Morgunblaðið - 23.05.1993, Side 5

Morgunblaðið - 23.05.1993, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 B 5 anda, Michael Medved, 20 mínútum til að standa fyrir máli sínu. Til andsvara voru Michael Winner, kvikmyndastjóri, Barry Norman kvikmyndagagnrýnandi, Josephine Hart rithöfundur, David Puttnam kvikmyndaframleiðandi og Toby Young ritstjóri tímaritsins The Modern Review. Allt þekkt fólk úr menningar- og listalífi Breta. Michael Medved Hann hóf mál sitt á því, að bera af sér þær sakir að hann vilji koma á ritskoðun eða setja önnur höft á kvikmyndagerð, því fari fjarri. Hann sagðist heldur ekki vera teprulegur í sér! Hann kvaðst aðeins vera að biðja um betri myndir með þekkilegra efni, myndir sem fylla ekki áhorf- endur óhug og vanlíðan, ykju á vonleysi. Medved sagði langa hefð fyrir góðum bandarískum kvik- myndum, sem margar hveijar stæðu enn fyrir sínu, mörgum ára- tugum eftir gerð þeirra, og orðnar sígildar. Medved sagðist vilja koma með þá tillögu að hvert kvikmyndafélag komi sér upp eigin siðaboðum til að fara eftir, hækki eigin velsæmis- Honum finnst sem fleir- um, að með ólíkindum sé að áhorfendum skuli boðið upp á það versta og ómennskasta, sem mannskepnan tekur sér fyrir hendur, sem af- þreyingarefni i kvik- myndum. Það nægi að vita að slikir menn séu til án þess að illvirki þeirra séu innihald i hverri kvikmyndinni á eftir annarri og i ótöld- um sjónvarpsþáttum. saman raktar upp. Hann kvað Medved kvarta undan ógeðfelldum persónum í nútímakvikmyndum, slíkt væri ekki nýtt af nálinni, hann benti á persónur í verkum Shake- spares sem ekki væru allar yfir- máta geðugar. Minnti á Hamlet, Macbeth, Richard III, Anthony og Kleopötru. Bresku sjónvarpi taldi hann fara sífellt hrakandi án þess að nokkuð væri að gert. Hann sagði engar rannsóknir hafa farið fram á áhrif- um ofbeldis á skjánum á veruleik- ann, til þess fengist ekki fé. Putt- nam telur þörf á ítarlegri fjölmiðla- rannsókn, það þyrti jafnvel að leið- beina fólki um notkun þeirra. Hann sagði þó fátt nauðsynlegra en að ungmenni læri að „halda höfði“ innan um allt það, sem að þeim er beint, þar sem hveiju skurðgoðinu á eftir öðru er ýtt að þeim í tíma og ótíma. Toby Young ritstjóri var síðastur til andsvara. Ungi maðurinn í hópn- um stóð upp, gustmikill og eins og tilbúinn til að gera lítið úr Medved. Hann hóf mál sitt á því að segja, að hver einasta mynd sem nú væri gerð predikaði öruggt kynlíf, um- hverfisvernd og spurði hvort menn Toby Young David Puttnam Josephine Hart. mörk og sýni metnað. Hann minn- ist þess að í upphafi kvikmynda- gerðar hafi verið sett siðalög til að fara eftir, svokölluð „Hays Code“ árið 1930. Þar hafi verið kveðið svo á, að ekki éigi að framleiða kvik- myndir sem dregið gætu úr siðgæð- isvitund áhorfenda. Ennfremur var þar klásúla þess efnis, að framleið- endum sé ljós sú ábyrgð sem á þá sé lögð, vegna þess trausts sem almenningur sýni þeim. Framleiðendur skýla sér nú á bak við rök, sem Medved finnst ekki standast. Þau eru: 1. Að kvikmynd- ir líkist lífinu eins og það er og hafi engin áhrif á hegðan fólks. 2. Að framleiðendur bregðist við ósk- um fjöldans, sinni eftirspurn. Höfundur flutti mál sitt af snilld, blaðalaust og var mörgum sinnum klappað fyrir ummælum hans, en líka einstaka sinnum látin í ljós óánægja. Því miður er ekki hægt að stikla nema á stóru í þessari umfjöllun. Medved sagði í lok máls síns frá samtali, sem hann átti nýlega við kvikmyndaframleiðanda í Holly- wood. Sá sagði: „Eg skal segja þér að kvikmyndirnar koma mörgu góðu til leiðar, myndin „Lethal Weapon 3“ bjargði t.d. áreiðanlega mörgum þúsundum mannslífa.