og
sjaldnast hikað við að koma þeim á
framfæri. Einu sinni, þegar við vor-
um í Rússlandi, heyrði ég hann segja
við háttsettan mann í útgáfumálum
þar: „Eruð þið þjófar eða eruð þið
útgefendur." Það þorðu víst ékki
. margir að tala þannig við háttsetta
menn í Rússlandi þá. Halldór var
óflokksbundinn sósíalisti þegar ég
„Það hafði mikil áhrif á mig að
fara í þessa ferð,“ segir Auður. Við
sitjum saman í herbergi hennar á
annarri hæð hins stflhreina húss á
Gljúfrasteini. Mér á hægri hönd er
rúmið hennar og valin listaverk á þili,
til vinstri handar eru bækur húsfreyj-
unnar, þ. á m. allar bækur Halldórs
og margvíslegar hannyrðabækur. „í
átta ár hef ég nánast varla farið út
fyrir veggi heimilisins. Eins og fýrr
sagði er Halldór veikur. Heilsu hans
fór verulega að hraka um það léýti
sem hann var 85 ára. Smám saman
hefur hann orðið æ meira utan við
sig og hin síðustu ár hvorki haft gagn
né gaman af að koma á mannamót.
Við höfum því dvalið saman á Gljúfra-
steini og ekki verið aðskilin fyrr en
ég fór í þessa ferð.“
Vegna þessarar innilokunar var
skynjun mín á vissan hátt ferskari
en ella er ég kom til Parísar. Ég
skynjaði vel visst vonleysi, sem ekki
lá í loftinu þar þegar ég kom þangað
fyrst með Halldóri árið 1948. Þá
áttum við í París sex yndislegar vik-
ur. Veturinn áður hafði ég verið í
Handíða- og myndlistaskólanum.
Ekki var síður lærdómsrík sjö mán-
aða ferð okkar Halldórs, sem París-
arheimsóknin var liður í. Kristján
Albertsson hafði útvegað okkur hót-
elherbergi í París að beiðni Halldórs.
Þar voru rúm upp við veggi, rykugt
flauelisveggteppi og ekkert smjör
með morgunmatnum. Halldór var
voðalega vondur yfír þessu, en konan
sem rak staðinn sagði bara: „Landið
er ríkt en við erum fátæk.“ Halldór
hringdi í Kristján og skammaði hann
og sagðist vera orðinn ennþá meiri
kommúnisti eftir þessa reynslu. Síð-
an fluttum við inn á hið glæsilega
Hótel Kalifornia og nutum lífsins.
Við skoðuðum mikið af söfnum með
hverskyns listaverkum og handverki,
ég hef alltaf haft mikinn áhuga öllu
slíku.
Ég er alin upp af handverksfólki.
Faðir minn Sveinn Guðmundsson var
járnsmiður en móðir mín Halldóra
Jónsdóttir var mikil hannyrðakona.
Ásdís systir mín tók fyrst kvénna á
íslandi sveinspróf í gullsmíði. Sjálf
var ég löt við handavinnu meðan ég
var í skóla, en þeim mun áhugasam-
ari þegar ég fullorðnaðist. Mamma
var hamhleypa við hannyrðir. Ég er
einmitt nýlega búin að senda Þjóð-
minjasafninu teikningar hennar af
Auður í París fyrir skömmu.
veggteppum safnsins, ég held að hún
hafí gert 30 slík teppi. Ég hef sjálf
meira gaman af skapandi handa-
vinnu.“ Hér gerir Auður hlé á frá-
sögn sinni og teygir sig í hannyrða-
bók bundna inn í skinn. „Sjáðu, hér
er ýmislegt sem ég hef hannað,"
segir hún og réttir mér bókina. „Eft-
ir að ég hætti í skóla eftir gagn-
fræðapróf fór ég að vinna í hann-
yrðabúð Ágústu Svendsen. Eftir
sumarið kallaði Sigríður Björnsdótt-
ir, systir Arndísar leikkonu, mig inn
til sín og sagðist hafa kunnað sam-
vinnu okkar í búðinni vel og spurði
hvort ég kynni vélritun og hraðritun.
