Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Námsstefna um fræði- bækur fyrir grunnskóla NORRÆN námsstefna um fræðibækur fyrir grunnskólann verður haldin að Hótel Örk í Hveragerði 28. júní til 2. júlí. Félag skóla- safnskennara sér um námsstefnuna í samvinnu við Félag nor- rænna skólasafnkennara (NFS). Á námsstefnunni verða haldin mörg erindi bæði af íslenskum og erlendum fyrirlesurum. Námsstefnan verður sett mánu- daginn 28. júní kl. 19 og þá um kvöldið verður opnuð sýning á norrænum fræðibókum og kennsluforritum, en sýningin verð- ur opin alla námsstefnudagana. Þriðjudaginn 29. júní mun Páll Skúlason prófessor flytja erindi um „Upplýsingaþjóðfélagið“. Þar á eftir fer fram kynning á norræn- um fræðibókum. Eftir hádegið Úallar Gunnar Jakobsen mag. art. frá Danmörku um færðibækur; málfar og stíl. Þá verða niðurstöð- ur úr könnun NFS á kennslubók- um í landafræði kynntar. Miðvikudaginn 30. júní flytur Gunnar Karlsson prófessor erindið „Frá rannsókn til námsbókar". Þar á eftir verður flutt erindi Guð- mundar Kristmundssonar sem ber heitið j.Menningararfurinn og bömin: Islendingasögur í gmnn- skólum“. Síðan mun dr. Sigríður Valgeirsdóttir segja frá alþjóðlegri könnun á læsi. Eftir hádegi verða norrænu barnabókaverðlaunin 1993 afhent í Reykjavík af forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadótt- ur. Fimmtudaginn 1. júlí hefst dag- skráin með erindi Harðar Berg- mann „Nýjar forsendur í starfi námsbókahöfunda og skólasafns- kennara". Heimir Pálsson mun fjalla um „Að uppgötva heiminn á erlendu máli“. Lokaerindi dagsins verður „Ég-fræðibókahöfundur“ og mun dr. Stefán Aðalsteinsson flytja þetta erindi. Föstudaginn 2. júlí verður helgaður tölvum og upplýsingaleit í gegnum tölvur og er yfirskrift dagsins Fjölmiðlar og skólasafnið. Þar flytur Karl Jeppesen erindi sem ber heitið „Fjölmiðlar í skól- um“, Hans Jöm Pedersen frá danska menntamálaráðuneytinu mun fjalla um „Þróun og athugun á kennsluhugbúnaði", Pétur Þor- steinsson fjallar um íslenska menntanetið og kynnt verður Umhverfis- og samskiptaverkefnið Kids Network af kennurum Mela- skóla. Eftir hádegið verður sýning á þeim tölvuverkefnum sem kynnt verða. Námsstefnan er öllum opin. (Fréttatilkynning) Morgunblaðið/Einar Falur Forsvarsmenn höfuðborga funda FORSVARSMENN höfuðborga Norðurlandanna sitja nú tveggja daga fund í Reykjavík. Á myndinni eru Nils Holm forstöðumaður fjárreiðudeildar Óslóborgar, Kari Rahkamo yfirborgarstjóri í Iielsinki, Anders Nordin forseti borgarstjórnar Stokkhólms, Markús Örn Antonsson borgarstjóri í Reykjavík og Jens Kram- ------------- er Mikkelsen yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn. Forsvarsmenn höfuðborga Norðurlandanna funda í Reykjavík Atvinnuleysi er langtímavandi í VIKUNNI stóð yfir tveggja daga fjármálafundur forsvarsmanna höf- uðborga Norðurlandanna. Á blaðamannafundi sem haldinn var á mið- vikudag í tilefni fundarins bar atvinnuleysi í höfuðborgunum hæst á góma en verulegur munur er á atvinnuleysi á milli borganna. í Kaup- mannahöfn er atvinnuleysið 16%. Að mati yfirborgarstjórns, Jens Kra- mer Mikkelsen, er mjög mikilvægt að tekið sé á atvinnuleysi sem lang- varandi vandamáli og að yfirvöld taki á því sem slíku en ekki að litið sé á atvinnuleysið sem skammvinnt ástand sem leysi sig sjálft. Aðspurður um hvað Reykjavíkur- borg gæti helst lært af reynslu hinna borganna sagði Markús Öm Antons- son að margt sem fram hefði komið á fundinum væri lærdómsríkt en jafnframt staðfesting á því að fýrstu viðbrögð t.d. við atvinnuleysi væru mjög í samræmi við það sem annars staðar hefði verið gert, þ.