Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JULI 1993 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JULI 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Arvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. ( lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Þjóðminjar og þjóð- menning T^jóðminjasafn íslands varð 130 Jt' ára fyrr á þessu ári. Það telst stofnað með bréfi stiftsyfir- valda 24. febrúar árið 1863, þar sem þau veita formlega móttöku fomgripagjöf frá Helga Sigurðs- syni, síðar presti að Melum. Stifts- yfírvöld fólu Jóni Ámasyni bóka- verði umsjón með safninu, sem framan af hét Fomgripasafn ís- lands. Hann réð síðan Sigurð Guðmundsson málara að safninu, en grein Sigurðar í Þjóðólfi 24. apríl 1862 um varðveizlu íslenzkra fomminja er talin kveikjan að til- urð safnsins. Tilefnið að Þjóðólfsgrein Sig- urðar málara Guðmundssonar var fornminjafundur í sögualdarkumli hjá Baldursheimi við Mývatn 1860-1861. í greininni rökstyður hann nauðsyn þess að stofna þjóð- legt forngripasafn og stemma stigu við flutningi íslenzkra fom- minja úr landi. Herhvöt Sigurðar kveikti almennan áhúga á málefn- inu og ýmsir framtaksmenn tóku að safna fornminjum, vítt og breitt um landið. Engum, sem til þekkir, dylst, að sú áhugaalda, sem þá fór um byggðir landsins, bjargaði mörgum ómetanlegum fomminjum frá glötun. Hún leiddi og til stofnunar Fornminjasafns, sem nú heitir Þjóðminjasafn ís- lands. Auk meginstofns Þjóðminja- safnsins, það er þjóðmenningar- safnsins, sem greinist í margar deildir, era sjóminja- og landbún- aðarsafn og ýmis sérsöfn, sum tengd einstökum mönnum, eins og safn Jóns Sigurðssonar. Víða um land hafa og risið myndarleg og vönduð byggðasöfn og söfn tengd einstökum atvinnugreinum, eins og sjóminjasafnið í Hafnar- firði, síldarminjasafnið í Siglufirði og Nesstofusafn á Seltjarnarnesi. Því ber að fagna að Þjóðminja- safnið hefur gefið út sérstakt þjóðminjakort, sem fæst á af- greislustöðum olíufélaga og víðar. Það er aðgengilegur leiðarvísir um söfn og minjastaði um land allt og kemur í góðar þarfir fyrir þann vaxandi hóp ferðamanna, inn- lendra og erlendra, sem kýs að eyða orlofi sínu hér á landi. Það er og vel til fundið nýmæli hjá Þjóðminjasafni íslands og tengdum aðilum að efna tii sér- staks þjóðminjadags, en fyrsti ís- lenzki þjóðminjadagurinn er ein- mitt í dag, sunnudaginn 11. júlí. Tilgangurinn er að vekja athygli og áhuga almennings, ekki sízt ferðafólks, á söfnum og menning- arminjum um land allt. Það dýpk- ar skilning ferðamannsins á land- inu, þjóðinni og sögunni að skoða og njóta dýrmætra þjóðminja, sem víða er að finna, méð og ásamt þeim náttúruundrum umhverfís- ins, er einkum höfða til fólks. Það hefur til dæmis enginn skoðað Skagafjörð ofan í kjölinn sem ekki hefur lifað sig inn í bakland þjóðarinnar, sögu hennar, í dóm- kirkjunni/helgidómnum að Hólum í Hjaltadal eða við skoðun byggða- safnsins í gamla torfbænum að Glaumbæ. Sérstakur þjóðminjadagur, eða dagur menningararfleifðar, er ekki séríslenzkt fyrirbæri. Slíkir dagar era árlegur viðburður hjá mörgum Evrópuþjóðum. Það er full ástæða til að undirstrika eftir- farandi orð í fréttatilkynningu Þjóðminjasafnsins um þennan fyrsta þjóðminjadag hér á landi: „íslenzkar þjóðminjar era ein undirstaða sjálfstæðrar þjóð- menningar á íslandi. Á tímum þegar Islendingar tengjast um- heiminum og öðram þjóðum og menningarheimúm miklu nánari böndum en áður er ræktun og varðveizla arfleifðar þjóðarinnar mikilvægari en nokkra sinni fyrr.