Nei, ég sagðist ekki kunna það. „Þá
fáum við fyrir yður tíma í því svo
þér geti fengið góða stöðu við rönt-
gendeild Landspítalans hjá honum
Gunnlaugi Classen, mági mínum. Og
svo skuluð þér bara snúast og snú-
ast þar til þér hafið völdin," sagði
Sigriður og hló.“
Hversdagslega stúlkan?
í fyrstu Parísarferðinni vorum við
Halldór nýlega gift en höfðum verið
saman í fímm ár. Við kynntumst
árið 1936 en kynni okkar urðu nán-
Fékk sting í hjartað
Mörgum þótti trúlofun okkar ansi
löng. Gumflaugur Classen, húsbóndi
minn, var farinn að segja mér dæmi-
sögur af mönnum sem tíðkuðu það
að vera trúlofaðir einni stúlku lengi
og svo annarri þar á eftir. Auðvitað
fann ég fyrir afbrýðisemi. Halldór
hafði gaman af að tala við konur og
lét það vel. Ég ákvað að láta afbrýði-
semina ekki ná tökum á mér — en
það þurfti ákvörðun til. Seinna, þeg-
ar við vorum gift, bauð hann stund-
um á ferðalögum sínum konum út í
mat og sagði mér síðan frá því í
bréfí en ég lét það ekki á mig fá,
ég vissi hvað heiðarleikinn var ríkur
í eðli hans. Ég fékk þó sting í hjart-
að einu sinni þegarhann lét skradd-
arann sinn í Kaupmannahöfn sauma
dýrindis föt úr mjög fallegu efni sem
hann hafði keypti í Englandi, með
það fyrir augum að fara í fötunum
í afmæli vinkonu sinnar. Það stóð
ekki til að ég mætti í þetta afmæli,
ég var á leið heim. Á heimferðinni
lá fyrst illa á mér, en svo ákvað ég
að taka þetta ekki nærri mér. Ég
var varla komin inn úr dyrunum
kynntist honum, en hann talaði mjög
lítið um pólitík. Pabbi minn var sjálf-
stæðismaður af gömlu sortinni en
Ivar móðurbróðir minn var eins og
Halldór, óflokksbundinn sósíalisti.
Sjálf hugsaði ég harla lítið um stjóm-
mál. Hér var um tíma ráðskona af
miklum framsóknarættum. Hún
sagði einu sinni: „Það er alltaf verið
að tala um að ég verði kommúnisti
af að vera hjá ykkur Halldóri. Ég
hef sagt; það er aldrei minnst á póli-
tík á því heimili.“ Það var líka rétt,
við ræddum ekki um pólitík ef undan
er skilið það sem efst var á baugi í
blöðum og fréttum á hverjum tíma.
Fyrstu hjónabandsárum mínum
eyddi ég í að aðlagast Halldóri og
hans lífsmáta. Læra að lifa með hon-
um og án hans. Ég var oft ein þegar
hann var í útlöndum, þá var gott að
eiga góða nágranna. Ég hætti fljót-
lega að vinna utan heimilis, ég gafst
upp á erfiðum samgöngum um hol-
ótta moldarvegi sem urðu fljótt ófær-
ir vegna snjóa á vetrum. Ég ein-
beitti mér í staðinn að heimilinu. Ég
stóð fyrir húsbyggingunni á Gljúfra-
steini, þótt mér litist í fyrstu ekki á
að fara þangað, ég var Reykjavíkur-
barn, miðbærinn og rúnturinn voru
mitt svæði. Én Halldór hefur ugg-
laust frá upphafí ætlað sér að byggja
þar. „Getið þið ekki haldið eftir skika
í kringum steininn,“ segir hann í
bréfi sem hann skrifar systur sinni
frá Ameríku. Sú bón kom of seint,
það var búið að selja. Seinna keypti
hann landskika á fyrrgreindum stað
úr Laxneslandi af Jónasi Sveinssyni
lækni."
Með tárin í augunum
„í ferðinni til Rúðuborgar komum
við einnig í klaustrið í Clervaux, þar
sem’ Halldór var sem ungur maður.
