Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Guðjón Rúnars- son — Minning Fæddur 17. nóvember 1974 Dáinn 20. júní 1993 Við sem skrifum þessar línur höfum fylgst að frá bernsku og þegar góður félagi okkar er óvænt kallaður burt slær þögn á hópinn. Við lékum okkur mikið saman, jafnt innan skólans sem utan. Ýms- ar góðar og skemmtilegar minning- ar frá þessum árum koma upp í hugann. Guðjón var skemmtilegur og athafnasamur drengur og drif- fjöður i leikjum og uppátækjum jafnaldranna. Okkur er enn í fersku minni þegar fótboltinn hans brá sér í skemmtisiglingu til Noregs og kom til baka í pósti. Guðjón átti sér mörg áhugamál og var tónlistin eitt af þeim. Hann var að okkur finnst hæglátur, frið- samur og virtist á stundum ofurlít- ið annars hugar, en oftast var hann þó hress í bragði og engin logn- molla í kringum hann. Við vitum að Guðjón velti fyrir sér spuming- um um líf og dauða. Við eigum erfitt með að átta okkur á þeim öriögum sem geta beðið ungs manns. „Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað.“ (Khalil Gibran.) Við þökkum Guðjóni fyrir góða samfylgd og vináttu og mun minn- ing um góðan dreng ávallt lifa í hjörtum okkar. Við vottum Qöl- skyldu hans okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja þau í þessari miklu sorg. „En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þeg- ar önnur situr við borð sitt, sefur hin í rúmi þínu.“ (Khalil Gibran.) Bekkjarsystkini. Bílslys í Borgarfirði á bjartri sumamótt. Hugurinn leitar til þeirra sem eru mér kærir þar um kring, en svo sem oftar á þá leið, að ekkert geti hafa komið fyrir mína vini. Ég þekki aðeins einn 18 ára pilt í Borgarnesi og það er útilokað að það hafi einmitt verið hann. En að þessu sinni er reyndin önnur, það var einmitt hann. Hann Guðjón, sem við kynntumst fyrst á Selfossi þegar hann átti hér heima lítill drengur. Þá var okkur stundum trúað fyr- ir að gæta hans og hann var ein- staklega gott bam að passa. Hægur og ljúfur var hann og hann átti svo dæmalaust fallegt bros. Svo eignað- ist hann litla systur og fjölskyldan fluttist vestur í Borgames. En sann- ir vinir láta fjarlægðina ekki aftra sér. Þau litu inn þegar færi gafst og við komum til þeirra, það þarf ekki langa viðdvöl til að rækta góð- an vinskap. Við sáum drenginn vaxa og þroskast, hann var ekki lengur Guðjón litli, hann átti litla systur og svo eignuðust þau lítinn bróður. Þá var hann orðin töluvert stór. Ég man hann standa í miðjum drullupolli fyrir utan blokkina þar sem þau fyrst bjuggu — brosandi tannlausu brosi fagnaði hann gest- unum frá Selfossi. Svo var hann orðinn unglingur, sem var í sveit fyrir austan á sumr- in og við fengum að gista í herberg- inu hans. Þegar hann var orðinn of stór til að fara í sveit, fór hann að vinna með pabba sínum hjá Byggingafélaginu Borg. Við hittumst síðast á sólbjörtum sumardegi fyrir ári. Þá var hann orðinn myndarlegur ungur maður, sem tók á móti okkur með fjölskyld- unni sinni. Dálítið alvömgefinn stundum, en brosið hans hlýja var ekki langt undan og yljaði eins og alltaf áður. Hann var fyrsta bamið hennar mömmu sinnar, hann var stóri bróð- ir Bjargar og Róberts, hann var vinnufélaginn hans pabba síns og hann var einn af ljósgeislunum í lífi afa og ömmu. Allt er þetta frá þeim tekið á einni örskotsstund. Hvers vegna? Ótal sinnum hefir svona verið spurt, þó að við vitum svo mætavel að engra svara er von. En við verðum að trúa því að allt hafi sinn tilgang, að þeir sem teknir em frá okkur svo ótíma- bært, séu kallaðir til annarra starfa í ókunnum heimi, þar sem við síðan munum öll eiga samleið að nýju. Elsku Stína mín, Rúnar, Björg og Róbert — gamlir vinnufélagar og vinir á Selfossi votta ykkur inni- lega samúð. Guð geymi góðan dreng. