Morgunblaðið - 23.05.1993, Page 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAI 1993
Nokkrir leikarar i Togað á norðurslóðum, f.v. Neville Hutton, Sime-
on Truby, Chuck Foley og Gerard McDermott.
Þjóðleikhúsið
Gestaleikur frá Hull
ÞANN 25. maí nk. mun leikhopunnn „The Remould Theatre Comp-
any“ frá Hull í Englandi flj’tja leikritið Togað á norðurslóðum („The
Northern Trawl“) á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Fjórar sýning-
ar verða í Reykjavík, dagana 25.-28. maí, en þaðan mun leikhópur-
inn halda norður í land og sýna á Akureyri, Dalvik, Húsavík og
Seyðisfirði.
Togað á norðurslóðum var frum-
flutt árið 1985 og hlaut þá þegar
fádæma góðar viðtökur. Hefur
verkið verið leikið víðsvegar um
Bretland alla tíð síðan. Leikför „The
Remould Theatre Company" hófst
að þessu sinni í Trömsö í Noregi
og frá Islandi heldur hópurinn til
Færeyja þar sem leiknar verða þrjár
sýningar. Höfundar verksins, þeir
Rubert Creed og Jim Hawkins,
byggðu það á yfir 70 klst. löngum
upptökum á viðtölum við fyrrver-
andi sjómenn og fjölskyldur þeirra.
Leikritið rekur sögur togarasjó-
manna sem sigldu frá Hull og
Grimsby til veiða í úfnum og erfið-
um miðum N-Atlantshafsins við
Grænland, ísland og Noreg.
„The Remould Theatre Comp-
any“ var stofnað fyrir 12 árum og
hefur aðsetur í Hull. Markmið hóps-
ins er að semja og ferðast um með
ný leikrit, jafnt fyrir böm og full-
orðna, en leikferðin til Norðurlanda
er fyrsta ferð hópsins utan Bret-
landseyja.
Jóhannes Andreasen.
Morgunblaðið/Kristinn
EPTA-tónleikar
Jóhannes Andrea-
sen í Kirkjuhvoli
SEINNI tónleikar Jóhannesar Andreasen á vegum EPTA, Evrópu-
sambands píanókennara, verða haldnir í Kirkjuhvoli, í Garðabæ í
dag, laugardag, kl. 17.00. Efnisskráin er fjölskrúðug; sónata op. 57,
„Apassionata“ eftir Beethoven og fyrri bók af prelúdíum Debussys
munu óma þar ásamt verki ungs, færeysks tónskálds sem heitir
Sunleif Rasmussen, og Jóhannes hyggst frumflytja.
Verkið nefnist „Sem sólargull"
og styðst meðal annars við hljóð-
mögnun, bergmál og endurvarp til
að ná fram þeim áhrifum sem tón-
skáldið telur æskileg. Sunleif Ras-
mussen er liðlega þrítugt tónskáld
sem sótti í framúrstefnujazz í fyrstu
en í námi hjá Atla Heimi Sveins-
syni um miðjan níunda áratuginn
fór áhugi hans að beinast að nú-
tímatónlist.
Jóhannes Andreasen er þrítugur
að aldri. Barnungur lærði hann á
píanó í Þórshöfn í Færeyjum og fór
síðan til Vínarborgar í nám við tón-
listarskóla þar. Hann stundaði að
auki kammermúsíknám við Menuh-
in-akademíuna í Gstaad í Sviss og
hefur tekið þátt í námskeiðum hjá
ýmsum þekktum píanóleikurum,
auk tónleikahalds víða um Evrópu,
bæði einn sér og með hljómsveitum.
Björg Þorsteinsdóttír
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Björg Þorsteinsdóttir hefur lengi verið vel metinn
þátttakandi í íslensku listalífi. Eftir nám í Handíða-
og myndlistarskóla íslands og frekara listanám í
Stuttgart og París, tók hún til óspilltra málanna;
hún hefur tekið þátt í samsýningum hér á landi og
erlendis frá 1969, og hélt sína fyrstu einkasýningu
í Unuhúsi 1971. Verk hennar er að finna í flestum
opinberum söfnum hér á landi, en einnig í ýmsum
söfnum erlendis, t.d. á Norðurlöndunum, Spáni,
Frakklandi og Póllandi.
