Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.05.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993 B—10 X = óþekkt stærð Kvikmyndir Arnaldur Indribason Malcolm X. Sýnd í Saga-bíói. Leik- stjóri: Spike Lee. Handrit: Lee og Arnold Perl uppúr ævisögu Malc- olms X eftir Alex Haley. Aðalhlut- verk: Denzel Washington, Spike Lee, Angela Bassett Ævisögulega myndin Malcolm X eftir Spike Lee er kyrfilega stað- sett í nútímanum þótt efni hennar spanni árin frá seinni heimsstyrjöld- inni og fram að miðjum sjöunda áratugnum. Lee byijar myndina á einni af þrumandi ræðum Malcolms og undir henni leikur hann mynd- bandið óhugnarlega af Rodney King-barsmíðunum. í nk. eftirmála kallar hann til Nelson Mandela þar sem hann predikar yfír hópi skóla- barna. Baráttu svertingja í Banda- ríkjunum fyrir auknum réttindum og leit að aukinni sjálfsvitund er auðvitað hvergi nærri lokið, myndin er hluti af þeirri baráttu, en hún sýnir líka að barátta Malcolms var rétt að byija þegar hann var myrt- úr og enginn veit hvað hefði orðið hefði hann lifað. Hann kaus að kalla sig X, það fól í sér andstöðu við kerfí hvítra og það fól í sér óþekkta stærð. Og þannig kannski lét hann lífið, sem óþekkt stærð. En hann afrekaði margt og það er ástæða fyrir því af hveiju Lee, sem er fremstur kvikrnyndaleik- stjóra í Bandaríkjunum úr röðum svertingja, kýs að gera mynd um hann frekar en annan og frægari baráttumann fyrir réttindum svartra sem einnig féll fyrir morð- ingjahendi, Martin Luther _ King. Malcolm var mun herskárri. A með- an Martin predikaði ofbeldislaus mótmæli hvatti Malcolm svertingja til að beijast og hann boðaði full- kominn aðskilnað svartra og hvítra í Bandaríkjunum. Hann byggði á trúarkenningum múslima sem hann kynntist í fangelsi en þegar hann klauf sig úr hópi svartra múslima undir forystu fyrrum læriföður síns, Elía Múhammeðs, var líf hans í hættu þar til hann var myrtur, lík- lega af fýrrum félögum sínum. Lee hefur reist þessu átrúnaðar- goði sínu veglegan minnisvarða með sinni ógnarlöngu bíómynd. Malcolm X er hans Gandi. Hún er rúmir þrír klukkutímar að lengd og fjallar eins og nærri má geta mjög ítarlega um manninn. Það má skipta frásögninni í þijá hluta; tím- ann sem Malcolm var eiturlyfjasali og smákrimmi; tímann í fangelsinu þegar hann vaknar til vitundar um hlutverk sitt og tekur að boða kenn- ingar sínar á götum úti og loks tím- ann þegar hann hefur sagt skilið við hóp Elía og boðar nýjar kenn- ingar um samlyndi allra kynþátta eftir pílagrímsför til Mekka. Hver hluti hefur sinn sérstaka slátt. Sá fyrsti er íjörlegur og jassaður vel en alltof langur inngangur að því sem máli skiptir; Lee munar ekki um að spreða í heilt dansnúmer í óvssum tilgangi en allur kaflinn skiptir einhvern veginn svo litlu máii miðað við það sem síðar ger- ist. Miðhlutinn er á miklu alvar- legri nótum og samanþjappaðri um leið og myndin fer að hafa ein- hveija vikt og persóna Malcolms þróast úr hugsunarlausum auðnu- leysingja í trúfastan boðbera nýrra tíðinda. Og loks er lokakaflinn, lík- lega sá besti, þegar Malcolm sér sitt nýja hlutverk, hann