Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Efnahagskr eppan og atvinnuleysið innan Evrópubandalagsins Tólf þús. milljarðar til upp- byggingar næstu sex árin Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EFNAHAGSKREPPA og atvinnuleysi voru helstu viðfangsefni leiðtogafundar Evrópubandalagsins sem haldinn var í Kaup- mannahöfn í byrjun vikunnar. Akveða þurfti hvernig verja ætti jafnvirði tólf þúsund milljarða íslenskra króna sem leiðtogarnir samþykktu að verja til að endurreisa atvinnulíf aðildarríkjanna á fundi sínum í Edinborg í desember á síðasta ári. Upphæðin er að raungildi þreföld Marshall aðstoð Bandaríkjanna við Evrópu í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar EB, lagði fram til- lögur að endurreisnaráætlun í átta liðum sem leiðtogarnir samþykktu að skyldu vera beinagrindin í hvítbók um sama efni. Gert er ráð fyrir að hvítbókin verði Iögð fyrir leiðtoga- fund EB sem verður í Brussel í des- ember. í hugmyndum Delors er tek- ið fullt tillit til mismunandi viðhorfa aðildarríkjanna til orsaka vaxandi atvinnuleysis og kreppu. Það vekur t.d. athygli að tvímælalausar trygg- ingar sem settar voru fram í fyrstu gerð lokasamþykktar fundarins þess efnis að áunnin réttindi launþega yrðu ekki skert í þeim tilgangi að lækka launatengdan kostnað voru tekin út. í stað þeirra kom yfirlýsing þess efnis að samráð yrði haft við aðila vinnumarkaðarins. Dýrt vinnuafl Reikna má með því að belgískur launþegi sem fær sem svarar til 200 þúsunda íslenskra króna í mánaðar- laun kosti vinnuveitanda sinn 500 þúsund krónur á mánuði. Atvinnu- rekandinn greiðir þess vegna 150% í Iaunatengd gjöld og skatta. Belginn fær hins vegar ekki nema helming launanna í vasann, 100 þúsund, hinn helmingurinn fer í opinber gjöld. Komi til þess að Belganum sé sagt upp störfum verður launagreiðand- inn að borga honum sem svarar til þriggja ára launa í bætur. Litið er svo á að þetta fyrirkomulag hvetji atvinnurekendur ekki tii að fastráða starfsfólk annars vegar vegna mikils launatengds kostnaðar og hins vegar vegna erfiðleika við að segja fólki upp störfum. Belgíska stjórnin er að skoða til- lögur sem gera ráð fyrir að lækka þessar álögur en í staðinn komi hærri orkuskattar. Delors kynnti svipaðar hugmyndir fyrir leiðtogun- um í Kaupmannahöfn. Hann lagði til að takmarkaðar auðlindir yrðu skattlagðar til þess að unnt væri að draga úr fyrirtækjasköttum. Helst er svo að skilja að Delors hafí átt við skatt svipaðan útblástursskattin- um sem framkvæmdastjóm banda- lagsins hefur þegar lagt fram tillög- ur um. Hins vegar er augljóst að takmarkaðar eða fágætar auðlindir geta verið allt frá olíulindum og kolanámum til fiskstofna. Heimildamenn Morgunblaðsins í Brussel draga mjög í efa að Delors hafi haft fiskstofna í huga þegar hann setti saman punkta sína fyrir leiðtogafundinn. Ný atvinnutækifæri forgangsverkefni Það er Evrópumönnum áhyggju- efni að þeim tekst mun verr að skapa ný störf en Japönum og Bandaríkja- mönnum. Delors benti leiðtogunum á að á árabilinu 1970 til 1990 urðu til 29 milljón ný störf í Bandaríkjun- um en á sama tíma einungis níu milljón innan EB. Ljóst þykir að há launatengd gjöld og skattar til að standa undir félagslegu öryggi og réttindum eigi umtalsverðan þátt í tregðu evrópskra atvinnurekenda til að ráða fólk í vinnu. Þjóðfélagsrýnar innan EB telja litlar líkur á að full atvinna verði nokkurn tíma að veruleika. Þess vegna sé tímabært að skilgreina hugtök sem varða líf og hlutverk fólks upp á nýtt. Stórar kynslóðir Evrópumanna sem að öllum líkind- um fá aldrei vinnu eins og foreldrar þeirra þekkja hana eru að vaxa úr grasi. Nauðsynlegt sé að bregðast við þessum breyttu aðstæðum. Aðrir líta svo á að kenningar af þessu tagi gangi út frá því að fólk hafi ekki meira ímyndunarafl en vélarnar sem eru að leysa það af hólmi. Hörð viðbrögð Rússa byggðust að hluta á lélegfum upplýsingum - segir Urmas Reitelmann talsmaður eistneska utanríkisráðuneytisins STJÓRNVÖLD í Rússlandi og Eistlandi hafa miklar áhyggj- ur af því hversu stirð sam- skipti ríkjanna eru segir