“ Fornminjafundur í sögualdar- kumli hjá Baldursheimi við Mý- vatn varð Sigurði málara Guð- mundssyni kveikjan að Þjóðólfs- grein, sem leiddi með öðra til stofnunar Þjóðminjasafns íslands. Síðan hefur margur fomminja- fundurinn styrkt þekkingu þjóðar- innar á baklandi hennar, sögu og menningararfleifð. Enn fleiri þjóð- minjar eiga fræðimenn okkar eftir að grafa úr fortíð og jörðu, víðs vegar um landið, meðal annars á þeim fomhelgu Þingvöllum, þar sem Alþingi var háð í 868 ár, frá 930 til 1798. Þjóðminjarannsóknir og -söfn era af hinu góða. „Þjóðminjar era ein af undirstöðum sjálfstæðrar þjóðmenningar." Það er ekki sízt þess vegna sem Þjóðólfsgrein Sig- urðar málara fyrir meir en 130' árum hitti þjóðina í hjartastað. Það er þess vegna sem rík ástæða er til að hvetja landsmenn til að taka virkan þátt í fyrsta þjóð- minjadegi íslendinga, sem er í dag, 11. júlí. Við þurfum fyrst og síðast að leggja rækt við það tvennt, sem gerir þjóð að þjóð, sem fullveldi okkar og þjóðerni era reist á, söguna og tunguna. Það er kjarni málsins. 12.! ÞORPIÐ VAR ií andstöðu við aðferð atómskáld- anna sem þótti ýta undir flókið og myrkt tungutak og harla persónulegt táknmál sem varð mönnum einatt að ráð- gátu. íslendingar höfðu aðvísu kynnzt slíku táknmáli áður í nokkr- um Ijóðum Jóhanns Sigurjónssonar, symbolistanna og draumkenndu tungutaki súrrealista, bæði í skáld- skap og myndlist. En nú þótti mörg- um nóg um, og slagsmálin hófust um þennan óskiljanlega texta sem talinn var nær dulmáli eða mynd- gátum en nýtilegum skáldskap. -i q það var úr víxl- AO*áhrifum endurskapandi þátta róttækra breytinga sem nútí- maljóðlist íslenzk varð til en hvorki einhliða formbyltingu sem átti eink- um rætur í erlendum áhrifum og fyrirmyndum né málamiðlunum milli gamallar klassískrar ljóðhefð- ar og nýrra krafna, þótt þessar andstæður hefðu fijóvgandi áhrif á nauðsynlega endurnýjun. Gagnbylt- ingar eru aðvísu heldur illa séðar. En þegar þær gegna því hlutverki að vísa réttan veg eru þær gagnleg- ar og til góðs. Sú endurskapandi krafa sem gerð var til formbylting- ar skálda um vissa tillitssemi við lesendur varð til jafnvægis og sátta milli nýskálda og tortrygginna les- enda og íslenzkri ljóðlist mikilvægur hvati einsog á stóð. íslenzkir ljóða- unnendur voru ekki agaðir undir Ijóðrænt híeróglífur en samt var HELGI spjall ljóðlistin rifin einsog roð frá svelli. Það var ekki sársaukalaust og síðúr en svo auðvelt að vera ungt skáld á sjötta og sjöunda ára- tugnum; en þó ævin- týraleg reynsla sem ekki verður endurtekin. Glíma við umhverfið, samtal við samtíð í deiglu einsog Skafti Þ. Halldórsson lýsir því rétti- lega í ágætri grein um skáldskap þessara ára, Morgundagur í brota- jáminu. Þar gerir hann athugun