“ Við undrunarsvip Medved bætti hann við: „Jú, sjáðu til, þar sáust Mel Gibson og Danny Glover spenna á sig bílbeltin.“ Þetta fannst Medved gott dæmi um tvískinnung kvikmyndafram- leiðenda. Michael Winner kvikmyndastjóri var fyrstur til andsvara. Hann hafði gefið ljóslega í skyn með látbragði sínu, svo vart fór fram hjá nokkrum manni, að honum fyndist heldur lít- ið til bókar og höfundar koma. Enda voru upphafsorð hans þau, að þetta væri versta bók sem hann hefði lesið í heilan áratug og höf- undurinn hlyti að vera geggjaður! Winner sagði kvikmyndir líkjast lífinu, menn vissu um allt það illa, sem væri að gerast í heiminum. Kvikmyndir sagði hann hafa lítil áhrif á hegðan fólks og spurði Medved hvað hann teldi hafa komið fólki til að fremja morð fyrir daga kvikmyndanna. Hann sagði skrif Medved minna marga á það, sem sást á prenti, við upphaf nasismans í Þýskalandi, Winner hrósaði Medved fyrir málflutninginn en kvað orð hans ekki rista djúpt þeg- ar að væri gáð. Hann lauk máli sínu með því að ásaka Medved um að vera á móti samkynhneigðum og vera hernaðarsinna. Síðustu ummælin vöktu kátínu viðstaddra. Barry Norman kvikmyndagagn- rýnandi tók næstur til máls. Hann sagðist ekki sjá mikið athugavert við ofbeldismyndir, þær sem nú væru gerðar bæru merki tækni- breytinga og brellna, sem komnar væru til sögunnar. Hann kvaðst ekki maður til að fordæma ljótt orðbragð í myndum, hann ætti það til að blóta sjálfur þegar við ætti. Af orðum Normans var ekki annað að skilja en honum fyndist ofbeldi í kvikmyndum eiga fullan rétt á sér, svo fremi að það ylli sársauka, en ekki þegar það væri gert að hálfgerðu gamanmáli eins og oft ætti sér stað. Josephine Hart rithöfundur var næst í röðinni. Hún er höfundur bókarinnar „Damage“ (Siðleysi), en eftir henni hefur verið gerð kvik- mynd með breska leikaranum Jer- emy Irons í aðalhlutverki. Hart hóf mál sitt á því að hrósa Medved og framtaki hans, sagði hann sanna að eina ferðina enn hefði bókin yfirburði yfir kvikmynd- ir og sjónvarp. Málþingið taldi hún sanna það rækilega. Hún taldi Medved hafa rétt fyrir sér að benda á viðurstyggð ofbeld- is- og klámmynda, en taldi þær ekki eiga sök á því sem gengur á í þjóðfélaginu. Hún minnti á til- hneigingu listamanna allra tíma til að dvelja við hið illa og benti á skrif Shakespeares máli sínu til stuðnings. Hart kvað það gleðja sig að á ný heyrðist rætt um mismun góðs og ills, hún sagðist telja fulla þörf á því að heíja umræðu í al- mennri siðfræði í skólum. David Puttnam kvikmyndafram- leiðandi tók síðan við. Puttnam sagðist álíta að þessar umræður ættu að snúast um það hvort allar „festar" þjóðfélagsins yrðu smám hefðu ekki veitt því athygli að hver einasti dómari í „LA Law“-þáttun- um væri þeldökk kona! Young taldi greinilegt að menn yrðu ekki ónæm- ir fyrir endurteknu ofbeldi í kvik- myndum á meðan stöðugt væri ver- ið að kvarta undan því. Honum fannst hlægilegt af Medved að vera að kvarta undan myndum eins og „Terminator 2“, þar væri ekki einn einasti maður drepinn. Að þessu loknu var aftur komið að frummælanda að svara fyrir sig. Medved beindi orðum sínum fyrst til Toby Young, varð hvassyrtur og gerði dálítið grín að unga mannin- um. Hann