Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Akureyrarbær tekur við stöðumæla- vörslu og eftirliti með stöðubrotum Greiðsluhlutfall ístöðu- mæla allt niður í 10% STEFNT er að því að Akureyrarbær taki við stöðumælavörslu og eftir- liti með stöðubrotum ökutælq'a 1. ágúst næstkomandi. Bæjarráð hefur heimilað að samið verði við Securitas um eftirlitið til reynslu, en tak- ist ekki slíkur samningur verði ráðnir stöðumælaverðir. Greiðsluhlut- fall í stöðumæla á Akureyri er mjög lágt, eða allt niður í 10%. A fundi bæjarráðs á fimmtudag skýrði Gunnar H. Jóhannesson verk- fræðingur greinargerð tæknideildar um þetta mál, en lagt er til í greinar- gerðinni að Akureyrarbær annist eftirlit með stöðumælum og stöðu- brotum ökutækja á Miðbæjarsvæð- inu frá og með 1. ágúst næstkom- andi á þeim tíma sem gjaldskylda er í stöðumæla, þ.e. frá kl. 10 til 17.30 alla virka daga. Bæjarráð lagði einnig til á fundi sín- um á fímmtudaginn að heimilað verði að taka upp samninga við Securitas hf. til 6 mánaða tii reynslu, um að fyrirtækið sinni þessu eftirliti í um- boði bæjarins. Takist ekki samningar við Securitas er lagt til að ráðnir verði tveir stöðuverðir, hvor í hálft starf til að sinna eftirlitinu. Gunnar sagði að fram hefði komið nokkur óánægja með eftirlitið fram til þessa og mikil brögð að því í kjöl- farið að fólk hirti ekki um að greiða í stöðumæla. í könnun sem gerð hefur verið kom í ljós að greiðsluhlut- fall í mælana er afar lágt, eða á bil- inu frá 10 til 60%. Morgunblaðið/Ama Georgsdóttir Sælgæti úr sjónum er yfirskrift siglingar um Eyjafjörð með Níelsi Jónssyni EA frá Hauganesi, en þátttakendur í slíkri ferð geta reynt fyrir sér við sjóstangaveiði á milli þess sem þeir gæða sér á margvíslegum sjávarréttum af hlaðborði. Morgunblaðið Rúnar Þór Bifreiðastjórar Hafið bílbænina í bílnum og orð hennar hugföst þegar þið akið Fæst í Kirkjuhúsinu, Kirkjutorgi 4, í verslun- inni Jötu, Hátúni 2, Reykjavík og í Hljómveri, Akureyri. Verð kr. 200. % Orð dagsins, Akureyri. * Ovenjulegur farkostur ÓVENJULEGA útbúin Dornier- flugvél með þýska leiðangursmenn lenti á Akureyrarflugvelli í fyrra- kvöld, en ferð hennar er heitið til Constable Point á Grænlandi þar sem önnur slík vél er nú þegar. Að sögn leiðangursstjórans, Peters Vogel, eru í allt um 20 manns í leið- angrinum sem meðal annars vinnur að þykktarmælingum á ís Grænland- sjökuls og segulsviðsmælingum, auk þess að taka sýni úr borkjömum. Þá er einnig verið að æfa meðferð þessara sérútbúnu flugvéla á heims- skautssvæðum, en þær eru í eigu Alfred Wiegner-stofnunarinnar í Bremerhaven í Þýskalandi. Á mynd- inni eru talið frá vinstri: T. Wede og H.J. Bern, flugmenn, þá vélvir- kjarnir R. Ziegler og O. Kruger og leiðangurstjórinn, Peter Vogel. Til sölu eða leigu er nýlegt fiskverkunarhús á Norðurlandi. Hentar vel til saltfiskverkun- ar, en mætti breyta í frystihús. Vel kæmi til greina samstarf (hlutafélag) við útflutnings- aðila eða annan rekstraraðija. Áhugasamir leggi inn svör á auglýsingadeild Mbl., merkt: „Fiskverkun - 4729“. Átthaodmút Jtrnaneshremis verður haldið laugardaginn 3. júlí og hefst að Freyjulundi kl. 15.00. Um kvöldið verður dansleikur í Hlíðabæ. Allir búsettir og brottfluttir Arnaneshreppsbú- ar eru velkomnir og mega taka með sér gesti. Sjáumst í stuði. Nefndin. Nýjungar hjá ferðaþjónustunni að Ytri-Vík á Árskógsströnd Sjávarréttahlaðborð hvalaskoðun og köfun SÆLGÆTI úr sjónum, er yfir- skrift á sjóferðum sem ferðaþjón- ustubændur í Ytri-Vík á Árskógs- strönd bjóða upp á í sumar. Farið er frá