Morgunblaðið - 20.06.1993, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.06.1993, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚNl 1993 B 3 myndum. Mér finnst þeir taka áhrif frá Bandaríkjunum og Evr- ópu hrá. Þeir sía ekki í gegnum hina persónulegu síu sem hver listamaður þarf að koma sér upp til að geta túlkað persónulega og þess vegna er sannfæringarkraft- ur listar þeirra mjög takmarkaður. Samt fannst mér á nokkrum þeirra eins og þeir væru að vakna til vit- undar um að þeir þyrftu að hverfa aftur og skoða hina fornu hefð.“ Bandaríkjamenn hafa sterk ítök „Fólk hefur fyrirfram ákveðnar hugmyndir um Vest- urlandabúa og Kóre- ar halda almennt að Evrópubúar líti upp til Bandaríkjamanna en Bandaríkjamenn hafa mikil umsvif í landinu. Þeir halda líka að ljóshærð fal- leg kona hljóti að vera vond. Kórea er mjög amerísk á yfír- borðinu en eftir lang- dvöl í landinu gerir maður sér grein fyrir því hvað áhrifin rista grunnt. Hefðimar eru ótrúlega sterkar og kæfandi að búa við, sérstaklega fyrir frjálslynt fólk.“ Enginn frumleiki í útliti „Seoul er gerð fyr- ir bíla og þeir eiga allan rétt. Það er martröð að vera gangandi vegfarandi og auðvelt að villast í borginni. Maður fer undir göturnar en ekki yfír þær, nema á einstaka stað þar sem eru göngubrýr, og þegar maður kemur upp úr neðan- jarðargatnamótun- um aftur er maður gjörsamlega búinn að tapa áttum. Það má segja að það sé neðanjarðarborg undir borginni sem tengd er neðanjarð- arlestakerfínu. Þarna niðri eru glæsilegar verslanir, veitingastað- ir og allt er tandurhreint. I borg- inni er hvergi gert ráð fyrir að fatlaðir komist leiðar sinnar enda sér maður hvergi fatlað fólk. Allir eru tipp-topp og allir virðast vera á svipuðum aldri. Maður sér hóp karlmanna sem vinna hjá sama fyrirtækinu og þeir ganga í fylk- ingu, allir eins. Innan hvers fyrir- tækis eru allir eins, sama hve hátt settir þeir eru. Það mætti halda að kóreskir karlmenn færu til (sama!) rakara svona tvisvar á dag. Það er örugglega ekki til þjóð sem er jafn snyrtileg um hárið og Kórear. Frumleiki í klæðaburði eða útliti er ekki til. Unglingar eru í skólabúningum og frjálslegasti hugsanlegi klæðnaður þeirra eru Levi’s gallabuxur og stuttermabol- ur sem er gyrtur ofaní!“ Fiðrildapúpur ansi góðar „Við sáum enga ketti í Kóreu og fáa hunda nema á markaðnum. Þar fást hundalæri, reykt og soð- in. Flestir vina okkar höfðu smakkað hundakjöt og sumum þykir það gott en þetta er ekki matur sem fólk borðar að stað- aldri. Hins vegar eru fíðrildapúpur oft á borðum. Þær eru borðaðar líkt og við borðum kartöfluflögur. Þær eru ansi góðar og svipaðar undir tönn og ristuð brauðskorpa. Kórear borða harðfísk eins og við, þeir þurrka eiginlega allan físk, m.a. smokkfisk. Þeir rífa hann niður og borða með sterkri sósu. Þeir borða ekki brauð og ekki ost, þeir borða heitan mat á morgn- ana, súpu og grjón. Þeir hugsa alltaf um að halda jafnvægi í því sem þeir láta ofan í sig; á móti þurru kemur vökvi og á móti sterku kemur milt. Kórear borða snemma á kvöldin og fara aldrei saddir að sofa. Þeir eru mjög meðvitaðir um heilsu sína og flest- ir halda í heiðri hið gullna lögmál að borða aldrei nema 75% af því sem þá langar í!