Urm- as Reitelmann, talsmaður eist- neska utanríkisráðuneytisins. Var í gær ákveðið að koma á fundi milli utanríkisráðherra ríkjanna hið fyrsta. í byrjun vikunnar samþykkti eistneska þingið lög sem skyldar rússn- eska minnihlutann í landinu til að sækja um dvalarleyfi eða ríkisborgararétt innan tveggja ára. Rússar hafa mót- mælt þessari lagasetningu harðlega og hótaði Borís Jelts- ín Rússlandsforseti íhlutun af háifu Rússa ef Eistlendingar endurskoðuðu ekki afstöðu slna I garð rússneska minni- hlutans. I gær átti Alexeij Glúkov, yfir- maður Evrópudeildar rússneska utanríkisráðuneytisins, fund með utanríkisráðherra Eistlands um málið og hitti Lennart Meri for- seta. „Við ræddum þessa nýju laga- setningu. Rússar hafa haft miklar áhyggjur af henni en Glúkov var ekki með neinar hótanir í okkar garð. Það sem fyrst og fremst var til umræðu var aðstaða rússneskra liðsforingja. Rússar hafa áhyggjur af íbúðunum, sem þeir búa í nú, og við útskýrðum hvernig þeir gætu komið þeim í verð,“ segir Reitelmann við Morgunblaðið Fengu þýðingu í gær Hann segir hin hörðu viðbrögð Rússa að hluta til hafa stafað af því að þeir hafí ekki haft lögin sjálf undir höndum heldur byggt upplýs- ingar sinar á orðrómi. Þeir hafi ekki fyrr en í gærmorgun fengið í hendur þýðingu á lögunum og fram að því einungis stuðst við það frum- varp sem lagt var fyrir þingið í upphafi. Það hafí hins vegar tekið verulegum breytingum í meðferð þingsins og lokaniðurstaðan ekki gengið jafn langt og frumvarpið sjálft. Aðspurður um hvaða skilyrði væru sett fýrir rétti til dvalarleyfís Boris Jeltsín, forseti Rússlands. og ríkisborgararétti sagði Reitel- mann að til að öðlast ríkisborgara- rétt yrði viðkomandi að tala eist- nesku. „Við gerum ekki kröfu um að viðkomandi tali reiprennandi eistnesku en hann verður að hafa nauðsynlega lágmarkskunnáttu til að geta bjargað sér til dæmis í samskiptum við yfírvöld, lögreglu, lækna og svo framvegis. Menn verða einnig að votta eistnesku rík- isstjórninni hollustu sína. í raun eru þetta mjög frjálslynd lög. Til að fá dvalarleyfí sem útlendingar verða menn að uppfylla þau skil- yrði að hafa vinnu og vera ekki fyrrum liðsforingjar í hemum eða starfsmenn fyrram KGB. Það er síðastnefnda krafan, sem farið hef- ur fyrir bijóstið á Rússum." Yfirvöld hafa ekki upplýsingar um íbúa Reitelmann segir að hann hafí fengið þær upplýsingar frá skrif- stofu RÓSE í Eistlandi að í landinu byggju um fímm þúsund fyrrum liðsforingjar í rússneska hernum. „Við vitum ekki hveijir búa héma, hvar þeir búa og hvað þeir era að gera. Það hafa þúsundir manna flutt til Eistlands að undanfömu sem við höfum engar upplýsingar um,“ segir Reitelmann. Hann bætir við að með nýju lögunum fái stjórn- völd yfírsýn yfír íbúa landsins og geti einnig útvegað þeim nauðsyn- Lennart Meri, forseti Eistlands. leg persónuskilríki þannig að þeir geti til dæmis ferðast til útlanda. Þessa stundina hefði flest af þessu fólki einungis sovésk vegabréf og engin leið að segja til um hvort að það væri frá Rússlandi, Georgíu, Úkraínu eða einhveiju öðru lýð- veldi. Hann segist ekki búast við upp- þotum af hálfu rússneska minni- hlutans vegna nýju útlendingalag- anna. „Flestir rússneskumælandi íbúar landsins eru í raun mjög ánægðir með verana hér. Lífskjör era betri en í Rússlandi og það hefur ekkert komið upp á enn.“ Þegar Reitelmann er spurður um líkumar á því að Eistlendingar og Rússar komist að samkomulagi í þessum efnum segir hann Rússana í Eistlandi eiga auðveldara með að skilja hver staðan sé. Þá standi líka vonir til að fundur utanríkisráð- herra ríkjanna muni verða til að bæta samskiptin. „Við vonum að minnsta kosti að við eigum ekki að þurfa að sitjá undir frekari hót- unum á borð við þær sem Jeltsín setti fram. Glúkov skýrði okkur frá því að þeir hefðu vísað málinu til Evrópuráðsins, til að fá álit lög- fræðinga þar, og við höfum gert hið sama.