Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JULI 1993 5 Fengu 60 tonn af ufsa í halinu Viðvörun GULUR staur merkir stað þar sem stór steinn stendur upp úr veginum. Vegir við Þórs- höfn illfærir Brekkna- heiðin máluð gul Þórshöfn. UM VEGAKERFIÐ á íslandi væri hægt að semja heila bók, en Brekknaheiðin er alveg sér kapítuli. Hún ligg- ur á milli Þórshafnar og Bakkafjarðar og hefur verið í algjöru fjársvelti, enda tek- ur hún drjúgan toll af púst- kerfum farartækja, sem um hana fara. Undirbygging vegarins stendur orðið upp úr, því slitlag má heita búið á veginum og er hann ekkert nema urð og gijót, upp í mót. Vegagerðarmenn tóku sig til og merktu hættulegustu staðina á veginum, þar sem stórgrýtið stendur upp úr. Steinana máluðu þeir skærgula og settu einnig upp gula staura í vegaköntunum. Þetta er til hagsbóta fyrir ökumenn sem þarna fara um og eygja þeir e.t.v. veika von um að komast yfír heið- ina með heila undirvagna ökutækj- anna. Að sögn Guðmundar Svavars- sonar, umdæmisverkfræðings á Norðurlandi Eystra, mun verða ákveðið í næstu viku hvort fjár- veiting verður til viðhalds á Brekkuheiðinni. TOGARINN Stefnir ÍS kom til ísafjarðar á föstudag með 150 tonna afla eftir 7 daga veiðiferð. Um 60 tonn af ufsa komu í trollið í einu haU á fimmtudagskvöld og náðust um 40 tonn en afgangnum varð að sleppa Að sögn Grétars Kristjánssonar skipstjóra kom ufsinn í trollið við svonefnda Blönku, sem er við kantinn um 50 mílur frá landi. Hann sagði að þar safnaðist ufsinn oft saman. Um 60 tonn komu í í hafið. trollið og sagði Grétar að brugðið hefði verið á það ráð að rista á belginn og hleypa hluta af ufsan- um út til að geta innbyrt aflann. Stefnir ÍS fer aftur á veiðar á mánudag. Aflaskip TOGARINN Stefnir ÍS landar í ísafiarðarhöfn. 2 I 3 júl| m SUMARHUSGOGNUM I DÆMI 2 6 48 áður 10.800 áouí 6.201 VandaðfuruborðfráHARBO AÐEINS I 2 DflGfl manudoQ og þriOiudao þar sem ferðalagið byrjar! Póstsendum samdægurs ÆGflR 1993 - L.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.