“ Þjóðerniskennd í uppsveiflu „Því meira sem þú drekkur og borðar því minni kona ertu en hið gagnstæða gildir um karlmenn. Á þetta er lögð rík áhersla. Kórear leggja mikið upp úr hefðum í sam- bandi við mat og drykk og það er í raun stórkostleg lífsreynsla að horfa á þá borða. Málsverðir eru mikilvægur þáttur í samskiptum kynjanna, þá er hægt að gefa alls konar skilaboð. Venjulegar daglegar máltíðir eru bara innbyrtar í nær- ingarskyni. Á veit- ingastað situr maður ekki yfír tómum disk- um, það er úðað í sig og síðan er farið út. Öðru máli gegnir þegar karlmaður býður konu út að borða. Þá er mun lengri tíma_ eytt í máltíðina. í hverri máltíð eru margir réttir, allt að 15 með aðalrétti og allir bomir fram samtím- is. Nú er þjóðernis- kennd í uppsveiflu í Kóreu, sérstaklega hvað varðar mat. Nú er smart að vera þjóð sinni og hefðum trúr.“ Vatnið þarf að hvíla sig „Ég eyddi miklum tíma í að stúdera mannlífíð, ólík við- brögð fólks, hegðun þess og væntingar til lífsins. Það er hent- ugt að vera áhorfandi og geta skynjað óper- sónulega. Eftir því sem tíminn leið þá gat maður sigtað þetta í gegn- um eigin reynslu í Kóreu og hafði meiri skilning á því sem maður var áhorfandi að. Þó að skilningurinn ykist með tímanum var stöðugt eitthvað að koma okkur á óvart. Ein dæmi- saga um slíkt er sundferðin okk- ar. Við fórum í sund, héldum að þetta væri svipað og að fara í baðhús. Þegar við ætluðum að fara að stinga okkur út í var allt í einu blásið í flautu. Fyrr en varði sáum við að allir voru komnir upp úr og við skildum ekki neitt í neinu. Okkur var síðan sagt að laugin þyrfti að hvíla sig. Við fengum þó aldrei neinar nánari skýringar á því hvaða hugsun lægi að baki hvíld vatnsins.“ Spánveijar austursins „Yfír jólin fórum við í ferðalag til að endurnýja vegabréfsáritan- irnar. Við höfðum verið í vinnu- stofunni öllum stundum og höfð- um þörf fyrir að komast eitthvað burt. Við fórum til Kína í hálfan mánuð, vorum í Shanghai á að- fangadag og í Peking um áramót- in. Að koma til Kína er nokkuð sem lætur engan ósnortinn. Við héldum að Austurlandabúar væru tiltölulega líkir en Kínveijar eru ótrúlega ólíkir Kóreum. Það má segja að Kínveijar séu Spánveijar austursins, þeir eru opnir og lífleg- ir en ekki eins þrifalegir og Kóre- ar. I Kína er allt óhreint, fólk býr við ótrúlega fátækt og fæstir hafa baðaðstöðu. Maður fann sjálfur hvað það var erfitt að halda sér hreinum því það liggur kolaryk yfir öllu. Maður var alltaf með sorgarrendur undir nöglunum. Ég kunni í það heila betur við Kín- veija en Kórea. Kínveijar eru glað- legri en Kórear sem þora ekki að brosa öðruvísi en að grípa fyrir „Botnormasúpan var skásti maturinn sem við fengum í Kína sem var annars hræðilega vond- ur, öfugt við það sem við bjuggumst við.