er ekki lengur þessi herskái predikari held- ur sér heiminn í nýju ljósi og kvíður ekki píslarvættisdauða. Lee tekst á flug með myndavél- ina og með samstillingu klippingar og hljóðvinnslu gerir hann myndina mjög skemmtilega á að horfa svo minnir stundum á JFK. Hann snýr myndavélinni í hringi og á hvolf, svífur með hana um loftin, klippir inní frásögnina í endurliti atriði úr æsku Malcolms, birtir sýnir hans í fangelsinu, hann klippir saman svart/hvítar myndir og litaðar í n.k. heimildarmyndastíl og þekktum andlitum úr leikarastéttinni bregð- ur fyrir, svo eitthvað sé nefnt. Úr því kemur áhrifarík bíómynd og íjarska vel leikstýrð og leikin. Denz- el Washington fer á kostum í titil- hlutverkinu og fýlgir þróuninni sem verður á persónunni mjög vel eftir með sinni látlausu yfirvegun. Umsjón Amór G. Ragnarsson Bridsfélag SÁÁ Þriðjudaginn 11. maí var spilaður Michell og þá urðu úrslit þessi: Norður/suður Gestur Pálsson - Dinah Dunn 356 Ragnheiður Tómasd. - Guðrún Jóhannesdóttir 351 Guðmundur Þórðarson - Guðný Halldórsdóttir 291 Eysteinn Sigurðsson - Páll Þór BergsSön 291 Austur/Vestur: Helga Bergmann - Sturla Snæbjömsson 337 Magnús Þorsteinsson - Sigmundur Hjálmarsson321 Þorsteinn Sæmundsson - Haraldur Kristjánsson296 Keppnisstjóri var Sveinn Rúnar Hauksson. Bridsfélag Suðurnesja Birgir Scheving, Gunnar Guðbjöms- son og Kolbeinn Pálsson urðu efstir í þriggja kvölda vortvímenningi sem lauk hjá félaginu sl. mánudag. Keppn- in um efstu sætin var hörkuspennandi og titringur í lokaumferðunum en spil- aður var Michell þannig að staða lá fýrir eftir hveija umferð. Þetta var síðasta stórmót vetrarins hjá félaginu en lokastaða efstu para varð þessi: Gunnar-Kolbeinn-Birgir 742 Gísli Torfason - Logi Þormóðsson - Jóhannes Sigurðsson 739 Ingimar Sumarliðason - Karl Karlsson 723 BjörnDúason-ValurSímonarson 722 HögniOddsson-GunnarSiguijónsson 717 Hæsta skor í norður/suður síðasta spilakvöldið: Birgir Scheving - Kolbeinn Pálsson 259 Ingimar Sumarliðason - Karl Karlsson 247 Hæsta skor í austur/vestur: BjömDúason-ValurSímonarson 289 LogiÞormóðsson-GísliTorfason 262 Spilað verður tvímenningur á mánu- daginn kemur í Hótel Kristínu kl. 19.45. Laugardaginn 29. maí verður bæj- arkeppni milli Keflvíkinga og Sand- gerðinga og er fyrirhugað að hafa knall og verðlaunaafhendingu um kvöldið. Nánar auglýst síðar. Bridsfélag kvenna Sl. mánudag lauk hraðsveita- keppninni sem jafnframt var loka- keppni félagsins á þessu starfsári, sv. Sigrúnar Pétursdóttur vann með miklum yfirburðum en ásamt henni spiluðu Sveinn Sigurgeirsson, Hrafnhildur Skúladóttir og Jörund- ur Þórðarson í sveitinni. Annars varð lokastaðan þessi: Sveit Sigrúnar Pétursdóttur 2755 Sveit Dúu Ólafsdóttur 2605 Sveit Ingu L. Guðmundsdóttur 2599 Sveit Soffíu Daníelsdóttur 2596 Sveit Höllu Ólafsdóttur 2565 Sveit Öldu Hansen 2564 Kripalujóga Orka sem endist Byrjendanámskeið hefst 24. maí. Kennt mánud. og miðvikud. frá kl. 20.00-21.30. Kennari Jenný Guðmundsdóttir. Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). Átak til Söfnum fyrir sundlaug handa fötluðum börnum - og leggjum skógrækt lið um leið Eitt mikilvægasta hjalpartækið í þjálfun og uppbyggingu fatlaðra . bama er sundlaug. í Reykjadal við Mosfellsbæ starfrækir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra bamaheimili. Það hefur lengi verið draumur félagsins að koma upp góðri sundlaug á staðnum. Nú leitum við til landsmanna eftir stuðningi með söfnunarátakinu Græðum land og þjóð til að láta drauminn rætast. Söfnunarátak Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er í samvinnu við Stöð 2 og Bylgjuna, Kiwanisfélaga víðsvegar um land, Olís og íslandsbanka sem einnig er fjárgæsluaðili átaksins. Söfnunin stendur yfír vikuna 24. - 29. maí. Fyrir hverjar 500 krónur sem safnast verður jafnframt lögð ein trjáplanta til skógræktar. Hægt er að fá plöntuna afhenta eða hún verður gróðursett í nafhi gefanda. Tekið er á móti fjárffamlögum á eftirtöldum stöðum; Útibúum íslandsbanka • Bensínstöðvum Olís • Kringlunni Einnig er tekið á móti framlögum alla vikuna í síma 91-811250. Jafnframt er hægt að leggja inn á tékkareikning félagsins númer 10 í íslandsbanka Mosfellsbæ. Á þessum stöðvum OLÍS er tekið við fjárframlögum, afhentar plöntur eða ávísanir á piöntur Ánanaustum Akranesi Sauðárkróki Homafirði Állheimum Hvítárvöllum Siglufirði Vestmannaeyjum Álfabakka Borgamesi Ólafsfiröi Skarðshlíð Eyjafj. Háaleitisbraut Baulu, Borgarf. Dalvík Hellu Gullinbrú Ólafsvík Hauganesi Vegamótum Klöpp Stykkishólmi Akureyri Flúðum Hamraborg Búðardal Steinhólaskála Minni-Borg Garðabæ Bæ, Reykh.sveit Húsavík Eyrarbakka Hafnarftrði Reykhólum Reynihlíð Selfossi Mosfellsbæ Innri-Múla Þórshöfn Hveragerði Laugabakka Fellabæ Litlu kaffistofunni Kjalamesi Blönduskálanum Neskaupsstað Grindavík Ferstiklu Skagaströnd Reyðarfirði Keflavík Á þessum gróðrar- og starfsstöðvum Skógræktar ríkisins fást plöntur afhentar gegn ávísun í þessum útibúum íslandsbanka er tekiö við fjárframlögum og afhentar ávísanir á plöntur Bankastræti 5 Dalbraut 3 Háaleitisbraut 58 Kringlunni 7 Laugavegi 105 Laugavegi 172 Lóuhólum 2-6 Lækjargötu 12 Réttarholtsvegi 3 Stórhöfða 17 Suðurlandsbraut 30 Þarabakka 3 Garðabæ, Hörgatúni 2 Hafnarfirði, Reykjavíkurv. 60 Hafnarfirði, Strandgötu 1 Kópavogi, Hamraborg 14a Kópavogi, Smiðjuvegi 1 Mosfellsbæ, Þverholti 6 Seltjamamesi, Eiðistorgi 17 Keflavík, Hafnargötu 60 Akranesi, Kirkjubraut 40 fsafirði, Hafnarstræti 1, Akureyri, Hrísalundi la Akureyri, Skipagötu 14 Blönduósi, Húnabraut 13 Húsavík, Stóragarði 1 Siglufirði, Aðalgötu 34 Selfossi, Áusturvegi 38 Vestmannaeyjum Kirkjuvegi 23 Einnig er tekiö við fjárframlögum og afhentar plöntur úr gámum við Suðurlands- og Vesturlandsveg Reykjavík • Suðurhlíð 38 Mógilsá • Kjalamesi Hvainmur • Skorradal Hreðavatn • Borgarfirði Reykjarhóll • Varmahlíð, Skfj. Vaglir • S-Þingeyjarsýslu Hallormsstaður • S-Múlasýslu Egilsstaðir • S-Múlasýslu Tumastaðir • Fljótshlíð, Rang Selfoss • Gagnheiði 11 GRÆÐUM LANDIÐMEÐ olís ÍSLANDSBANKI Fjárgæsluaðili og aðal styrktaraðili átaksins Siyrtiarf élag lama^ra og faélací: ra MorgunblaÖið gefur birtingu þessarar auglýsingar I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.