á ljóðum sporgöngumanna atóm- skáldanna og segir: „Atómskáldin hafa ratt mðderníska slóð. Spor- göngumennimir koma í humátt á eftir, engan veginn vissir um að hún liggi í rétta átt. í ljóðum sínum fara þeir því nokkuð sínar leiðir, eiga sín sérkenni og túlka innbyrð- is ólíka lífssýn; sumir komnir úr sveit á mölina, aðrir innfæddir borg- arbúar, sumir uppteknir af fortíð- inni, aðrir horfnir inn í bláfjólubjarg eigin sjálfsveru og enn aðrir fullir með pólitík, kerksni og stríðni. Módemisminn er samt það sem allt snýst um.“ Hann bendir á í upp- hafi greinar sinnar að svipur ljóðs- ins breytist. „Hver öld, hver áratug- ur sýnir sérstök svipbrigði. Samt er enginn stórisannleikur til um þessi svipbrigði." 1 A TÍMINN OG VATNIÐ AtI:»(1948) var ort að hefð- bundnum hætti, samt gerði ég mér ungur grein fyrir því að ljóðaflokk- urinn var meiri nýsköpun en nokkur formbylting einfaldlega af þeirri ástæðu að hann plægði akurinn að kviku nýrra hugmynda og ljóðmáls sem var meiri nýjung en allar breyt- ingar sem gerðar voru á ytra form- inu einu. Þess vegna ekkisízt var Tíminn og vatnið góður vegvísir hvaðsem öðru leið. Þegar einungis er hugsað um bókstaflega merkingu þeirrar hastarlegu yfírlýsingar Steins Steinars að hið hefðbunda Ijóðform væri dautt er auðvelt að hafna þeirri fullyrðingu með þeim rökum að enn sé saminn fullboðleg- ur skáldskapur hér á landi að göml- um hefðbundum hætti. En málið er þó miklu flóknara en svo. Hefð- bundið ljóðform er dautt að því leyti það gerir enginn í alvöru tilraun til að yrkja marktækt ljóð með því að nota til þess gamlar aðferðir ein- göngu; sjálfvirkni hins gamla hefð- bundna ljóðforms er liðin tíð. Þótt enn rími fax við bags og gæzka við æska dettur engum heilvita manni lengur í hug að nota slík orð að venjulegum hætti og án end- urnýjunar; það væri bara hlægilegt. Skáldið verður að endurskapa gamlan hefðbundinn búning ef hann á að vera nothæfur. Það er merkingin bak orðanna sem ríður baggamuninn en þó einkum ný og fersk og þá umfram allt óvænt hugmynd sem ræður úrslitum um það hvort nútímaljóð er frambæri- legt í gömlu formi eða hvort það er einungis flöt og venjubundin endurtekning, einskonar kækur. M (meira. næsta .sunnudag) KREPPA SÆNSKA velferðarkerfisins hef- ur leitt af sér umræður um rætur vandans og leiðir til úrbóta, sem era mun lengra komn- ar en hér á landi. ÍS- lenskir fræðimenn eða stjórnmálamenn hafa enn ekki gert tilraun til að greina rækilega þann vanda, sem við er að etja í ríkisfjármálum vegna út- þenslu velferðarkerfisins umfram það, sem þjóðarbúið hefur efni á. í Svíþjóð kemur hins vegar út hver bókin á fætur annarri um þéssi efni, og efni margra þeirra á ekki síður erindi til íslendinga en Svía. Bók Elisabeth Langby, Vetur í velferð- arlandinu (Vinter i Válfárdslandet), vakti takmarkaða athygli þegar hún kom út í Svíþjóð árið 1984. Langby, sem þá var ungur doktorsnemi í stjórnmálafræði og heimspeki við Harvard-háskóla í Banda- ríkjunum, komst í bókinni að þeirri niður- stöðu að sænska velferðarríkið og raunar lýðræði í Svíþjóð væri dæmt til glötunar. í stuttu máli er kenning hennar þessi: Efnahagskreppa, sem stafar af því að við eyðum meira en við öflum, veldur því að smám saman verður að grípa til æ róttæk- ari niðurskurðar í velferðarkerfinu. Þetta leiðir til þess, að trúin á stjómmálamönn- um dvínar, hið pólitíska kerfi missir trú- verðugleika sinn og að lokum verður sett á laggirnar ólýðræðisleg stjórn. Svíþjóð væri þar með orðin að einræðisríki. Rekur hún tvö söguleg dæmi til að renna stoðum undir þessa kenningu. Grikkland hið forna og Uruguay á áttunda áratugnum. Bókin vakti eins og áður sagði ekki mikið umtal á sínum tíma. Sú gagnrýni á velferðarkerfið, sem Langby setti fram, var ekki talin viðeigandi. Síðastliðinn vetur tóku hins vegar margir sænskir stjórn- málaskýrendur sig til og dustuðu rykið af bókinni. Það virtist loksins vera orðið tíma- bært að hefja umræðu um framtíðarsýn Langbys einfaldlega vegna þess, að í aug- um margra var hún ekki svo fjarlæg og óraunveraleg lengur. Málið snýst hreinlega um það, líkt og Svante Nycander.-ritstjóri Dagens Nyheter, orðaði það í umsögn um bókina, hvernig við getum tryggt, ekki aðeins hið formlega lýðræði, heldur einnig þau gildi sem því fylgja, samtímis því að nauðsynlegt er að hverfa frá þeirri pólit- ísku stöðnun og efnahagslega kæraleysi sem leitt hefur til varanlegrar ofneyslu. í síðasta mánuði var Vetur í velferðar- landinu gefin út á ný í Svíþjóð og ritar höfundurinn nýjan inngang þar sem hún endurskoðar kenningu sína í ljósi reynsl- unnar. Langby telur, að ekki séu jafnmikl- ar líkur og áður að Svíþjóð þróist í átt að hefðbundnu einræði. Aðstæður í heim- inum, með auknu upplýsingastreymi, s.s. alþjóðlegu gervihnattasjónvarpi og upp- lausn Sovétríkjanna, hafi dregið úr þeirri hættu. Hún virðist hins vegar enn vera svartsýn á, að stjórnmálamönnum takist að snúa þróuninni við. Elisabeth Langby skiptir sænskri samfé- lagsþróun frá árinu 1870 niður í íjögur stig. Á fyrsta stiginu á iðnvæðingin sér stað og Svíar verða ein af ríkustu þjóðum , veraldar. Á öðru stigi er „Þjóðarheimilið“ byggt upp og miðstýring eykst. Ríkisvald- ið gerir eins konar sáttmála við borgarana þar sem góð lífskjör eru- tiyggð. Á þriðja stiginu segir Langby, að kerfis- gallar í hagkerfinu verði æ greinilegri. Með því eigi hún við, að skattar séu of. háir, samkeppni of lítil, vinnumarkaðurinn stirðnaður og gæðum menntunar fari hrakandi. Það er á þessu þriðja stigi sem ríkið hefur það sem hún kallar „ofneyslu". „Þjóðin fer að lifa um efni fram. Fram- leiðslan stendur ekki lengur undir Iífsgæð- um okkar. Heildarneyslan festist á of háu stigi þar sem hún er skipulögð af hinu opinbera. Það myndast því bil milli neyslu og framleiðslu. Ofneyslan á þriðja stiginu virðist ætla að verða varanleg. Svíþjóð hefur verið á þessu stigi að minnsta kosti frá því í bytjun níunda áratugarins,“ segir Langby í bók sinni. Á fjórða stiginu hafa kerfisgallamir magnast það mikið að komið er að hættu- mörkum. Það dregur úr framleiðslu og neyðarástand ríkir í ríkisfjármálum. Fjár- lagahallinn er orðinn alltof mikill og greiðslubyrði vegna skulda ríkisins of þung. Eftir að hafa setið aðgerðalaust í langan tíma ákveður