“ Hér er verið að verka botn- orma á markaðnum í Shanghai. munninn á sér. Kínveijar eru for- vitnir og ótrúlega hjálplegir, vilja allt gera fyrir náungann." Menningarlíf og listsköpun í Barcelona Meðan Rebekka var í námi í Bellas Artes vann hún á sumrin hér heima við myndskreytingar fyrir ýmsa aðila, m.a. auglýsinga- stofur, Námsgagnastofnun og fleiri bókaútgáfur. Hún býr núna á Álafossi, þar sem listamenn hafa komið sér upp aðstöðu, og þar er hún að mála og vinna úr hugmynd- um fyrir skúlptúr. í haust ætlar hún aftur til Barcelona og reyna að lifa þar af listinni. „Ég ætla að fá mér vinnustofu, reyna að halda sýningu og láta reyna á það hvort ég get lifað af listinni. Mig langar til að njóta menningarlífsins og lífsins yfir höfuð en mér fínnst mjög spennandi og skemmtilegt að búa á Spáni. Mig langar líka að prófa að vera þar án þess að vera námsmaður — lifa í raunveru- leikanum, ef svo má segja. í fyrra kom upp sá möguleiki að vinna með leikhópi, hanna sviðsmyndir, búninga og fleira en ég hef mikinn áhuga á að vinna með leikhúsi. Leikhúsvinna var hluti af náminu og mig langar að vita hvort þessi möguleiki er enn opinn.“ Og svo er það skúlptúrinn „Skúlptúr er þess eðlis að þegar maður byijar að fást við hann þá heltekur hann mann. Maður klæð- ir hugmyndina í föt og síðan fer það eftir veðri og vindum hvernig föt maður klæðir hana í. Hver hugmynd kallar á ákveðið efni og hún krefst ákveðins búnings. Ég verð alltaf jafn hissa þegar fólk spyr mig í hvaða efni ég vinni, því þótt efnið skipti vissulega máli þá skiptir hugmyndin sem efnið klæðir alltaf mestu, hún er eins og sálin í líkamanum. Fæðing hugmyndanna er líka misjöfn og laus við að vera form- úlukennd. Stundum fæðist hún fullbúin en stundum er eins og annað komi á undan hinu, hug- myndin eða búningurinn. Yfirleitt kemur hugmyndin á undan og þá þarf að fínna henni búning eins og þegar leikari er klæddur í hlut- verk sitt. Á meðan verið er að klæða hugmyndina í búning, draga hana úr huglæga heiminum yfír í hinn hlutlæga þá tekur hún völdin. Þótt maður reyni að þijósk- ast við er yfirleitt skynsamlegast að hlusta á hugmyndina. Hug- myndin fæðist, síðan fer hún að teyma mig. Spenna myndast á milli mín og hugmyndarinnar en þegar það gerist fínnst mér ég vera stödd í elexír sköpunarinnar!“ Tveir góðir Háir stærðir 36-46 Lágir stærðir 36-42 Verð U99tXf- 990,- ----SKOVUISUíV S% KIVKJAVÍKLIR Póstsendum Laugavegi 95 sfmi 62 45 90 : LEIÐBEIIMEIMDA- IMAMSKEIÐ I SKYNDIHJÁLP Fræðslumiðstöö Rauða kross íslands fyrirhugar að halda tvö leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp. 1) Námskeið ætlað kennurum. Haldið dagana 18. til 20. ágúst í Kennaraháskóla íslands. 2) Námskeið ætlað fólki úr heilbrigðisstéttum, sjúkraflutn- ingamönnum og félögum í hjálpar- og björgunarsveitum. Haldið dagana 27. ágúst til 4. september að Hótel Lind. Að námskeiðinu loknu öðlast þátttakendur réttindi til að kenna almenningi skyndihjálp. Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu RKÍ í síma 91-626722. FRÆÐSLUMIÐSTOÐ RAUÐA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími 91-626722 ■ . m anow steypumótakerfi Léttbyggð og sterk álsteypumót Einföld og hröð uppsetning, þökk sé MEVA hraðlásnum. Getum einnig útvegað frá framleiðanda notuð og uppgerð álmót á mjög góðu verði. SÝNISHORN Á STAÐNUM Pallar hf. VERKPALLAR - STIGAR DALVEGI 24, 200 KÖPAVOGUR * (91) 42322 - 641020

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.