ám. með því að Reykjavíkurborg hefði ráðist í atvinnuskapandi verkefni. Markaðssetning borga Markús Örn sagði einnig áhuga- vert hvemig borgimar hefðu lagt áherslu á að markaðssetja sig og kynna fyrir erlendum fjárfestum. I Ósló hefði t.d. verið sett á laggirnar sérstök skrifstofa til að sinna því máli. „Þetta er starf sem einnig þarf að sinna hér ef við ætlum ekki að verða undir í þessari samkeppni um íjárfesta og fjármagn til atvinnuupp- byggingar í framtíðinni." Anders Nordin forseti borgar- stjórnar Stokkhólms sagði að þar hefði vaxandi áhersla verið lögð á útboð og að stofnuð hefðu verið hlutafélög um rekstur sem hefði ver- ið í höndum Stokkhólmsborgar. Hann nefndi í þessu sambandi t.d. orku- og vatnsveitufyrirtæki. Fundir sem þessir eru haldnir ann- að hvert ár til skiptis í höfuðborgun- um og þetta er annar fundurinn, sem haldinn er í Reykjavík. í frétt frá borgarstjóra segir að fjármál borg- anna hafi jafnan verið grundvöllur umræðna á þessum fundum, en breytingar séu nú tíðari en áður á flestum sviðum borgarrekstursins, sem jafnframt geldur nú hvarvetna almennra erfiðleika í efnahags- og atvinnumálum. Auk fjármála verður á fundinum rætt um áhrif stjómmála- og efna- hagsþróunar víðsvegar í heiminum og þá ekki síst með hliðsjón af Evr- ópska efnahagssvæðinu og málefn- um Efnahagsbandalagsins. FASTÍIGH CR FRAMTID FASTEIGNA SVFRRIR KRISTJAtlSSON LÖGGIL TUR FASTEIGNASALI SUDURLANDSBRAUT 12, 108 REYKJAVÍK, FAX 687072 MIÐLUN SiMI 68 77 68 Sýningarsalur Fasteignamiðlunar er opinn laugardaga frá kl. 11-17 og sunnudaga frá kl. 13-17. Skrifstofan er lokuð um helgar í sumar. Fjöldi eigna á skrá - Sjón er sögu ríkari. 21150-21370 LARUS Þ, VALDIMARSSON framkvæmoastjori ' KRISTINN SIGURJONSSON, HRL. loggiltur tasteignasali Nýkomnar á söluskrá athyglisverðar eignir: Endaíbúð við Safamýri - bílskúr Góð íbúð á 1. hæð 4ra herb., sólrík, vel um gengin. Tvennar svalir. Nýlega endurbætt sameign. Bílskúr 21,5 fm. Einkasala. Glæsileg þjónustuíbúð Við Dalbraut. 2ja herb. Sólsvalir. Geymsla í íbúðinni. Geymslu- og föndurherbergi í kjallara. Gott lán fylgir. Glæsileg eign á góðu verði Einbýlishús - steinhús. Ein hæð 171,2 fm á úrvals stað við Selvogs- grunn. Mikið endurnýjuð. Góður bflskúr27 fm. Glæsilegur trjágarður. Nýendurbyggð - sérhæð - tvíbýli Neðri hæð 3ja herb. 81,8 fm nettó, vestast við Bústaðaveg. Öll eins og ný. Sér hiti. Sérinngangur. 40 ára húsnlán kr. 3,5 millj. Einkasala. Frábært útsýni - hagkvæm skipti Endaibúð, 5 herb. vlð Háaleitisbraut. Mikið endurnýjuð. Bflskúr. Skipti möguleg á minni eign. Glæsileg sérhæð - frábært útsýni Efri hæð, 6 herb. 149,6 fm vestast við Rauðagerði. Þríbýli. Allt sér. Tvennar svalir. Góður bílskúr. Ræktuð lóð. Skipti koma til greina. Verð frá kr. 5,3 milljónir Nokkrar 3ja og 4ra herb. íb. m.a. við: Stóragerði, Kleppsveg, Hverfis- götu, Njáísgötu og Ásgarð. Nokkrar með miklum og góðum lánum. Ein bestu kaup á markaðnum í dag. Nánari upplýsingar aðeins á skrifst. • • • Opið í dag kl. 10-16. Margs konar eignaskipti. Almenna fasteignasalan sf. var stof nuð 12. júlí 1944. AIMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 IfeDgmdM ddoID Umsjónarmaður Gísli Jónsson 698. þáttur Hér í þáttunum var fyrir skemmstu gerð grein á nokkrum tökuorðum sem hófust á g. Eitt þessara orða var galapín, en um það var ekki fjallað betur en svo, að umsjónarmanni þykir ástæða til að bæta um betur. Rifjaðist upp fyrir honum að í bókinni Orðlokar hefur Sverrir Tómasson, __ sérfræðingur á Stofnun Árna Magnússonar, skrifað skemmtilega og fróðlega grein um orðið galapín. Um- sjónarmaður leyfir sér að taka hér upp aðalatriði þessarar greinar: „Galapín er eitt þeirra orða sem Jón Ólafsson úr Grunnavík hefur tekið upp í orðabók sína ... Hann telur að það sé sett saman úr orðunum galinn api og til viðbótar birtir hann fyrri part vísu sem hann eignar Staðarhóls-Páli: Giftur eru og gættu að því galapín nokkur sagði. Vísan er