ríkisvaldið að draga harkalega úr starfsemi sinni og félags- legri aðstoð. „Þar með hefur ríkið röfíð þann sáttmála við borgarana sem hægt er að segja að velferðarríkið sé. Þeir sem hafa verið hvattir til að skipuleggja líf sitt í kringum opinber störf, niðurgreitt hús- næði, fæðingarorlof, dagvistarheimili og skyldubundinn lífeyrissparnað sjá að vegið er að tilverugrundvelli þeirra. Litið er, réttilega, á niðurskurðinn hjá hinu opin- bera sem svik,“ segir Langby. Hún bendir hins vegar á, að það væra einnig svik gagnvart þjóðinni, ef stjórn- málamenn tækju ekki á vandanum í ríkis- fjármálum. Það skiptir því að hennar mati litlu hvað ríkið geri á þessum áratug. Nið- urstaðan verði ávallt sú, að borgararnir hætti að bera traust til ríkisins. Langby segir þessi „svik“ grafa undan þeim gagn- kvæma trúnaði sem verði að ríkja í þjóðfé- laginu til að lýðræði dafni. Ef borgararnir treysta ekki hver öðrum eða þeim sem fara með völdin í landinu, heldur era hræddir, varir um sig og reiðir, geti ekki þetta viðkvæmasta, opnasta og óvarðasta af öllum stjórnmálakerfum lifað af. Minnir hún einnig á, að í hinni sígildu könnun bandaríska stjórnmálafræðingsins Sidney Verba, sem kynnt var í bókinni The Civic Culture, kom fram að það trúnaðartraust sem ríkti á milli Svía, þegar velferðarkerf- ið var upp á sitt besta, var fremur Iítið miðað við önnur ríki. Samstaða, upplausn eða kúgun LANGBY SEGIR að ómögulegt sé að segja fyrir um hvert Svíþjóð stefni. Það sé hins vegar ljóst að þjóðfélagið sé farið að nálgast ákveðin hættumörk.. Hún segist geta ímyndað sér þrenns konar mismunandi atburðarás á næstu áram. í fyrsta lagi að nokkrir eða allir flokkar taki höndum saman, kasti hefðbundnum kreddum á glæ og setji fram raunhæfa, samræmda áætlun sem kynnt yrði fyrir kjósendum. Langby telur mjög ólíklegt að slíkt eigi sér stað enda er bók hennar í raun skýring á því hvers vegna ólíklegt sé að slík samstaða náist. í öðru lagi telur hún hugsanlegt að á næstu árum verði veikar, óhæfar ríkis- stjórnir við völd. Stjórnarskipti verði ör en staða ríkisfjármála batni ekki. í þriðja lagi geti það gerst sem hún lýsi í bókinni að stóru fiokkarnir tveir, Jafnað- armannaflokkurinn og Hægriflokkurinn, myndi með sér bandalag og útiloki þar með í raun önnur stjórnmálaöfl frá völd- um. Það geti líka gerst, að á yfirborðinu virðist allt vera með eðlilegu móti í þinginu en á bak við tjöldin geri stjórnin samkomu- lag við stjórnarandstöðuna um þá hluti sem skipta málii Fyrsta vísinn að slíkri þróun hafi mátt sjá í efnahagslegum neyðarað- gerðum stjórnarinnar síðasta haust. Hættan, að mati Langby, er sú að þetta bandalag leiði af sér kúgun en fyrir slíku séu mörg fordæmi í sænskri sögu. Póli- tískt bandalag af þessu tagi myndi rétt- læta aðgerðir sínar með vandanum í ríkis- fjármálum. Allir stjórnmálamenn vonist eftir auknum hagvexti þar sem mun auð- veldara sé að skattleggja verðmæti sem enn hafa ekki verið mynduð. Ef hagvöxtur- inn Iáti á sér standa eða nægi ekki til að standa undir skuldsetningu ríkisins verði að ganga á þau verðmæti sem til staðar era, eignir borgaranna. Það sé mjög