Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚLÍ 1993 15 heimshluti nýti Iridium-kerfið. Motorola stefnir að því að við- skiptavinir kerfisins verði orðnir 2 milljónir árið 2002, þar af noti um 700 þúsund notendur kerfið fyrir boðtæki. Hnattsími til góðs eða ills? í marsmánuði 1992 tók alþjóð- leg ráðstefna um úthlutun sendit- íðna ákvörðun um að helga ákveð- ið tíðnisvið hnattrænum símkerf- um sem nota gervihnetti. Tíðni- I sviðið sem tekið var til þessara nota getur einungis rúmað tvö til þrjú kerfi. Hnattræn símakerfi munu væntanlega lúta stjórn fjöl- þjóðafyrirtækja, en ekki ríkis- stjóma, líkt og mörg símafélög hafa gert hingað til. Engu að síð- ur er velvilji stjórnvalda nauðsyn- legur eigi að skapast starfsaðstaða fyrir hnattræn símafélög. Leyfi þarf til að selja símtækin innan hvers ríkis og svo þarf að inn- heimta afnotagjöld og senda þau til höfuðstöðva símafélagsins. Það sem helst er talið standa í vegi þess að stjórnvöld einstakra ríkja leggi stein í götu hnattsímans er að ríkisrekin símafélög_ munu missa spón úr aski sínum. í þróun- arlöndum eru símafélögin gjald- eyrisskapandi því tekin eru há gjöld fyrir að afgreiða símtöl er- . lendis frá. Það hefur einnig komið á daginn að í tilvikum hafa stjóm- endur ríkisrekinna símafélaga „einkavætt" þau að hluta í eigin þágu. Þegar argentínska símafé- lagið var einkavætt í fyrra komu í ljós þúsundir óskráðra símalína sem óprúttnir stjórnendur höfðu selt á svörtum markaði. Til að koma til móts við stjórnvöld ein- stakra ríkja hafa hnattrænu sím- afélögin boðið að láta hluta afnota- gjalda verða eftir í því landi sem hringt er frá í hnattsímann. Eins hafa þau boðist til að láta ríkis- stjórnir fá einkaleyfi á markaðs- setningu símtækja og innheimtu I símgjalda innan sinna landamæra. Tímaritið TheEconomist fjallaði um símabyltinguna í vor. Blaðið tók þá afstöðu að í stað þess að láta múta sér til samþykkis ættu stjórnvöld ríkja að taka hnattsí- | manum fagnandi og greiða götu hans. Símakerfi tilheyrðu upp- byggingu innviða þjóðfélagsins líkt og vegakerfí og raforkukerfi. Samkeppnin stuðlaði að því að símgjöld myndu lækka og því ætti ekki að leggja stein í götu nýrra aðila á þessum markaði. Þá bend- ir blaðið á að þráðlaus hnattsími muni spara fátækum löndum upp- byggingu dýrra dreifikerfa með símalínum og örbylgjusendum til fámennra og afskekktra staða. Mönnum hefur verið tamt að líta á dreifinet símans líkt og veit- ur fyrir rafmagn og vatn. Hvert hús hefur verið tengt við endann | á flóknu leiðsluneti sem leiðir að dreifístöð. Þessi skilgreining sím- kerfisins á ekki við eftir að þráð- laus símkerfi ryðja sér til rúms og fjöldi ólíkra upplýsingaveitna kaupir sér pláss á ljósleiðaranet- um. Framtíð þeirra hugmynda sem nú prýða teikniborðin er undir við- tökum markaðarins komin, sumar munu týnast og aðrar fá brautar- gengi. Þessar nýjungar eiga það sameiginlegt að til að þær nái að blómstra verða stjórnvöld víða um lönd að aflétta takmarkandi ákvæðum laga og reglugerða sem sett voru á öðru og eldra tíma- skeiði tækninnar. Harðnandi samkeppni íslensk símayfirvöld eiga allt eins von á aukinni samkeppni er- lendis frá á næstu árum. Islensk- um ferðamönnum hefur verið boð- ið að nýta sér þjónustu erlendra símafyrirtækja á borð við Sprint og MCI. Evrópubandalagið stefnir að fijálsri samkeppni í símamálum innan sinna landamæra 1998. Margt bendir til þess að eftir snarpa og harða samkeppnisorr- ustu á alþjóðlega símamarkaðin- um muni