Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.06.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAfíIÐ LAUGARDAGUR.26, JÚNÍ 1993 SJONARHORN Þjóðminjar í fortíð og nútíð í ÞJÓÐMINJASAFNI íslands stendur nú yfir einstaklega at- hyglisverð sýning á munum sem tengjast sögu lands og þjóðar í nútíð og fortíð. Þjóðernistil- finningin fær nýjan þrótt þegar gengið er um sali sýningarinn- ar, slíkur er glæsileiki fortíðar á þessari tilkomumiklu sýningu. Margir munir sem prýða sýn- inguna eru fágætir dýrgripir og hafa sumir þeirra ekki komið fyr- ir sjónir almennings áður. Aðrir hafa verið á sýningarpöllum safnsins áratugum saman en fá annað sjónarhorn í nýju glæsilegu umhverfi. Þegar komið er á sýn- inguna, sem er á efstu hæð safns- ins, birtist gestum fjölbreytt safn muna frá hinum ýmsum tímum sem lýsa lífsháttum fólks og lífs- stíl á liðnum öldum jafnframt því sem þeir gefa ákveðna innsýn í atvinnusögu þjóðarinnar Við fylgjum slóð aftur til mið- alda, sem staðsettar eru í innsta sal sýningarinnar, í fylgd Lilju Árnadóttur safnstjóra og leituðum hjá henni fróðleiks og spyijum fyrst um markmið sýningarinnar. í Þjóðminjasafni er sagan varðveitt „Markmiðið er fyrst og fremst að sýna þá breidd sem er í safn- inu, hversu margvíslega gripi safnið varðveitir og hvaða breyt- ingum þeir hafa tekið í tímans rás,“ sagði Lilja. „í elsta hluta hennar eru margir munir frá því á miðöldum, sem sýnir að á síðari hluta 19. aldar lögðu menn áherslu á söfnun gamalla og fornra muna. Breytingar verða þegar komið er nær í tíma. Mark- miðið er einnig að sýna að hlutir frá eldri tímum komast á safnið." Hún nefnir málverkið af biskups- hjónunum, sem Þjóðminjasafninu var fært að gjöf á opnunardegi sýningarinnar, sem gott dæmi um grip sem aðeins á heima á Þjóð- minjasafninu. Lilja sagði að við undirbúning á sýningunni hefði verið farið yfir allar skrár og ákveðið að taka til sýningar hluti sem væru dæmi- gerðir en ekki nauðsynlega vel þekktir en hefðu verið notaðir við daglegan búskap. Hún nefndi í því sambandi smáhlut sem fáir þekkja nú en sem gegndi mikilvægu hlut- verki í eldri búskapartækni. Það var orffleygur sem notaður var til að koma í veg fyrir að ljárinn losn- aði eftir að orfið hafði verið sett saman. Á sýningunni er einmitt fjöldi muna sem nútímafólki eru framandi. Fágað handverk á munum frá miðöldum Útskornu stoðirnar frá Hrafna- gili vekja sérstaka athygli. Lilja sagði að þeim fylgdi sú munn- mælasögn að þær hafi staðið i skálanum á Hrafnagili á þjóðveld- isöld og hefðu verið höggnar af Þórði hreðu. Síðari tíma rannsókn- ir þykja benda til þess að þær séu yngri eða frá 13 eða 14 öld. Stíllinn þykir eiga ákveðna sams- vörum í stafkirkjum í Noregi frá þessum tíma. Hörður Ágústsson sem hefur rannsakað þessar stoð- ir telur mögulegt að þær hafi stað- ið í kirkju. Blekbjd;ta úr steini er meðal sýningarmuna og segja sagnir að hún hafi verið í eigu Snorra Sturlusonar. Tvær mjög fallegar altaristöflur frá 15. öld eru á sýn- ingunni. Önnur taflan er úr ala- bastri ,og er hún frá Hítardal á Mýrum. Hin taflan er frá Hólum í Hjaltadal, hún er útskorin og Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Lilja Árnadóttir safnstjóri við hlið fágætra bekkja úr Laug- ardalskirkju í Tálknafirði. Útskorinn stóll sr. Ólafs Þor- leifssonar á Söndum í Dýra- firði, frá 17. öld. Þingboðsaxir úr Villingaholts- hreppi. Á