ill- framkvæmanlegt í lýðræðisríki en þessar eignir geta verið jafnt fasteignir, tekjur eða niðurgreiðslur og þjónusta, sem fólk telur sig eiga heimtingu á. Hætta sé á að þetta leiði til mótmæla og jafnvel uppreisn- ar, ekki síst ef lagt er hald á réttindin eða REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 11. júlí eignirnar, eina í einu, án þess að samfé- lagskreppan sé leyst. „Machiavelli benti á að það væri hag- stæðara fyrir furstann að taka mann af lífí en skattleggja hann. Maður sem látinn hefur verið greiða skatta getur leitað hefnda. Og þegar borgari reynir að hefna sín svarar ríkið oft með kúgun sem ieiðir til enn meiri andstöðu. Það var slíkt férli sem hófst í Uruguay á áttunda áratugn- um,“ segir í bók Langby. Kynslóða- stríðið í BÓKINNI KYN- slóðastríðinu (Gen- erationskriget) eft- ir Ulf Kristersson, hagfræðing og þingmann Hægriflokksins, Jonas Hellman, leiðarahöfund á Svenska Dagbladet, og Thomas Idergard, sérfræðing í sænska atvinnumálaráðuneytinu, er einnig dregin upp dökk framtíðarmynd af örlögum sænska velferðarkerfisins. Sjónarhorn höf- undanna, sem allir eru á þrítugsaldri, er annað en hjá Langby, en boðskapurinn svipaður. Þremenningamir segja að kyn- slóðin, sem nú sé að koma út á vinnumark- aðinn, stofna fjölskyldu og koma sér upp húsnæði, sé fyrsta kynslóðin um aldabil í Svíþjóð, sem komi sennilega til með að hafa það verra en foreldrar hennar. Ástæð- an sé að foreldrarnir, kynslóðin sem fædd- ist á fimmta áratugnum, hafi lifað svo hátt á alls konar ríkisstyrkjum og velferð- arbótum og eytt svo langt um efni fram, að kerfið, sem hún byggði upp, sé að þrot- um komið. Börn eftirstríðskynslóðarinnar muni þurfa að borga skuldir ríkissjóðs, sem nú eru um 70% af þjóðarframleiðslu Svía eftir áralangan hallarekstur, en geti ekki notið sömu fölsku lífskjara og foreldrarnir. Höfundar Kynslóðastríðsins segja að raunar sé upphafið að kerfisvanda Svía að finna hjá öfum og ömmum kynslóðar- innar, sem nú sitji uppi með vandamálið. Millistríðsárakynslóðin hafí viljað nýta af- rakstur iðnvæðingarinnar til þess að hjálpa þeim, sem minna máttu sín. Hins vegar hafi börn hennar, eftirstríðsárakynslóðin, lært að spila á kerfíð. Menn hafi lagað líf sitt að kerfi hinna opinberu styrkja og niðurgreiðslna í því skyni að ná sem mestu í eigin vasa. Eftirstríðsárakynslóðin hafí verið fyrsta kynslóðin í sögu Svíþjóðar, sem vann ekki fyrir velferð sinni. Þvert á móti hafi hún „kosið“ sig til velmegunar - almenningur hafi hlustað á stjórnmála- menn, sem endalaust hafi lofað gulltugg- um úr ríkisjötunni, og hvatt þá til að stækka sífellt opinbera geirann með því að greiða þeim atkvæði sitt. Bókarhöfundarnir nefna íjölmörg dæmi um það hvernig kynslóðin, sem nú er á fimmtugs- og sextugsaldri hefur búið sér til einstætt velferðarkerfi, sem hefur gagn- ast henni vel en er að hruni komið um það bil, sem afkomendurnir ættu að fara að njóta þess. Eftirstríðsárakynslóðin hefur komið sér þægilega fyrir í eigin húsnæði, sem hún keypti á tímum mikillar verðbólgu og lágs verðs, með aðstoð rausnarlegra vaxtabóta og annarra niðurgreiðslna. Þessi kynslóð var