Hauganesi og er um að ræða siglingu um Eyjafjörð þar sem boðið er upp á hlaðborð fisk- rétta sem þátttakendur geta notið á milli þess sem þeir reyna sjálfir fyrir sér við veiðar. Ferðaþjón- usta hefur verið rekin að Ytri-Vík um árabil og er þar rými fyrir 16 manns í uppbúnum rúmum auk þess sem þar er nýtt sumarhús fyrir 6-12 manns. Marinó Sveinsson, framkvæmda- stjóri ferðaþjónustunnar að Ytri-Vík, sagði að þrír bátar væru til umráða og færi það eftir fjölda þátttakenda hvaða bátur væri notaður. Fyrirhug- að er að nota 30 tonna netabát, Níels Jónsson EA, í hlaðborðsferð- irnar, en þær eru nýjung í ferðaþjón- ustunni. Farið verður í slíkar ferðir kl. 18 á hveijum fímmtudegi í sumar, en Marinó sagði að ef útlit væri fyrir miðnætursól yrði ferðinni ef til vill frestað til kl. 21 um kvöldið. „Þessar ferðir eru sniðnar fyrir hópa, við förum með minnst 10 manns og ég býst við að þær geti orðið vinsælar hjá starfsfélögum, saumaklúbbum eða slíkum hópum, sem geta þá pantað sérstaka ferð,“ sagði Marinó. Á hlaðborðinu Sælgæti úr sjónum er fjöldi rétta, síldartegundir, harð- fískur, rækjusnittur, kvaíarpönnu- kökur, laxahlaup, steiktur siiungur, gellur í ijómasósu og fiskibollur í lauksósu svo eitthvað sé nefnt, en hráefnið er allt fengið frá fiskvinnsl- unni Ektafiski á Hauganesi. Um borð í Níelsi Jónssyni EA eru 15 veiðistangir sem fólk getur notað til að renna fýrir físk, en auk hlað- borðsferðanna býður ferðaþjónustan nú tíunda árið í röð upp á sérstakar sjóstangaveiðiferðir, sem notið hafa vinsælda. Köfun og hvalaferðir Fleiri nýjungar verða í boði í sum- ar, fyrirhugað er að bjóða upp á ferðir til Kolbeinseyjar og Grímseyj- ar með káfara og síðar í sumar verða famar hvalaskoðunarferðir, en Mar- inó sagði að hnísur og smáhveli hefðu í auknum mæli sést í fírðinum upg á síðkastið. Ýmsir möguleikar til afþreyingar bjóðast einnig í landi, hestaleiga er á staðnum og bjóðast bæði lengri og styttri ferðir, en m.a. er í boði sólarhringsferð upp í Þorvaldsdal með gistingu í tjaldi og sagði Marinó slíka ferð falla vel í kramið hjá yngri kynslóðinni. Bekkjarfélagar, félaga- samtök og starfsfélagar hefðu tekið sig saman um að fara í slíkar ferðir. Þá má einnig nefna að möguleiki er á að renna fyrir lax og silung í Þorvaldsdalsá, gönguleiðir um fjöll og fjöru er fjölmargar og þeir sem dvelja heima við geta notað fótbolta- völlinn sem þar er til staðar, brugð- ið sér í billjardstofuna eða látið fara vel um sig í gufubaðinu. ♦ ----------- ■ GUÐSÞJÓNUSTA verður í Glerárkirkju annað kvöld, sunnu- dagskvöldið 27. júní kl. 21. Prestur er séraHannes Órn Blandon. fAkureyrarbær auglýsir tillögu að deiliskipulagi orlofshúsabyggðar norð- an Kjarnaskógar. í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir tveim þyrpingum orlofshúsa, alls 38 húsum, norðan við Kjarnalund, hús Náttúrulækningafélags Akur- eyrar. í tillögunni felst minni háttar breyting á aðalskipulagi Akureyrar, sem bæjarstjórn Akur- eyrar hefur samþykkt. Deiliskipulagstillagan, uppdrættir og greinar- gerð, liggur frammi almenningi til sýnis á Skipu- lagsdeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til mánudagsins 26. júlí 1993, þannig að þeir sem þess óska, geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir sbr. grein 4.4. í skipulagsreglugerð. Þeir, sem telja sig verða fyr- ir bótaskyldu tjóni vegna skipulagsgerðarinnar, er bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds frests, ella teljast þeir samþykkir tillögunni. Skipulagsstjóri Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.