Það er ótrúlegt að hann skuli hafa
farið þetta, sveitapiltur úr Mosfells-
sveitinni, nýlega búinn að missa föð-
ur sinn. Hann tók föðurmissinn ákaf-
lega nærri sér. Hann brást við eins
og þegar hann missti Sigríði systur
sína, sem var honum mjög kær, hann
minntist varla nokkurn tíma á hana
né föður sinn eftir lát þeirra. Halldór
hefur aldrei, eins og sumir rithöfund-
ar, lýst hörmum sínum á bók, nema
þá óbeint. Honum hefur líklega þótt
það of mikið einkamál.
Fráfall föður Halldórs var óskap-
legt áfall fyrir mömmu hans. Áð
sögn smakkaði hún ekki mat í þá
átta daga sem maðurinn hennar lá
banaleguna. Eftir andlát hans stóð
hún ein uppi með lítil böm og þenn-
an ungling, Hai'.dór, sem ekkert hald
var í. Ég heyrði um daginn sagt frá
manni sem kom að Laxnesi og vildi
láta vísa sér upp að Tröllafossi. Hann
bankaði uppá en enginn kom til dyra
fyrr en eftir langa mæðu að Halldór
opnaði, þá 12 ára gamall. „Það er
því miður enginn heima,“ sagði Hall-
dór þegar maðurinn hafði borið upp
erindið. „Fólkið er allt að vinna við
heyskap." Maðurinn spurði af hveiju
hann væri ekki að vinna. „Ég,“ svar-
aði Halldór hneykslaður, „ég er að
skrifa“. Svona hefur hann alltaf ver-
ið, hann kom aldrei nálægt neinu á
heimilinu „nema að opna budduna,"
eins og hann sagði stundum."
Heimsljós á frönsku
„í klaustrið í Clervaux komst hann
hvað sem öðru leið. Þegar við Guðný
börðum þar að dyrum kom ungur
munkur og vísaði okkur á aðrar dyr.
Þar fyrir innan var fullorðinn maður
að selja minjagripi. „Hér var maður-
inn minn, Halldór Laxness, einu
sinni, fyrir löngu síðan,“ sagði ég
þegar maðurinn var að afgreiða mig
með smádót sem ég ætlaði að kaupa.
Gamla munkinum brá við. „Leyfíð
mér að sýna yður hvað ég er að lesa,“
sagði hann og fór með mig í annað
herbergi. Á borðinu hjá honum var
Heimsljós á frönsku, sem er nýkomið
út. Þetta hafði mikil áhrif bæði á
hann og mig. Við Duna vorum báðar
með tárin í augunum þegar við skoð-
uðum klaustrið. Við áttum ekki síður
yndislega stund þegar við komum í
jitla þorpið sem Halldór lýsir í bók
sinni Dagar hjá munkum. Þar sett-
umst við niður og fengum okkur
kaffí og reyndum að setja okkur fyr-
ir sjónir hvemig allt hefði verið þeg-
ar Halldór var þar. Við reyndum að
setja okkur í hans spor, við það vökn-
uðu ýmsar spumingar, en þeim verð-
ur ekki svarað, nú er of seint að
spyrja Ilalldór."
Samkvæmislj ónið
„Þáð hafa verið viðbrigði að þurfa
að fara að uppörva þennan mann sem
áður var svo andlega sterkur. Með
aldrinum urðum við æ nánari. Hall-
dór hefur þó alltaf verið tengdur
mér, líklega gekk ég að hluta til inn
í móðurhlutverkið, eiginkona gegnir
oft mörgum hlutverkum í lífí manns
síns, stundum er það augljósara en
ella. Nóbelsverðlaunin voru vendi-
punktur í fleiru en bókmenntalegu
tilliti. Verðlaunaferðin hafði mikil
áhrif á samband okkar Halldórs.
Eins og margir menn hafði Halldór
vanist því að hafa konuna sína heima
með svuntu, svo birtist hún allt í
einu samkvæmisklædd, þá má segja
að ég nyti mín í fyrsta skipti í slíkum
skrúða, Allir vildu dansa við mig og
tala við mig. Halldóri varð talsvert
um þetta. Hann hvarflaði frá miðjum
samræðum við mektarmenn í bók-
menntaheiminum til þess að hvísla
að mér: „Þú ert líklega meira sam-
kvæmisljón en ég.“ Eg fékk þarna
að blómstra sem kona, það hafði
gríðarleg áhrif, bæði á mig og hann.