sú fyrsta, þar sem bæði hjón unnu utan heimilis og hún kom sér upp umfangsmiklu niðurgreiddu dagvistunar- kerfi til að sjá um börnin á meðan foreldr- arnir eru í vinnunni. Nú era bæði þessi kerfi úr sér gengin. Ungt fólk, sem stofn- ar fjölskyldu, á í mesta basli með að eign- ast húsnæði og æ fleiri neyðast til að grípa til dýrra einkalausna í dagvistarmálum vegna langra biðlista í hinu rándýra, opin- bera dagvistarkerfi. Svíar eyða nú helmingi meiri peningum í dagvistun en í æðri menntun og vísinda- rannsóknir samanlagt. Bókarhöfundarnir segja að þegar eftirstríðsárakynslóðin lauk stúdentsprófi, hafi háskólarnir tekið henni opnum örmum. Fjöldatakmarkanir hafi engar verið og styrkir og lán til náms þar að auki rausnarlega útilátin. Þegar foreldr- ar núverandi háskólastúdenta luku sínum háskólaprófum, beið þeirra „gullbryddaður vinnumarkaður". Opinberi geirinn, sem óx með ógnarhraða, sogaði til sín háskóla- menntað fólk og allir fengu vinnu. Vera- leikinn, sem blasir við börnum þessarar kynslóðar, er hins vegar sá að háskólarnir taka ekki lengur við öllum, sem vilja afla sér æðri menntunar. Námslána- og styrkjakerfið er sprangið og greiðslubyrði námslána margfalt þyngri en hún var fyr- ir tveimur áratugum. Núverandi háskóla- stúdentar verða sennilega verr menntaðir en foreldrar þeirra, af því að menntun háskólakennara hefur hrakað og innan við helmingur þeirra er nú með doktorspróf. Ein ástæða þessa er launajöfnunarstefna sænskra stjórnvalda, sem hafði í för með sér launalækkun háskólamanna. Vinnumarkaðsstefna eftirstríðsárakyn- slóðarinnar hafði það markmið að tryggja öllum vinnu. í anda kenninga Keynes jók ríkið útgjöld sín til atvinnusköpunar á krepputímum, en vandinn var sá að á góðu áranum lækkuðu útgjöldin ekki, held- ur héldust jafnhá. Nú er þetta atvinnu- skapandi kerfi einnig hrunið. Atvinnuleysi er hlutskipti stórs hluta ungra Svía. Félagslegt millifærslukerfí Svía er það umfangsmesta í heimi. Barnabætur, sjúkrabætur, vinnuslysabætur, atvinnu- leysisbætur og lífeyrisgreiðslur nema 250 milljörðum sænskra króna - 2.500 millj- örðum íslenskra króna - á ári. Árið 1963 voru þessar millifærslur 10% af tekjum meðalfjölskyldu. Nú eru þær 40%. „Allir hafa með öðram orðum ríka persónulega hagsmuni af að vernda óbreytt kerfi, sem Ieiðir til þess að erfíðara verður að breyta kerfinu og fallið verður enn hærra, loks þegar grandvöllurinn brestur," segja þeir Kristersson, Hellman og Idergard. Þeir segja að velferðarútgjöld Svia þenjist stöð- ugt út, en útgjaldaaukinn sé greiddur með gúmmítékka. „í raun hefur enginn þurft að taka ákvörðun um að taka á sig kostn- _aðaraukann. Hann er innbyggður í kerfíð. Þess vegna telur enginn sig bera ábyrgð - hvorki á kostnaðinum, því að fjöldi fólks er farinn að trúa því að maður geti lifað á kostnað hins opinbera - né á þeirri stað- reynd, að það era engir peningar til.