Nú stendur ýfír stór sýning á verkum listakonunn-
ar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnar-
fjarðar. Björg hefur í gegnum tíðina m.a. unnið í
grafík og teikningu, en að þessu sinni sýnir hún
olíu- og akrýlmálverk, vatnslitamyndir og teikningar
unnar með olíukrít; þannig gefst áhorfendum gott
tækifæri til að kynnast myndheimi hennar í þeim
miðlum, sem listakonan hefur helst unnið með und-
anfarið.
í verkum sínum gengur Björg út frá fáum form-
um, sem koma svo fyrir aftur og aftur í sífellt end-
umýjuðu samhengi litasamspiisins»í fletinum. Þessi
form em hringurinn, þríhyrningur og sporbaugur,
sem oft minnir á hina helgu „mandorla" miðald-
anna, þar sem guðlegar verur sátu á tignarlegan
hátt inn sporbaugnum.
Það er úrvinnsla litanna, sem verður helsta ein-
kenni verka listakonunnar. Þ,að eru hin fínni blæ-
brigði litanna, sem heilla hana; hér er hvergi að finna
æpandi andstæður kröftugra lita, heldur em það
næm tilbrigði birtunnar, sem ráða ríkjum. Einnig
hefur Björg unnið litinn mismunandi þétt í flötinn,
þannig að oft eiga undirtónar mikinn þátt í að móta
þá birtu, sem verkin endurspegla. Bjartir litirnir eru
lagðir hver ofan á annan, og þannig gefur hver
mynd fyrir sig af sér mismunandi blæ, eftir því
hversu nálægt verkinu áhorfandinn er staddur.
Til þess að koma þessum viðfangsefnum sem
best til skila, hefur Björg valið að vinna talsvert í
samstæðum mynda; tvö verk með nánast sömu
myndbyggingu gefa áhorfandanum gott tækifæri
til að njóta mismunandi listaspils verkanna. Þannig
em „Hnattaflug I og 11“ (nr. 17 og 18) og „Blátt
tungl I og 11“ (nr. 23 og 26) byggð upp á ólíkum
litbrigðum, sem sýna vel hversu ríkulegt málverkið
getur orðið fyrir tilstilli ekki stærri umbreytinga;
fleiri myndasamstæðura styrkja slíkan samanburð.
Vinnubrögð Bjargar í ákveðnum lit njóta sín einna
best í myndum eins og „Baugar" (nr. 19) og „Ljós-
baugar“ (nr. 25), þar sem hinn guli litur er gegnsýrð-
ur birtu, sem kemur ekki síst innan úr verkunum.
Vatnslitamyndirnar á sýningunni nefnir Björg
Björg Þorsteinsdóttir: Baugar. 1993.
einu nafni „Aprílglettur“ (nr. 34-48), og í þeim er
að finna vissan léttleika, sem vísar til nafnsins. Flet-
irnir em litlir og formin taka þar meira rými, um
leið og tenging þeirra er lausari en í málverkunum;
litavalið er hins vegar oft sterkara, og ber vott um
nokkrar þreifingar listakonunnar á þvi sviði.
Sverrissal Hafnarborgar fylla verk unnin með ol-
íukrít og þar em litirnir mun dekkri en í málverkun-
um. Formin em að mestu þau sömu, en þó oft hvass-
arí; línuspil verkanna er hér meira áberandi en ella,
einkum þar sem er að finna samstæð verk, eins og
t.d. í „Spírur 111“ (nr. 3). Myndbyggingin er hins
vegar einnig í aðalhlutverki hér, og er „Tríó“ (nr.
13) gott dæmi um hvernig það kemur fram.
Hér er á ferðinni sýning listakonu, sem stöðugt
er að bæta við sig. Litameðferð hennar í verkunúm
hér er sterkur þáttur í hennar list, og sýnir að góð
myndlist felst ekki aðeins í því sem er kraftalegt
og djarft, heldur ekki síður í markvissri vinnu á fín-
legri tónum litaskalans.