þingboðsöxum voru boð um þingfundi flutt „rétta boðleið". Lokrekkja með útskornum stoðum. Útskorin og máluð altaristafla frá Hólum í Altaristafla úr alabastri frá Hítardal á Mýrum, Hjaltadal, frá 15. öld. frá 15 öld. hefur síðan verið gifsborin og máluð. Lilja sagði að á íslandi hefðu varðveist sjö heillegar alt- aristöflur úr alabastri, sem væri einstakt í heiminum í dag. Töfl- urnar voru fjöldaframleiddar á Englandi á 14., 15. og 16. öld. „Það sýnir best íhaldssemina sem hér ríkti,“ sagði hún, „að eftir siðaskipti voru þessar altaristöflur notaðar hér áfram, en ekki eyði- lagðar eins og gert var hjá öðrum þjóðum." Meðal muna eru ákaflega fín- legir og vandaðir skartgripir, gull- næla og hringur frá 12. og 13. öld sem fundust í Skipholti í Hrunamannahreppi. Lilja sagði mótífin væru þekkt, þau kæmu m.a. fyrir á kirkjuhurðarhring. Þegar þessir miðaldamunir eru skoðaðir, vekur athygli hve vinna og handbragðið er fínlegt. Stoð- irnar frá Hrafnagili bera merki um háþróaða útskurðarlist bæði hvað varðar myndform og vandað- an útskurð. Skartgripirnir bera einnig vott um fágaðan smekk sem fylgir oft ákveðinni velmeg- un. Útskorinn húsbúnaður fluttur úr landi en sendur til baka sem gjafir Við Lilja færðum okkur nær í tíma. Á sýningunni er lokrekkja með útskornum stoðum en fáar slíkar eru til varðveittar. Þar er líka að finna haganlega útskorinn stól sr. Ólafs Þorleifssonar sem var prestur á Söndum í Dýrafirði á 17. öld. Þar eru einnig til sýnis fleiri haganlega útskornir munir frá Vestflörðum eins og rúmfjalir, askar og stokkar o.fl. sem norskir hvalfangar höfðu safnað og haft með sér til Noregs á seinni hluta síðustu aldar. Munir á annað hundrað talsins voru sendir hing- að til lands aftur og færðir Þjóð- minjasafninu að gjöf á þjóðhátíð- arárinu 1930. Fomfálegt altari en litríkt stendur við vegg. Lilja segir það vera komið úr kirkjunni í Flatey. Það er frá bytjun 18. aldar. Þegar gamla kirkjan var endurbyggð árið 1926 var gamla altarið sent safninu til varðveislu. Veglegur predikunarstóll frá 18. öld stendur við vegg í sama sýningarsal. Við hliðina eru veglegar útskornar styttum af postulum. Lilja sagði þá vera hluta af 12 postulum ásamt líkneski af Jesú Kristi sem staðið höfðu í kirkjunni að Þing- eyrum um aldir. Þegar kirkjan sem þar stendur nú var byggð, á seinni hluta síðustu aldar, voru postularnir settir í kirkjuna aftur. Rétt eftir aldamót komust þeir í eigu Jóns Vídalíns konsúls Breta og konu hans sem söfnuðu hér gömlum munum. Þessa muni og safn sitt allt ánöfnuðu þau síðan Þjóðminjasafninu af gjöf. Meðal íburðarmestu muna á sýningunni eru án efa ferða silf- urhnífapör Stefáns Þórarinssonar amtmanns á Möðruvöllum. Hann hefur greinilega verið mikill skart- maður. Fagurlega útskorinn spónastokkur frá 1649 ber einnig vott um eiganda sem hefur kunnað að meta íburðarmikið handverk. Þingboðsaxir úr Villingaholts- hreppi vekja athygli. Eftir siða- skipti og fram til loka 19. aldar voru slíkar axir notaðar til að boða manntalsþing. Þegar sýslu- menn boðuðu til þings þá festu þeir fundarboð á axirnar og voru þær látnar fara „rétta boðleið" á milli bæja. Málaðir kirkjubekkir frá Laugardalskirkju í Tálknafirði eru einstakir. Lilja segir að þeir þykir mikið fágæti vegna þess að þar komi fram greinilegar lýsing- ar á búningum fólks á 18. öld. Göngunni var haldið áfram. Athygli okkar er vakin á