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Helga R. Einarsdóttir. Það er skrítið að Guðjón, besti vinur minn, skuli vera dáinn. Ég man þegar ég kynntist honum fyrst. Það var 11. júlí 1989. Ég hafði fengið bflpróf daginn áður og var að sækja Valda vin minn sem ætl- aði að koma með mér á rúntinn. Hann spurði hvort Guðjón mætti ekki koma með. Jú, jú, það var ekkert mál. Ég man ennþá vel þeg- ar hann gekk út úr húsinu heima hjá Valda og inn í bílinn hjá mér, rétt eins og hann hefði bara gengið inn í líf mitt. Ég og Guðjón töluðum Stefán Sölvi Sölva- son — Minning* Fæddur 24. október 1914 Dáinn 19. júní 1993 Sölvi, eins og hann var ávallt kallaður, fæddist á Sauðárkróki haustið 1914, sonur hjónanna Stefaníu Ferdínandsdóttur og Sölva Jónssonar smiðs og var skírður í höfuðið á þeim. Þau eign- uðust sjö böm. Eftir lifa nú í elli Kristín afgreiðslukona í Syðribúð kaupfélagsins um áratugi, Sveinn verkamaður, Kristján vélstjóri og Maríus prentari, öll á Sauðár- króki, en látnir eru Albert vélsmið- ur á Akureyri og Jónas kennari og verkstjóri í Kópavogi. Sölvi átti heima á Sauðárkróki alla ævi. Hann ólst upp á fjöl- mennu og glaðværu bamaheimili næstyngstur systkina sinna; yngri voru tvíburarnir Jónas og Maríus. ERFIDRYKKJUR Vandaðar vörur á iyetra verði Nýborg^ Skútuvogi 4, sími 812470 Þegar hann stofnaði heimili flutt- ist hann suður í Kirkjulauf, stuttan spöl frá Sölvahúsi. Ævistarf hans var vélavarzla, en skólaganga hans í vélfræðum var stutt námskeið, sem haldið var á Akureyri á vegum Fiksifélags Islands veturinn 1941. Þegar að því loknu gerðist hann vélstjóri á mb. Ingólfi hjá Ragnari Jónssyni, en haustið 1941 réðst hann til Sláturfélagsins til Steindórs Jóns- sonar, þar sem hann starfaði til 1950. Þá gerðist hann vélavörður hjá Fiskiðju Sauðárkróks og vann þar við hlið Kristjáns bróður síns til 1990. Mér er til efs að þá hafi nokkum tíma vantað til vinnu og störf sín ræktu þeir af einstakri trúmennsku og öryggi, enda voru þeir vinsælir meðal samstarfsfólks og áttu fullt traust yfirboðara sinna. Mér er nær að halda, að þeir hafi unnið margra manna starf þegar álag var mest, t.d. í sláturtíð á haustin. Sölvi var í lægra meðallagi á vöxt og þéttvaxinn. Hann var mjög líkur móður sinni, augun stór og blágrá. Hann var að jafnaði glað- vær.glettinn og hló hátt og innileg- ar þegar sá var gállinn á honum; átti þó eins og aðrir erfíðar stund- ir. Hann var góður söngmaður, hafði einstaka ánægju af spila- mennsku — eins og fleiri í Sölva- húsi — og spilaði af lífi og fjöri; var þá stundum sláttur á karli. Hann var liðtækur skákmaður og mörgurn dvaldist í vélasalnum yfir tafli; var hjálpsamur við þá sem íeituðu aðstoðar hans á Eyrinni. Dýr hændust að honum, bæði fer- fætlingar og fuglar. Sölvi var alla tíð einkar heimakær, kom þó ávallt sem næst daglega í Sölvahús til systkina sinna, enda var sam- komulag þeirra einkar gott. Sölvi kvæntist 30. desember 1956 Lilju Jónsdóttur, Jóhannes- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur. Lilja var glæsileg kona, hlédræg og háttprúð, en þó föst fyrir og fylgin sér. Þau reistu sér hús í Kirkjulauf, á næstu lóð við for- eldra Lilju. Eftir lát Guðrúnar fluttist Jón til þeirra og bjó í skjóli þeirra við ríka umhyggju til dauða- dags. Sölvi og Lilja bjuggu sér fallegt heimili, þar sem handavinna hús- móðurinnar er í öndvegi og blóma- rækt í hávegum höfð. Þau rækt- uðu garð í gróðurvana hlíð í Nöf- unum fyrir ofan húsið og má með sanni segja, að þau hafi nostrað við gróðurinn þegar hann kom upp. Nú eru þar grónir stallar, skreyttir runnum og margvísleg- um gróðri. Hlutu þau hjón viður- kenningu bæjaryfirvalda oftar en einu sinni fyrir þessa ræktun. Garðurinn var stolt nafna míns og ótaldar eru þær stundir, sem hann dvaldist þar og hlúði að gróðrinum; kom auk þess fyrir styttum og gömlum amboðum. Margir ferða- langar skoðuðu garðinn og settust síðan að kaffidrykkju og spjalli. Sölvi er af þeirri kynslóð sem muna má tímana tvenna. Hann fæddist við upphaf fyrri