Sýning Bjargar Þorsteinsdóttur í Hafnarborg í
Hafnarfírði stendur til mánudagsins 31. maí, og eru
listunnendur hvattir til að líta inn.
Mai Bente Bonnevie
0
Um þessar mundir stendur yfir í sýningarsölum
Norræna hússins sýning á verkum norskrar lista-
konu, Mai Bente Bonnevie, sem nefnir sýningu sína
„Af jörðu“. Hér er um að ræða tæplega tuttugu
stór málverk, nokkrar litlar myndir og eina innsetn-
ingu, sem tengist vel meginviðfangefnum listakon-
unnar.
Mai Bente Bonnevie mun ekki hafa snúið sér af
alvöru að myndlistinni fyrr en á miðjum aldri, eftir
að hafa lokið námi við listaakademíuna í Ósló. Hún
hafði þó tengst listheiminum áður, þar sem hún
hafði stundað nám við hönnunar- og listiðnaðarskól-
ann (SHKS) á unga aldri, og lokið háskólanámi í
listasögu og bókmenntum; um margra ára skeið
kenndi hún í framhaldsskólum og listaskólum, m.a.
í Japan, auk þess að starfa sem blaðamaður við
kvennatímarit á áttunda áratugnum.
Það er sköpunarkraftur jarðarinnar í birtu og
hlýju litanna, sem listakonan er að fást við í verkum
sínum. í sýningarskrá segir hún m.a.: „Það er það
ljósmegin sem býr í jörðinni sem ég vil sýna, eins
og sólin er í jörðinni. Ég vil láta eigin birtu litarefn-
anna njóta sín eins og best má verða ... liturinn
ræður - það er hann sem stjórnar, eins og hann
sameinar efni og ljós í óhlutrænum myndum."
Þetta viðhorf kemur vel fram i því, að Mai Bente
vinnur mest út frá gulum og rauðum litum í fjölda
litbrigða, þar sem hitinn og útgeislunin ræður mestu.
Flest málverkanna eru byggð upp á abstrakt form-
um, og tekst einna best þar sem formin eru fá, og
litirnir ráða mestu; sem dæmi um þetta má nefna
„Uppljómun" (nr. 24) og „Magma kemur í ljós“
(nr. 5), þar sem uppbygging formanna og ijölbreytt
litbrigði þeirra sjást vel.
í tveimur sterkum verkum, „Vita I og 11“ (nr.
11 og 12) er kvenlíkaminn hins vegar megin stefíð,
og falla hinir sterku rauðu litir einkar vel að kröftug-
um formunum; einföld myndbyggingin verður einnig
til að styrkja þessar myndir.
Flokkur smámynda, sem listakonan nefnir „Pot-
ent form“ (nr. 13-21) byggir á hringnum og hinum
Mai Bente Bonnevie: „Magma“ kemur í ljós.
rauða lit, sem vissulega tengist sköpun á ákveðinn
hátt; hins vegar er ímyndin veik í þessu formi og
virkar sem daufur formalismi.
Innsetningin er vel uppsett, og tengir vel saman
jörðina og eldinn, þann sköpunarkraft sem mótar
hana og allt líf hennar. Þarna minnir Mai Bente
Bonnevie einnig á þá hringrás lífs og dauða, sem
yfirskrift sýningarinnar vitnar til, og við erúm öll
hluti af.
í einfaldri sýningarskrá er sýningin tileinkuð Jó-
hönnu, án frekari skýringa. Þannig er hluti hennar
umvafinn dulúð, sem gerir að verkum að áhorfand-
inn fær á tilfínninguna að hér sé um afar persónu-
lega framsetningu listakonunnar að ræða, sem hún
leyfir sýningargestum að deila með sér þann tíma,
sem sýningin stendur.
Sýningin á verkum Mai Bente Bonnevie í Nor-
ræna húsinu stendur til annars í hvítasunnu, 31. maí.