alkunn og er síðari hluti hennar svo í öðrum heimild- um: en hvergi sæng né sessi í sést min kona að bragði. Erindið virðist hafa varðveist í munnmælum, það þekkist í handritum frá síðari hluta 18. aldar og frá 19. öld og er fyrst prentað í Sýslumannaæfum II. bindi. . . Skýring Jóns úr Grunnavík er alls ekki svo gaiin, þegar gætt er að merkingu orðsins í nútímamáli, þar sem orðið er talið þýða flón eða æringja. í seðlasafni Orðabókar Háskólans um talmál er haft eftir séra Sig- urði Norland að hann þekki orð- ið í merkingunni spjátrungur, galgopi, en Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum þekkir það líka um glensmikinn ungling. Guðbrandi Vigfússyni hug- kvæmdist að tengja saman við- urnefnið galpin við galapín og hugði að bæði orðin væru fengin úr skosku galopin en það mál hefði fengið orðið úr frönsku, galopin, og merkti þar þjónn. Undir þessa skýringu tekur Lind í_ hók sinni um viðurnefni og Ásgeir Blöndal Magnússon hef- ur tekið hana athugasemdalaust upp í orðsifjabók sína. I aðalatriðum er þessi skýring rétt þótt höfundur þessa pistils leyfi sér að efast um að tengja megi orðið galapín við galpin. Öllum skýrendum hefur sést yfir að orð og hugtök eru oft tekin beint úr bókmenntunum upp í talmálið. Galopin, Galapin er til dæmis þekktur þijótur úr Elís sögu og Rósamundu. Þegar hann stígur fyrst fram á sviðið er hann þjófur og rusti, en lund hans skipast þegar á líður og verður hann þá þjónn. En ein- mitt nöfn persóna í riddarasög- um láta í ljós væntanlegt hlut- verk þeirra. Þetta fyrirbrigði þekkist reyndar líka í íslendinga sögum. Nafnið Hrappur er t.d. af þeim toga. Þjóðsögur herma að Páll Jóns- son hafi ort þessa vísu eftir að Helga Aradóttir hafði yfírgefið hann og Guðbrandur Þorláksson biskup hafði ekki viljað gefa honum Halldóru dóttur sína, þar sem hann væri þegar giftur; Galapín væri þá enginn annar en biskup sjálfur sem hvorki var galgopi né æringi ef marka mætti frásögn Páls Eggerts Ólafssonar um innra mann hans. Hann gat hins vegar kallast galapín, þjónn, og var þá áheyrendum látið eftir að skilja hvaða herra hann þjónaði.“ Hlymrekur handan kvað: Þeir Bjössi og Brynjólfur fyllisvín drukku baneitrað, heimagert spillivín og samkvæmt Q x Pí, samkomust að því, hvernig skipta ætti Skarphildi á milli sín. ★ Orðið penni er tökuorð úr latínu penna (< *petna) er merkti fjöður og af sömu rót, sbr. germönsku hljóðfærsluna. Hún felur m.a. í sér að p í latínu samsvarar f í germönskum mál- um. Þá má einnig sjá merki hljóðfærslunnar, þar sem t- hljóðið í lat. *petna er orðið að ð í fjöður, en d í þýsku Feder, og það merkir líka penni. Skv. ensk-íslenskri orðabók Arnar og Örlygs hefur pen í ensku aukamerkinguna „skríb- ent“. Þessi formáli er hér hafður vegna eftirfarandi bréfkafla frá Ömólfi Thorlacius: „Auglýsing sem ég las nýlega hófst á þessum orðum hand- skrifuðum: Kæri frændi Takk fyrir pennann. Kennar- inn verður undrandi þegar hann sér hvað ritgerðin er skrifuð af frábærum penna. Ég skil vel undrun kennarans. Á fyrra blómaskeiði pennans, sem ég hef vikið að, ieyfði tækn- in aðeins að penninn væri notað- ur við skriftir, að ritgerð væri skrifuð með penna. En nú er öldin greinilega önnur. Ekki er ég samt viss um að þessi nýbreytni sé til bóta, í það minnsta ekki ef framhald aug- lýsingarinnar er skrifað af penn- anum frábæra: Til að bera einkunnina „frá- bær penni“ þarf að sýna fram á að vera þess verður." Umsjónarmaður þakkar Ö.Th. mörg góð bréf og þykir verst að hann treystir sér ekki til að birta margt skemmtilegt á latínu sem flotið hefur með í bréfum rektors. Ég sagði við hjartað: hættu að vona, en hjartað hélt áfram að vona og sló - og hló. (Áge Berntsen; Bragi Siguijónsson þýddi úr dönsku.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.