standa eftir einn eða fáir risar og óttast sumir að upp rísi einokun stórfyrirtækjanna. Gústav Arnar telur tímabært að íslendingar fari að spá í framtíðar- þróun fjarskipta við útlönd og leiti jafnvel að alþjóðlegum samstarfs- aðilum á þessu sviði. „Sá mögu- leiki er fyrir hendi að við getum misst eitthvað af viðskiptum okkar í hendur erlendra aðila,“ segir Gústav Amar. „Það væri slæmt að missa fjarskiptin aftur úr landi og það fer að verða áleitin spum- ing hvort við getum staðið einir á þessum markaði." Hann bendir á að alþjóðleg símafyrirtæki hafí þegar sett upp skrifstofur á hinum Norðurlöndunum í því skyni að ná fótfestu á þeim markaði. „Þetta er bara spurning um hvenær ein- hver fær áhuga á íslandi. Reyndar er markaðurinn hér lítill og verð- lagning símaþjónustu mjög lág miðað við önnur lönd, en það koma fleiri sjónarmið til greina en bein viðskiptaleg sjónarmið í þessu efni.“ raðlaus tiivera á _ mm staf* iiiiflv rænn '%))))))))] farsími Stafrænu farsímarnir, likt og GSM símarnir sem teknir verða í notkuri hér á næsta ári, tryggja betur símaleynd og henta mun betur til gagnaflutnings en gömlu hliðrænu símarnir. Þráðlaus einkasími Ódýrir þraölausir heimasímar eru nothæfir í næsta nágrenni heimilisins. Starfsmenn fyrirtækis hafa allir þráðlausa síma. Tölvustýrt skiptiborð gefur upp- iýslngar um helstu símanúmer. Gervihnattasími Motorola hefur gert áætlun um Iridium simakerfið sem á að nota net gervihnatta sem svífa lágt yfir jörðu. Með þessum símutn á að vera hægt að hringja hvaðan sem er i heiminum og hvert sem er. Gagnapakkar Ný tækni sem lætur gagnapakka „hoppa“ á milli lausra talrása í hliðræna far- símakerfinu og eykur nýtingu þess, Pakkavarp Lítil ferðatæki til að senda tölvugögn á milli tveggja aðila. Einkaboðtöivur Frumgerðir koma á markað á þessu ári. Petta er þráðlaus einkatölva sem nernur boð líkt og boðtæki auk þess að geta sent boð. Þráðlaus tölvukerfi Tölvusamskipti fara fram með útvarpsbylgjum í stað þráða. Þetta auðveldar breytingar á kerfunum. Samskiptamiðstöö - símtæki Símtæki framtíðarinnar verður mun fullkomnara en við eigum að venjast. Til dæmis hafa Phillips verksmiðjurnar sett á markað nýja kynslóð síma sem eiga að leysa af hendi „gamaldags“ tónvalstæki. Auk venjulegra val- hnappa er á tækinu 13 sentimetra tölvuskjár og hnappaborð líkt og á tölvu. Skjárinn sýnir 16 línur með 40 bókstöfum. Þessi sími er gerður með það í huga að símnotandinn geti sinnt bankaviðskiptum sínum og bókað flugfar að lieiman. Þannig á notandinn að geta flett upp flugáætlunum og valið sér far með tiltekinni flugferð. Flugfarið er síðan skuldfært á flögu- kort (smart-card) eigandans sem stungið er í símtækið. Flögukort eru á stærð við greiðslukort og á þeim er minniskubbur og jafnvel örgjörvi sem inniheldur upplýsingar um banka- reikninga og greiðslukortareikninga eigandans. Á símanum er hnappur sem skiptir á milli hljóðhams og mynd- hams, síminn tekur flögukort með allt að 4 megabæta minni sem geymir upp- lýsingar og sérhæfðar aðgerðir. Einnig er hægt að tengja prentara og venju- legt tölvulykilborð við símann. Þú hringir í síma 611720 kvöldið fyrir brottför og pantar bílinn. Símaþjónusta BSR sér um að vekja þig á réttum tíma. Bíllinn kemur stundvislega, hlýr og notalegur. Og þú ferð í loftið afslappaöri en ella. Við bjóðum nú þessa þjónustu á tilboðsverði, kr. 3SOO.- eða aðeins 975.- á mann miöaö viö fjóra. JrW 6IJ720 <0ófhr/e/Hlfrted

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.