“ Hótanir komu á óvart Hann segir hótanir Jeltsíns á fimmtudag hafa komið verulega á óvart, þetta hafi verið harðorðasta yfirlýsing sem Eistlendingar hefðu nokkum tímann heyrt. Eflaust ættu hins vegar aðstæður innan- lands einhvern þátt í þessu. „Glúkov skýrði okkur frá því að aðgerðir okkar Eistlendinga hefðu orðið tilefni harðra árása á rúss- nesku stjómina. Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af því og það get ég vel skilið. Það sem við eram að gera nú er að reyna að koma stöðunni í eðlilegt horf á ný. Samskiptin við Rússa era alls ekki góð eins og stendur. Rússar hafa líka af þessu áhyggjur og vilja leggja sitt af mörkum. Við verðum að komast að einhverri málamiðlun. Staðan er hins vegar alls ekki einföld, ekki síst í ljósi þess að Rússar hafa frest- að því að kalla herlið sitt í Eist- landi heim. Það kæmi einnig til greina að kalla til fundar milli for- seta ríkjanna, Jeltsín og Meri. Það hefur enn ekkert verið ákveðið í þeim efnum en að loknum fundi utanríkisráðherranna mætti huga að slíkum fundi.“ Hann segir að í gær hafi honum borist upplýsingar um að Rússar hafí á hádegi lokað fyrir gasleiðslur til Eistlands. Það gæti haft alvar- legar afleiðingar fyrir ekki síst austurhluta landsins. „Hin opin- bera ástæða er að Eistlendingar hafí ekki staðið í skilum. Það er hins vegar auðvitað einungis hin opinbera ástæða. Það má vel vera að þetta leiði til einhverra mót- mæla en til þessa er allt með kyrr- um kjöram. Jafnvel í borginni Narva þar sem 90% íbúa era Rúss- ar.“ Mart Laar, forsætisráðherra Eistlands, sakaði í gær Rússa um að dreifa röngum upplýsingum um nýju útlendingalögin í Eistlandi, að sögn fréttastofunnar Itar-Tass. „Allar áhyggjur vegna laganna era í raun óþarfar. Markmið þeirra er að koma því til leiðar að þetta fólk ákveði á næstu tveimur áram sína eigin stöðu og geri upp hug sinn hvers konar borgarar þessa lands það vill verða,“ sagði Maar. Scharping formlega kjörinn Scharping. RUDOLF Scharping var í gær formlega iqörinn leiðtogi Sósíaldemó- krata, stjómar- andstöðuflokks- ins í Þýskalandi. Scharping mun keppa við Helm- ut Kohl um emb- ætti kanslara. Kosningar verða í Þýskalandi á næsta ári. Scharping var einn í framboði til leiðtoga, og rauf hefð með því að halda ræðu sína áður en atkvæða- greiðsla fór fram. „Við getum reist Þýskaland sem enginn þarf að óttast," sagði hann. „Þar sem fólk getur lifað og unnið í sátt og samlyndi; sem getur verið máttarstólpi friðar í heiminum." Kólumbía eyk- ur olíufram- leiðslu BYRJAÐ verður í næstu viku að vinna olíu úr stærstu olíulindum Kólumbíu. Um er að ræða lindir sem eru þær stærstu sem fundist hafa í Vesturheimi síðan í Alaska árið 1969. Áætlað er að í lindunum í Kólumbíu séu hráolíubirgðir sem munu fylla um tvo milljarða tunna. Vinnsla á svæðinu mun verða gífurleg búbót fyrir efnahag landsins, reyndar svo mikil, að ríkisstjórnin og kaupahéðnar deila nú um hvernig ágóðanum skuli varið. Ný stjórn í Kanada KIM Campbell tók í gær formlega við embætti forsætisráðherra af Brian Mulroney í Kanada. Hennar fyrsta verk var að fækka ráð- herraembættum í stjórninni úr 35 í 25. Helsti keppinautur hennar í leiðtogakjöri Ihaldsmanna, Jean Charest, verður aðstoðarforsætis- ráðherra og að auki ráðherra iðn- aðar og vísinda, og ráðherra í málefnum Quebec-fylkis. Babangida hyggst láta af völdum FORSETI herstjómarinnar í Ní- geríu, Ibraim Babangida, til- kynnti í gær að lýðræðislega kjör- inn forseti myndi taka við emb- ætti í landinu þann 27. ágúst næstkomandi. Stjóm Babangidas ógilti nú í vikunni forsetakosning- ar sem fóru fram í landinu þann 14. júní. 1.311 ára fangelsi SPÆNSKUR dómstóll hefur dæmt baskneskan hryðjuverka- mann í 1.311 ára fangelsi fyrir bflsprengjutilræði sem varð níu mánns að bana, þar á meðal fímm börnum. Juan Zubeldia var fund- inn sekur um aðild að árás á bækistöðvar þjóðvarðliðsins nærri Barcelona í maí 1991. Auk þeirra sem létust slösuðust 44. Þjóð- varðliðar skutu samverkamenn Zubeldia til bana. Hann var dæmdur til 27 ára fangavistar fyrir þátttöku í tilræðinu, 27 ár fyrir hvem og einn sem lést, 24 ár fyrir hvem særðan, 10 ár fyrir hryðjuverkastarfsemi, og tvö ár fyrir að nota stolnar númeraplöt- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.