sagði það satt vera að menn væru ekki drepnir í „Termin- ator 2“, þeir væru „aðeins" skotnir í hnén! Eftir orðræðu Medved var eins og allur vindur úr Toby Young, svo mjög að stjórnandi spurði hann síð- ar í umræðunni hvort hann hefði sofnað. Medved sagði myndir oft dæmdar eftir því hve margir lægju í valnum að leikslokum og minntist í því sam- bandi á mynd frá fyrri tíð. Árið 1927 var frumsýnd myndin „Public Enemy“ með James Gagney í hlutverki smáglæpamanns. í um- sögn í The New York Times var myndin fordæmd fyrir hin óskap- legu og óskiljanlegu morð, hvernig allt endaði með blóðbaði. í mynd- inni féllu 8 manns en gerðust þeir atburðir ekki fyrir framan mynda- vélina. Til samanburðar gat hann þess að í myndinni „Die Hard 2“ lágu 264 í valnum og í myndinni „Rambo 111“ 106. Medved hélt fast við sitt í seinni umferð, krafðist betri mynda með almennilegum hetjum, sem hægt væri að líta upp til, í staðinn fyrir ómennin. Hann vill líka að gætt sé alls velsæmis. Hann bar fram spurningu til viðstaddra, ansi dijúgur með sig, eins og hann væri fullviss um svar- ið: „Hefði Casablanca orðið betri mynd“, spurði hann, „ef í henni hefði verið djörf kynlífssena?" Þeirri spurningu er beint áfram til þeirra, sem þetta lesa. Heimahlynning Krabba- meinsfélags Islands HEIMAHLYNNING Krabbameinsfélagsins íslands hefur nú aukið við þjónustu sína og ákveðið að hafa Opið hús síðasta þriðjudag í hveijum mánuði kl. 20 í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8. Þessar samverustundir eru ætl- aðar aðstandendum þeirra sem fengið hafa þjónustu Heimahlynn- ingar sem stuðning eftir missi ást- vina. Þar gefst aðstandendum kost- ur á að hitta annað fólk sem geng- ið hefur í gegnum svipaða reynslu, jafnframt gefst aðstandendum og starfsfólki Heimahlynningar tæki- færi að hittast. Þetta verða óform- legar stundir og kaffið að sjálfsögðu á könnunni. (Fréttatilkynning) Breski miðillinn Mariopy Kile starfar hér á landi dagana 29. maí- I 6. júní. Einkatímar. Tímapantanir frá kl. 13-17 í s. 62 77 I 2. Þjálfunarnámskeið laugardag 29. maí kl. 13.30-16.00. Skyggnilýsing 3.júní kl. 20.30. Þjálfunarnámskeið laugardag 5.júní kl. 13.30-16.00. Skyggnilýsing I 0. júní kl. 20.30. Nýaldarsamtökin, Laugavegi 66, s. 62 77 00 Til sölu valtari VIBROMAX-CASE, árg. 1979 - 6.000 kg. Sími 77720. , Sundlaug í Árbæjarhverfl Forstöðumaður Starf forstöðumanns við nýja sundlaug í Árbæjarhverfi er laust til umsóknar. Forstöðumaður annast daglegan rekstur laugarinnar svc sem starfsmannahald, fjármál, innkaup o.fl. Starfið hefst 1. ' september n.k. en gert er ráð fyrir að laugin opni vorið 1994. Fram að þeim tíma mun forstöðumaður fylgjast með öllum lokafrágangi við framkvæmdir, ráðningu starfsmanna og undirbúning opnunar. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun á sviði stjórnunar eða tæknikunnáttu og hafi reynslu af stjórnunarstörfum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi borgarstarfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veita Erlingur Þ. Jóhannsson íþróttafulltrúi og Ómar Einarsson framkvæmdastjóri í síma 622215. Umsóknarfrestur er til 11. júní n.k. Umsóknum skal skilað til framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs, Fríkirkjuvegi 11 á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublöð fást einnig hjá Ráðningarstofu Reykjavíkur, Borgartúni 3.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.