heims- styijaldar, þegar vélaöld var ný- hafin norðan heiða, mundi heims- Geirlaug Ingibjörg Jónsdóttir — Minning Fædd 24. júlí 1904 Dáin 16. júní 1993 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Það er gott að geta huggað sig við það að ástkær amma mín er nú hjá honum afa. Þar líður henni vafalaust best. Söknuður minn er þó yfírsterkari og hugsunin um það að sú sem ávallt tók mér opn- um örmum, máttarstólpi fjölskyld- unnar, sé liðin, kallar sífellt á fleiri tár. Geirlaug Ingibjörg Jónsdóttir lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni 16. júní, á 89. aldursári. Hún hafði dvalið í rúmlega Vh ár á Hrafnistu í glað- lyndum hóp æskuvinkenna sinna. Eg vil koma fram þökkum frá fjöl- skyldu minni til starfsfólks Hrafn- istu, en það annaðist ömmu mína að öllu leyti með sóma. Einnig þökkum við Blindrabókasafninu, en snældur þess styttu ömmu margar stundimar. Mér er efst í huga það lán að hafa fengið að eiga samleið með slíkri konu sem amma var, síðast- liðin 17 ár. Ávallt var hún til stað- ar og tilbúin að miðla mér af reynslu sinni og þekkingu. Ég þakka fyrir langlífi hennar og hreysti en umfram allt þá fyrir- mynd sem hún sýndi mér. Minningin um dásamlega ömmu mína mun ég geyma að eilífu. lítið saman þetta kvöld, enda leist okkur nú ekkert hvorum á annan í fyrstu. Þá kom það og í ljós seinna, að við hugsuðum það sama: „Þetta er nú skrýtinn náungi." En við urð- um samt fljótt bestu vinir. Og síðan á þessum fjórum árum sem við átt- um samleið í lífinu brölluðum við margt saman og áttum margar ógleymanlegar stundir, ýmist tveir saman og svo líka með Valda vini okkar og fleirum. Oft sátum við bara og töluðum saman eða hlust- uðum á tónlist. Hann hafði nefni- lega mjög gaman af tónlist. Við töluðum um og spáðum í hina ótrú- legustu hluti, allt milli himins og jarðar. Sögðum sögur af okkur og öðrum. Sumar sannar, aðrar ekki. Enda báðir með ótrúlega fijótt ímyndunarafl. Þá tókum við líka stundum ekki eftir því að við vorum að skálda. Við hlógum mikið sam- an, þó að hluturinn eða atvikið sem við vorum að hlæja að væri ekkert fyndið. Okkur fannst það bara fynd- ið. Kannski þykir mér erfiðast að trúa því nú að hann sé dáinn vegna þess að hann gat verið svo fjörlegur og það var svo mikið líf í kringum hann. Það var alltaf eitthvað að gerast í kringum hann, sama hvar hann var. Ég hélt bara að hann gæti ekki dáið. Ekki menn eins og hann. Við töluðum líka stundum um dauðann. Hvað tæki við eftir þetta líf. Enda fannst okkur skrýtið að lifa bara til að deyja. Það hlyti að vera eitthvað meira. Við trúðum því báðir að það væri líf eftir þetta. Og núna, þegar Guðjón er dáinn, trúi ég því enn sterkar, að það sé til líf eftir þetta líf. Guðjón, ég mun aldrei gleyma þér, þú varst góður vinur minn. Þinn vinur; Jóhannes Ásgeir Eiríksson. kreppuna miklu og aðra heims- styijöld í kjölfarið, sá hvers kyns tækni halda innreið sín í atvinnu- lífíð og átti sinn þátt í þeirri þróun; fylgdist með af áhuga eftir að hann lét af störfum. Skólaganga hans var stutt, en Sölvi menntaðist í raun á vett- vangi. Hann fylgdist með föður sínum að störfum í smiðju og rafstöð, sótti sjó með bræðrum sínum og stundaði heyskap með Stefaníu móður sinni; átti sjálfur skepnur og síðast í samlögum við tengdaforeldra sína. Lilja lézt 8. maí 1987 eftir langa og stranga baráttu við krabba- mein. Þau Sölvi voru barnlaus. Fyrir nokkrum árum kenndi Sölvi sér meins, en leitaði sér ekki lækn- inga fyrr en á síðasta ári. Hann vissi að hveiju dró og tók úrskurð- inum með æðruleysi; var enda sannfærður um líf að loknu þessu. Hann verður borinn til moldar í dag frá Sauðárkrókskirkju. Ég vil fyrir mína hönd og minna þakka honum og þeim hjónum fyrir sam- fylgdina. Megi þau hvíla í friði. Sölvi Sveinsson. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Geirlaug Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.