“ Lífeyriskerfið í Svíþjóð er ríkisrekið, ólíkt því sem gerist hér á landi, en byggir einnig á skyldugreiðslum. Breytt aldurs- skipting þjóðarinnar og hærri skuldbind- ingar en tekjur hinna opinberu lífeyrissjóða geta staðið undir, hafa valdið því að kerf- ið er komið í þrot. Höfundar Kynslóða- stríðsins segja að það standist líklega á endurn, að kerfið hrynji um það bil sem kynslóð þeirra byrji að greiða iðgjöld til þess. Eina leiðin sé að bijótast út úr kerf- inu og borga tvöfalt, þ.e. leggja einnig í persónulegan sjóð. Kerfið ræð- ur sér sjálft ÞREMENNING- arnir kalla kynslóð foreldra sinna „ kröfukynslóðina". „Á sjöunda og átt- unda áratugnum varð til nýtt félagslegt siðgæði í Svíþjóð. Áður var litið á það sem niðurlægjandi að lifa á styrkjum. Nú eru það hins vegar nánast „réttindi“ að ríkið borgi fyrir barnagæslu, menntun, heil- brigðisþjónustu og öldrunarþjónustu. Það skiptir ekki lengur máli, hvort einstakling- urinn þarfnast félagslegrar aðstoðar, held- ur hvort hann uppfyllir þau skilyrði, sem stjórnmálamennirnir hafa sett fyrir því að menn fái styrk. Enginn skammast sín fyr- ir að nýta sér styrkjakerfið og - ef það er hægt - að hegða sér þannig að hann fái meiri styrki.“ Kristersson og félagar komast að þeirri niðurstöðu að kerfið, sem hafi verið byggt upp, hafi í raun tekið völdin af stjómmála- mönnunum og stjórni sér sjálft: „Margir Svíar halda að ríkisstjórnin stjórni landinu. Fyrst nærri 70% af þjóðarframleiðslunni renna til opinberra útgjalda hljóti svo að vera. En sannleikurinn er sá, að stjórn- málamennirnir hafa enga stjóm á því hvað þeir eyða miklum peningum. Yfir 80% af útgjöldum ríkisins er stjórnað af sjálfvirku útgjaldakerfi. Ríkisstjórnin ákvéður ekki hversu miklu fé skuli eytt í lífeyrisgreiðsl- ur, húsnæðisstyrki, námslán o.s.frv. Það ræðst af miklu eldri ákvörðunum um það hversu miklu fé ejnstaklingar í alls konar kringumstæðum „eiga rétt á“. Ef pening- arnir eiga ekki að renna sjálfkrafa út úr ríkissjóði verða stjórnmálamennirnir að breyta reglum kerfisins." Ungu mennirnir þrír, sem skrifa Kyn- slóðastríðið, segjast þó eygja merki um breyttan hugsunarhátt hjá eigin kynslóð: „Nýjungin á tíunda áratugnum er að kerf- ið, sem eftirstríðsárakynslóðin hefur nýtt sér til hins ýtrasta, er nú gagnrýnt af æ fleirum. „Höfum við efni á því?“ er spurn- ing, sem heyrist nú jafnoft og fullyrðing- arnar „við eigum rétt á“ eða „við krefj- umst“.“ Stundum er sagt að íslendingar taki allt upp eftir Svíum, en nýjungarnar séu um það bil tíu ár að berast til landsins. Við höfum. hins vegar ekki efni á að bíða í tíu ár með að tileinka okkur þann hugsun- arhátt, sem fram kemur í bókunum tveim- ur, sem hér var vitnað í. Vandamálin hér eru að mörgu leyti þau sömu og í Svíþjóð. Vöxtur velferðarkerfisins er ef til vill ekki jafntröllaukinn, en efnahagslægðin er enn dýpri en hjá Svíum. Við lifum ekki síður um efni fram en þeir. Morgunblaðið/Þorkell „Efnahags- kreppa, sem staf- ar af því að við eyðum meira en við öflum, veldur því að smám sam- an verður að grípa til æ rót- tækari niður- skurðar í velferð- arkerfinu. Þetta leiðir til þess, að trúin á stjórn- málamönnum dvínar, hið póli- tíska kerfi missir trúverðugleika sinn og að lokum verður sett á laggirnar ólýð- ræðisleg stjórn. Svíþjóð væri þar með orðin að ein- ræðisríki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.