eirkötl- unum fjórum eða eirpottunum sem fundust í Gullborgarhrauni í Hnappadal fyrir nokkrum árum. Um uppruna þeirra og aldur er ekkert vitað en af stærð þeirra og ummáli má ráða að þeir hafa verið ætlaðir mannmörgu heimili til matargerðar. Munirnir á sýn- ingunni eru fjölmargir og saga þeirra er fléttuð sögu þjóðarinnar öld fram af öld allt fram til okkar daga. Opnar hirslur Þjóðminja- safnsins veita ómetanlega sýn aft- ur til liðinna tima. Unnið að endurskipulagningu á fastasýningum Að lokinni göngu um sýninguna var Lilja spurð hvaða verkefni væru framundan hjá safninu. Hún sagði að nú væri verið að endur- skipuleggja allar fastasýningar sem eru í sýningarsölunum á neðri hæðunum safnsins og hafa staðið þar óbreyttar í hálfa öld. í framtíð- inni munu þær vera settar upp bæði á miðhæðinni og á efstu hæð safnsins. Tímasetning breyting- anna er háð viðgerðinni sem nú fer fram á húsinu að utan. Húsið sjálft er mjög illa farið og verður að vanda vel til allra viðgerða vegna þess að húsið uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til safna í dag bæði hvað varðar ein- angrun og stjórn á hita- og raka- stigi. „Á næsta ári eru 50 ár liðin frá stofnun lýðveldisins, þá er fyrir- hugaða að setja upp sýningu sem ljallar um líf fólks á lýðveldisárinu 1944. Við teljum að með því að taka fyrir tímabil sem eru nær í tíma gefist kjörið tækifæri til að ná nýjum hópi fólks inn á safnið," sagði Lilja. Hlutverk safna í nútímaþjóðfélagi í framhaldi af þessum framtíð- aráformum safnsins var Lilja beð- in um að skýra hlutverk safnsins í nútima þjóðfélagi. „Hlutverk safnsins er marg- þætt,“ sagði hún. „Lögum sam- kvæmt er hlutverk safnsins fjór- þætt. Safninu ber að safna, rann- saka, sýna og kynna fyrir fólki það sem hér er verið að gera. Menningararfurinn er óskilgreint hugtak, en safnið á að leitast við að varpa ljósi á og sýna fram á hvernig hlutirnir hafa þróast og hversvegna. Varðveisla húsa er einnig eitt af hlutverkunum safns- ins. Söfn hafa mjög mikilvægu hlut- verki að gegna í samfélaginu í dag. Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn. Nú eru nýir tímar, fjarlægðir eru ekki lengur til og menn vita varla lengur hvar þeir eiga heima. í Evrópulöndunum kemur fram að störf safna blómstra. í öllum þessum breyt- ingum sem hugmyndafræðilega hafa verið settar fram á pappír kemur í ljós að hvað fólkið snertir þá ganga þær ekki upp. Fólk vill þekkja sinn menningarlega upp- runa. Það leitar róta. Við búum við þá sérstöðu að vera ein þjóð á afmörkuðu svæði, eyju, svo hlut- verkið ætti að vera auðveldara. Við viljum að fólk komi og sjái hvað hér er verið að gera og hvað hér er að sjá,“ sagði Lilja. „Við höfum reynslu af því að þegar fólkið sér að við náum árangri í starfi, þá eru allir sammála um að hér er unnið gott starf.“ Þjóðminjadagur er annan sunnudag í júlí Guðmundur Magnússon þjóð- minjavörður segir í inngangi að sýningarbæklingi að Evrópulönd- in haldi árlega „daga þjóðar- arfleifðar" þar sem athygli al- mennings, ferðafólks og fjölmiðla sé beint að gömlum húsum og öðrum menningarminjum innan safna og utan. Hér á landi verður í samráði við byggðasöfnin haldinn „þjóð- minjadagur" annan sunnudag í júlí (10 júlí). Þann dag verða öll söfn opin og verður boðið upp á Ieiðsögn að völdum þjóðminjum. Þjóðminjakortið vísar veginn. M. Þorv.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.