Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 21 Varúð í kjarnorkuverum BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, hefur gefið þar- lendum kjarnorkuvísindamönnum loforð um aukið fjármagn til starfsemi vísindamiðstöðva þar sem meðal annars er unnið að eyðingu kjarnavopna. Ekki varð úr að vísindamennirnir boðuðu til verk- falls á fimmtudaginn, eins og þeir höfðu hótað að gera. Sögðu þeir að ef ekki yrði bætt úr gæti skap- ast hætta á kjarnorkuslysi. Vísindamenn í kjarnorku- verum Rússlands hafa einnig varað við hættu á öðru Tsjernobyl-slysi vegna atgerfisflótta, slæms aðbúnaðar og ónógra öryggisráðstafana. Hér æfa björgunarmenn í kjarnorkuveri viðbrögð við kjarn- orkuslysi; nýir búningar eiga að vernda þá fyrir geislavirkni. Fyrirhuguð hryðjuverk múslima í Bandaríkjunum Böndin berast að stjórninni í Súdan New York. Reuter. TVEIR fulltrúar fastanefndar Súdan hjá Sameinuðu þjóðun- um (SÞ) hafa verið ásakaðir um að hafa ætlað að hjálpa bókstafstrúarmönnunum átta, sem handteknir voru í New York á fimmtudag, við að sprengja höfuðstöðvar Sam- einuðu þjóðanna á Manhattan. Sljórnvöld í Súdan eru einnig á lista utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna yfir þjóðir sem fjármagna hryðjuverkastarf- semi. Öldungadeildarþingmaðurinn Al- fonso D’Amato, sem var á lista yfír þá sem bókstafs- trúarmennirnir hugðust myrða, heldur því fram að ný tegund hryðju- verkahópa, sem íjármagnaðir séu af ríkisstjórnum ótilgreindra landa, hafi rutt sér til rúms. Mennirnir átta hugðust einnig ráða Hosni Mubarak, forseta Egyptalands, og Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóra SÞ af dögum. Samkvæmt upplýsingum af vitna- leiðslum ætlaði leiðtogi hópsins, Siddig Ibrahim Siddig Ali, að leggja bíl fullum af sprengiefni í bíla- geymslu höfuðstöðva SÞ í New York. Tveimur starfsmönnum fastanefnd- ar Súdan hjá Sameinuðu þjóðunum er gefið að sök að hafa ætlað að útvega Siddig Ali bílnúmer dipló- mata svo hann kæmist óáreittur inn í bílageymsluna. Fastanefndin hefur vísað tengslum við súdanska meðlimi heittrúarhópsins, en þeir eru fimm, á bug, og segjast fulltrúar nefndar- innar fordæma hryðjuverk. KlerkUrinn Omar Abdel-Rahman er talinn andlegur leiðtogi hópsins og hefur Siddig Ali starfað sem túlk- ur hans. Abdel-Rahman lýsti Siddig Ali sem „prýðilegum ungum manni". Abdel-Rahman Reuter 18 farast í eldsvoða ELDUR kom upp á geðsjúkrahúsi í úthverfi borgarinnar Rennes í Frakklandi snemma í gærmorgun. Sautján sjúklingar og einn starfs- maður lést í brunanum, en upptök hans eru ókunn. Alls voru um 70 sjúklingar í húsinu, og fyrstu slökkviliðsmennirnir sem komu á staðinn þurftu að aka bíl sínum gegnum lokað hlið til þess að komast að eldin- um. Þetta er versti bruni í Frakklandi síðan 20 sjúklingar létu líflð þegar eldur kom upp í heilsuræktarstöð í suðurhluta landsins árið 1991. „Flokkur- innbaðum framlag“ London. Reuter. ASIL Nadir, kaupsýslumaðurinn sem bendlaður hefur verið við fjármálaspillingu í breska íhalds- flokknum, greindi frá því í gær að frammámenn í flokknum hefðu farið þess á leit við hann að hann léti fé af hendi rakna til flokksins. Ennfremur sagðist hann hafa rætt stefnumál við Margaret Thatcher. Nadir neitaði því að hann hefði reynt að kaupa sér áhrif innan ríkis- stjórnarinnar með fjárframlögum í sjóði íhaldsflokksins. „Það var sótt fast að mér. Mér þótti það ekki undarlegt. Það var vegna þess hver ég var,“ sagði Nadir. Hann nefndi einnig að sér hefði verið boðið til hádegisverðar með þingmönnum í neðri málstofunni, þar sem hann hefði átt samræður við Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra. Góðar líkur eru á að EES taki gildi 1. október Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EVRÓPUÞINGIÐ, þing Evrópubandalagsins, samþykkti í vik- unni með tilskildum meirihluta viðbótarbókunina við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er einungis eftir að staðfesta bókunina sem til kom vegna fráhvarfs Svisslendinga, í lávarðadeild breska þings- ins og á Spáni. Allar líkur eru taldar á því að Spánveijar staðfesti fyrir haustið þannig að samningurinn um EES geti tekið gildi 1. október eða í síðasta lagi 1. nóvember. I umræð- um á Evrópuþinginu lögðu flestir þingmenn áherslu á nauðsyn þess að samningurinn tæki gildi sem fyrst og margir bentu á að hann væri ákjósanlegur áfangi á leið aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) inn í EB. Nokkrir þingmenn veltu því fyrir sér hvers vegna verið væri að eyða dýrmæt- um tíma í samning sem greinilega væri andvana fæddur og ekkert annað en skerf í átt til aðildar að EB. Þrátt fyrir að leiðtogar EB ítrekuðu á fundi sínum í Kaup- mannahöfn þann pólitíska ásetning að Finnar, Svíar, Norðmenn og Austurríkismenn verði að fullu aðilar að EB 1. janúar 1995 ef um semst, gætir vaxandi vantrúar á að samningaviðræðunum verði annars lokið og hins vegar að kjós- endur í ríkjunum fjórum samþykki aðild þegar þar að kemur. Ljóst er að mun meiri stuðningur er um þessar mundir við EES í ríkjunum fjórum. Quayle-safnið slæmt fordæmi? SKRÁNIN G ARSKÍRTEINI fyrir gula Plymouth-bifreið, árgerð 1977, rauð peysa sem mamma keypti með útsaum- uðu nafninu, „Danny,“ og myndir af hetjunni í frum- bernsku eru á meðal þeirra muna sem gestum gefst tæki- færi til að grandskoða er þeir sækja heim Dan Quayle- safnið í Huntington í Indiana- ríki í Bandaríkjunum. Hunt- ington er heimabær J. Danf- orths Quayle, varaforsetans seinheppna í embættistíð Ge- orge Bush, sem vakti meiri atliygli fyrir sérkennileg ummæli sín í sjónvarpi og fremur dapurlega stafsetn- ingarkunnáttu heldur en vasklega framgöngu á stjórn- málasviðinu. Heimamenn eru yfir sig hrifnir, aðrir óttast að Dan Quayle-safnið geti reynst hættulegt fordæmi. Raunar var Dan Quayle bara prýðilega góður í stafsetningu, það sannar einkunnabókin hans úr 11 ára bekk, sem er að finna á safn- inu. Hann átti hins vegar í erfið- leikum í landafræði og sýndi frem- ur ósannfærandi tilburði í tón- fræði. Hann var þægur og ljúfur piltur, kurteis með afbrigðum og áreiðanlegur. Stærstu stundirnar Vilji menn drekka í sig stærstu stundirnar í lífi J. Danforth Qua- yle hljóta þeir að staldra við gift- ingartilkynninguna sem birt var í dagblaðinu Huntington Herald- Press og tæpast er hægt að leiða hjá sér útskriftarskírteinið úr laga- deildinni. Það voru íbúarnir í Huntington sem ákváðu að koma safninu upp, stoltir af sínum manni. Þetta er í fyrsta skipti sem safn er helgað varaforseta sem enn er á meðal vor en Quayle er 46 ára, fæddur 4. febrúar 1947. Safnið verður með formlegum hætti tileinkað Quayle í september og þau hjónin hafa látið að því liggja að þau kíki ef til vill inn áður. Hvað með alla hina? Margir hafa orðið til að lýsa yfir furðu sinni á opnun Quayle- Gleraugu í safnið Dan Quayle, hér ungur að árum í búningi þjóðvarðliðsins. safnins. Einn þeirra er Paul Light prófessor við Minnesota-háskóla en hann er sérfóður um bandaríska varaforseta. „Jafnvel þótt viðkom- andi hefði ekki verið jafn illa und- ir starfið búinn og Dan Quayle og jafnvel þótt viðkomandi hefði með einhverjum hætti látið meira til sín taka þá lýsir það hreint ótrúlegum hroka hans að fallast á að safn sé.opnað til heiðurs honum á með- an að maðurinn er gjörsamlega sprelllifandi.“ Light óttast að Qua- yle-safnið geti reynst stórhættu- legt fordæmi. „Auðvitað er hér verið að skapa ný viðmið hvað varðar söfn sem helguð eru til- teknum einstaklingum. Ef Dan Quayle fær eitt slíkt þá fyllist ég hryllingi er ég hugsa til allra þeirra stjórnmálamanna í Washington og í höfuðborgum ríkja Bandaríkj- anna sem munu vilja feta í fótspor hans.“. Líf og saga íbúar Huntington líta málið allt öðrum augum. Borgarstjórinn vís- ar til þess er Quayle birtist skyndi- lega í miðbænum í fyrra. „Það komu 2.000 manns til að fylgjast með þegar hann fór til tannlækn- is,“ segir hann. Matj Hiner, sem starfar á Dan Quayle safninu skil- ur ekki heldur þá sem hafa efa- semdir um ágæti þessa. „Sumir bíða í 50 ár eftir að viðkomandi hefur farið yfir á annað tilverustig. Við vorum hins vegar með alla þessa sögulegu muni hér og hvers vegna í ósköpunum ættum við ekki að nýta þá á meðan hann er á lífi?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.